Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 12. júni 1975 Fimmtudagur 12. júni 1975 TÍMINN 9 HEIMSÓKN CARLS XVI GÚSTAFS HJ-Reykjavik. Veðurguöirnir virtust ekki I alltof góöu skapi, þegar Sviakonungur og fylgdar- liö hans lögöu upp i för sina til Vestmannaeyja, Hornafjarðar og Skaftafells i gærmorgun. t Reykjavik var úrhellisrigning, allt útlit fyrir aö ekki yröi hægt aö lenda i Vestmannaeyjum — og á timabili stóö jafnvel til aö breyta feröaáætluninni. Þetta fór þó betur en á horfðist, og var lagt upp frá Reykjavikurflug- vellii tveimur flugvélum um kl. 9.30 i morgun. Kl. liölega 10 var lent i Vest- mannaeyjum, og þar tók mót- tökunefnd, skipuð bæjarstjóra, bæjarfógeta, forseta bæjar- stjórnar og sænska konsúlnum, á móti konungi og fylgdarliöi hans. Ekið var um nýja hraunið undir leiðsögn dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og Páls Zophaniassonar bæjar- tæknifræðings og vakti um- hverfið að vonum mikla athygli konungs. Siðan var ekið um bæ- inn, konungi sýnd austurhverf- in, sem fyrir mestum áföllum urðu i gosinu, og þaðan haldið um nýja húsahverfið i vestur- hluta bæjarins. Til Hafnar var komið laust eftir hádegi, og þar beið á flug- vellinum móttökunefnd, skipuð lögreglustjóranum á Höfn, sýslumanni Skaftafellssýslu, oddvitanum á Höfn o.fl. Frá flugvellinum var haldið til hótelsins, þar sem snæddur var hádegisverður. Þar dreif að fjölda fólks, og litil börn veifuðu fánum íslands og Sviþjóðar. Veöur var fremur drungalegt og ekkert sást til jöklanna, en þó birti til, þegar á daginn leið. Frá Höfn lá leiðin til Skaftafells i ör- æfum, og var þá viða bjart yfir og fjallasýn hin fegursta. Höfð var nær hálfrar stundar viðdvöl við Jökulsárlón, og siðar gekk konungur ásamt fylgdarliði á Svinafellsjökul. Kvöldverður var snæddur i húsakynnum Náttúruverndarráðs að Skafta- felli, og nokkru siðar var flogið aftur til Reykjavikur. AAunaðarnes fyrir alla f jölskylduna ÍViö komuna til Vestmanna- eyja voru konungi færö blóm....... Ódýrt sumarfrí Þessi islenzku orlofshús kannast margir fyrrverandi orlofsgestir viö.öll húsin eru búin öllum hugsanlegum þægindum. í Boraarfirði: Þetta er eldhúsiö I einu af norsku húsunum. öll eldhúsáhöld fylgja húsunum, svo og isskápar. Matinn er svo hægt aö kaupa I verzluninni á staönum, svo aö orlofsgestir þurfa ekki aö flytja neitt nema fatnaö meö sér. Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir i Munaðarnesi, þótt ekki sé ætlunin að byggja fleiri hús á næstunni. Veitinga- salurinn verður stækkaður að mun, og komið verður upp sauna- baði I kjallaranum, auk tóm- stundaherbergis. Þá er einnig ætlunin aö koma upp sundlaug, en hvenær af þvi' getur orðiö, er ekki vitað enn. Sérstaklega hefur þess verið gætt, þegar bygginga- framkvæmdir hafa verið i gangi, að vernda gróðurinn, enda nær kjarriþ sums staðar alveg upp aö húsunum. Mala rgangstigar liggja að hverju húsi. Dæmi eru til þess, að kunningjafólk hafi bú- ið hlið við hlið i Munaöarnesi, heila viku, án þess að vita hvert um annaö og sýnir það bezt hve vel húsin eru einangruð, þótt ekki liggi þau langt hvert frá ööru. Sviakonungur horfir af nýja hrauninu á Heimaey. Konungur undraöist