Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. júnl 197S TÍMINN 3 ELTI ÁVÍSANAFALSARA FRÁ AKUREYRI TIL HÚSAVÍKUR gébé—Rvik — Maöur nokkur I Reykjavlk ákvað að lyfta sér upp og bauð vinkonu sinni með sér norður á Akureyri. Lagt var upp á mánudag I leigubifreið, en auk farþeganna var Bakkus gamli með I ferðinni. Þegar tii Akureyrar kom, var haldið á Hótel KEA, þar sem gist var um nóttina, ásamt bifreiðarstjóran- um. Var honum daginn eftir greitt fyrir ferðina með ávlsun, og hélt hann þegar áleiðis suður. Skötuhjúin gerðust nú kaup- glöð mjög á Akureyri og verzl- uðu mikið. Meðal annars fór stúlkan inn f úraverzlun og festi þar kaup á tuttugu þúsund króna úri, sem hún greiddi með ávísun, er hún sagði að hljóðaði upp á þrjátíu þúsund krónur. Mikið var að gera i verzluninni og afgreiðslustúlkan óvön. Tók hún þvi orð kvenmannsins trú- anleg, en lét hana rita nafn sitt og nafnnúmer aftan á ávlsun- ina, sem siðan var stungið i peningakassa. Stuttu seinna leit afgreiðslustúlkan á ávisunina og brá heldur en ekki I brún, þvi hún var aðeins stiluð upp á eitt þúsund krónur. Lét hún eiganda verzlunarinnar þegar vita, og hann komst fljótlega að þvi, að skötuhjúin höfðu leigt sér leigu- bifreið á Akureyri og höfðu ekið áleiðis til Húsavlkur. Eigandi verzlunarinnar hélt þegar á eftir þeim i eigin bil. Er hér var komið sögu, hafði lög- reglunni á Akureyri borizt kæra vegna ávisana úr verzlunum, og var lögreglan á Húsavik beðin að fara á móti leigubifreiðinni og stöðva hana. Stóðst það á endum, að þegar Húsavikurlög- reglan hafði stöðvað bifreiðina, kom eigandi úraverzlunarinnar þar að. Buðust skötuhjúin þegar til að greiða honum með ávisun, sem hann þó ekki þáði en tók úr- ið ásamt þeim peningum, sem hann með réttu átti. Lögreglan á Húsavik tók hjúin i sina vörzlu, og þar gistu þau um nóttina, en á þriðjud.- morgun var þeim ekið til Akur- eyrar, þar sem þau dvelja nú i vörzlu lögreglunnar þar. Gisli Ólafsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði að þar myndu þau dveljast meðan dómsrann- sókn færi fram i máli þeirra, en að þvi loknu yrðu þau sennilega send I sina heimasveit, sem er i nágrenni Reykjavikur. Gisli Ólafsson sagði, að mað- urinn hefði viðurkennt að hafa stolið ávisanahefti frá kunn- ingja slnum i Reykjavik, og að honum hefði tekizt að gefa út ávisanir á Akureyri að upphæð 160-170 þúsund krónur. Sagði Gisli, að þau yrðu látin gera grein fyrir öllu sem þau keyptu og eyddu, og hefði nokkuð magn af ýmsum vörum verið tekið af þeim, er þau voru handtekin. Leikhússtjóri LR og borgarstjóri undirrita stofnskrá fyrir Borgar- leikhúsið. Stofnskrá Borgarleikhússins undirrituð STOFNSKRA fyrir Borgarleik- húsið I Rcykjavlk var undirrituð i gær af Vigdlsi Finnbogadóttur ieikhússtjóra og Birgi tsleifi Gunnarssyni borgarstjóra. 1 stofnskránni segir, að Reykja- vikurborg og LR láti reisa og reka hús til sjónleikjahalds I nýjum miðbæ i Reykjavik. Verður húsið byggt og rekið sem sjálfstæð stofnun i eigu aðilanna. Framhald á 5. siðu. „ÍSLENDINGAR HAFA EINIR ÁKVÖRÐUNAR- RÉTTUM ÚTFÆRSLU EFNAHAGSLÖGSÖGUNNAR Oó—Rvlk — Hans G. Andersen ambassador kynnti Evensen og sagði, að hann hefði á mörgum undanförnum árum reynzt ís- lendingum mjög hliðhollur i sam- bandi við hafréttarmál, og iðu- lega talað máli okkar, þegar stuönings hefur verið þörf. Even- sen flutti mál Norðmanna i Haag, þegar Bretar kærðu þá fyrir út- færslu fiskveiðilögsögu sinnar i 12 milur, og unnu Norðmenn það mál. Evensen var þá nýkominn frá framhaldsnámil þjóðarétti. Hann varð forstjóri lagadeildar utan- rikisráðuneytisins, og