Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. júní 1975 TÍMINN tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Frestinn verður að nota vel Það er óhætt að fullyrða, að þjóðinni fundust það góð tíðindi, að samkomulag hefði orðið um að fresta allsherjarverkfallinu I tvo sólarhringa. Það er tvimælalaust vilji hennar, að sá frestur verði notaður vel og að deilan verði leyst, án þess að til átaka þurfi að koma. Það er hins vegar augljóst, að ekki er til nein auðveld lausn. Flestar atvinnugreinar eru illa staddar, en þó einkum sjávarútvegurinn og fisk- iðnaðurinn. Þessar atvinnugreinar þola litla kaup- hækkun og helzt enga, ef þær ættu að hafa eðlileg- ar afskriftir. Á hitt er svo að lita, að versnandi við- skiptakjör hafa ekki síður þrengt að láglaunastétt- unum en atvinnuvegunum, ásamt gengisfellingun- um, sem hafa verið gerðar til að rétta hlut út- flutningsatvinnuveganna og iðnaðarins, sem keppir við innfluttar vörur. Hlut láglaunafólks verður þvi að bæta. 1 sambandi við bætur til láglaunafólks verður að hafa það i huga, að hlutur þess versnaði i saman- burði við aðra, þegar kjarasamningar voru gerðir i febrúar i fyrra. Þess vegna er eðlilegt, að það fái hlutfallslega meiri hækkun nú en aðrir. Hins vegar má ekki skapa visi að nýju ósamræmi. Þvi er ekki ósanngjarnt, að aðrir fái bætur, sem nemi svipaðri krónutölu. Með þvi er i áföngum stefnt i áttina til eðlilegs launajafnaðar. úrskurður kjaradóms i máli opinberra starfsmanna getur orðið hér til fyrirmyndar. Það er nú hlutverk samninganefndanna og sáttanefndarinnar, að reyna að leysa þann hnút, sem hér er glimt við. Vafalitið verður hann ekki leystur, án þess að siðar á árinu verði stjórnvöld að fást við nýjan vanda i efnahagsmálum. En slikt er ekki neitt nýtt eða ólikt þvi, sem gerist annars staðar um þessar mundir. Efnahagsmál hafa allt- af verið og verða mikið viðfangsefni. Þar er aldrei um neina varanlega lausn að ræða. Það er ekki annað en óskhyggja, að láta sig dreyma um slikt. Aðalatriðið er, að reynt sé að mæta erfiðleik- unum skynsamlega og réttlátlega eftir þvi, sem aðstæður leyfa, og það hefur jafnt vinstri stjórnin og núverandi rikisstjórn reynt að gera. Sértollur á vestur- þýzkar vörur Hér i blaðinu hefur verið hreyft þeirri hugmynd, að sérstakur tollur verði lagður á vestur-þýzkar vörur meðan vestur-þýzk stjórnarvöld beita okkur löndunarbanni og hefndartollum i þeim tilgangi að knýja okkur til að leyfa frystitogurum veiðar inn- an 50 milna markanna. Af hálfu Ólafs Jóhannessonar viðskiptamála- ráðherra hefur þvi svo verið hreyft, að ísland rifti friverzlunarsamningnum við Efnahagsbandalag- ið, ef það heldur áfram að styðja Vestur-Þjóðverja i umræddri deilu og öll þátttökuriki þess beita okk- ur sömu hefndartollum og Vestur-Þjóðverjar. Hvort tveggja þetta hlýtur að koma til meðferð- ar hjá rikisstjórn og Alþingi, ef ekki verður fljótt breyting á afstöðu Vestur-Þjóðverja. Þ.