Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 14, júni 1975 TÍMINN 13 H SH ,|h! 111 Bakki í hafi og blika yfir landi Hólmsteinn Helgason skrifar Landfara langt bréf, sem birtist ftvennulagi. Fyrri hlutinn birt- ist hér á eftir, en sfðari hlutinn n.k. þriöjudag. Hólmsteinn skrifar: „Landfari. Heiðraði kunningi Ég girnist nú enn, að gauka til þin linum, þó fram af mér sé gengið. Áður en veðurstofa var stofn- sett hérlendis, og veðurspár gerðar af lærðum mönnum, i þeim visindum, sem veðurfræði nefnist, urðu menn að bjargast við hyggjuvit sitt og reynslu, bæði sina eigin og annarra, er sjá þurfti út veðurfar fyrir næsta dægur eða nána framtlð, sem þá eins og enn i dag er jafn mikilvægt fyrir afkomu manna og lif. Þá horfðu menn til lofts og lagar, og byggðu sinar ályktanir á þeim teiknum, sem þar var að sjá, o. fl., sem reynsla þeirra og genginna kynslóða höfðu kennt þeim að taka mark á. Náðu sumir menn furðu langt i þessu, og voru kallaðir veðurglöggir. Þegar bólstra bakki grár birtist út I hafi, og yfir landi blikan blá, byggð úr skýja trafi. Þá þótti jafnan von stórviðris, með miklu úrfelli, er þessi himinteikn náðu að renna saman. Þá var betra að hafa á öllu gát, bæði á sjó og landi. ,,Nú er bakki i hafi og blika yfir landi,” i islenzkum þjóð- málum. Enn hafa stjórnvöld þjóöfelagsins vegið I einn og sama knérunn, minnkað verðgildi eða kaupmátt gjald- miðilsins islenzku krónunnar, svo þar mun nú fara að verða litið eftir, jafn oft og af henni hefir verið sneitt. Það má annars vera undarleg, og alveg óskiljanleg tregða hjá ráða- mönnum fjárhags og stjórn- mála hér á landi að geta ekkert lært af staðreyndum fenginnar áratuga reynslu, heldur steyta alltaf með kollinn á sama teininum, og hafa að engu þá árekstra. Á siðasta aldar- fjórðungi, þeim þriðja i röðinni, er búið að skerða islenzku krónuna átta sinnum, auk þess sem hún hefir verið látin siga, sem svo hefir verið kallað, og allir nústarfandi stjórnmála- flokkar eða ráðamenn þeirra, verið þar þátttakendur i mis- jöfnum mæli þó. Sjálfstæöis- flokkurinn, sem sjaldan hefir borið nafn með rentu, og Alþýðuflokkurinn eiga þó þarna metið, meðan þeir sváfu saman i 12 ár. Það var sagt um þessa flokka, á þeim tima af and- stæðingunum, og var ekki út I bláinn, efnislega, að þeim væri um megn, að stjórna þjóðfélaginu og gripu þvi til þess ráðsins sem auðveldast væri, til bráðabirgða, en leysti engan framtiðarvanda heldur jyki hann. „Gengisfelling væri eins og kvalastillandi sprauta fyrir sjúkling, en ekki læknandi lyf.” Reynslan er lika búin að margsannna, að fátt muni jafn- mikill verðbólguvaldur I þjóðar- búskap, og skerðing á verðgildi gjaldmiðils þjóðfélgsins, auk margs konar siðferðilegrar afturfarar þjóðfélagsþegnanna, sem slik röskun veldur. Það verður vart annað sagt, en þeir menn sem telja þjóðráð að nota gengisfellingar, hvað ofan i annað sem hagstjórnartæki, hljóti að vera sömu skoðunar og ofdrykkjumaðurinn og skáldið, sem kvað: „svo skal maður bæta böl/að biða ánnað meira.” Þeir stjórnmálaflokkar, sem mynduðu og studdu þá rikis- stjórn, sem þeir nefndu „Viðreisnarstjórn”, sem var öfugmæli, veittu Seðlabanka Is- lands lagaheimild, til skráningar á Islenzkum