Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 21 „MENN KUSU AÐ VINNA SAMAN" Þaö vakti óneitanlega talsveröa athygli á aöalfundi Sambands is- ienzkra samvinnufélaga, sem haldinn var á dögunum i Bifröst i Borgarfiröi, þegar Jakob Fri- mannsson boöaði i ræðu sinni, aö hann haföi I hyggju að láta af for- mennsku i stjórn SIS, en hann haföi setið i stjórninni áratugum saman, og seinast sem formaöur um margra ára skeiö. Aö visu er þaö ekki einsdæmi aö menn fækki störfum, þegar aldurinn færist yfir þá. Jakob er nú 75 ára, og svo tengt er nafn hans samvinnuhreyfingunni, aö menn hugleiddu ekki breytingar, hvað þá annað, en viö þetta sat, og var Eysteinn Jónsson fv. ráö- herra kjörinn formaður SIS á hin- um sama fundi. Á aðalfundinum i Bifröst var ráðgert að ná tali af Jakobi fyrir blaðið, en þar eð menn áttu i önn- um við fundastörf, og þá ekki sizt formaðurinn, varð þvi ekki við komið þá, og þvi lögðum við leið okkar til hans norður á Akureyri til þess að fá umrætt vif^tal fyrir blaðið. Það var auðsótt og við lögðum á brekkuna einn sunnu- dagsmorgun, upp gilið, og regn- þvegin jörðin ilmaði þekkilega i uppstyttunni. Jakob var úti i garði, þegar við komum, i vor- verkum, þvi nú var sumanið aö koma i sjötugasta og fimmta sinn. Við gengum til stofu, og fyrsta spurningin hljóðaði svo: Byrjaði í „búðinni" hjá Haraldi Björnssyni leikara — Hvenær komst þú fyrst til starfa hjá KEA? — Það mun hafa verið þegar ég kom út úr Verzlunarskólanum ár- ið 1918. Ég fæddist hér á Akureyri árið 1899 og lauk hér gagnfræða- prófi, en fór siðan i Verzlunar- skólann. Kaupfélagsstjóri var þá Hallgrimur Kristinsson, en Sigurður bróðir hans, siðar for- stjóri SIS, gegndi starfinu fyrir hann um þetta leyti. Ég byrjaði sem búðarþjónn i „búðinni”, sem kölluð var, og minn „búðarsjeff” var Haraldur Björnsson, sem siðar varð frægur leikari. Haraldur var búðarstjóri, eins og það var nefnt þá, en það var mikið trúnaðarstarf. Hann lét skömmu siðar af þvi og fór utan, árið 1924, og hóf nám við konung- lega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Það varð siðan upphafið að löng- um og merkum leikferli hans, eins og flestir vita. „Búðin” var þá til húsa i húsi þvi er stendur andspænis Hótel KEA, hinum megin við Hafnar- Vann í I »11 ,,buoinni , þegar Haraldur Björnsson leikari var „búðarsjeff" hjá KEA stræti. Þar var öll verzlunin þá, að undantekinni kornvöru, en hún var afgreidd i pakkhúsinu, sem var rétt norð vestan við búðina, og stendur raunar enn. Meö Vilhjálmi Þór — Var Vilhjálmur Þór ekki byrjaöur hjá KEA þá? — Jú, hann var þarna þá. Við vorum jafnaldrar, en hann byrj- aði hjá kaupfélaginu, þegar hann var 12 ára gamall. Vilhjálmur var um þetta leyti fulltrúi kaup- félagsstjórans, og þegar Hall- grimur Kristinsson dó árið 1923 og Sigurður Kristinsson, bróðir hans, tók við forstjórastarfinu i SÍS eftir hann, þá varð Vilhjálm- ur kaupfélagsstjóri KEA. Nú, ég var þarna i búðinni, en siðar var ég gerður að skrifstofu- stjóra. Þegar Vilhjálmur tók