Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. júni 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar^ Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. ___________________________________________y Nýja samkomulagið um kjaramálin Það er tvimælalaust, að þjóðin fagnar þvi sam- komulagi um kjaramálin, sem hefur náðst milli aðalsamtaka vinnumarkaðarins með aðstoð rikis- stjórnarinnar.Með þvi hefur verið afstýrt miklum átökum, sem hefðu getað staðið lengi, valdið miklu efnahagslegu tjóni og haft óheppileg áhrif á sam- búð viðkomandi aðila i framtiðinni. Við þvi var ekki hægt að búast undir þeim kring- umstæðum, sem nú eru, að hægt væri að ná sam- komulagi, sem allir væru ánægðir með. Vissulega hefði verið æskilegt að bæta kjör láglaunafólks enn meira. Til þess eru hins vegar ekki aðstæður nú. Þvert á móti mun það almennt álit atvinnurek- enda, að með samkomulaginu hafi verið lögð meiri byrði á atvinnuvegina en þeir eigi auðvelt með að risa undir, eins og nú er ástatt. Staða atvinnuveg- anna getur átt eftir að vera mikið vandamál, ef viðskiptakjörin lagast ekki. Þetta mun skýrast betur, þegar lengra kemur fram á árið. Það mun sennilega álit ýmissa, að réttara hefði verið að auka hlut láglaunafólks meira, en draga i staðinn úr hækkunum til annarra. Þetta er hins vegar auðveldara að segja en framkvæma. Menn sleppa ógjarnan þvi, sem þeir hafa einu sinni feng- ið. Með hinu nýja samkomulagi er ótvirætt stefnt að auknum launajöfnuði á áföngum, þar sem allir fá sömu krónutölu sem kauphækkun. Lengra var ekki hægt að komast i launajöfnunarátt að þessu sinni. Það ber að viðurkenna, að þetta er spor i rétta átt til að jafna þann ójöfnuð, sem gerðist i sambandi við kjarasamningana i febrúar 1974. Eins og kunnugt er, stendur mikill meirihluti verkalýðshreyfingarinnar að þvi samkomulagi, sem nú hefur verið gert. Þau félög, sem hafa stað- ið utan við, eiga nú kost á þvi að gerast aðilar að þvi, og fá fyrir meðlimi sina þær hækkanir, sem felast i þvi. Eðlilegt verður að teljast, að þau not- færi sér það. Það yrði ekki vel séð af þjóðinni, ef einstakir hópar reyndu nú að brjóta niður það samkomulag, sem hefur verið gert milli höfuð- samtaka vinnumarkaðarins. Það sýndi jafnframt glögglega, að það er ekki siður nauðsynlegt fyrir heildarsamtök launafólks en þjóðarbúskapinn,að settar yrði hömlur við slikum skæruhernaði i framtiðinni. Rikisstjórnin á sinn stóra þátt i þvi, að þetta samkomulag náðist. Með skattalækkun þeirri.sem samþykkt var á siðasta þingi, var gengið til móts við óskir verkalýðssamtakanna, enda lýst yfir af þeim, að þau myndu meta það til jafns við kaup- hækkun. Þá hefur rikisstjórnin ákveðið að greiða niður verðhækkun þá, sem var á landbúnaðar- vöruverði um siðustu mánaðamót, og mun sú upp- hæð skipta mörgum hundruðum milljóna króna á samningstimanum. Þessi ákvörðun greiddi veru- lega fyrir samkomulagi. Þá hefur sáttanefndin, sem rikisstjórnin skipaði og vann i samráði við hana, tvimælalaust átt mikinn þátt i samkomulag- inu. Það verður að vona, að það samkomulag, sem nú hefur verið gert, eigi ekki eftir að kalla á sér- stakar ráðstafanir til að tryggja atvinnuöryggið. Þetta fer eftir þvi, hvernig viðskiptakjörin verða. En slikar aðgerðir hefðu þá ekki orðið siður að- kallandi, ef langvarandi stórfelld vinnustöðvun hefði lamað atvinnulifið. Sá vinnufriður, sem hef- ur verið tryggður um sinn, er alla vega hagstæður þjóðinni og þvi ber að fagna honum. Þ.