gjald- miðli, með þvi skilorði þó, að samþykki ríkisstjórnar kæmi til hverju sinni, og ræður hún þvi I raun. Þetta mætti vel halda, að jaðraði við að vera brot á stjórnarskrá þjóðfélagsins a.m.k., ef ekki algjört, þvi hér er um upptöku eignar að ræða, verðmætaupptöku, án þess ann- að gjald komi fyrir, sem þó ekki er gildandi fyrir álla þjóð- félagsþegnana, eftir efnum og ástæðum, heldur aðeins fyrir þá, sem hafa verið svo heimskir, að virða forna búmennsku og hugsa fyrir morgundeginum, spara innunnin verðmæti, og i góðri trú, láta þau i umsjá þeirra stofnana, sem vera eiga bakjarlar atvinnu og hvers konar verðmætasköpunar i þjóðfélaginu, þ.e. banka og annarra lánastofnana, sem er nauösyn hvers þjóðfélags, að séu i stakk búnir til að gegna sinu mikilsverða hlutv. f stjórnarskrám (grunnlögum) allra borgralegra þjóðfélaga, er lögð mikil áherzla á verndun eignarréttar einstaklinganna, og haldið uppi kostnaðarsömu starfi lögregluliðs og dóms- mála, til að vernda þennan rétt, bæði á landi og sjó, þar er stiórnarskrá Islands ekki frá- brugðin. Hér i okkar litla is- lenzka þjóðfélagi, hefir sérstak- lega á siðustu þremur ára- tugum, verið stofnaður fjöldi af sjóöum, þótt nokkuð væri til áður til margskonar framfara og menningarmála, auk hinna fjölmörgu lifeyrissjóða, hins risavaxna Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs, og verð- jöfnunarsjóða. Allt eru þetta að verða aðeins tölustafir, sem visa á tiltölulega litið verðmæti hver gjaldmiðils-eining. Þá er aðferöin bara sú, að prentaðir eru fleiri og verðtölu-hærri peningaseðlar, með ábyrgð rikisins, til dreifingar meðal almennings. Þetta er hliðstæð aðferð þvi, ef slökkva ætti eld, með þvi að dæla á bálið oliu eða bensini. Mætti það ekki teljast til muna yfir markið skotið, þótt sagan siðar meir minntist þessara gengisfellinga-páfa nútlmans, á einhvern hliðstæðan hátt, og norðlenzki bóndinn, nágranna sins, og odd- vita sveitarinnar, I grafskrift: „Hann gekk ekki glæpaveg/en götuna meðfram honum.” Við forustu og forsvarsmenn mins, jafnan þjóðholla og ábyrga Framsóknarflokks, sem ég hef staðið með i nálega 60 ár get ég ekki annað en tekið undir með rómverska keisaranum, forðum daga á örlagastund: „Og þú lika barnið mitt Brútus.” Bíln-og búvélosola P.Z. sláttuþyrla Fella sjálfhleðsluvagn Fjögurra hamra loft- pressa Ferguson M.F. 50 Caterpillar D 6 B Caterpillar 6. c. Höfum kaupendur að eldri gerðum Dísel- dráttarvéla. BÍLA-AÐSTOÐ Arnbergi við Selfoss Simar 99-1888 & 1685 Telpa á þrettánda ári óskar eftir starfi i sveit við húshjálpo.fl. Sími 4-28- 18. Jörð Tilboð óskast i mannvirki og ræktun á jörðinni Skálum i Vopnafirði með tilheyr- andi leiguréttindum samkvæmt leigu- samningi. Tilboðum sé skilað fyrir 30. júni til undir- ritaðs. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem ereðahafna öllum. Upplýsingar i sima 3197. Ingibjörn Sigurjónsson Ilamrahlið 22, Vopnafirði. Verzlunar- og skrifstofufólk Verzlunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund að Hótel Sögu, Átthagasal i p dag, laugardag 14. júni 1975 kl. 14. FUNDAREFNI: Nýir kjarasamningar. II :::: :::: gs mt jgj ::: :æ, Verzlunarmannafélag Reykjavikur. TANNVIÐGERÐIR 6-15 ÁRA GREIDD AR AÐ FULLU Tilteknir hópar fó 50% viðgerða greiddar hjá sjúkrasamlagi Tannréttingar, unnar af sérfræðingum, ekki greiddar SJ—Reykjavlk — öll sjúkrasam- lög á landinu hafa nú hafið greiðslur tannlækningareikninga fyrir tiltekna hópa fólks, svo sem ákveðið var með lögum nr. 62 árið 1974. I lögunum var um tvo áfanga að ræða. í fyrri áfanga var að þvi stefnt, að þessar greiðslur tækju til allrar tannlæknaþjónustu fyrir skóla- börn á aldrinum 6-15 ára, og skyldi þessi áfangi hefjast 1. sept. 1974. Frá sama tima skyldi sveit- arfélögum skylt að greiða slikan kostnað að hálfu á móti sjúkra- tryggingum. I siðari áfanga eða frá 1. jan. s.l. skyldi hefjast greiðsla sjúkra- trygginga að hálfu á tannlækna- kostnaði fyrir 3-5 ára börn, 16 ára unglinga, elii- og örorkulifeyris- þega (75% örorkumat eða meira) og vanfærar konur. Um þessa flokka gilda að tvennu leyti aðrar reglur en 6-15 ára börn, þ.e. að hinir tryggðu skuli sjálfir bera kostnað sinn að hálfu, og að fyrir þá skal ekki greiða kostnað við gullfyllingar, krónu- eða brúar- gerð. \ Greiðsla fyrir tannlæknaþjón- ustu samkvæmt þessu er nú haf- in. Eftir 1. júli þurfa tannlækna- reikningar, sem óskast endur- greiddir að hálfu eða öllu, að vera á sérstökum eyðublöðum. Það er skilyrði fyrir skyldu (og heimild) trygginganna til um- ræddra greiðslna, að tannlækna- þjónustan sé samningsbundin, annað hvort á vegum heilsu- gæzlustöðva eða skipulagðra skólatannlækninga, —eða þá með samningum Tryggingastofnunar við tannlækna á stofum þeirra. — Með þvi að tannlæknaþjónusta er enn ekki veitt af heilsugæzlu- stöðvum og óviða með skipulögð- um skólatannlækningum, var samningsgerð við samtök tann- lækna óhjákvæmileg forsenda þess, að um greiðslu tannlækna- kostnaðar yrði að ræða. Samningar við Tannlæknafélag Islands tóku langan tima, en voru undirritaðir 19. april s.l. I samningum var það skilyrði, sem tryggingarnar urðu að sæta, að hverjum tannlækni skyldi frjálst, hvort hann gerðist aðili að samningnum eða ekki. Afleiðing af þvi, að tannlæknir velur að standa utan við samn- ingana er, að fyrir vinnu sliks tannlæknis greiða tryggingarnar ekki, þar sem þær eiga ekki kröfu til þess, aö hann vinni fyrir um- samið verð. Komið er nú fram, að svo til all- ir tannlæknar verða aðilar að samningnum, með þeirri undan- tekningu þó, að sérfræðingar i tannréttingum og tannlæknar, sem hjá þeim vinna, hafa kosið að standa utan við samninginn. Af þvi leiðir, þvi miður, að tryggingarnar geta ekki tekið þátt i kostnaði við tannréttingar, unnar af þessum sérfræðingum. — Ekkert er þó þvi til fyrirstöðu, aö tannréttingavinna, sem unnin kann að verða hjá almennum tannlæknum, sem aðilar hafa gerzt að samningnum, verði greidd. Sjúkrasamlögin greiði þá að hálfu og sveitarfélögin að hálfu, sé um 6-15 ára börn að ræða. Samningurinn áskilur enn fremur, að þeir, sem þjónustu fá, greiði tanniæknareikninga að fullu, og leiti siðar endurgreiðslu á þeim. Undantekning frá þessu gildir aðeins, þar sem sér- samningar eru um skólatann- lækningar, án greiðslu frá sjúkl- ingum. f þeim tilfellum greiða sjúkrasamlög þeim, sem skipu- leggur og kostar skólatannlækn- ingar. Þar sem öll skilyrði eru nú fyrir hendi og