mjög hitann i hrauninu á Heima- ey. Hér eru þeir konungur og dr. Siguröur Þórarinsson meö einn glóövolgan stein á milli sin. Þjóöhöföingjarnir skoöa gos- stöövarnar á Heimaey undir leiösögn dr. Siguröar Þór- arinssonar. Lengst til hægri er bæjarfógetinn i Vest- mannaeyjum Krislján ^ i Torfason. gébé—Reykjavik. — Orlofshús BSRB I Munaðarnesi I Borgar- firði eru mjög vinsæl til sumar- dvalar fyrir fjölskyldur, og er hvert einasta hús fullnýtt I sum- ar. Ekki er þó leyfilegt aö dvelj- ast lengur en eina viku i senn, en skiptingar fara fram á laugar- dögum. Húsin verða orðin 68 aö tölu um næstu helgi, þegar þau siöustu veröa tekin i notkun. Hús- in, sem bæöi eru islenzk og norsk, eru misjöfn aö stærö. Þar er svefnrými fyrir allt frá 4 til 8 manns. Góö veitingaaðstaöa er I Munaöarnesi, auk þess sem full- komið eldhús er I hverju húsi, og góö verzlun á staönum, þar sem hægt er aö gera öll matarinn- kaup. Mörg félög eiga þarna allt frá einu húsi upp i ellefu hús, og leigja þau starfsmönnum sinum til vikudvalar. Um ellefu þúsund manns eru meðlimir i aðildarfélögum BSRB, auk fjögurra félaga, sem I eru samtals um 100 félagsmenn. Leiga fyrir lftið orlofshús er fimm þúsund krónur á viku og ef t.d. hjón, sem byggju i sliku húsi keyptu sér afsláttar-matarkort, fyrir tvær máltiðir á dag, sem kostar 10 þúsund krónur, væri kostnaður af vikudvöl á staðnum aðeins 7.500 á mann. Umráðarétti á orlofshúsum fylgir afsláttar- kort, sem hægt er að fá afhent hjá umsjónarmanni. Veitingasalurinn meö sjálfsafgreiöslu, er hinn vistlegasti. Fyrirhugaö er aö stækka salinn aö mun. Orlofsgestir búa i húsunum frá laugardegi til laugardags, og eru fastar áætlunarferðir frá Reykja- vik á þeim dögum, sem Sæmund- ur Sigmundsson sér um. Þá verð- ur Sæmundur einnig með kynnis- ferðir, um Borgarfjörð fyrir gesti I Munaðarnesi, einu sinni I viku. Agætis tjaldstæði er auk þess i Munaðarnesi og kostar aðeins 200.00 að tjalda þar án tillits til þess, hve lengi er staðið við. Veitingaskálinn i Munaðarn. er ekki aöeins opinn fyrir orlofs- gesti, heldur og fyrir alla þá, sem leið eiga um Borgarfjörð, og er tilvalið að fá sér hressingu þar, þegar ferðafólk á leið þarna um. Orlofshverfi BSRB er i landi Munaðarness (20 hektarar) og Stóru-Grafar (40 hektarar). Upprunalega var leigan 5 þúsund kr. á hektara, en 1975 var hún hækkuð I 15 þúsund. Er þvi leigan fyrir árið 1975 850 þúsund krónur. BSRB hefur forkaupsrétt á öllu landinu, en ekki hefur komið til greina enn að það verði selt. Utan orlofstima, sem er júni- september ár hvert, hafa ráð- stefnur og námskeið ýmiss konar verið haldin, auk þess sem öllum er heimilt að taka á leigu hús á þeim tlma, hvort sem þeir eru félagsbundnir eða ekki, og kosta þá 2-4 nætur i stærri húsunum að- eins 3.600.00, en 2.500.00 I þeim minni. Verzlunin, sem gestir hafa kallaö „Magasin de Munaöarnes”, er mikiö notuö, eins og sjá má. Þarna er hægt aö fá matvörur og hreinlætis- vörur, svo aö ef einhver gleymir tannburstanum, þá er hægt aö kaupa hann þarna. HEIMSOKN CARLS XVI GUSTAFS .... og þjóöhöfðingjunum báöum viö komuna til Hafn- ar I Hornafirði. Myndir: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.