siðar sjávarútvegsráðherra, og gegnir nú störfum hafréttarráðherra. Hann er formaður nefndar, sem starfar á vegum hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og viö hann er kennd. Það er hans hlutverk að samræma hin óliku sjónarmið á ráðstefnunni, og er það erfitt verkefni og mikilvægt. Ekki er nægilegt að fá viðurkenn- ingu á 200 milna efnahagslög- sögu, heldur þarf einnig að sam- ræma sjónarmið aðildarrikjanna, og ekki sizt að fá viðurkenningu stórveldanna á rétti hinna smærri ríkja. Sagði Hans, að Islendingar hefðu ávallt haft náið samband við Evensen um vandamál sin á sviði hafréttar. Evensen sagði, að þótt hann teldi Islendinga hafa fulla ástæðu til að færa lögsögu sina út ein- hliða, gegndi nokkru öðru máli með Norðmenn. Þar væri margs að gæta, ekki sizt þess, að ekki væri meirihluti fyrir þvi i Stór- þinginu að færa auðlindalögsög- una út einhliða, heldur að fara samningaleiðina. Norðmenn eru ekki eins háðir fiskveiðum og íslendingar, og lega landsins er þannig, að önnur riki hafa bæði hagsmuna að gæta og einnig sinn rétt. Til að mynda liggja landamæri Noregs og Sovétrikjanna saman við Bar- entshaf, og mörg strandriki liggja að Norðursjó. Þótt Norðmenn vilji ekki færa lögsöguna einhliða út i 50 milur, Evensen og Hans G. Andersen. TlmamyndGE. Laxá á Ásum Tæplega sjötiu laxar eru nú komnir á land úr Laxá, að sögn Kristjáns Sigfússonar, sem hornið hafði samband við i gær. Meðalþyngd þeirra var um tíu pund, en sá stærsti var fjórtán pund. Veitt er á tvær stengur i ánni, og er leyfð hámarksveiði tuttugu laxar á stöng. Enginn hefurnáð þvimarkienn, en einn laxveiðimaðurinn fékk fimmtán laxa á stöng einn daginn i vik- unni. Treg veiði i Húnavatni Kristján Sigfússon sagði, að silungsveiði hefði nú verið hætt i Húnavatni, en hún hófst i april. Siðustu netin voru dregin á þriðjudag.og var þá mokveiði. — Silungurinn var greinilega ab koma beint úr sjó, sagði Kristján þvi hann var fullur af loðnu, þegar við fórum að gera að honum. Ég hef aldrei séð annað eins, bætti hann við. Silungurinn var mjög fallegur, 2-3pund að stærð. Annars hefur silungsveiðin verið óvenju treg i vor miðað við undanfarin ár. Nokkrir bændur hafa veiðirétt- indi við Húnavatn, en engin skýrsla er gerð um veiðimagn- ið, þannig að ekki er hægt að segja um, hve mikið hefur veiðzt, þótt augljóst sé að veiðin er miklu minni en verið hefur. A næstu dögum bætast nokkr- ar laxveiðiár við þær, þar sem þegar er hafin veiði. Má þar nefna Grimsá 12. júni, Laxá i Leirársveit, Viðidalsá og Langá 15. júni, Flókadalsá 19. júni, Gljúfurá, Kaldá, Fossá og Laxá i Jökulsárhlið, ásamt Lagar- fljótssvæðinu, verða opnaðar 20. júni. Veiðihornið mun leitast við að segja fréttir frá sem flestum lasveiðiám jafnskjótt og unnt er að fá þær. hafa þeir lokað stórum svæðum milli 12 og 50 milna fyrir togveið- um fimm mánúði ársins, frá októ- ber fram i marz. Kom togveiði- bannið fyrst til framkvæmda s.l. vetur, og jókst bátaaflinn til muna við þá ráðstöfun, og veiðar- færatjón bátanna varð hverfandi litið miðað við það sem áður var. Norðmenn munu halda áfram að vinna að viðurkenningu 200 miln- anna á hafréttarráðstefnunni, en vilja fara samningaleiðina og i samráöi við önnur riki sem hags- muna hafa að gæta. 1 þvi sam- bandi nefndi ráðherrann Sovét- rikin, bæði þýzku rlkin, Pólland, Bretland, Frakkland, Holland, og Belgiu. Einnig hafa þeir náin samráð við Svia og Dani um mál- ið. Evensen sagði, að 200 mflna efnahagslögsagan ynni viða á. Kröfur um það eru uppi I rikjum Norður-Ameriku, Mexikó og Bretlandi. Hingað kemur