Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 1
 TARPAULIN RISSKEMMUR 133. tbl. — Sunnudagur 15. júnil975—59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6-SÍMI (91)19460 Þrjár húsmæður og margra barna mæður starfa við þungavinnuvélar hjá Aðalverktökum Gefa færustu karlmönnum ekkert eftir... Hjördis: ánægð meft valtarann sinn. BH-AS-Rvík. — „Það er mun betra að vinna á þessum valtara en að sitja við einhver skrif- stofustörf eða sauma út." Þannig komst hún Hjördis Hjör- leifsdóttir að orði, þegar við hittum hana að máli suður á Keflavikurflugvelli um daginn, þar sem hún ók um á vinnutæk- inu sínu, 48 tonna valtara, og þótti ekkert sjálfsagðara, þvi að starfið væri alveg ágætt. Hjördis er ein af þrem konum, sem núna starfa hjá Aðalverk- tökum við akstur þungavinnu- véla og trukka, og þegar við hittum Grétu Sigurjónsdóttur, fannst henni ekkert sjálf- sagðara en aka 14 tonna trukk og vinna viðhann. Hún ók nefni- lega rútu í allt fyrrasumar, og kippir sér sannarlega ekki upp við að setjast við stýrið á svona farartæki. Allar þrjár eru þær búsettar i Keflavík, og i eftirvinnu annast þær heimili sin, þvi að samtals eru þær margra barna mæður. — Æ, ég er orðin hálf leið á þessu, sagði Rannveig Guð- mundsdóttir, þegar við heilsuðum upp á hana, þar sem hún sat i 14 tonna trukknum sin- um, og þegar við spurðum um ástæðuna, stóð ekki á henni: — Nú, ég vil komast á eitthvað stærra! Og það þarf ekki að spyrja að þvi, þegar blessað kvenfólkið tekur eitthvað að sér, þá er eng- inn timi til að masa, það verður að drifa verkið áfram. Og álits hafa þær aflað sér I starfinu, ekki að búast við öðru. Brynjólfur Brynij.ólfsson, yfir- verkstjóri véladeildar hjá Aðal- verktökum, átti góð orð þar um: — Þær gefa ekkert eftir færustu karlmönnum, sem ég hef haft á þessu sviði, þeas. i meðferð þungavinnutækja. Rannveig: Vill komast á citt hvað stærra. Gréta: Ók rútu i fyrrasumar. Samningar tókust £ gærmorgun milli BSEB og ríkisins og fá opinberir starfsmenn þær 53oo krónur, sem um samdist milli £SÍ og vinnuveitenda. Þá er verkfalli mjólkurfræðinga lokið þar sem samningar milli þeirra og mjólkursamsalanna voru einnig undirritaðir í gærmorgun . Þá er kjaradeilu flugmanna og Plugleiða lokið, ogvoru samningar undirritaðir í gærmorgun. Samlcomulag hefur ekki náðst ennþá millí Alþýðu- sambands Norðurlands og vinnu- veitenda, en það samband hefur umhoð fyrir lo fálög. Efckert markvert.er að fre'tta af togara- deilunni. t tilefni þess þrekvirkis, er islenzkir knattspyrnumenn unnu sigur á vlðfrægri afrekaþjóð á þvf sviði, Austur-Þjóðverjum, bauð menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, til kvöldverðar i ráðherrabústaðnum sl. föstudagskvöld. Voru þar mættir þeir, sem landsliðið skipuðu i þessum ánægjulega leik, og staddir eru hér á landi, ásamt konum siiuim, og einnig stjórn Knattspyrnusam- bands ÍsIands.Var þar góður mannfagnaður, enda menntamálaráðherra áhugasamur um knatt- spyrnu eins og aðra menningarlega skemmtan.Þessa Timamynd tók Gunnar þegar menntamála- ráðherra ávarpaði samkomugesti að kvöldverðinum loknum. Konungur þakkar Á heimleið yfir Norður Atlantshaf sendi ég forseta Islands og ís- lenzku þjóðinni hlýjar þakkir fyrir stórfeng- lega gestrisni og mikla vinsemd, sem ég varð aðnjótandi í heimsókn minni til islands. Carl Gustaf. jm ^ ^ «^ ^ „Við fóum inn fólk sem ekki ræður við menntaskólanámið" ------------------ 40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.