Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 11. júni 1975 Heildaraflinn 681 lest til maíloka - svipað aflamagn og á sama tíma í fyrra Kristjón, bifreiðarstjóri forsetaembættisins, stendur hér við nýjasta farkostinn, þann sem flutti konung og forseta af flugvelii til ráðherrabústaðar i gær, en hér er um að ræða splunkunýja og fagurgljáandi glæsibifreiö, og þeir, sem vilja kynnast tegundinni nánar, skulu bara huga aö merkinu á vatnskassahlif- inni. —Tfmamynd: Róbert. Förum fram á 44% hækkun — segja mjólkurfræðingar BRAÐABIRGÐATÖLUR um heildaraflamagn fyrstu fimm mánuði ársins 1975 liggja nú fyrir, og er aflamagnið svipað og á sama tíma I fyrra. Heildarafl- inn i ár er 680.941 lest, en i fyrra var aflamagnið til mailoka 679.857 lestir. Fjölmenni á fundi hjó Ólafi JG-Akureyri. —óiafur Jóhannes- son dómsmálaráöherra talaði á fundi hjá Framsóknarmönnum á Akureyri nú um helgina. Var fundurinn haldinn á Hótel KEA og hófst klukkan 14 á sunnudag. Fundurinn var mjög fjölsóttur, þrátt fyrir ágætt veður og að margir legöu leið sina út um sveitir, eins og gjarna verður á góðviðrisdögum. Var á annað hundrað manns á fundinum og góður rómur að máli Ólafs. ólafur ræddi stjórnmála- ástandið og hinar Iskyggilegu horfur I efnahagsmálum þjóðar- innar. Þorskafli bátanna i ár er 141.679. lestir og togaranna 75.655 lestir. Sildaraflinn til mailoka var 2.710 lestir. Þaðer Norðursjávaraflinn, og er allri sildinni landað erlend- is. A sama timabili i fyrra var sildaraflinn 2.961 lest. Loðnuaflinn i ár er 456.900 lest- ir, en var i fyrra 464.685 lestir. Fyrstu fimm mánuði ársins veiddust 3.077 lestir af rækju, en I fyrra 3.338 lestir. Af hörpudiski hafa veiðzt i ár 537 lestir, en i fyrra 1.015 lestir. Humaraflinn fyrstufimm mánuðina nemur 383 lestum, en i fyrra 139 lestum. í fyrra veiddust 128 lestir af makril, en enginn i ár. Leiðrétting Nokkrar villur slæddust inn i við- tal við Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli i Timanum á sunnudaginn. í fyrsta dálki, þar sem talað er um Ketil Þistil seg- ir: Kannski hefur manninum dreymt.... á að sjálfsögðu að vera — hefur manninn dreymt. t sænsku visunum i sjötta dálki stendur Top-hat flockor finnes har, á að vera flickor. Að lokum er villa i slðasta dálki greinarinn- ar á bls. 28. Þar stendur m.a. Börn eiga vitanlega til með að vera óskaplega gremjuleg. Smá- orðinu með er þarna ofaukið. BH-Reykjavik. — Mjólkurfræð- ingar hafa visað algjörlega á bug útreikningum þeim, sem fram koma I fréttatilkynningu frá Vinnuveitendasambandi tslands og Vinnumálasambandi sam- vinnuféiaganna, og sent frá sér fréttatilkynningu, svohljóðandi: Vegna fréttatilkynningar frá Vinnuveitendasambandi Islands og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, vill stjórn Mjólk- urfræðingafélags íslands taka fram eftirfarandi: 1. Laun mjólkurfræðinga eru skv. útreikningum Kjararann- sóknarnefndar m.v. 1. marz 1975 fyrir fulla dagvinnu frá kr. 54.884,- til 60.542,- á sama tima og meðaltalskaup iðn- aðarmanna er kr. 75.350.-. Meðalhækkun, sem- farið er fram á, er 44,20%, að meðtöld- um kröfum ASI. 2. Auk þess er farið fram á 15% álag fyrir mjólkurfræðinga er leiða verk i ákveðinni deild. 3. Einnig er i tillögum mjólkur- fræðinga óskað eftir að tekin verði upp skiptivakt I þremur mjólkursamlögum, en sllk til- högun tiðkast hjá einu mjólkursamlagi i dag. Samkvæmt ofanrituðu má sjá að áróöur sá, er vinnuveitendur hafa I frammi, er frekar ósmekklegur, og ekki til þess fallinn að auðvelda sáttaumleitun i deilu þessari. Svíakonungs gætt í bak og fyrir Segja má, að Sviakonungs sé gætt i bak og fyrir meöan á heimsókn hans stendur hér á landi, eins og þessar myndir, sem Róbert tók við Ráðherrabústaðinn I gær sýna. Lögreglukonur gæta inngangs, og á bak við bústaðinn eru starfsbræður þeirra til taks. Múrarar þinga í Reykjavík BH-Reykjavik. — Múrarasam- band Islands hélt annað þing sitt 7. og 8. júni I Reykjavik og áttu rétt til þingsetu 28 fulltrúar viðs vegar af landinu. I kjaramála- ályktun þingsins er bent á það, að fjöldi heimila sé kominn I algjört greiðsluþrot, og krefst þingið þess, að snúið verði við á þeirri braut, en stefnt að þvi að ná þeim kaupmætti launa, sem var I marz 1974. Bendir þingið á nokkur atriði til úrbóta, jafnframt nauðsyn þess, að jafnan sé til nægjanlegur fjöldi byggingarhæfra lóða, svo að þeir, sem vilja byggja og hafa tök á þvi, séu ekki stöðvaðir vegna seinagangs yfirvalda. Miðstjórn Múrarasambands ts- lands skipa eftirtaldir menn: Formaður: Hilmar Guðlaugsson, Reykjavik. Varaformaður: Ólaf- ur Jóhannesson, Keflavlk. Ritari: Jón Guðnason, Reykjavik. Gjald- keri: Kristján Haraldsson, Reykjavik. Meðstjórnendur: Jakob R. Bjarnason, Akureyri, Engilbert Guðjónsson, Akranesi og Haraldur Hróbjartsson, Skagafirði. 