Þ. B. Borisov, fréttaskýrandi APN: Daður stjórnarinnar í Peking við NATO Draumurinn um að umkringja Sovétríkin Bersýnilegt er, aö sovézkir valdamenn hafa vaxandi áhyggjur af viðleitni Kfn- verja til að vara þjóðir Vestur-Evrópu við því, sem þeir telja fyrirætlanir Rússa. Af hálfu Kinverja er nú lagt vaxandi kapp á þann áróður, að Rússar hyggi á aukin yfirráð I Vestur- Evrópu, ef þjóðirnar þar draga úr vörnum sinum. Fátt er gleggra dæmi um vaxandi sundurlyndi hjá kommúnistum innbyrðis en auknar deiiur rússneskra og kinverskra ráðamanna um þetta efni. Eftirfarandi grein sýnir, hvernig rúss- neskir fréttaskýrendur svara þessum áróðri Kin- verja: ÞAÐ VORU Pekingstjórn- inni augljós vonbrigði, er New York Times sagði i rit- stjornargrein, að leiðtoga- fundi Nató i Briissel hefði að- eins verið ætlað að skapa trú i Evrópu á staðfestu Bandarikj- anna, i Bandarikjunum traust á Evrópu, og hvor tveggja áhrifin i Moskvu. Blaðið orð- aði ekki, hvers konar áhrif æðstu menn þessa „varnar- bandalags” hefðu ætlað að hafa á kinverska leiðtoga, en hinir siðastnefndu fylgdust náið með för Fords Banda- rikjaforseta til Evrópu og biðu óþolinmóöir eftir niðurstöðum af viðræðum hans við banda- menn sina I Nató. Og þegar haft er i huga það sem á undan er gengið, höfðu kinverskir leiðtogar ástæöu til að ætla, að þeir, sem sama.n voru komnir I Brússel, og fréttamenn þar, sýndu stefnu Kina verðugan áhuga. Mao Tse-tung. ÞAÐ ER engin tilviljun, að samhliða undirbúningi að lokastigi Evrópuráðstefnunn- ar um öryggis- og samstarfs- mál, héldu kinverskir leiötog- gr áfram.af ódulinni þrákelkni taktiskri hagræðingu utan- rikisstefnu sinnar. Er þeim tókst ekki að sannfæra neinn um óhjákvæmilega „árás á Kina úr norðri”, tóku þeir kappsamlega að breiða út sög- ur um „sovézka ógnun viö Evrópu”. t leit að samherjum hóf Pekingstjórnin viðræður við yfirlýsta andstæðinga friðarþróunarinnar og hefn- endur, sem vestrænir blaða- menn hafa að verðleikum kallaö „frændur Mao Tse- tung”. Það er af þessum sök- um, sem það er almennskoður fréttaskýrenda, að breytingar á utanrikisstefnu kinverskra leiðtoga miði fyrst og fremst aö þvi að leggja stein i götu friðarþróunarinnar i Evrópu og þeirra viðtæku viðræðna, sem nú standa yfir i Genf. LEIÐTOGUNUM i Peking tekst ekki að fá raunsæja, vestræna stjórnmálamenn til þess að ræða við Sovétríkin á grundvelli valdbeitingar- stefnu. Svörnustu and- kommúnistar kalda striðs timabilsins, stjórnmálamenn- irnir i Peking trúa einmitt á þá aðferð til lausnar alþjóð- legum deilumálum, og leitast við að-telja stjórnir vestrænna rikja á hið sama. t þessu tilliti eru mjög tákn- rænar þær ráðleggingar, er