Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. júni 1975 TÍMINN 11 „Við sýnum þeim betri lífsmáta" Rætt við sr. Richard Wurmbrand stofnanda Neðanjarðarkirkjunnar Sablna og Richard Wurmbrand. — Fangavist skirir trúna, alveg eins og demantar eru ekkert annað en kol, sem orðið hafa fyrir miklum þrýstingi. Þess vegna hata ég ekki kommúnista, ég elska þá, en hata kommúnismann. Þannig hata ég lika syndina en elska syndarann, hata eitur- lyfjaneyzlu en elska eiturlyfjaneytandann. Svo fórust orð sr. Richard Wurmbrand, sem hér var á ferð fyrir skömmu, en hann var um langt skeið i fangelsum i heima- landi sinu Rúmeniu, bæði á tim- um nazista og siðan eftir það i refsingarskyni fýrir'að vinna að trúmálum, en kirkjan er bönnuð i heimalandi hans. — Fangavistin var þvi ekki að öllu leyti slæm, heldur sr. Wurmbrand áfram. — Hún fór illa með likamann, sem var sveltur, pindur og laminn, en fyrir sálina var hún góö. Norömenn keyptu sr. Wurmbrand lausan árið 1964 og siðan hefur hann unnið sleitu- laust að slnum hugðarefnum. Hann segist búa á hótelum, en aðalstöðvar hreyfingarinnar er hann stofnaði eftir að hafa hlotiö frelsi, Jesus to the Communist World, eru i Kaliforníu I Banda- rikjunum. Hreyfing þessi nær nútii'einna 50 landa. Hér á fs- landi mun hún hafa náð bólfestu meöal ungs fólks á Akureyri. Hreyfingin starfar að þvi að koma biblium og öðru kristilegu lesefni til austantjaldslandanna en kristin krikja er bönnuð i flestum þeirra. Þá stendur hreyfingin fyrir Utvarpssendingum á tungu- málum viðkomandi landa og eru guöspjöllin þar á dagskrá. Einnig hefur hreyfingin að- stoðaö fjölskyldur fólks, sem er i fangelsi, eða ofsótt vegna trUar sinnar. Þaö er að sjálf- sögðu gert leynilega með aðstoð fólks, sem ferðast austur yfir. — Kristnir menn verða fyrir skelfilegum ofsóknum i kommUnistalöndunum, segir dr. Wurmbrand. Fjöldi manna hafa verið drepnir I kommUnistarlkjum Afriku, Kina og nU siðast Suður-VIet- nam eftir fall Saigon-stjórnar- innar. 1 S-VIetnam eru 1-2 milljónir manna eða allir kristnir men þar i landi á svört- um lista. — Við störfum einnig I hinum frjálsa heimi, segir sr. Wurm- brand, og segjum fólki að þvi stafi hætta af kommUnisman- um. KommUnistar vinna að þvi að eyðileggja efnahagslif þjóða innanfrá. Þeir hafa gert það i Bretlandi með verkföllum. Þeir gera það á ítaliu og tslandi. Þeir gera það alls staðar. Við reynum einnig að sýna kommUnistum betri lifsmáta Krists. Sr. Wurmbrandi, sem var prestur i heimalandi sinu, RUmeniu, fyrir striö, hefur skrifað fjórtán bækur um neðanjarðarkirkjuna austan- tjalds, fangaveru sina og hreyfingu þá, sem hann hefur stofnað eftir að hann komst frá RUmeniu. Ein þeirra Neðan- jarðarkirkjan hefur komið Ut á Islenzku. Kona sr. Wurmbrands var með honum i feröinni hingað. HUn dvaldist einnig i fangelsum I RUmeniu. I haust kemur Ut hjá Utgáfufyrirtækinu Erni & örlygi bók hennar Eiginkona prestsins, þar sem hUn lýsir fangavistinni. Kemur hUn hingað af þvi tilefni I haust og mun árita bókina. Þau hjónin eru bæði predikarar og tala á samkom- um og i kirkjum, þar sem þau feröast. Tekjur hreyfingarinnar, Jesus to the Communist World, eru framlög frá áhugafólki. Þær námu 600 milljónum isl. króna á siðasta ári. Aöalhluti teknanna kemur þó af sölu bóka þeirra hjóna, sem komiö hafa Ut i fjölda landa. — Við spyrjum sr. Wurmbrand hvernig hann smygli bibllum til austantjaldslanda? — Þaö væri lélegur smyglari, sem svaraði slikri spurningu, segir hann — En ég get þó sagt þér að viö setjum þær I plast- poka og köstum I sjóinn Uti fyrir ströndum. RUssland í pokanum er llka strá, sem veldur þvi aö hann flýtur með straumnum aö landi og sUkkulaði svo aö börnin hirði hann og finni bibliuna. Við sendum loftbelgi yfir löndin og menn skjóta á þá og innihaldiö fellur til jaröar. Við vörpum biblium I sjóinn við strendur RUsslands, Kina og KUbu. 4 1/2 milljón ferðamanna, fara ár- lega til RUsslands, og annarra kommUnistarlkja I Evrópu og ógerningur er að leita á þeim öllum. 