73,6% lagmetis útflutningsins frá þrem verksmiðjum 4. fulltrúaráðsfundur Sölustofn- unar lagmetis var hald- inn að Hótel Loftleiöum 9. júni s.I. A fundinum flutti stjórnarformaður S.L., Guðrún Hallgrimsdóttir, skýrslu stjórnar fyrir árið 1974. I henni kom m.a. fram, að á siðastliðnu ári fluttu 11 verksmiðjur út lagmeti á vegum 5. L. 73.6% útflutningsins er frá þremur verksmiöjum og 73.5% framleiðslu feliur á fjórar vöru- tegundir. Rekstrarstaða verk- smiöjanna var erfið á árinu og engin stórátök gerö I uppbygg- ingu. Þó hófu tvær nýjar verk- smiðjur starf á s.I. ári, Sildar- vinnslan h.f., Neskaupstað, og Sjólastöðin h.f., Hafnarfirði. A árinu 1974 var selt lagmeti fyrir 422 milljónir króna, cif. Mest aukning hlutfallslega varð i sölu til Bandarikjanna og Japan, en samdráttur varð i hlutfalii Evrópu af heildarútflutningi. 1 Austur-Evrópu vegna skorts á hrábfni i þær vörur, sem eftir- spurn var eftir, en i Vestur- Evrópu vegna óhagstæðra tolla i löndum Efnahagsbandalags Evrópu, en það markaðssvæði hefur um langt skeið verið mikil- vægasti markaður fyrir islenzkt lagmeti. Kom fram hjá fundar- mönnum mikill uggur um fram- vindu þessara mála. A fundinum voru samþykktar itarlegar starfsreglur um sam- skipti framleiðenda og S.L. Setn- ing þessarar reglugerðar er mikilvægur áfangi i mótun S.L. og mun eiga eftir að verða henni mikill styrkur I starfi. Fundurinn var fjölsóttur og kom fram á honum einhugur um að efla starfsemi S.L. til þess að stuðla að þvi, að lagmetisiðnað- urinn skipi þann sess i íslenzku atvinnulifi, sem honum ber. A fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun um afstöð- una til Efnahagsbandalags Evrópu: „Háir tollar I löndum Efna- hagsbandalags Evrópu og við- skiptahömlur hafa hindrað mjög að eðlileg útflutningsviðskipti geti þróast við bandalagssvæðið. Þvingunaraðgerðir Vestur-Þjóð- verja hafa leitt til þess, að um- samin tollalækkun á útfluttu lag- meti frá Islandi til efnahags- bandalagslandanna hefur ekki tekið gildi, en af þvi leiðir, að framleiðendur i lagmetisiðnaði og sölusamtök þeirra eru útilokið frá viðskiptum á þessu markaðs- svæði. A sama tima hafa innflutn- ingstollar EBE á hráefni til lag- metisiðnaðar, svo sem hrognum, verið felldir niður og torveldar það enn samkeppnisstöðu íslend- inga. Þessi þróun getur ekki talizt i anda frjálsrar verzlunar né i samræmi við eðlilega viðskipta- hagsmuni þessara landa. Fundurinn fagnar skeleggri túlkun þessa máls af hálfu ólafs Jóhannessonar, viðskiptaráð- herra, á fundi EFTA-landanna i Genf hinn 22. mai s.l., þar sem varað er við afleiðingum af slikri stefnu. Fundurinn skorar á islenzk stjórnvöld að beita fullum þrýst- ingi til þess að ofangreindar þvingunarráðstafanir verði af- numdar, svo að umsamið tolla- samkomulag taki gildi og eðlileg viðskipti megi þróast, en tekur undir orð viðskiptaráðherra ella, þar sem hann varar við afleiðing- um af ofangreindri stefnu”. Ný plastverksmiðja tekur til starfa HJ-Reykjavik. Fyrirtækiö Plast- prenth.f. erum þessar mundir að koma sér fyrir i nýju húsnæði að Höföabakka 9, Reykjavik. Um leið tekur til starfa ný plastverk- smiöja af fullkomnustu gerö á vegum fyrirtækisins. Með þessari nýju verksmiöju, — bættri vinnu- aðstöðu, auknum vélakosti og stóraukinni framleiðni — hefur Plastprent h.f. nú tekizt að lækka verð á efni til framleiðslu á plast- vorum. Helztu framleiðsluvörur Plast- prents h.f. eru plastpokar þ.á.m. heimilispokar, burðarpokar, sorpsekkir, hvers konar umbúð- arpokar fyrir iðnvarning, um- búðaplast, byggingaplast, garö- plast o.fl. Þá tekur fyrirtækið að sér prentun umbúðapappirs og sellófanumbúða, auk innflutnings á vörum, sem eiga samleið með framleiösluvörunum. Ur vinnusal Plastprents h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.