Even- sen frá Moskvu og London, þar sem hann kannaði hug stjórn- valda til hafréttarmála, og á næstunni fer hann i sama tilgangi til Bandarikjanna, Kanada og Mexikó. Þegar þeim viðræðum lýkur, mun hann leggja tillögur sinar fyrir norsku stjórnina. — Landgrunnið við Noreg er hið stærsta I Evrópu og nær viða út fyrir 200 mflur. A landgrunninu eru ekki eingöngu gjöful fiskimið, heldur einnig olíulindir, og svo getur farið, að Norðmenn verði ein mesta oliuútflutningsþjóð i heimi. Með þetta i huga er tæpast hægt að færa efnahagslögsöguna út einhliða, og verður þvi að semja um það við aðrar þjóðir, og það gæti valdið erfiöleikum, ef skilningur næst ekki á þörfum okkar sagði Evensen. Ráðherrann kvað Norðmenn ekki hafa hætt við að færa út i 50 milur, en ljóst væri, að Sovét- menn og Bretar vildu ræða um samninga um 200 mflna efna- hagslögsögu en einhliða útfærslu i 50 milur. Evensen kvaðst vongóður um árangur á fundum hafréttarráð- stefnunnar, sem haldnir verða i New York, og jafnvel að þar verði undirritaðir samningar um 200 milna efnahagslögsögu, og heföi afstaða þróunarrikjanna mikið að segja um framgang mála. Að lokum bentu báðir þjóðrétt- arfræðingarnir, þeir Evensen og Hans G. Andersen, á það, að þótt hafréttarráðstefnan samþykkti 200 milna efnahagslögsögu eða einstök riki færðu út einhliða, þýddi það ekki að sama daginn yrði efnahagslögsaga þeirra 200 milur. Taka þurfi tiliit til fjöl- margra og ólikra sjónarmiða annarra rikja eftir sem áður. ATVINNULÝÐRÆÐI Á EDDUHÓTELUAA SJ—Reykjavik — Sú nýjung var tekin upp á Edduhótelinu að Kirkjubæjarklaustri I fyrrasum- ar, að starfsfólkinu var veitt hlut- deild I rekstrartekjum hótelsins. Þótti þetta gefa góöa raun, og verður nú á sumri komanda tekið upp sama starfsfyrirkomulag á Edduhótelunum að Skógum og I Menntaskólanum á Laugarvatni. — Það hafði verið tap á rekstri hótelsins að Kirkjubæjarklaustri i nokkur ár, sagði Björn Vilmund- arson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, sem rekur Edduhótelin, þegar við spurðum hann um þetta mál. — 1 fyrra myndaði starfs- fólkið á hótelinu starfshóp, sem tók að sér reksturinn ásamt okk- ur. Tekjur starfsfólksins urðu betri en á hinum Edduhótelunum, og við náðum þvi upp, sem við höfðum tapað. Ég vonast til að i sumar verði afkoma starfsfólks- ins og okkar einnig betri með þessum hætti. A Kirkjubæjarklaustri I fyrra var gerður samningur milli starfsfólksins og okkar um að tekjurnar skiptust prósentvis milli þess og okkar, hráefnis- kaupa, skatta o.s.frv. Fólkið vann meöan eitthvað var að gera, en átti fri þegar ekkert var um að vera. Það kallaði til aukastarfs- krafta, ef það annaði ekki að sinna viðskiptavinum. Um helm- ingur af starfsfólkinu er skóla- fólk, og þvi féll vel að leggja svo- lltið meira á sig og bera meira úr býtum. t raun og veru var þaö svo, að fólkið gat á hverju kvöldi reiknað út hvað það hafði unnið sér inn þann daginn. Afkoma gisti- og veitingahúsa er mjög undir nýtingu á mat komin. Og sjálfs er höndin holl- ust, þannig að ekki er vafi á þvi, að fólk fer betur með, þegar það veit að slikt hefur áhrif á tekjur þess sjálfs. Að heita má allt starfsfólkið á Kirkjubæjar- klaustri starfar áfram hjá okkur i sumar með þessu fyrirkomulagi, eitthvað um 13 manns. Þetta starfsfyrirkomulag hafði áður verið reynt á hótelinu að Flúðum, sem ekki er Edduhótel, og hefur einnig gefizt vel þar. — Það varð úr að við gerum til- raun með þetta fyrirkomulag á tveim Edduhótelum auk Kirkju- bæjarklausturs i sumar, sagði Björn Vilmundarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.