Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 7 Trygve Simen- sen (i miðju) ásamt gestgjöf- um sinum , Magnúsi Páls- syni og frú Sig- riði Toft. Timamynd Röbert. Norskur skólo maður gistir ísland UNDANFARNAR VIKUR hef- ur dvalizt hér á landi norskur skólamaður, Trygve Simensen að nafni. Hann er kennari við lýðhá- skólann að Sund á Inderey i Noregi, og kennir þar norsku, leiklistarsögu og fleiri greinar en auk þess er hann sérfræðingur i þjóðdönsum. Trygve Simensen kom hingað til lands 21. marz siðastliöinn og hefurferðazt um nær allt Island á þessum tima, en „fasti punktur- inn” I tilveru hans hér — og það biður hann um að sé tekið fram — hefur verið hjá hjónunum Magnúsi Pálssyni skrifstofu- stjóra og Sigrid Toft I Alftamýri 34 , Reykjavik. Þarna, heima hjá Magnúsi og Sigrid hitti blaðamaður Timans Trygve að máli um daginn og fékk að leggja fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði greiðlega. — Hvenær vaknaði áhugi á ís- landi hjá þér, Trygve? — Þegar ég hafði lokið prófi frá norskum kennaraháskóla á sin- um tima, fór ég að lesa norskar bókmenntir og norskt fornmál. Þá fór mig strax að langa til þess að heyra talaða islenzku og jafn framt að vita, hvort ég gæti ekki' náð einhverju valdi á henni. Nú er ég búinn að vera hér á íslandi' siðan 21. marz, og er kominn það áleiðis, að ég skil flest sem þið segið, þótt mér finnist ég litið geta talað málið. Ég fékk styrk frá norska rikinu til að komast hingað, en hann er ekki nema rétt fyrir farinu. Auk þess fékk ég sex vikna fri á launum, en ég gat drýgt timann hér með þvi að leggja páskafriið mitt við þessar sex vikur. — Og þú hefur ferðazt mikið um landiö siðustu vikurnar? — Já, já, ég hef reynt að koma eins viöa og ég hef getað. I fyrsta lagi lék mér hugur á að koma i Skálholt, þvi að þar er eini lýöhá- skólinn á tslandi. Þar var ég i viku. Síðan kom ég i Laugarvatn og viöar um Suðurland, að ógleymdum sjálfum Vestmanna- eyjum. — Hvernig verkaði það á þig að koma til Eyja? — Satt að segja var ég undrandi á þeim dugnaði og kjarki, sem Vestmannaeyingar hafa sýnt. Ég gat ekki betur séð, en að fólkið hefði byggt hús sin að nýju og sezt að á heitu hrauninu, svo að segja nýrunnu. — En svo fórst þú viðar um landið? — Já, ég held nú það. Ég fór um Austurland, kom á Reyðarfjörö Eskifjörð, Egilsstaði og Hallormsstað. Á Eiðum var ég i tvo daga. Á alla þessa staði fannst mér ágætt að koma, og Hallorms- staður hreif mig mjög. Frá Egils- stöðum fór ég með flugvél til Akureyrar, þar sem ég meðal annars heimsótti menntaskólann. Svo fór ég til Dalvikur, gisti þar tvær nætur, og fór þaðan til Ólafs- fjarðar. Frá Ólafsfirði ætlaði ég að fljúga til tsafjarðar, en varð að hætta viö. Það var ekki flogið sök- um hvassviðris. Þá tók ég m.s. Heklu og fór með henni til tsafjarðar I hrið og tiu vindstig- um. — Ég verð að skjóta þvi inn, sjálfum mér til hróss, að ég var ekki neitt sjóveikur, þrátt fyrir þetta veður. A meðan ég var á tsafirði hugðist ég fara til Vigur með bátnum Fagranes, sem er i förum á þessum slóðum, en við urðum að snúa við, þvi ólendandi var i Vigur fyrir stormi og sjó- gangi. A leiðinni til Isaíjarðar var veðrið mjög vont, báturinn stóðst sjóinn verr en Hekla — og nú varö ég sjóveikur! Frá Isafirði fór ég með Tungu- fossi til Reykjavikur. Það mátti samt ekki tæpara standa að ég næði honum, því að ég hljóp um borð, — I stormi og hrlð, rétt áður en þeir leystu landfestar. Við komum til Reykjavikur eftir hálfs annars dags siglingu. — Hvað hefur þú svo aðallega verið að kynna þér þennan tima á tslandi? — Ég kom hingaö til þess að kynna mér daglegt lif fólks til sjávar og sveita. Mig langaði llka til þess að kynnast islenzkum skólamálum og móðurmáls- kennslunni sér I lagi. Auðvitaö er ekki hægt að komast til botns i öllu þessu á fáeinum vikum, en margt hef ég þó séð og heyrt á þessum tima. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum i Skálholti, Laugar- vatni né á Akureyri, þótt sjálfsagt hafi ég séö það sem þar fór fram með gests augum. t sjávarþorp- unum þar sem ég kom sá ég sjó- menn koma að með afla, og á sveitaheimilum og i skólum sá ég ofið. Mér hefur fundizt athyglisvert, hve íslendingar eru miklu háðari náttúrunni, einkum veðrinu, heldur en ég hef átt að venjast i minum heimahögum i Suður- Noregi. Mig furðaði nokkuð á þvi, hve menn hér virðast þolinmóðir að laga sig eftir veðráttunni, eiginlega er það náttúran sem ræður ferðinni, hvað allar fram- kvæmdir snertir og athafnir manna á sjó og landi. Ef ég ber lifið i Reykjavik, saman við norskt þjóðlif, finnst mér munurinn ekki áberandi, það er ekki fyrr en kemur út á lands- byggðina, sem hann kemur I ljós, — en þá er hann líka mikill. Og þessi munur finnst mér mest koma fram I þessu, sem ég nefndi áðan, hversu mjög tslendingar hafa lært að laga sig eftir veður- fari og annarri náttúru lands sins. Þá fannst mér sérlega athyglis- vert, hve byggingarhættir virðast frjálslegri en i Noregi. Hér mega menn mála húsin sin i hvaða lit- um sem þeir vilja, en i Noregi eru menn mjög bundnir af skipulág- inu. — En hvað um hina þjóðlegu geymd, sem svo oft er talað um? — Satt að segja finnst mér meiri fastheidni við gamlar venj- ur og gamlan tima I Noregi en hér á tslandi. Þetta er lika að mörgu leyti eðlilegt. Velferðar — og tækniþjóðfélag nútimans steypt- ist yfir Island eins og holskefla, en i Noregi gekk þetta miklu hægar yfir, og þvi vannst meira ráörúm þar til þess að vernda gamla timann. — Hvernig finnst þér svo ferðin hingað hafa verið, þegar þú litur um öxl, og ert senn á förum? — Þetta hefur verið mikill dýrðartimi. Ég hef feröazt hér um á landi, sjó og I lofti, og skemmt mér konunglega. Fólkið er sérlega hjálpsamt og vingjarn- legt, — sama hvar komið er. — Þú værir þá ekkert á móti þvi að koma hingaö aftur? — Nei, síður en svo. Ég vildi gjarna koma hingað aftur eftir tvö ár eða svo, ferðast þá sama hringinn og núna og vita, hvort ég hitti ekki aftur sama greiðuga og eiskulega fólkið sem á vegi min- um varð i þessari ferð. o Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA í dag! SKODA KR. IOO 645.000.- Verð til öryrkja 470 000- SKODA KR. IIOL 684.000.- Verö til öryrkja 503.000.- SKODAm* Aflfl iiols722.000.- Veró til öryrkja 535.000.- Skoda 100/110 eru meðal alhagkvæmustu bifreiða í rekstri. í nýafstaðinni sparaksturskeppni hafnaði Skoda 110L í öðru sæti í sínum flokki 1100—1300 cc. með aðeins 4,6 lítra meðalbensíneyðslu ó 100 km. Um varahlutaþ|ónustu okkar nægir að segja hcíjia „fróbæra". Hún rís vel undir því. TEKKNESKA BIFREIDA UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E Auðbrekku 44-46, Kópavogi - Simi 42600 BILAVARA- ^ HLUTIR N0TAÐIR VARAHLUTiR I FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLA Ódýrt: vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Hötðatúni 10, slmi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. öxlar lieutugir i artanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fi. —vs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.