Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 14. júni 1975 „ÍXifflS.Jk Börnin okkar eru engir söguprinsar , Bökaútgefandi nokkur i Hol- landi hefur gefið út bók, þar sem fjallað er um syni Beatrix krón- prinsessu. Faðir drengjanna, Claus, er yfir sig reiður út af þessu tiltæki, og hefur meira að segja hótað þvi að láta gera bókina upptæka. — Börnin min eru ekki neinir söguprinsar, og þeir eiga að fá að alast upp rétt eins og venjuleg hollenzk börn. Þess vegna m.a. látum við þá ganga I venjulegan skóla. Það sem nú hefur gerzt, er algjör- lega andstætt vilja ókkar, segir Beatrix prinsessa. Claus prins af Hollandi, sem er kvæntur prinsessunni og faðir drengj- dc kasteelkmderen anna, er mjög reiður. Hann hef- ur snúið sér til dómstólanna og leitað eftir þvi, að bókin verði gerð upptæk. I bókinni eru myndir af prinsunum, Willem- Alexander, 8 ára, Johan Friso, 6 ára og Constantijn fimm ára. Þar að auki eru i bókinni teikn- ingar, sem prinsarnir hafa sjálfir gert. Útgefendurnir, Mártha og Bert Maasland, eru miður sin vegna móttakanna, sem bókin hefur fengið. — Við sendum handritið til Beatrix og Claus, segja þau, og fengum svarbréf, þar sem okkur var þakkað. Það er satt og rétt, að hjónin hafa i höndunum bréf frá höllinni, en það er reyndar ekki undirskrifað af foreldrum prinsanna, heldur einkaritara þeirra. Þetta er „standard”- bréf, sem er sent til allra þeirra, sem sýna konungsfjölskyldunni vináttu, eða senda gjafir. ,,Há- tignirnar voru mjög glaðar, þegar þær tóku á móti gjöf yðar, og senda þakkir.” Þetta stendur í bréfinu, sem útgefendurnir ætla nú að leggja fram i réttin- um sér til málsbóta. Auk prins- anna kemur við sögu dvergur, sem heitir Alvar. Með honum lenda prinsarnir i ýmiss konar ævintýrum. M.a. er sagtfrá þvi, þegar Willem-Alexander verður átta ára. Þar segir m.a. — Mamma kallar á börnin inn i svefnherbergið sitt. Hún og pabbinn sitja og halla sér upp að mjúkum koddunum i rúminu,og börnin skriða upp i til þeirra. Mamma syngur afmælisvisu og kyssir á ljósan koll afmælis- barnsins. — Claus varð óskap- lega reiður yfir þessari lýsingu á einkalifi fjölskyldunnar. Þar við bætist svo, að Claus vill ekki að prinsarnir fái það á tilfinn- inguna, að þeir séu neitt sér- stakir, umfram önnur börn. Auðvitað verða þeir að gera sér grein fyrir þvi, að þeir hafa nokkrar skyldur, og til nokkurs er ætlazt af þeim, en annars er lif þeirra á allan hátt látið vera hið eðlilegasta. Þess vegna hafa þeir aldrei fengið að heyra sög- ur um prinsa eða prinsessur, sem borða af gulldiskum og eru með kórónur á höfðinu. A hinn bóginn hafa þeir hlustað á margar sögur um venjuleg börn, og þá hafa þeir mjög greinilega getað séð sjálfa sig i sporum þessara barna. Amma þeirra, Júliana drottning, hefur átt dálitið erfitt með að sætta sig við þetta uppeldi, þvi i hennar augum eru prinsarnir langt frá þvi að vera venjulegir. Hún seg- irm .a., að þeir hafi miklu hærra og láti miklu verr en venjulegt megi teljast. Hér sjáið þið svo nokkrar myndir af prinsunum, eina með foreldrunum, önnur sýnir forsiðu bókarinnar um- deildu, og siðan er mynd, sem var notuð, þegar teikningin að forsiðunni var gerð. Að lokum er svo mynd af útgefendunum, Bert og Marthu, með eintak af bókinni. Hafiö þér sjálfur nokkra hug- mynd um, hvað hefur valdið magasárinu, hjá yður? Læknir, megrunartöflurnar, sem ég fékk eru aldeilis stórkostlegar. Vilduð þér ekki vera svo góð, að passa manninn minn, á meðan ég fer og kaupi mér ispinna. DENNI DÆMALAUSI Heyrðirðu þetta, Goggi? Svona fer fyrir þeim, sem verður of feit- ur til þess að koma sér undan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.