Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. júni X975 TÍMINN 11 Ford LN-8000 vöruflutningabifreiö. Nokkrar bifreiöar likar þessari eru nú i notkun hér á landi. F-8E Crusader frá bandariska fiotanum. Múdeliö hlaut veröiaun sem hiö bezta á landskeppni IPMS, 1975. Phantom-þota frá varnarliöinu á Keflavikurflugvelli. Módeliö er um 20 sm á lengd. Merki 57. flugsveitarinnar á stélinu (Svarti riddarinn), er handmálaö. CROWN trukka og annað slikt, sem notað hefur verið i hernaði. Þessi áhrif eru auðvitað komin hingað erlendis frá, þvi að ekki höfum við haft af notkun þessara tækja að segja, sem betur fer, en sann- leikurinn er sá, að á þessu sviði er úrvalið einmitt mikið, ekki sizt þegar kemur til skriðdrekanna, og óneitanlega finnst mörgum gaman að spreyta sig á þvi að búa til eftirmyndir af þessum mjög svo óþörfu tækjum. Þeir, sem þessa smiði stunda, reyna þá gjama að sýna á tækjunum beyglur, mold og önnur óhrein- indi, eins og þau hefðu verið i notkun, en vilja umfram allt ekki að svo liti út, sem farartækið hafi verið að koma beint úr verksmiðjunni. En þegar stærðarhlutföllin eru eins og ég var að lýsa hér að framan, þá er einmitt mjög mikill vandi að sýna beyglur, óhreinindi og annað slikt og láta það lita eðlilega út. Það þarf enginn að halda, að smiður- inn velti smiðisgrip sinum upp úr forinni, þegar hann hefur lokið við hana. Nei, ónei. Það er smiðin sjálf sem verður að túlka útlit hlutarins, eins og módelsmiður- inn hugsar sér hann, kannski eftir margra ára notkun. — Nú er öll hermennska okkur islendingum framandi sem betur fer, og mörgum munu þykja slik- ar fyrirmyndir óhugnanlegar. Hvers vegna heldur þú að módel- smiðir leiti á þessar slóðir? — Satt að segja veit ég ekki, hvers vegna menn smiða fremur eftirlikingu af skriðdreka en ein- hverju öðru, svo dæmi sé nefnt. En hvað flugvélarnar snertir, þá er það staðreynd, að þar eru her- flugvélar langalgengustu fyrir- myndirnar, og það á sér ákveðnar orsakir. Efniviður okkar — flugvéla- módelin, sem framleidd eru er- lendis — eru aðlangmestum hluta herflugvélar. Þar er úrvalið hvað stærð og gerð snertir fjölskrúðug- ast, og siðast en ekki sizt, er miklu auðveldara að nálgast þær fyrirmyndir en aðrar. Það er ekki neitt teljandi vandamál að búa til likan af eir.hverri islenzkri farþegaflugvél, svo dæmi sé tek- ið, — þangað til að þvi kemur að búa til einkennisstafina. Að smiða þá hnifjafna að stærð og i eðlileg- um hlutföllum, þegar stærðar- munur fyrirmyndar og eftirlik- ingar er svona mikill, má næstum heita ógerningur. Og við viljum heldur að verkið sé óunnið en að það sé þannig af hendi leyst, að enginn megi vel við una. — En er þessi vandi eitthvað minni þegar um herflugvélar er að ræða? — Já, oft er það. Merkin á her- flugvélunum eru oft óregluleg, jafnvel gerð af hermönnunum sjálfum. Og þó að nákvæmni okk- ar i eftirlikingu af slikum hlutum sé ekki alveg 100% í hlutföllunum einn á móti sjötiu og tveimur, þá sér það enginn. En á reglulegum stöfum, sem eru alltaf og alls staðar eins, sést þetta strax. Safngripir en ekki leik- föng — Seljið þið svo þessa gripi, þegar þið hafið lokið smiöi þcirra? — Nei. Við erum fyrst og fremst að þessu fyrir sjálfa okk- ur, til þess að eiga hlutina. Þetta er nokkurs konar söfnunarárátta. Sumir ganga svo langt að safna ósamansettum módelum og hitt þekkist líka, að menn sitja og hugsa sér, hvað þeir ætli að gera við módelin sin, — en setja þau al- drei saman. Þeim má likja við vfnsafnara, (þótt varan sé ólik!), sem safna ótal tegl. af hinum dýrustu vinum, en tima aldrei að opna neina flöskuna. Fyrr en var- ir verður safn þeirra mjög verðmætt að krónutali, en þeir tima hvorki að bragða á kræsing- unum né láta nokkuð af þeim frá sér. Fæstir frimerkjasafnarar tima heldur að selja af safninu sinu, næstum hversu áuralausir sem þeir eru. Módelsmiði og c>® bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.885,- Car 300 kr. 11.495,- Csc 702 kr'. 21.800,- bilaviðtæki stereo, með kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari með kassettutæki. Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. isetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæði. Sólheimum 35, simi 33550. Skiphoiti 19, simi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.