sjúkrasamlögum hafa verið sendar starfsreglur og nauðsynleg gögn, ákvað trygg- ingaráð á fundi, 27. maí 1975, að fela sjúkrasamlögum að hefja greiðslur tannlæknareikninga, bæði fyrir liðinn tima, þ.e. frá 1. sept. eða 1. jan., eftir þvi sem við á og áfram. Við framvisun tannlæknareikn- inga hjá sjúkrasamlagi, skal sýna sjúkrasamlagsskirteini, til sönn- unar rétti sínum til greiðslu i þvi samlagi. örorkulifeyrisþegar skulu, auk samlagsskirteinis, sýna sérstakt skirteini um rétt sinn sem örorkulifeyrisþegar. Skirteini þetta fæst hjá Trygg- ingastofnuninni eða umboðum hennar og er gert til þess að varð- veita i plastumslagi samlagsskir- teinis, læknisvottorð um þunga sinn og áætlaðan fæðingartima, eða fæðingarvottorð, ef reikningi er framvisað, eftir að konan er orðin léttari. Það skal að lokum tekið fram, að á þeim stöðum, þar sem um skipulagðar skólatannlækningar er að ræða, er gert ráð fyrir, að þeir árgangar skólafólks, sem tryggð er tannlæknishjálp hjá skólatannlækni, skuli halda sig að skólatannlækni og ekki fá endur- greiðslu vegna hjálpar hjá öðrum tannlæknum, nema skólatann- læknir votti, að hann komist ekki að i skólanum i tæka tið. Auglýst verður misserislega, hvaða árgangar eiga öruggan aðgang hjá skólatannlækni. Verður það gert fljótt hér i Reykjavik, en tannlæknastofur skólanna verða opnar i sumar. Þær eru i niu skólum (18 stólar), og tannlæknastofa verður tilbúin i tiunda skólanum i Reykjavik i haust. Skólatannlækningar eru einnig i Heilsuverndarstöðinni, fyrst og fremst fyrir nemendur þeirra skóla, sem ekki hafa eigin tannlæknastofur. Gerter ráð fyrir, að takmarkað verði, hversu titt menn geti fengið gervitennur með þátttöku trygg- _ inganna i kostnaði. — Þvi skal hver, sem óskar endurnýjunar gervitanna innan 3ja ára frá þvi að hann fékk þær (með þátttöku trygginganna), senda skriflega beiðni til trúnaðarlæknis Trygg- ingastofnunarinnar, ásamt vott- orði tannlæknis til rökstuðnings þörfinni. Nánari reglur um þetta atriði verða settar siðar. Eftirliti með tannlækna- reikningum verður hagað þannig, að trúnaðartannlæknir trygging- anna, sem skipaður verður, ber saman úrtak úr greiddum reikn- ingum við „tannkort” (dagbók) tannlæknis. Trúnaðarlækninum er skylt að boða komu sina til tannlæknisins. Tannlæknir skal hafa gögn um sjúklinga tiltæk i tvö ár eftir aðgerö, en honum er hvorki skylt né heimilt að láta þau af hendi. Aðalfundur Bygg ingafræðingafélags íslands NÝLEGA var aöalfundur Bygg- ingafræðingafélags tslands hald- inn. Leifur Blumenstein var end- urkjörinn formaður. Aðrir I stjórn félagsins eru Asmundur Olason varaformaður. Meðstjórnendur eru: Magnús Ingi Ingvarsson, Lúðvik Leoson, Trausti Leoson, Sveinn Þorvaldsson og Jón Kal- dal. Hópferðir á kaup stefnur, sýningar og ráðstefnur FERÐAMIÐSTÖÐIN hf. hefur tekiö upp þau nýmæli upp i dag- skrá sina að skipuleggja hópferð- ir, fyrirgreiðslu og aðra þjónustu á kaupstefnur, vörusýningar, ráðstefnur, o.s.frv. Nú stendur yfir undirbúningur aö bókasýningunni „Frankfurter Buchmesse”, sem haldin verður dagana 9.-14. október 1975, þar sem sýndar veröa nýjustu bækur og útgáfur á alþjóðlegum bóka- markaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.