Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 7. júni 1975 Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS: KAUPFÉLÖGIN í STRJÁLBÝLINU HAFA EKKI ÞANN REKSTRAR- GRUNDVÖLL SEM ÞARF TIL ÞESS AÐ VEITA NAUÐSYNLEGA ÞJÓNUSTU Gerið skil í happdrættinu Dregið hefur verið i happdrætti Framsóknarflokksins, og var dregið úr öllum útsendum mið- um. Vinningsnúmerin hafa verið innsigluð á skrifstofu borgar- fógeta og verða birt í Timanum 20. júni n.k. Allmargir eiga enn eftir að gera skil fyrir heimsenda miöa og eru þeir eindregið hvattir til að gera það næstu daga á skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 eða i afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7. Verður tekið á móti skilum á venjulegum skrifstofuti'ma. Pósthús og bankar taka einnig á móti greiðslu ó póstgiróreikning happdrættisins 3444. Elnvígin hefjast Gsal-Reykjavik. — Úrslita- keppni i landsliðs- og mcistara- flokki i skák hefur verið ókveðin og mun fyrsta umfcrö hel'jast laugardaginn 7. júni kl. 14. Keppendur hafa verið boðaðir til að draga um töfluröð föstu- daginn 6. júni kl. 18. Eins og kunnugt er urðu fjórir skákmenn efstir og jafnir i landsliösflokki á islandsþinginu i vor, en þeir eru, Július Friðjónsson, Margeir Péturs- son, Björn Þorsteinsson og Haukur Angantýsson. Teflt verður i skákheimilinu við Grensásveg. i ASK-Reykjavik. 1 nýútkomnu dreifibréfi Félags islenzkra fisk- mjölsframleiðenda er grein eftir Svein Benediktsson. 1 henni greinir Sveinn frá söluhorfum á mjöli og lýsi. Þær eru nú taldar mjög slæmar og hafa til dæmis Perúmenn selt próteineininguna á 3.38 dollara. Hinsvegar eru hverfandi litlar birgöir til af mjöli I landinu. Eftir þvi sem næst verður komizt eru nú óseldar birgöir af loðnumjöli innan við eitt þúsund tonn og einnig hverfandi litlar óseldar birgðir af þorskmjöli og öðru fisk- mjöli i landinu. Þá segir ennfremur I dreifi- bréfinu aö yfirfljótandi birgðir af JG—Bifröst. — Ef kaupfélögin i landinu eru tekin sem ein heild, þá voru þau rekin með um 50 milljón króna halla á siðasta ári. Þetta er mjög alvarlegur hlutur í jafn miklu veltiári og árið 1974 var, sagði Erlendur Einarsson, forstjóri StS i viðtali við Timann, en það fór fram í fundarhléi á 73. aðalfundi StS að Bifröst á fimmtudag. — Það liggur einnig fyrir, hélt Erlendur áfram, að aðstaða kaupfélaganna til rekstrar er mjög misjöfn. Segja má, að kaupfélögin i strjálbýlinu hafi ekki rekstrargrundvöll, ef þau eiga að veita einhverja lág- marks þjónustu við félagsmenn. — Segja má.að þetta sé þó ekki sérislenzkt vandamál, þvi að sama er uppi á teningnum t.d. i Noregi og Sviþjóð, en i þeim löndum eru opinberir aðil- ar nú að leita ráða til þess að unnt sé að halda uppi viðunandi ASK-Reykjavík. 