við kaupfélaginu, varð ég svo fulltrúi hans, og sá þá m.a. um öll inn- kaup fyrir félagið og fleira, er þvi starfi fylgir. Þetta var mikið starf, þvi kaup- félagið keypti mikið af vörum beint frá framleiðendum ytra, til þess að fá sem bezt viðskiptakjör. — Hvenær varöst þú svo kaup- félagsstjóri? — Ég tók við kaupgfélaginu eft- ir Vilhjálm Þór. Hann fór vestur til Bandarikjanna árið 1938 til þess að annast um deild Islands i heimssýningunni miklu, sem haldin var árið 1939 i New York. Ég tók við kaupfélaginu i fjarveru hans og var settur kaupfélags- stjóri, en þegar útséð var um að hann kæmi aftur til starfa hjá KEA, þá tók ég við að fullu og var skipaður i starfið árið 1940, frá 1. janúar það ár. Þessu starfi gegndi ég svo þar til ég skilaði af mér árið 1971. Seldi brennivín úr tunnum — Hvernig var verzlunin á Akureyri, um þaö leyti sem þú byrjar verzlunarstörf? — Þar var kaupfélagið, og svo voru margar kaupmannsverzlan- irhér lika. Ég byrjaði strák- ur sem búðarmaður hjá Jakob Havsteen, föður Júliusar heitins Havsteen sýslumanns og afa Jó- hanns Hafstein, frv. forsætisráð- herra. Hann var alltaf góður við mig, gamli maðurinn, og þar seldi ég brennivin af tunnu auk annars, óg er mér nær að halda að ég sé eini núlifandi Islendingur-' inn, sem hefur haft þann starfa með höndum. Ég var hjá Havsteen gamla tvö sumur og eitt sumar i annarri stórri verzlun hér á Akureyri, verzlun Snorra Jónssonar, en sið- an fór ég til kaupfélagsins.Þessar gömlu kaupmannsverzlanir höfðu sinn stil, hvað sem allri viðskipta- pólitik lföur og Eyfirðingar meta góða þjónustu i verzlun að verð- leikum. Mestu munaði þegar bændur fengu dag- iegar tekjur af mjólk — Hvenær kemst sú skipan á KEA, sem félagiö býr viö nú? — Það er mjög snemma. 1 raun og veru er þó erfitt að timasetja þetta nákvæmlega, þvi að upp- bygging félagsins hefur orðið á mjög mörgum áratugum, og hef- ur verið nær samfelld. Þó hefur stofnun Mjólkursamlags KEA liklega skipt mestum sköpum, en það var 1928. Jónas Kristjánsson hafði þá nýlega lokið prófum i mjólkurfræði, og tók að sér rekst- ur samlagsins. Þetta hafði geysi- leg áhrif, þvi að nú voru bændur i sveitum komnir með daglegar tekjur, en það hafði aldrei verið áður. Einnig voru kaupin á ullarverksmiðjunni Gefjun á sinum tima mverkilegur viðburð- ur i samvinnustarfinu á Akureyri. Vilhjálmur Þór, sem átti sæti i Sambandsstjórninni, beitti sér fyrir þvi að Sambandið keypti verksmiðjuna, sem var i veruleg- um rekstrarörðugleikum. Þessi verksmiðjuiðnaður SIS er undir- staða þeirrar iðnþróunar, sem siðar varð á Akureyri, og átti sinn þátt i peningaveltunni i bænum og nágrenni hans. KEA of stórt? — Það er stundum rætt um að KEA sé „of stórt” Stefnduð þið aö algjörri einokun? — Nei öðru nær. Auðvitað varð fyrirtækið snemma stórt, en ástæðan til þess var sú — fyrst og fremst — að þarna var og er gott að verzla.