Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN MiOvikudagur XI. júni 1975 * Sími fyrir blinda og heyrnarlausa 1 Þýzkalandi hefur verið tekinn I notkun slmi, sem gerir blindum og heyrnarlausum kleift að tal- ast við slmleiðis. Siminn er eins konar teleprinter. Hinir blindu og heyrnarlausu hafa á sér tæki, sem gerir þeim kleift að skynja, þegar slminn hringir. Geta þeir þá gefið merki um að þeir séu tilbúnir að taka við þeim skila- boðum, sem sá sem hringir ætl- ar þeim að fá. Siðan fer strimill að renna út úr sfma þess, sem hringt var til, og hann getur les- iö af honum orðin, sem birtast meö blindraletri. Þannig fer samtalið fram. 1 bækistöð blindra og heynarlausra I Hannover-Kirchrodes hefur veriö komið fyrir 25 tækjum af þessari gerð, og þau reynd með góðum árangri. Hér á myndinni sést fólk nota tækin, en að neðan sést verkfræðingurinn Franz Kutschera, sem er bæði blindur og heyrnarlaus og er einn þeirra, sem mest hafa unnið að uppfinningu og gerð þessa nýja tækis. Gallabuxur í listasafnið 4 Lítil stúlka kyssir Litla stúlkan, sem er hér að kyssa Orson Welles, heitir Tatum O’Neal. Hún hefur stækkað töluvert frá þvl hún lék I kvikmyndinni Paper Moon, en þar fór hún með hlutverk á móti föður slnum, Ryan O’Neal. Nú hefur Tatum ákveðið að halda áfram á sömu braut og leggja leiklistina fyrir sig. Þegar Óskarsverðlaunin voru afhent I Hollywood á dögunum, lét Tat- um töluvert á sér bera, senni- lega I von um, að einhver tæki eftir henni og byði henni jafnvel hlutverk. Hún kyssti m.a. Or- son, eins og fyrr segir. * Þegar Þjóðverjinn Levi Strauss lét sauma fyrstu gagnlegu buxurnar fyrir gullgrafana árið 1850, datt honum ekki I hug að gallabuxurnar ættu eftir að verða jafnvinsælar og raun hef ur orðið á, 125 árum siðar. Gallabuxur hafa verið sýndar á sýningum bæði I New York, San Francisco og I Los Angeles, og nú síðast hefur gallabuxna- sýningin verið _ sett upp I Kunsthalle Diisseldorf, en þetta éru ef til vill ekki venju- legar gallabuxur, því þær eru skreyttar á hinn margvísleg- asta hátt útsaumaðar, málaðar og hvað eina. í sýningarskránni, sem liggur frammi á galla- buxnasýningunni segir, að árið 1848 hafi á tvennan hátt veriö merkilegt. Þá hafi Karl Marx skrifað kommúnistaávarp sitt og hinn 18 ára gamli Strauss lagt upp I ferð til Ameriku. Báðir hafi þessir menn oröið þess valdandi, að heimurinn breytti um svip — þó hvor á sinn hátt. í upphafi gekk báðum líka illa að vinna sér stuðningsmenn, en það breyttist þegar frá leið. Má nú vart á milli sjá, hvor á fleiri fylgjendur. Marx eða Strauss, upphafsmaður galla- buxnanna. f-1 Segðu nú eitthvað fallegt um lampana, sem hann hefur verið Hérhljóta einhverjir aðbúa. Fólk að dunda við að búa til á kvöldin! sem ^ svona stóran garð, hlýtur aö eiga stórt hús líka. DENNI DÆMALÁUSI Ef ég segi þér hvað er I kassanum verður þú ekkert hissa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.