1 spá er Fram- kvæmdastofnunin hefur verið að vinna að kemur fram að sú ibúða- byggingaalda, sem gengið hefur yfir landið siðustu árin, muni ekki minnka næsta áratuginn. Fram proteini muni verða fyrir hendi á næstu mánuðum og óttast sé frek- ara verðfall á mörkuðum. Góð uppskera i Brasiliu og góð- ar horfur á sojabauna uppskeru i Bandarikjunum bendir einmitt til verzlunarþjónustu i strjálbýlum landshlutum. — Þetta er þó sér i lagi baga- legt hér á landi, þar sem kaupfélögin hafa meira umfang og eru ekki aðeins aðilar, sem dreifa vörum, heldur eru og burðarásar i héraði. Sambandiö og verkföllin — Var nokkuð rætt um at- vinnuástandið og hinar iskyggi- legu horfur i atvinnumálum og verkföll sem virðast vera fram- undan? — Það hefur ekki verið rætt, enda ekki beinlinis á dagskrá aðalfundar. Samvinnuhreyfing- in hefur sérstakt vinnumála- samband, sem annast samningagerðir fyrir sam- vinnufélögin. Allir hljóta að sjá að kaupfélögin búa við slæman hag og geta þvi i raun og veru ekki boðið mikið. Við höfum ágæta samvinnu við verkalýðs- til ársins 1985 er talin þörf á svipaðri ibúðafjölgun og verið hefur. t spánni er gengið úr frá þvi að Ibúöafjöldinn hafi verið 57.500 i árslok 1973 og þörf in næstu 12 árin þess. Góður afli Perúmanna leiðir og til vaxandi framboðs frá þeim. Hið eina sem getur að einhverju leyti vegið á móti framkomnum atriðum er, að neyzla á fóðurvör- um er farin aftur að vaxa. hreyfinguna i flestum málum og munum skoða málin á raunhæf- an hátt. Samvinnuhreyfingin hefur talið það skyldu sina að bera sáttarorð á milli eftir beztu getu og munum við halda þvi áfram, sem endranær. Jakob Frímannsson — Ég vil svo drepa á þá ákvörðun Jakobs Frimannsson- ar sem hann tilkynnti i lok ræðu sinnar hér áðan, að hann kysi nú að hætta formennsku i Sam- bandsstjórn og myndi þvi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Jakob Frimannsson hefur unnið fyrir samvinnuhreyfing- una i meira en hálfa öld, eða i 57 ár, fyrst sem verzlunarmaður i kaupfélagi, siðan sem kaup- félagsstjóri i stærsta kaupfélagi landsins KEA á Akureyri og sið- an i stjórn Sambandsins. Hann hefur unnið ómetanlegt starf fyrir samvinnuhreyfinguna i landinu. 32 þúsund ibúðir til viðbótar þvi semfyrir er. Yrði þvi um að ræða 2500 til 2700 nýjar ibúðir á ári. Á þessum rúma áratug eru mjög fjölmennir árgangar fólks á þeim aldri er það stofnar til heimilis. Einnig hefur það færzt i vöxt að einhleypingar búi i eigin húsnæði. íbúðaeign þess hóps var um 4-5% 1950, en nú munu 35 af hundraði einhleypinga búa i eigin ibúðum. Óhætt mun að fullyrða að um miðjan siðasta áratug hafi kröfur fólks um bætt húsnæði og um leið aukna ibúðaþörf aukizt að mun, en eðlilega hlýtur eftirspurnin að vera á hverjum tima mjög háð efnahagsástandi og hagsveiflum. Hjá áætlunardeild Fram- kvæmdastofnunarinnar hefur verið unnið að undirbúningi Ibúðabyggingaráætlunar fyrir landið I heild og einstakra lands- hluta. Sú spá um íbúðaþörf, sem vitnað hefur verið til hér að fram- an, er grundvallaratriði þessa verks, og er nú til athugunar hjá stjórn Framkvæmdastofnunar- innar, félagsmálaráðuneytinu og húsnæðismálastjórn. Þá hefur einnig verið gerð at- hugun á samhengi þjóðartekna og Ibúðabygginga. Virðist svo sem þjóðin hafi efni á að byggja 2500- 2700 Ibúöir á ári, ef gert er ráð fyrir áframhaldandi hagþróun I svipuðu mæli og verið hefur, en gera má ráð fyrir tilhneigingu til afturkipps, þegar almennur sam- dráttur veröur. Þegar spá þessi er fullbúin er stefnt að gerð opinberrar fram- kvæmdaáætlunar um ibúðabygg- ingar sem miðast við næsta ára- tug. 78% af byggingaþörf Norðlendinga tókst að full- nægja 1974 ASK-Reykjavik. 