Þá sögu má rekja langt aftur, allt til gömlu búðarinnar. Með tilkomu verzlunarhússins, sem reist var 1929, varð veruleg aukning á viðskiptum. Þetta var stórverzlun, sem hafði upp á að bjóða mikið vöruúrval og hag- stætt verð. KEA varð þvi stórt fyrst og fremst af þvi að menn töldu sér hag i að verzla þar. Við höfðum sömu stefnu alla tið vöruverð var svipað og hjá kaup- mönnum, en við greiddum við- skiptamönnum arð á hverju ári 6- 10% og það munaði um minna. Heimilin sáu sér auðvitað hag i þvi að verzla við KEA. Stofnsjóð- ur félagsins jókst hröðum skref- Gömul kaupmannsverzlun á Akureyri, (myndin liklega frá árinu 1910).Jakob Frimannsson hóf verzlunarstörf I kaupmannsverzlun á Akur- eyri, þegar hann var unglingur og seldi þá m.a. brennivfn af tunnum. Rætt við Jakob Frímannsson, fyrrum framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga, sem nú lætur af starfi sem stjórnarformaður SÍS vinnufélagsins, eða Kaupfélags Eyfirðinga, á fyrst og fremst sameiginlega hagsmuni, sem þarf að gæta, sérsjónarmiðin skipta minna máli. Stofnsjóðir kaupfélaganna hafa brunnið í verðbólgubálinu — Nú byrjar þú sem ungur maður störf — fyrst I kaupmanns- verzlun í gömlum stil og siöan I kaupfélagi, þar sem þú skilar lengstum starfstima. Ertu sann- færður um ágæti samvinnu- verzlunar umfram kaupmanna- verzlunina. Var þetta rétt stefna, eöa heföi verið æskilegt aö málin hefðu þróazt á annan veg? — Já ég er sannfærður um að kaupfélögin hafi verið rétta stefn- an. Þau eru á hverjum stað undir- staða framfara og margt hefur verið gert, sem maður fær naum- ast séð að kaupmannaverzlun hefði verið fær um. Jakob Frimannsson, fyrrum forstjóri KEA ásamt konu sinni Borghiidi Jónsdóttur. Myndin er tekin I garöi þeirra hjóna siöastliðinn sunnudag. Aöalstöövar KEA á Akureyri. Húsiö var reist áriö 1929 og var þá (og er kannske enn) giæsilegasta verzl- unarhús á fslandi. Þarna sat Jakob og stjórnaði hinum fjölbreytta rekstri Kaupfélags Eyfiröinga. Við sjáum þetta hér á Akureyri, þar sem við gátum verzlað og haft eðlilega verzlunarálagningu. Þegar öllum verzlunararði er skilað i stofnsjóð, þá safnast fyrir rekstrarfé, sem ómetanlegt gildi hefur fyrir félögin. Ef ekki hefði komið til þessi mikla verðbólga, sem brennt hefur upp sjóði félag- anna, hefði enn meiri árangur náðst. Ef dýrtiðin og verðbólgan hefðu ekki farið slikum hamför- Stjórn SÍS er ekki „upp á punt," heldur tekur allar meiriháttar ákvarðanir um, þá hefðu kaupfélögin haft miklu frjálsari fjárhag en núna er, þannig aö árangurinn hefur ekki orðið eins mikill og vænta mátti. Almenningur hefur gagn af f jármunamyndun Samvinnufélaganna Við getum séð árangurinn af starfinu með öðrum hætti. Bænd- ur i Eyjafirði byrjuðu snemma að byggja upp sinar jarðir með að- stoð kaupfélagsins. Sú fjármuna- myndun og aðstaða, sem kaup- félagið hefur veitt bændum, varð til þess að þeir gátu byggt upp jarðirnar. Með tilkomu kaup- félaganna, hafði almenningur á Islandi i fyrsta sinn gagn af fjár- munamyndun i verzlun, en verzlunarágóðinn varð ekki einkaneyzlu ákveðinnar stéttar að bráð, eða fór i einkaneyzlu ör- fárra manna. — En sambandiö viö