Þ. Adlai E. Stevenson III: Endurskoða verður skuldbindingarnar Bandaríkin mega ekki styðja einræðisstjórnir t Bandarlkjunum fara nú fram miklar umræöur um breytingar, sem þurfi að verða á utanrikisstefnu þeirra með tilliti tii strlðs- lokanna I Vletnam. Meðal þeirra, sem þar hafa lagt orð I belg, er Adlai E. Stevenson þriðji, en hann er öldunga- deildarþingmaður fyrir IUinoisrlki. Faðir hans, Adlai E. Stevenson annar, var frambjóðandi demókrata I forsetakosning- unum 1952 og 1956. Stevenson öldungadeildarmaður hefur nýlega ritað um framan- greint efni eftirfarandi grein, sem nýlega birtist I The Christian Science Monitor: ALVARLEGAR rökræður um bandariska utanrikis- stefnu eru fyllilega tlma- bærar. Ef við lærum af mis- tökunum I Indókina I stað þess að endurtaka þau, gætu Bandarikjamenn tekið að sér forustu hins frjálsa heims að nýju, mótað nýja stefnu og myndað nýjar, alþjóðlegar stofnanir sem sniðnar séu að veruleika nýs, óháðs og byltingarsinnaös heims. Bandarikjamenn eru öflugasta þjóð I heimi nema aðeins að einu leyti. Mistök okkar Bandarikjamanna i Suður-VIetnam og viðar hafa svift okkur sjálfumgleðinni, og þess vegna hygg ég, að við séum reiðubúnir aðsameinast um stefnu, sem veiti Banda- rikjunum nýtt og vænlegra hlutverk á heimssviðinu. Þjóðin er reiðubúin að stefna að háleitum markmið- um undir forustu leiðtoga, sem visa veginn I raun og veru og svikja ekki. En þar er einmitt komið að þvi eina, sem á vantar til þess að við séum öflugasta þjóð I heimi. Leiðtogar okkar hafa ekki visað veginn. Þeir hafa svikið. Sannazt hefir, að þeir höfðu rangt fyrir sér. Nú brestur þá nýjar og frjóar hugmyndir og við erum á reki á úfnu hafi. VERULEG hætta er á, að við endurtökum fyrri mistök ef rikisstjórnin heldur áfram að reyna að hindra framgang domino-kenningarinnar með þvi að staðfesta gamlar skuld- bindingar I Asiu, án þess að endurskoða þær fyrst. Við verðum að forðast að reyna að efla rlkisstjórnir, sem ekki eru færari urh að stjórna en þær óvinsælu rikisstjórnir, sem brugðust hver af annarri i Suður-VIetnam. Domino-kenningin er I fullu gildi, en Bandarikjamenn hafa sjálfir gefið henni gildið með þvi að skapa henni rétt skilyrði I Kambodiu og Suður-VIetnam. En nú er kominn timi til að hætta að skapa þessi skilyrði. Stefna okkar Bandarikjamanna hef- ir verið varnarstefna i þrjátiu ár samfleytt. Hún hefir beitt þvingunum til þess að verjast stjórnarformi, sem kennt er viö kommúnisma. Stefnunni var ætlað að vinna gegn ákveðinni gerð kúgunar I Norður-Víetnam og I þeim tilgangi studdi hún aðra gerð kúgunar I Suður-VIetnam. Hún skapaði domino- kenningunni þannig hin réttu skilyrði. Utanrikisstefnan var sjálfri sér ósamkvæm I þvi, að hún efldi strið gegn kommúnismanum I Indókina samtimis og hún studdi að bættri sambúð við risaveldi Adlai E. Stevenson III öldungadeildarmaður og frú. kommúnistaleiðtoganna I Moskvu. SLÍKAR mótsagnir grafa undan áhrifamætti Banda- rikjanna i heiminum. Viðleitni okkar til að hamla gegn kommúnismanum I Indókina mistókust ekki vegna þess, að þorri manna þar aðhylltist kenningar Lenins og Marx, héldur vegna þjóðernisstefnu. Bandarikjamenn börðust gegn eðlilegri framvindu sögunnar og öflum, sem ekki verður á móti staðið. Þau reyndust ómótstæðileg I Kina áður en til átakanna I Indókina kom. Barátta mannkynsins fyrir brauði