Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 6. júni 197S TÍMINN 19 Norræna húsið: LIST TIL LÆKNINGA gébé-Rvík. Norræna húsið og Félag isl. sérkennara, gangast fyrir ráöstefnu i Norræna húsinu dagana 7.-15. júni. Efni hennar er myndlist sem liður i lækningum og endurhæfingu, eða list til lækninga (Art-therapy) Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðstefn- unni, og bárust miklu fleiri um- sóknir um þátttöku en upphaf- lega var haldið. Atján erlendir þátttakendur verða, og auk is- lenzku sérfræðinganna, halda þeir fyrirlestra og kynna sýningar. t allt munu um 100 manns hafa sótt um þátttöku i ráðstefnunni, og eru þar á meðal læknar, sál- fræöingar, „art-therapistar”, kennarar og fulltrúar frá ýmsum sérfélögum, svo sem styrktar- Flateyri: Forskot á verkföll KSn Flateyri—Verkfall á bátun um höfst á miðnætti aðfaranótt mánudagsins og mun atvinna i frystihúsinu væntanlega leggjast niður fljótlega. Taka þannig Flat- eyringar forskot á verkföllin, — sem vonandi hefjast ekki þann 11. júni. Viðgerð á höfninni og nýbygg- ing munu hefjast um 11. júni, ef ekki verður af verkföllum. Vega- gerð verður nokkur i firðinum i sumar,eða nýbygging frá Kirkju- bóli i Bjarnadal á Mosvallaháls og nýbygging hjá Hvilft, auk þess lagfæring á vegi i Valþjófsdal. Þá mun fara fram pöddutalning i firðinum vegna brúargerðar, en slik framkvæmd er venjulega nefnd könnun á lifriki. Flateyringar hyggjast byggja fjórar leiguibúðir i sumar, en enn stendur á fjármagnsfyrir- greiðslu. Fara menn hér senn að bita i skjaldarrendur vegna tregðu i þeim efnum. félagi lamaðra og fatlaðra, Styrktarfél. vangefinna, félagi isl. myndlistarkennara og fleiri aðilum. Frumkvæðið að ráðstefnunni á Sigriður Bjömsdóttir myndlistar- kennari, en hér á eftir fer skilgreining hennar á „art- therapy” eða list til lækninga eins og það hefur veri nefnt á is- lenzku. „Art-therapy” er sérstök meðferð vanheilla, sem er fólgin I þvi, að myndlist og annað skapandi starf er notað sem þátt- ur i að hjálpa einstaklingum á öll- um aldri, er eiga við lfkamleg, andleg og tilfinningaleg vanda- mál að striða. Þá er „Art therapy” beitt til endurhæfingar, þjálfunar, lækninga, sjúkdómsgreiningar, til að stuðla að þvi að fyrirbyggja hugsanlegan skaða á tilfinninga- lifi eða stöðnun á þroskaferli, einsog getur átt sérstað, t.d. hjá litlum börnum, sem dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsum. Þá er „art-therapy” jafnframt veiga- mikill þáttur i uppeldi og mennt- un allra þeirra, sem þessarar þjónustu verða aðnjótandi. Fyrstu fjóra dagana, sem ráðstefnan stendur, verður hún lokuð, ætluð ráðamönnum i heilbrigðis- og menntamálum, læknum, kennurum, sálfræðing- um, félagsráðgjöfum og öðrum, sem áhuga hafa á þessu máli. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra setur svo ráðstefnuna kl. 10,00 á laugar- dagsmorgun og eftir hádegi verður opnuð sýning i tengslum við ráðstefnuna i sýningarsölum I kjallara Norræna hússins. Er- lendu fyrirlesararnir koma margir með sýningar, þar sem þeir kynna starf sitt. Ráðstefnan stendur til 14. júni eöa i viku og verða þar margir fyrirlestrar haldnir. Undir- búningsnefnd ráðstefnunnar hvetur foreldra og aðstandendur fatlaöra aðsækja fyrirlestrana og skoða sýninguna. Nánari Skólahljómsveitin leikur undir stjórn Haraldar Guðmundssonar við sundlaugina. Sjómannadagur í Neskaupstað: HÁTÍÐARHÖLD í SNJÓKOMU VG Neskaupstað — Sjómanna- dagshátiðarhöldin á Neskaupstað fóru fram að mestu I snjókomu og slæmu veðri. Fólk var heldur gramt i skapi þegar allt i einu fór að snjóa og gerði norð-austan hrið, svo að skarðið var allt að þvi ófært vegna hálku. Vikurnar á undan hafði verið mjög hlýtt, og þótti enginn vafi vera á þvi þá aö sumarið væri aö koma. Hátiöahöld sjómannadagsins byrjuðu á laugardagskvöldið með kappróðri, en þar sigruðu af félögum, sveit vörubilstjóra, en i öðru sæti var sveit steypusölu- manna með svipaðan tima. Af sveitum sjómanna sigraði sveit Barða, en þar með höfðu þeir eignað sér bikar, sem þeir höfðu unnið siöastliðin þrjú ár. Strax kl. niu á sunnudags- morgun var byrjað á þvi að fara i hópsiglingu. Þar var fólki gefinn kostur á að fara f smátúr og kynn- ast lifi sjómannsins. Siðan sýndi Björgunarsveitin á Neskaupstað björgunaræfingar. Klukkan tvö var messa, séra Sigurður H. Guðmundsson mess- aöi. Kl. fjögur var samkoma við sundlaugina. Byrjað var á ræðu- höldum og sfðan sundkeppni í sjó- stökkum. Heiðraðir voru þrir aldraðir sjómenn, þeir Þorlákur Gislason, Stefán Höskuldsson og Jóhann Eyjólfsson, einnig voru heiöraðar tvær slysavarna - félagskonur, Unnur Zoega og Soffia Björgúlfsdóttir. Skóla- hljómsveitin léká milli atriða, en stjórnandi hennar var Haraldur Guðmundsson. Meðal skemmtiatriða var auð- vitað reiptogið og koddaslagurinn og blotnaði þar margur maður- inn. Þá sýndi kvenfólkið róðrar- hæfileika sina á einangrunar- plasti. Knattspyrnukeppni fór fram milli Þróttar og Skemmuliðsins, úrslit urðu þau, að Þróttarar unnu 6-0. Sjómenn og aðrir end- uðu daginn með dansleik i Egils- búð og var þar margt um mann- inn. upplýsingar um fyrirlestra og annað viðvikjandi ráðstefnunnier aö finna I myndarlegri sýningar- skrá sem hægt er að fá f Norræna húsinu. Ráðstefnustjóri er Sigríður Björnsdóttir, myndlistarkennari en i undirbúningsnefnd eiga sæti Geir Vilhjálmsson, Maj-Britt Imnander, Ragna F. Karlsdóttir, Sylvia Guðmundsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir og Þórdis Þor- valdsdóttir. Leifur Breiðfjörð og Guðmund- ur Benediktsson hafa umsjón með uppsetningu sýningarinnar og fá til aðstoðar myndlistarkennara og sérkennara. 850 tonn d dag ASK-Reykjavlk. Frá þvi að farið var að afgreiða áburð i Aburðar- verksmiðju rikisins hefur tekizt að afgreiða um það bil 850 tonn á dag. Þaö er þvi samtals 3.400 tonn, sem bændur hafa fengið á þessum fjórum dögum. Litið hefur verið afgreitt af lausum áburði. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, er Timinn fékk seinni partinn i gær, höfðu einungis 4-5 bilar fengið slikan farm. Með skipum hefur verið flutt nokkuð magn, til dæmis var flutt sjóleiðina til Borgarness rúmlega 300 tonn. Kuldakast í Mývatns- sveit J1—Mývatni. — Kór Langholts- kirkju hélt tónleika I Skjólbrekku sl. laugardag fyrir fullu húsi og voru undirtektir áheyrenda mjög góðar. Söngstjóri kórsins er Jón Stefánsson. Aðfaranótt fimmtudagsins gránaöi i rót i Mývatnssveit. Mjög kalt hefur verið þessa viku og gróður stendur i stað. Menn voru farnir að halda að sumarið væri komið fyrir alvöru, þvi að eftir Hvitasunnuna geröi mikil hlýindi og var hiti þá um 20 gráð- ur I forsælu dag eftir dag. Gatnagerðarframkvæmdir eru hafnar á vegum Skútustaða- hrepps, haldið er áfram byggingu götu, sem byrjað var á i fyrra, og ráðgert er að fullgera hana undir varanlegt slitlag i sumar. Tuttugu lóðir eru við þessa götu og er búið að veita ellefu, þar af eru fimm fyrir væntanlega starfsmenn Kröfluvirkjunar. Eitt og eitt tjald er farið að sjást I sveitinni, en kuldinn dreg- ur úr ferðamannastraumnum þessa dagana. Ráðgert er að hreppurinn reki tjaldstæði á tveimur stöðum i sumar við Reykjahlið og Skútustaði og er veriö að vinna aö þvi að bæta að- stöðu á þessum tjaldstöðum. Almennur stjórnmálafundur á Akureyri 8. júní Kjördæmissamband framsóknarmanna I Norðurlandskjör- dæmi eystra efnir til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunnudaginn 8. júni og hefst hann kl. 14.00. Formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, ráð- herra, veröur frummælandi á fundinum og ræðir hann stjórn- málaviðhorfið. Fimmtánda þing SUF Fimmtánda þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldiö á Húsavik dagana 6., 7. og 8. júni næstkomandi. N#rrar auglýatsfðar. Stjórn SUF. Þingmálafundir í Vestfjarða- kjördæmi Framhald þingmálafunda i Vestfjarðakjördæmi verður eins og hér segir: Steingrimur Hermannsson mætir: Miðvikudaginn 18. júni, kl. 22.00, I félagsheimili Djúpmanna, Snæfjallahreppi. Fimmtudaginn 19. júni, kl. 21:00, Drangsnesi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:00, i félagsheimilinu Arneshreppi. Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Hólmavik. Sunnudaginn, 22. júni, kl. 21:00, Sævangi, Kirkjubólshreppi. Gunnlaugur Finnsson mætir: Miðvikudaginn 18. júni, kl. 21:30, Borðeyri. Fimmtudaginn 19. júni, kl. 21:00, Bjarkarlundi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:30, Reykjanesi. Laugardaginn 21. júni, kl. 21:30, Birkimel, Barðastrandar- hreppi. Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Fagrahvammi, örlygshöfn, Rauöasandshreppi. Allir eru velkomnir á fundina. Þingmenn Framsóknarflokksins. Kópavogur Þeir, sem hafa fengiö heimsenda miöa I happdrætti framsóknar- félaganna, geri vinsamlega skil sem fyrst. Skrifstofa framsókn- arfélaganna að Alfhólsvegi 5 verður opin næstu daga frá kl. 17-18.30. Laugardaga 2-3. Sveitaheimili óskast til að vista börn eða unglinga i skemmri eða lengri tima. Upplýsingar i simum 5-10-08, 4-26-60 og 3-74-49. Félagsmálaráð Garðahrepps. 14 ára Utan dagskrár var sýning á sjóskiðum. Ljósm. Vilhj. Guðmundsson. drengur óskar eftir að komast í sveit. Upplýs- ingar í síma 3-88-12. Til sölu aftan-í-tengd sláttuvél, ásamt tveim flutn- ingavögnum. Upplýs- ingar á Hvitanesi við Akranes, sími 1062. Ttmínner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.