leiðtogar Maóista gáfu belgiska forsætisráðherran- um, Leo Tindemans, er hann heimsótti Kina nýverið. Sam- kvæmt þvi, sem Drapeau Rouge i Brussel segir, hvatti Pekingstjórnin V-Evrópu til að vigbúast svo fljótt sem hún gæti, og láta ekki freistast af hinni „hættulegu” friðarþró- un. Engu þýðingarminni eru þær ráðleggingar, er Teng Hsiao-ping gaf Bandarikjun- um um að auka árásarvopna- búnaö sinn en minnka hann ekki. Ráðagerðir Pekingstjórn arinnar eru augljósar. Maó og fylgifiskar hans draga ekki dul á þá von sína, að með stuðningi bandamanna eins og Strauss, Kohl, Luns, Heath og Jacksons i andstöðunni við af- vopnun og gerð sameiginlegs öryggiskerfis fyrir Evrópu, og með þvi að hafna samningi um bann við framleiðslu kjarna- vopna, geti þeir fengið Banda- rikin til, ef nauðsyn krefur, að skýla Kina undir „kjarnorku- regnhlifinni” sinni, og jafnvel til þess að láta Kinverjum í té eigið kjarnavopnaforðabúr. Mjög táknræn eru i þessu sambandi orð hins kunna sér- fræðings I afvopnunarmálum, Abram Chayes, sem ritaði, að meginupptök ofbeldis og átaka á alþjóðavettvangi ættu hópar, sem hefðu aðgang að drápstækjum, en hefðu litinn áhuga á að varðveita núver- andi ástand og mætu breyting- ar meira heldur en mannslíf. 1 AKAFRI baráttu sinni fyr- ir Evrópu „Atlantshafsbanda- lagsins” gefur Pekingstjórnin vestrænum fréttaskýrendum gildar ástæður til að draga þá ályktun, að hún heyi „baráttu fyrir myndunnýrrar fylkingar gegn risaveldunum tveim, einkum Sovétrikjunum.” En fáir láta blekkjast af kenning- unnium „risaveldin tvö”. Sér- fræðingar segja, að Kina myndi annan arm þessarar fylkingar, en Nató hinn. Þeir telja, að hernaðarleg staöa Kinverja á sovézku landa- mærunum, þar sem þeir „binda” mikinn fjölda sovézkra hermanna, hafi úr- slitaáhrif á varnir Evrópu. Þar sem Sovétrikin verði að taka kinversku ógnunina með I reikninginn, geti Nató ein- beitt kröftum sinum að þvi að undirbúa árangursríka gagn- sókn. Með öðrum orðum: Að dómi vestrænna sérfræðinga er kinverski herinn mikils- verður þátturi öryggi Evrópu. Kinverska leiðtoga dreymir um að skapa á rústum heims- valdastefnunnar „keðju bandalaga”, keðju til þess að umkringja lönd sósialismans, myndaða af Nató að vestan, Cento og Seato s;m millilið- um, og Kina og bandarisk- japönskum öryggissamningi að vestan. PEKINGSTJÓRNIN, sem ákvað að skipa ambassador hjá Efnahagsbandalagssam- félaginu, en skoðanir þeirra og afstaða eru samræmd i viö- rækara mæli innan Nató, ætti vfst ekki að lára ummæli New York Times á sig fá, þvi að daginn eftir kom það kín- verskum leiðtogum ægilega á óvart með þvi að birta aðal- atriði nýrrar skýrslu James Schlesinger varnarmálaráð- herra til þingsins, en i skýrslu sinni endurtekur yfirmaður Pentagon nálega orðrétt rök- semdir Maóista um „hugsan- leg” vopnuð átök i Evrópu, hættu á „sovézkri árás á Vest- ur-Evrópu” og nauðsyn þess að undirbúa fyrirbyggjandi kjarnorkuárás. Pekingstjórn- in má vera ánægð: Enn einn skoðanabróðir hefur bætzt i „frændgarð Maó Tse-tung.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.