1 hópi þeirra eru vanfærðar konur og þungi sumra þeirra er ekkert nema kristilegt lesefni. Við smyglum biblium i vélum, sem RUssar kaupa frá vestrænum löndum, og i hveiti... -SJ. Kappróðrakeppnin á sjómannadaginn á Flateyri. Flateyri: Köld hátíðarhöld á sjómannadaginri KSn-Flateyri. — Sjómannadagur- inn var haidinn hátiðlegur á Flat- eyri I norð-austan golu og kulda. Mörgum atriðum sem fram áttu að fara, m.a. Iþróttasýningu, koddaslag, og stakkasundi, varð að fresta vegna kuldans. Keppni fór fram I beitingu og kappróðri. Kappbeitingin fór fram i tveim flokkum. I yngra flokki, þar sem var beitt ein lóð, sigraöi Sigurður J. Leifsson á 10.39 min. 1 flokki fullorðinna, sigraði Benedikt V. Gunnarsson á 14.02 min, en þar voru beittar tvær lóðir. í kappróðri kepptu sex sveitir en róið var um 200 m vegalengd. Keppnin var hörö og jöfn eins og sjá má á Urslitum: Sigurvegari varð sveit mb. Kristjáns á 1.03 min., 2.-3. sæti sveit mb. Braga og sveit „LUlla og smiðanna” á 1.06 min. Sveit „LUlla og smiöanna” var sveit ýmissa landkrabba. I kvennaflokki sigraði sveit Lilju Guðmundsdóttur á 1.23 min. næsta sveit var á 1.27min., en þaö var sveit unglingastUlkna og eins pilts, og nefndi sU sveit sig „aðrar konur og Gambi”. Dansleikur fór fram um kvöldið, og fór þar fram afhending verðlauna. A dansleiknum var Guðmundi Valgeir Jóhannessyni afhent heiðursmerki sjómannadagsins fyrir 50 ára gifturikt sjómanns- starf og honum fagnað með lófa- taki. Guðmundur hefur stundað öll sjómannsstörf verið háseti formaður, kyndari, vélstjóri, og kokkur, hann hefur starfað á trill- um, bátum og togurum og hvar- vetna þótt hinn bezti liösmaður. Fjáröf lunardagur Félags einstæðra foreldra: Undirbúin bygging fyrir einstæða foreldra SUNNUDAGINN 8. jUni mun Félag einstæöra foreldra hafa sinn árlega fjáröflunardag og selja slaufur, til ágóða fyrir styrktarsjóð félagsins. Hafa félagar unnið i sjálfboðavinnu við það undanfarið að UtbUa slauf- urnar. Hlutverk Styrktarsjóðs FEF er aö hleypa af stokkunum byggingu félagsins á Eiðsgranda, en þar hefur FEF fengiö lóð og verður hUn væntanlega tilbUin af hálfu skipulags borgarinnar á næsta ári. Verður þá allt kapp lagt á að hefja framkvæmdir hið fyrsta. 1 byggingu þessari er gert ráð fyrir um 50 ibUðum, 2ja og 3ja herb. Auk þess verða dag- vistunarstofnanir fyrir alla aldursflokka i tengibyggingu.Þá er áætlunin aö skipuleggja að- stöðu fyrir félagsstarfsemi, og margs konar fyrirgreiðslu, svo sem gæzlu vegna veikinda barna, þvottaaðstöðu i nýju formi og fleira. FEF litur svo á, að það sé ávinningur aö hafa heimili og dagvistunarstofnanir á einum og sama stað, til hagræðis börnum og foreldrum. Flestar ibUðanna verða leigöar um takmarkaöan tima hverri fjölskyldu og er ætlunin, að þessi bygging komi einstæöum foreldrum m.a. aö góðu gagni eftir breytingu á hög- um þeirra og á meðan fótum er komið undir sig á nýjan leik, eftir makamissi/skilnað, eða sé fólk viö nám. Siðast en ekki sizt ætti slik bygging, þar sem svo margs konar fyrirgreiðsla er veitt, að gera einstæðum feðrum auöveld- ara að taka til sin börn viö skiln- að, en það hefur færzt i vöxt. Merki verða afhent á sunnudag frá kl. 10-14, i barnaskólum borg- arinnar, Kópavogs og Hafnar- firði. Þá veröa merkin seld á veg- um Félags einstæðra foreldra sem starfa nU einnig á tsafiröi og á Suðurnesjum. Verða börnum greidd mjög há sölulaun, eða 20%. \ f v i'h 'r “ 1 I w .'H'írfv-n ’KV’'3% „ ' V- > •./ •>. Hí Aím.: feafe&spv. SYNINGAR SALUR Húsbyggjendur ALLT Á EINUM STAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.