Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR 126. tbl. — Laugardagur 7. júni 1975 — 59. árgangur. J HF HÓRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI.6 -.SÍMI (91)19460' Svíar gefa okkur hlao úr Kringlu Sú tilkynning barst fyrir nokkru aö Svlar vildu færa íslendingum aö gjöf eitt skinnblað úr hand- ritinu Kringlu, sem á er kafli ur Ólafs sögu helga, hiö eina sem varðveitzt hefur Ur þessu elzta handriti Heimskringlu. Takmörkun- um aflétt af Hvítárbrú Gsal-Réykjavlk. í gærmorgun var þungatakmörkunum aflétt af Hvfta'rbrúnni hjá Ferjukoti, en eins og frá var skýrt I Tlmanum i gær, var brúnni lokað fyrir allri þungaumferö, vegna þess aft plata brúarinnar hafði sigiö niður á kafla. Skömmu eftir aö brtínni hafði verið lokað i fyrradag hófst bráðabirgðaviðgerð, og Iauk henni um nóttina. Að sögn Helga Hallgrlmssonar deildarverkfræðings hjá Vega- gerð rlkisins, var aukastoðum bætt undir bruna, þ.e.a.s. á þeim kafla.ersigið haföi.Ekki kvaðst Helgi geta sagt til um það, hvenær fullnaðarviðgerð færi fram, en vonazt væri til að bráöa- birgðaviðgerðin dygði sem lengst, þvl óneitanlega myndi fullnaöarviðgerð hafa I för með sér lengri lokun brúarinnar, og þar af leiðandi meiri röskun á umferð. Allur bókaforði háskólabók- hlöðunnar I Kaupmannahöfn brann i brunanum mikla haustið 1728 og þar á meðal Kringla. Enginn veit nú með hverjum hætti Kringlublaðið barst til Svlþjóðar seint á 17. öld, en sú hending aö það varð viðskila við handritið, hefur orðið þvl til bjargar. Kringlublaðið hefur um langan aldur verið varðveitt I Konungs- bókhlöðu I Stokkhólmi, Cod. Holm. ísl. perg. fol. nr. 9. KonungsbókhlaJöa er landsbóka- safn Svla. FRYSTIHÚSIN HAFA EKKI VIÐ SKUT- TOGARAFLOTANUM fiskgæðin fara minnkandi hjá okkur, vegna þess að vio ísum ekki alltaf nóg Gsal-Reykjavlk. — Aö undan- förnu hefur verið mikið rætt um vöruvöndun islenzkra fiskafurða i fjölmiðlum og þá ekki sizt meðferð hráefnisins I togurunum. Margir hafa bent á, að gæði hráefnis úr nýju togskipunum væru langt frá þvi að vera nægi- leg. Skemmst er að minnast um- mæla Guðjóns B. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Iceland Products, en hann taldi að svo virtist sem margir hefðu oftrú á þvi að ný skip, útbúin með kassa, kældar lestar og jafnvel isframleiðslu um borð, myndu leysa öll gæðavandamál. Svo væri þó ekki. Reynslan sýndi að mjög vandmeðfarið væri með fisk þótt þessar aðstæður væru fyrir hendi. Rannsoknastofnun i'isk- iðnaðarins hefur nýlega látið rannsaka áhrif Isunar og gogg- skemmda á geymsluþol þorsks, en geymsla I Is er sem kunnugt er langalgengasta aðferðin til aö koma I veg fyrir skemmdir I fiski, sem þarf að geyma, — og alkunna er, að mikilvægt er, að Isa fiskinn vel ef góður árangur á að nást. Páll Ólafsson segir I grein sem hann skrifar um þessar rannsóknir, að notkun þessarar geymsluaðferðar hafi aukizt mjög hér á landi slðustu árin. Hún hafi mikla kosti, en einnig sin tak- mörk. „Þetta hefir einkum komið I ljós við tilkomu nýju skut- togaranna, sem oft koma með mikinn afla að landi, en afkasta- geta frystihusanna er oft ekki nógu mikil til þess að auðið sé að verka aflann svo fljótt sem skyldi", segir Páll, og hann bætir við: „bá hefir oft viljað bera á þvi, að fiskurinn sé ekki Isaður nægilega vel." Það þarf ekki að orðlengja það, að niðurstöður þessara rannsókna sýndu, að mjög mikil- vægt er að ísa vel þann fisk, sem þarf að geyma, t.d. meira en I eina viku — og ennfremur að goggstungur spilla gæðum fisksins. — Bæði þessi atriði voru vel kunn en eru áréttuð með þess- um rannsóknum, segir I grein Páls. ÞANNIG A ÞRÓUN AÐ VERÐA í N-ÞING. A bls. 3 segjum við frá byggðaþróunaráætlun fyrir N-Þingeyjarsýslu, sem unnin hefur verið á vegum Framkvæmdastofnunar rikisins. Aðalfundur SÍS !