Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. júnl 1975 TÍMINN 13 Það ber talsvert á þvi, að fólk liti með ugg og kviða til fram- tiðarinnar — ekki einvörðungu vegna þess, hvernig komið er i landi okkar sjálfra, heldur einn- ig vegna margvislegra hrörn- unarmerkja á þvi menningar- lega samfélagi heimsins, er við heyrum til. Upplausn og geig- vænleg spilling segir svo viða til sin. Andspænis ragnarökum S. Kr. er einn þeirra, sem ber þennan geig i brjósti. Hann skrifar: ,,Á hvaða leið er eiginlega okkar vestræna menning? Er hún kannski I þann veginn að ganga sér til húðar? Er pen- ingagræðgi og valdagræðgi að riða okkur á slig? Manni verður hverft við, þeg- ar það kemur fram I dagsljósið, að spilling og ófyrirleitni á sinar höfuðstöðvar i valdamestu stofnunum valdamestu rikja. Við lásum um það i eina tið, að á miööldum hefðu furstar og her- togar bruggað andstæðingum slnum banaráð með alls konar undirferli og látið byrla þeim eitur. Og svo vöknum við upp viö það, að stofnun eins og CIA, sem teygir anga sina um allan heim, hefur á liðnum árum látið gera áætlanir um morð og jafn- vel haft um það samband við verstu glæpasamtök að koma þess konar þokkaverkum I framkvæmd. Þetta er ægileg uppljóstrun, ofan á það, að svo stendur þessi stofnun að byltingum og öðrum launráðum hingað og þangað i löndum. Og þegar svo er um hið græna tréð, Bandarikin, sem hafa verið forystuland meðal vestrænna þjóða siðustu ára- tugi, hvernig skyldi þá öðrum ganga að verjast sýkingunni? Stöndum við kannski andspænis ragnarökum: endalokum þess menningarsamfélags, sem við höfum haldið bezt i heiminum? Það er gffurlega langt á milli þessara mafiuaðfara og hugsunarháttar ungmenna- félaganna islenzku á fyrstu ára- tugum aldarinnar, þegar rækt- un huga og handar og íslandi allt var kjörorðið, sem margir fóru eftir. Guð hjálpi okkur hér á okkar litla landi og forði okkur frá þvf að verða þessum aldar- hætti að bráð, sem svo vlða seg- ir til sin i voðalegum myndum”. ,,Ég er alveg orðlaus” Heykjavikurkona skrifar á þessa leið: ,,Ég er bara alveg orðlaus eftir að hafa lesið þessa skýrslu háskólamanna um hjátrú Is- lendinga — svona mögnuð hélt ég ekki, að hún væri. Fólk telur sig hafa farið úr likamanum, og það sér fylgjur og hvaðeina, mitt I rafljósunum, en svo eru ekki nema nauðafáir, sem hafa lesiö bibliuna að gagni. En það eru kannski bara örfá- ir, sem láta sér bregða. Þeir eru svo margir, sem hallast að ein- hvers konar hégiljum. Og unga fólkið, menntaða, virðist ekki vera hér nein undantekning, nema hvað það er minna um, að huldufólk gangi ljósum logum i menntaskólunum. Ég held sú kynslóð, sem nú er uppi, geti hætt að hæðast að gamla fólk- inu, sem hélt sig verða vart við svo margt”. 1 ■ t’kur á Skoda Shodr LEIGAH ™ CAR RENTAL | AUÐBREKKU 44, KÓPAV. 4® 4-2600 mm mmwwB 50 CC. MOTORHJOL ilj!. ^jiiÍiÍlíífiii Eigum nú fyrirliggjandi hin þekktu YAMAHA 50 cc. mótorhjól. YAMAHA 50 cc. eru stílh/ein i útliti, með tvígerígisvél, og þarafleiðandi enga ventla, 4 gfra kassa og eru fáanleg í 3 fallegum litum, b/á, rauð eða orange. Gott verð og greiðs/uskilmálar. YAMAHA mótor/yól eru sér/ega sterkbyggð og hafa jafnan verið í .»* fararbroddi í mótorhjólakeppnum er/endis. "'Hlllllliilll' m • m # % ..................... j;...... ...' ..............................................-ííÍBI1 *■ 'i‘w "i«.“ ■"HHIlAtl ji. ' Jjfl „.újjl' i 'MlKiitHHn.llH1....Jjj.' ' , , IjJjjHi tf „r'" J# 4 f*''; JL...........................- W Borgartúni 29 sími22680 SYNING 30 mismunandi útgáfur getum við boðið af hjól- hýsum, tjaldvögnum og sumarhúsum. ENSK SUMARHÚS A-line — 5 tegundir — Ótrúlega hagstætt verð HJÓLHÝSI ÁRGERÐ 1975 Þýzk: Jet 3 tegundir — TE 3 tegundir Ensk: Cavaliae 5 tegundir — Monza 7 — Scout 2 Tjaldvagnar Amerískir: Steury 2 tegundir — Coleman 2 tegundir Þýzkir: Camptourist Sýningin stendur frá 12. júni til 22. júní að báð- um dögum meðtöldum. Opin daglega frá kl. 2-7 Einnig laugardaga og sunnudaga. Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg — Klettagörðum 11 — Simi 86644

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.