Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Einn af þekktustu félögum i samtökunum er lrinn Christy Brown. Hann er 43 ára og hef- ur verið lamaður á höndum og fótum frá fæðingu. Christy málar með vinstra fæti. Hann er einnig þekktur rithöfundur og bók hans „Vinstri fótur minn” hefur verið gefin út á mörgum tungumálum. Christy Brówn leggur einnig stund á tónlist og skrifar fyrir leikhús. Dr. Stegmann meitlar einnig myndir i stein incð munnin- um. Höggmynd eftir dr. Steg- Einmanalegt landslag eftir Clayton Turner Kaliforniu- búa, sem málar með munnin- ' um. SJ—Reykjavik. t þessum mánuði kemur dr. Erich Arnulf Stegmann i heimsókn til íslands, en hann er stofn- andi heimssamtaka fatlaðra listamanna, sem skapa mynd- listarverk með munni eða fót- um, þar sem þeir eru handar- vana. Listamenn i 29 löndum eru I samtökum þessum, sem voru stofnuð 1956 i Liechten- stein. Gerð eru kort,dagatals- myndir og fleira eftir lista- verkum félagsmanna og seld og sjá þeir sér farborða með þessum hætti. Frummyndin er áfram eign listamannsins, og getur hann selt hana á þvi verði sem hann kýs. Ekki er okkur kunnugt um að handar- vana fólk hér á landi stundi myndlistmeð þessum hætti,en koma dr. Stegmanns kann að vekja áhuga á þá átt. Ætlunin er að kort með myndum af listaverkum þessara fötluðu listamanna verði til sölu hér framvegis. Það hefur verið markmið dr. Stegmanns að aðstoða aðra, sem eiga við svipaða fötlun að búa og hann sjálftir, til að öðlast sjálfstraust og kjark til að verða skapandi listamenn og vera óháðir rikisframfærslu til þess að geta séð sér farborða. Dr. Stegmann fékk lömunarveiki þriggja ára gamall. Hann er Þjóðverji. Lærði ungur að teikna og mála með munninum og er nú viðurkenndur listamaður viða um heim. Hann kynnir sam- tökin hér á landi með þvi að sýna hvernig hann málar og svara spurningum um starf- semi samtakanna. VIKU SUMARLEYFI FYRIR VIÐRÁÐANLEGT Sértilboð Hótel Eddu Á Eddu-hótelum bjóðast yður nú kostakjör, ef þér ferðist um landið í minnst viku! Dveljið á einu eða fleiri Eddu-hótelum í ferðinni: Gisting (í 2ja manna herb.) í 7 nætur ásamt morgunverði og kvöldverði: Kr. 13.300.00 á mann Hver viðbótarnótt : — 1.900.00- — Gisting (í svefnpokaplássi) í 7 nætur ásamt morgunverði og kvöldverðiKr. 10.080.00 á mann Hver viðbótarnótt : — 1.440.00 - — Verulegur afsláttur er veittur fyrir börn, er gista í herbergi með foreldrum. Til að geta notið þessara kostakjara verðið þér að panta og greiða allt fyrirfram, áður en lagt er af stað í ferðina. Við pöntun greiðast kr. 2.500.00, en afgangurinn í síðasta lagi 2 dögum áður en ferðin hefst. Allar nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu Ferðaskrifstofu ríkisins að Reykjanesbraut 6, eða í símum (91) 1-15-40 og 2-58-55. FERÐASKRIFSTOFA RfKISINS VERÐ Listaverk handarvana fólks kynnt hér á landi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.