>2 t>3 l>5 FUNDIR — OG AFTUR FUNDIR BH-Reykjavik. — Fundur ASt og vinnuveitenda hófst um tiu-leytið i gærkvöldi, og þá 'hélt einnig áfram fundur flugmanna og viðsemjenda þeirra hjá sáttasemjara, er hófst kl. 2 i gærdag. Var búizt við löngum fundi með flugmönnum, en um ASt-fundinn var alit i lausu lofti. Fundur i Grafiska sveinafélaginu, sem flogið hafði fyrir, að haldinn yrði I gærkvöldi verður ekki haldinn fyrr en nk. þriðjudag kl. 17.15. Hvassafell til við- gerðar í Kiel. Kost- ar 100 milljónir kr. gébé Rvfk — Akveðið hefur verið, að Hvassafellið fari til Þýzka- lands I viðgerð. Brezka dráttar- skipið Seaman, hélt af stað frá Akureyri I gærkvöldi með Hvassafellið i togi, áleiðis til Þýzkalands. Að sögn Ómars Jó- hannssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Skipadeildar StS, bárust sjö erlend tilboð, en það hagstæðasta reyndist frá Kiel I Þýzkalandi. Buðu þeir styzta við- gerðartimann, eða aðeins 36 daga. Ómar Jóhannsson sagði að þetta væri mun styttri viðgerðar- timi en nokkur hefði þorað að vona. — Sjö tilboð bárust, eitt frá Hollandi, tvö frá Þýzkalandi, eitt frá Danmörku og tvö frá Eng- landi, sagði Ómar. Ekki er unnt á þessu stigi málsins að gefa upp hve há tilboðin voru, né heldur það sem við tókum frá Howaldts- werke Deutsche Wert I Kiel. Þó sagði Ómar að það tilboð heföi verið lægst og hagstæðast, sökum þess hve tlminn, sem fer til viö- gerðanna, er stuttur. Aðalviðgerðin við skipið er að sjálfsögðu botninn, svo og vélar- riimiö. Skipta þarf um allar vélar sem fóru undir sjó, og margt ann- að þarf aö gera. Það tekur um 6-7 daga að draga Hvassafellið til Kiel, þannig að ef viðgerðin tekur 36 daga, ætti skip- ið að verða tilbúið seinni hluta júlimánaðar. Fjórir menn verða um borð I Hvassafellinu á leið til Kiel, 1 stýrimaður, 2 vélstjórar og mat- sveinn. Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri skipadeildar SÍS, sagði I gærkvöldi, að áætlaður kostnaður við viögerð Hvassafells væri i kringum 100 milljónir króna. Hjörtur Hjartar sagði, að tilboð Howaldtswerke I Kiel hefði gert ráð fyrir stytztum tima, hin til- boöin hef ðu hljóðað upp á 49, 70 og allt upp I 150 daga. „Ekki með öllu óvanur" segir Sigurður Þórarins- son, sem verður leiðsögu- maður Svíakonungs hér ASK-Reykjavik. Eins og flestum mér sem leiðsögumanni I þessu mun kunnugt, kemur Svía- tilfelli. Einnig lærði ég á slnum konungur til Islands næst- tlma I Svlþjóð, og hef þvl nokkra komandi þriðjudag, og dvelst hér þekkingu á málinu," sagði Sig- til föstudagsins 13. júní. uröur að lokum. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur verður fylgdar- maður konungs á ferðalagi hans hér um land. I viðtali við Tlmann sagði Sig- urður, að hann væri ekki með öllu óvanur þvl að vera leiðsögu - maður háttsettra gesta. Þegar Gústaf Ádolf kom hingað fyrir nokkrum árum, var Sigurður leiðsögumaður hans á Þingvöll, og einnig hefur hann verið fylgdarmaður ýmissa erlendra ráðherra er þeir hafa sótt Island heim. „Vestmannaeyjar verða heimsóttar og ýmsar gosstöðvar, auk ýmissa náttúruundra, er ég hef haft afskipti af, þannig að það kann að vera ástæðan fyrir vali á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.