Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 15 Bygging viðlagasjóðshúsanna hreint undur segir byggingafræðingurinn, sem hafði umsjón með uppsetningu finnsku húsanna Svo sem alþjóð er kunnugt lét Viðlagasjóður reisa 550 timburhús i tuttugu byggðarlögum hér á landi á árinu 1973 til 1974. Astæðan er öllum kunn, — eftir náttúruhamfarirnar i Vestmannaeyjum i ársbyrjun 1973, stóð fjöldi fólks uppi húsnæðislaus, og mikil þörf var skjótra úrbóta. A einu ári var reistur ibúðafjöldi, sem svarar til fjögurra eða fimm ára fram- leiðslu Framkvæmdanefndar byggingaáætiana. Að þessu starfi unnu verktakar frá öllum hinum Norðurlöndunum. Þessi fram- kvæmd — að reisa svo mörg hús dreift um landið vegna náttúru- hamfara — er einstæð, og þvi hafði Timinn hug á að forvitnast um afstöðu og áiit þeirra erlendu aðiia, sem að smiðinni stóðu. Fyrir skemmstu var staddur hér á landi finnski byggingafræðing- urinn Kenneth Schröder — sem hafði yfirumsjón með byggingu finnsk-viðlagasjóðshúsanna — og átti þá Tíminn við hann stutt viðtal. Kenneth Schröder er starfs- maður stærsta útflutningsfyrir- tækis Finna, ENSO-GUTZEIT OSAKEYHTIÖ, sem hefur geysi- leg umsvif í heimalandi sínu. Starfsemi sina rekur það á tiu stöðum viðs vegar um landið, en aðalstöðvarnar eru i höfuð- borginni Helsinki. Um 17.000 manns starfa hhá fyrirtækinu, og u þ.b. 7% af ' heildarútflutningi frá Finnlandi eru á vegum þess. Þótt á vegum þessa stóra fyrir- tækis séu byggðar um 1.000 ibuðir á ári hverju, er það aðeins litill hlekkur i allri starfseminni. í verksmiðjum viðs vegar um landið eru framleiddar alls kyns vörutegundir. Þeirra mikilvæg- astar eru trjávörur ýmiss konar — pappir, pappi, sellulósi, o. fl., en hin siðari ár hefur framleiðsla á sviði málmiðnaðar farið hraðvaxandi. Þá má geta þess, að fyrirtækið á stóran verzlunarflota með yfir tuttugu skipum, og jafn- framt er stærsta bilaferja Finnlands i þess eigu. Fyrirtækið er rekið sem hlutafélag, en lang- stærstur hluti þess — eða rösk 90% — er i eigu finnska rfkisins. Viðmælandi okkar, Kenneth Schröder, hefur haft yfirumsjón með mörgum þeim bygginga- framkvæmdum fyrirtækisins, sem unnar hafa verið á erlendri grund. Hann er formaður i félagi byggingafræðinga i Helsinki, en þau félagssamtök eru hin virt- ustu, bæði i heimalandinu og utan þess. M.a. gefa þau út þekkta verkfræðihandbók (Byggnads Kalender), sem verkfræðingar nágrannalandanna nota mikið. Eins og fyrr segir, hafði Kenneth á árunum 1973 til 1974 yfirumsjón með uppsetningu finnsku viðlagasjóðshúsanna og bar ábyrgð á verkinu, bæði hvað snerti efnahagslegu og tæknilegu hliðina. 35einbýlishús voru reist i Garðahreppi og 33 fbúðir i 8 raðhúsum i Mosfellssveit. Við skulum nú láta Kenneth lýsa fyrir okkur nánari atvikum. — Það var hinn 16. mai 1973, sem samningar um kaup Viðlagasjóðs á húsunum voru undirritaðir, og okkur var strax ljóst, að kappkosta þyrfti að koma húsun- um upp hið bráðasta. Við brugðum lika skjótt við og gerð- um allt, sem i okkar valdi stóð, til að hraða undirbúningi, enda stefnt að þvi að flytja mætti i öll húsin innan árs frá þvi að samningar voru undirritaðir. Hingað til lands höfðu öll húsin, sem reist voru i Mosfellssveit, borizt þann 26. ágúst, en siðustu húsin I Garðahrepp komu i byrjun október. Þegar ég athugaði aðstæður hér i júnimánuði, fannst mér næstum útilokað , að takast mætti að hafa grunnana, sem islenzkir aðilar sáu um, tilbúna á réttum tima. Þess ber aðgeta,að við Finnarnir vorum siðastir i röð þeirra er- lendu verktaka, sem hingað komu, og okkar lóðir áttu lengst I land. Þær voru bara móar — engar götur — engin holræsi — ekkert rafmagn — og við sjálft lá, að okkur féllust heldur þegar i upphafi. En þeir Islenzku verk- fræðingar —og vil ég þá sérstak- lega nefna Guðmund G. Þórarinsson — sem sáu um skipu- lagningu verksins, unnu sitt verk af stakri prýði, og sjaldan hef ég orðið vitni, að jafngóðri skipu- lagningu. Það gefur auga leið, að sveitar- félög eiga ekki auðvelt með að taka inn á framkvæmdaáætlun, svo til undirbúningslaust, þann fjölda ibúða, sem þarna var um að ræða. Venjulega er allt slikt skipulagt fram i timann, ásamt gatna- og holræsagerð, raflögn- um o. fl. Það var þvi fyllilega eölilegt, að svona væri umhorfs, þegar okkar verk hófst, en eigi að siður fylgdu þvi mjög miklir byrjunarörðugleikar, að allt þetta þyrfti að vinnast á sama tima og unnið var að