félags- mennina hvernig var það? — Samskiptin við félagsmenn- ina voru góð. Ánægjuleg oftast. Starf kaupfélagsstjóra i stóru félagi er margþætt og menn eiga við hann margháttuð erindi. Fáir þekkja betur kjör manna og áform. Þetta er þvi lifandi starf, ef svo má segja, og þvi nokkurs virði að hafa fengið að vera með. Ef hlutirnir eru skoðaðir i sam- hengi, munu flestir viðurkenna, að sú velmegun, sem hér rikir sé einkum til orðin, vegna þess að menn kusu að vinna saman, sagði Jakob Frimannsson að lokum. Jónas Guöqiundsson um og tryggði félaginu mikið rekstrarfé. Við getum lika skýrt þetta á annan hátt, ef félagið hefði ekki verið starfi sinu vaxið, hefði ekki tryggt vörur á hagstæðu verði og nauðsynlega þjónustu, þá hefðu menn ekki skipt við það. I stjórn SÍS 1946 — En svo vikiö sé að störfum i stjórn SÍS. Hvenær ertu kosinn i Sambandsstjórn? — Það var árið 1946. Það hefur verið hefð, eða allt að þvi, að kjósa mann héðan i stjórn SIS. Fyrst var það Sigurður Kristins- son, síðan Vilhjálmur Þór og Einar á Eyrarlandi, sem var for- maður stjórnar KEA i mörg ár, nú og svo ég, en við tók Valur Arnþórsson, sem núna stjórnar KEA. Af þeim, sem sátu i stjórn SIS árið 1946, voru nú ekki aðrir eftir en ég, Þórður Pálmason i Borgar- nesi og Eysteinn Jónsson, sem nú var kjörinn formaður. Þórður kaus lika að hætta á fundinum i vor. Stjórnarformaður i SIS varð ég svo árið 1958. — Hefur stjórn SÍS raunveru- lega völd, eða er þetta viöhafnar- samkoma fyrirmanna i Sam- vinnuhreyfingunni? — öðru nær. Stjórn SIS hefur frá fyrstu tið haft miklu hlutverki að gegna. Ég hefi unnið með öll- um forstjórum SIS, allt frá dög- um Hallgrims heitins Kristins- sonar, og þeir hafa allir stuðzt við stjórnina og haft við hana fulla samvinnu. Auðvitað skiptir stjórnin sér ekki af daglegum rekstri, ef svo má orða það, en það er aldrei farið út i neitt stór- vægilegt hjá Sambandinu, án þess að málin séu fyrst rædd i sambandsstjórninni, og linurnar eru lagðar þar. Stjórnin heldur fundi reglulega, kemur saman fjórum til sex sinn- um á ári. Þar af eru fjórir stjórnarfundir, sem standa nokkra daga. Ennfremur er stjórnin kölluð saman, ef nauðsyn ber til, á öðrum timum. Stjórnin tekur allar meiriháttar ákvarðanir, t.d. i fjárfestingar- málum, hún er stefnumótandi i þeim málum og einnig i við- skiptalegum málum og félags- málum Samvinnuhreyfingarinn- ar á Islandi. 30 ár i bæjarstjórn — Ertu nú hættur öllum störf- um i Samvinnuhreyfingunni? — Ekki er það nú alveg. Ég á enn sæti i stjórn Oliufélagsins hf, og i stjórn Samvinnutrygginga, en það siðarnefnda heldur aðal- fund sinn eftir 10 daga. Þá er ég einnig formaður stjórnar Út- gerðarfélags Akureyringa h/f, sem er orðið stórfyrirtæki i sinni grein. Við eigum núna fimm skut- togara og einn siðutogara. — En pólitikin. Ertu hættur þar lika? — Ég tel mig nú ekki hafa verið mikið i pólitik. Að visu sat ég i bæjarstjórn hér á Akureyri allt frá árinu 1942 þar til i seinustu kosningum, um 30 ár. Liklega hefði ég getað farið i