og frelsi hefir reynzt ómótstæðileg allt siðan áriö 1776. Sovétmann og leiðtogar Rauða-KIna höfðu hyggindi til að snúast á sveif með þessum öflum i Indókina. Bandarikja- menn brugðust hins vegar við samkvæmt þeirri venju, sem þeirhöfðu fylgt annars staðar, en sú venja skuldbindur þá undantekningalaust til að verja þær rikisstjórnir, sem andstæðar eru kommúnisma. UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandarikjanna hefir sagt, að Bandarikjamönnum beri að standa við skuldbindingar sinar. Það er ekki nema satt og rétt. En úrslit mála velta hvorki nú né i framtiðinni á þvi, hversu trúir við erum, heldur hversu vitrir við erum. Þau ráðast ekki af þvi, hvort við stöndum við skuld- bindingar okkar eða ekki, heldur hvort við getum gefið þau ein fyrirheit, sem eru i samræmi við lög okkar og falla að traustustu grund- vallarkenningum okkar. Skuldbindingarnar verða að réttlæta þær fórnir, sem við færum vegna þeirra. Þær mega ekki benda fyrirfram til mistaka, heldur veröa að geta gefið vonir um igóðan árangur, og þær verða að samrýmast hernaðarhagsmunum okkar greinilega og ótvirætt. Við höfum framar öðru lært það af afskiptum okkar I Indókina, að skuldbindingar eru ekki allar eins. Þær eru ýmist viturlegar eða óvitur- legar og sumar er vert að gangast undir en aðrar ekki. Utanrikisstefna okkar i náinni framtið verður fyrst og fremst að geta gert og gera greinar- mun á þessum tveimur teg- undum skuldbindinga. ÉG trúi þvi, eins og Jeffer- son og landar hans gerðu fyrir tvö hundruð árum.að Banda- rlkjamönnum beri að aðhyllast frelsi en ekki harðstjórn. Við eigum ekki að ganga i lið með hernaðar- einvöldum eða herforingja- klikum, sem sagan sjálf hefir dæmt óalandi, heldur þjóðrikjum og þjóðum, sem helga sig mannlegu frelsi og sýna og sanna með orku sinni, staðfestu og lifskrafti, að þær séu reiðubúnar og þess megnugar aö hjálpa sér sjálf- ar. Skuldbindingar okkar i framtiðinni verða að sam- rýmast samábyrgð heimsins. Allir hlutar hans eru meira og minna tengdir með viðskipt- um, fjárfestingu og brýnni nauðsyn þjóðlegs öryggis á kjarnorkuöld. Mannkynið hrópar á sameiginlegt átak allra gegn aldagömlum plág- um hungurs, sjúkdóma, fá- kunnáttu, kúgunar og styrjalda. Þjóðlegar hugsjónir okkar og heilbrigðar skuld- bindingar eiga að geta veitt þjóðum heimsins forustu og tengt okkur sönnum vinum til sameiginlegra átaka I háleit- um tilgangi. ÉG legg til, að viö hefjumst handa með þvi að mynda og efla bandalag lýðræðisrikja I Evrópu, Norður-Ameriku og Japan. Slikt bandalag gæti orðið sameiginlegur grund- völlur öryggis og velmegunar. Það ætti einnig að geta eflt til baráttu gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna og fyrir útvegun brýnna nauðsynja eins og til dæmis oliu við sanngjörnu verði. Bandarikjamenn verða að taka að sér forustu I slikri viðleitni ef úr henni á að verða á annað borð. Þetta er valkostur okkar og sú von, sem leggja ber höfuðáherzlu á, þegar við snúum okkur frá Vietnam, og að hinni óráðnu og að mörgu leyti myrku framtið, sem get- ur eigi að siður glætt góðar vonir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.