byggingu húsanna sjálfra. En þeir voru lika margir aðrir öröugleikarnir, sem mættu okkur. Þó held ég, að hin gifur- lega þensla, sem einkenndi Is- lenzkt atvinnulif á þessum tima, hafi orðið okkur stærstur Þrándur I Götu. Illmögulegt var að fá verkafólk til starfa, þvl að allir höfðu nóg á sinni könnu, og þyrftum við á einhverjum stór- virkum vinnuvélum að halda aukalega, tók ekki betra við, þvi að yfirleitt voru allar slíkar uppteknar. M.a.s. virtust veður- guðirnir leggja sig alla fram um aö tefja framgang verksins, þvi að i septembermánuði 1973 gerði afspyrnuveður, sem olli töluverð- um skemmdum á mannvirkjum, og auðvitað varð það ekki til að flýta fyrir. Alla þessa erfiðleika tókst þó að leysa með sameigin- legu átaki og góðu skipulagi, og ég tel þetta eitt hið bezta dæmi um samvinnu Norðurlandanna i verki. Bygging þessara 550 viðlaga- sjóöshúsa er sennilega stærsta verkefnið, sem Norðurlöndin hafa leyst af hendi i sameiningu — á friðartimum a.m.k. Náin sam- vinna var með öllum þjóðunum, þ.e. Norðmönnum, Svium, Finn- um og Dönum, en þvi er ekki að neita, aðoft gatorðið næsta erfitt, að svona margir aðilar þurftu jafnhliða að vinna að ýmsum mismunandi verkefnum á þeim stutta tima, sem við höfðum til umráða. I upphafi endurspegluðust erfiðleikarnir nokkuð meðal finnsku verkamannanna, en þeim gekk þó furðuvel að aðlagast þessum erfiðu aðstæðum, og hópurinn var afar samstilltur. Þegar flest var við starfið, voru hér 40 finnskir starfsmenn, auk 20 Islenzkra, en alls munu um 70 Finnar hafa komið hingað til lands í tengslum við þetta starf. Þrátt fyrir alla erfiðleikana, sem við þurftum að yfirstiga, varð reynslan hér á landi okkur mjög dýrmæt.Við lærðum mjög mikið á þessu, þvi að það var einstakt, að skipuleggja þurfi framkvæmdir i jafnmiklu snar- hasti og þarna var. Auk þess varð starfiö hér til að treysta bönd Finna og Islendinga, og vist er, að tsland er orðið okkur, sem hér störfuðum, einkar kært og hjart- fólgið. Ekkert minna en undur Það er blessunarlegt, að svo vel skyldi takast til, að gosið i Eyjum stöðvaðist mun fyrr en nokkur hafði þorað að vona, og þorri Eyjaskeggja gat flutzt til sins heima löngu fyrr en búizt hafði veriö við. En þótt svo atvikaðist, að Vestmannaeyingar sjálfir notuðu ekki nema litinn hluta þeirra húsa, sem reist voru á meginlandinu, tel ég tvimæla- laust, að hyggilegt hafi verið aö reisa hús, fyrir þá peninga, sem til umráða voru. I þeirri verðbólgu, sem hér rikir er skyn- samlegra að veita peningunum til fasteignakaupa en nokkurs annars hlutar, og með engu öðru móti bera þeir jafnmikinn arð. Auk þess er mér óhætt að fullyrða, að húsin hafi yfirleitt reynzt einkar vel og ibúar þeirra verið hinir ánægðustu. Húsin eru svo vel einangruð, að hitunar- kostnaður er meira en þriðjungi lægri en i venjulegum steinhús- um, og þar fyrir utan virðist sem tslendingum falli vel að búa i nýtízkulegum timburhúsum eins og þessum. Ég held, að þorri íslendinga geri sér ekki grein fyrir, hversu mikið afrek það var að reisa þessi hús á svona skömmum tima, og hve skipulagningin af hálfu is- lenzkra aðiija var til mikillar fyrirmyndar. Ég fullyrði, að það sem hér var gert, væri ekki unnt að endurtaka á neinu hinna' Norðurlandanna. Þeir menn heima i Finnlandi, sem ég hef skýrt frá starfinu hér-, fást varla til að trúa, að þetta hafi raunverulega gerzt. Núna er ég einmitt að undirbúa tvær blaða- greinar um þessa reynslu mina hér, önnur er fyrir finnskt blað en hin er fyrir sænskt. Yfirskrift beggja greinanna verður „Byggingarundrið á tslandi”,. enda tel ég að það sé alls ekki of sterkt til orða tekið, — þvi að það var í rauninni undur, að takast mætti að skipuleggja og fram- kvæma svona mikið verkefni á Kenneth Schörder. þetta stuttum tima og það án þess, að nokkur timi gæfist til undirbúnmgs. -HJ. EIR-ROR Nú stóraukum við úrvalið í leðurhúsgögnum. Þér getið valið úr a. m. k. 4 gerðum og 5 litum af sófasettum og stakir leðurstólar eru fyrirliggjandi í miklu úrvali, íslenzkir, norskir eða belgískir. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Nýja leðurdeildin er á 3ju hæð og þangað bjóðum við öllum þeim að koma, sem eru að leita að vandaðri og góðri vöru. 1/8" 3 1/16" 1/4 " 5/16" 7/16" 1/2" FITTINGS Gott úrval POSTSENDUAA UM ALLT LAND Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt SIMI 84450 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.