stjórnmál, þvi að á sinum tima var óskað beinlinis eftir þvi fyrir sunnan. Þá hefði ég sagt af mér störfum hjá KEA, þvi að ég taldi að það gæti naumast samrýmzt störfum minum þar að sitja á þingi. Þar með var það úr sögunni. Næg verkefni hjá KEA — Ef saga KEA er skoðuð, þá sést að allir fyrirrennarar þinir hafa hætt og fariö tii annarra starfa. Datt þér aldrei i hug aö hætta og fá þér annað starf? — Min var stundum freistað. Ég minntist nú á stjórnmálin áð- Er líklega síðasti íslendingurinn, sem seldi brennivín í verzlun á Akureyri an, og það voru stundum gerðar tilraunir til þess að fá mig suður i eitt og annað. 1 raun og veru þá var alltaf svo mikið að gerast hér á Akureyri — og i KEA, að ég hafði ærin viðfangsefni, og þvi sá ég aldrei ástæðu til þess að leita eftir verkefnum hjá öðrum. — Hver voru helztu viöfangs- efni Kaupfélags Eyfiröinga i þinni tið? — Eins og fram kemur hér á undan, þá hafði félagið þegar mótazt að verulegu leyti, þegar ég tók við stjórn þess. Mjólkursamlagið hafði verið stofnað, stóra verzlunarhúsið var risið og fleira. Þó var uppbygg- ingarstarfinu haldið áfram. Grundvöllur félagsins hafði verið lagður, en uppbyggingarstarfið hélt stöðugt áfram. Það kom einkum i minn hlut að sjá um byggingu útibúa, sem nú eru lik- lega 10 talsins út um allan bæ, en auk þess sá ég um byggingu úti- búa hér út með firðinum. Það var stofnsett útibú á Dalvik, og svo byggðum við hús á Grenivik, Hrisey og Hauganesi. Framleiðendur og neytendur saman i félagi — Nú er Kaupfélag Eyfirðinga félag bænda og neytenda. Bændur og framleiöendur eru i sama félagi og neytendur þeirra. Er ekki erfitt að sætta þessi öfl innan sömu félagsheildar, þar eö manni viröist, að ólik sjónarmið hljóti aö rikja hjá framleiöanda, eöa selj- anda og svo hins vegar neytanda og kaupanda búvöru? — Þetta sjónarmiö hefur verið sett fram. Til eru lika kaupfélög, þar sem þessu er skipt. Fram- leiðendur eru þar i sérstöku félagi og neytendur i öðru. T.d. á Blönduósi, — eða i Austur-Húna- vatnssýslu, Árnessýslu og viðar. — Hérna hafa ekki verið neinir erfiðleikar að þessu leyti, þvi að eyfirzkir bændur hafa ávallt verið skilningsgóðir hvað þessu við vik- ur. Félagsmannafjöldinn hefur auðvitað aukizt gifurlega á Akur- eyri, og það væri hugsanlegt að Akureyringar tækju öll völd, þar eð þeir hafa kannski helming full- trúanna. Þetta hefur þó ekki komið að sök. Við höfum átt hæfa menn i félagsstarfinu, sem hafa séð, að nauðsynlegt var að hafa þetta saman, þar eð bolmagn fæst ekki á annan hátt. Samvinna þessara aðila innan sama félags, hefur i raun og veru gert gæfu- muninn hér. Bændur hafa skiln- ing á þvi, að félagið beiti sér fyrir atvinnumálum og öðru, sem i fljótu bragði virðist ekki til hags- bóta fyrir landbúnaðinn og neyt- endur sjá ekki ofsjónum yfir framkvæmdum, sem varða .bændur og afurðasöluna sérstak- lega. Ef málið er skoðað i kjölinn, kemur nefnilega i ljós, að allt þetta fólk, sem er innan sam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.