1974 var áætluð byggingaþörf i Norðurlandi 312 Ibúðir, en aðeins tókst að ljúka 244 ibúðum eða 78% af byggingaþörf- inni. Til þess að endar næðu sam- an vantaði- 68 ibúðir.. Áætluð byggingaþörf fyrir 1975 var 316 ibúðir, en reiknað með að full- gerðar verði 298 ibúðir eða 94,3%. Það verða þvi um 86 Ibúðir sem vinna þarf upp á árinu 1976. tJtlit er hinsvegar fyrir að mjög dragi úr húsbyggingum á þessu ári og ekki hafin bygging nægjan- legs fjölda ibúða. Það hlýtur þvi að verða mjög óæskilegt að bygg- ingmikils fjölda ibúða flytjist yfir á árið 1976. Álag á iðnaðinn verð- ur langt umfram það er eðlilegt má teljast. 1 könnun er Fjórðungssamband Norðlendinga lét gera um áætlað- ar byggingar á árinu 1975 og 1976 verða fullgerðar ibúðir áranna 1974 — 76 alls 836, en voru áætlað- ar samkvæmt könnun 933. Er það 97 íbúðum of litið. Það verður þvi einungis byggt um það bil 89.6% af ibúðaþörfinni á þessum þrem- ur árum. Það verður að teljast athyglis- vert i sambandi við byggingar á Norðurlandi, að verktakar og byggingameistarar hafa undan- farið verið að minnka ibúðir sin- ar. Einnig er það Iskyggilegt að meðaltals byggingatimi er allt að þremur árum og er heldur vax- andi. Jenna formaður Aðalfundur Félags islenzkra rit- höfunda var haldinn I Tjarnarbúð siðastliðinn fimmtudag. Jenna Jensdóttir var kosin for- maður félagsins en ritari Gisli J. Astþórsson og gjaldkeri Sveinn Sæmundsson. Meðstjórnendur voru kjörnir þeir Ragnar Þorsteinsson og Þor- steinn Thorarensen, og til vara Indriði Indriðason og Jón Björns- son. Jakob Jónasson og Gunnar Dal voru endurkosnir endurskoðend- ur. Jónas Guðmundsson, fráfar- andi formaður Félags islenzkra rithöfunda, baðst eindregið undan endurkosningu. 1281 ATVINNULAUS A LANDINU þar af 1128 í Reykjavík FB-Reykjavík. A skrá um at- vinnuleysingja, miðað við 31. mai s.l., kemur fram, að heildartala atvinnulausra i landinu var þá 1281, en mánuðinum áður voru atvinnu- lausir einungis 594. Atvinnu- lausir I kaupstöðum landsins voru 1128 manns, þar af flestir I Reykjavik, 653. Þar voru at- vinnulausir karlar: verkamenn og sjómenn 173, iðnaðarmenn 10, aðrir 52. Atvinnulausar kon- ur voru 418: verkakonur og iðn- verkakonur 393 og aðrar konur 25. Mest atvinnuleysi utan Reykjavikur var á Akureyri, þar sem samtals voru 186 at- vinnulausir, og þarnæst á Akra- nesi, 143. 1 kauptúnum voru 27 atvinnu lausir, þar af 16 talsins Stykkishólmi. t öðrum kauptún um voru atvinnulausir 126 Flestir voru atvinnulausir Hólmavik, 31, þá á Þórshöfn, 25 20 i Hrfsey og þaðan af færri annars staðar. Verð á lýsi oa fiski- mjöli lækkar áfram Þörf fyrir 32 þúsund íbúðir næsta áratug

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.