Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 37 SPIRAX SARCD Hitastillir fyrir loft og vökva Þrýstiminnkari fyrir vökva og gufu cÁ| KIMN VÉLADEILD ■ Suðurlandsbraut 8 • Reykjavik • Simi 8-46-70 Félagsskapur baenda Bændur, eins og aðrar þjóð- félagsstéttir, eru háðir rikis- valdinu um verðlag. Og hagur þeirra er að verulegu leyti undir þvi kominn, að góður markaður sé fyrir búvörur. En bóndinn ákveður • sjalfur störf sin og framkvæmdir, gengur frjáls og óháður til verka á búi sinu og er sinnareigin gæfu smiður, miklu fremur en þeir, sem hyggjast bæta hag sinn með þvi að gera sifellt kröfur til atvinnurekand- ans. Þessari stöðu bóndans i þjóðfélaginu fylgir sjálfræði og áby rgðartilf inning. Bændur þurfa eigi að siður að leysa af hendi margs konar verkefni, sem eru einstaklingi ofraun, einkum ef sótt er fram með siauknum umbótum. Aby rgðartilfinning eykur félagshyggju og skerpir þá hugsun, að þar sem einum er lokuð leið, geta þrir um þokað. Löng reynsla sannar, að i ýms- um félagsmálum hefur bænda- stéttin stigið lengra fram en aðrar þjóðfélagsstéttir. Með þvi hefur hún i senn stórbætt hag sinn og gefið fordæmi, sem ætti að vera öðrum stéttum lær- dómsrikt. Fyrir 138 árum, — á þeim tim- um þegar þjóðin hafði verið svipt Alþingi og athafnalif henn- ar var í djúpri lægð, — var stofnað Suðuramtsins hús — og bústjórnarfélag. Tilgangur félagsins var að auka velmegun bændastéttarinnar á féiags- svæðinu, en það náði frá Skeiðarársandi vestur i Borgar- fjörð. í lögum, er félaginu voru sett, segir svo: „Ásetur það sér þvi eftir efn- um með ráði og dáð, eða með ritgerðum og peningastyrk og verðlaunum, að efla og frama búskap, lagfæra og betra búnaðarháttu amtsbúa til sjós og sveita.” Félag þetta var upphaf búnaðarsamtaka og fyrir- rennari Búnaðarfélags íslands. Um svipað leyti og konungur gaf út tilskipun um, að endur- reisa skyldi Alþingi, var i sveit- um hafizt handa um stofnun hreppabúnaðarfélaga. Fyrsta félagið af þvi tagi var stofnað á Norðurlandi, og ári siðar annað á Suðurlandi. Þá var brautin rudd á þessu sviði, svo að hreppabúnaðarfélög náðu að festa rætur í mörgum sveitum á siðara helmingi 19. aldar, þótt starfsemi þeirra væri lömuð i hinum miklu harðindum á siðasta fjórðungi aldarinnar. A siðasta áratug 19. aldar var undirbúið að koma á fót alls- herjarsamtökum búnaðar- félaga, og árið 1899 var Búnað- arfélag íslands stofnað. Á öndverðri 20. öld er svo félagsstarfið eflt með stofnun búnaðarsambanda i landshlut- um eða einstökum héruðum. Á þeim timum, þegar nær allt var unnið með handverkfærum, gátu verk, sem hreppabúnaðar- félög beittu sér fyrir, ekki orðið stór i sniðum. En viða gengust félögin fyrir búnaðarvinnu, er unnin var af hópi manna. Hvert félag hvatti félagsmenn til framkvæmda við sléttun túna, áveitur á engjar o.fl. og gaf sér- hverjum bónda á félagssvæðinu kostá þvi að njóta góðs af fram- taki félagsins. Eftir að jarð- vinnsla hófst með hestafli, keyptu hreppabúnaðarfélögin jarðyrkjuverkfæri. Búnaðarsamböndin leysa af hendi ýmis verkefni á stærra svæði. Þau hafa m.a. á sinum vegum héraðsráðunauta, sem veita bændum leiðbeiningar um framkvæmdir i búnaði. Búnaðarfélag Islands er æðsta stofnun búnaðarsamtak- anna, og hefur umsjón með framkvæmdum i landinu á sviði jarðvinnslu og búfjárræktar, sem rikisframlag er veitt til. III Um siðustu aldamót hafði lagzt niður útflutningur lifandi fjár til Bretlands. Við það misstu bændur markað, sem þeir höfðu talið sér hagstæðan. Þá voru bændur þannig settir, að sláturhús voru ekki til, ýmsir bændur slátruðu sauðfé heima og fluttu kjötið langar leiðir til kaupstaðar. Vöruvöndun var ekki nægileg. Verzlun með sláturfjárafurðir var eingöngu i höndum kaupmanna. 1 Reykja- vik var stærsti markaðurinn innanlands. Þangað ráku bænd- ur úr nærliggjandi héruðum skipulagslaust sauðfé til slátrunar og kepptu hver við annan á markaðinum. Þegar bændur voru komnir i þessa aðstöðu, þá leystu þeir þessi vandamál sin sjálfir á félagslegum grundvelli. Sláturfélag Suðurlands var stofnað árið 1907. Félagssvæðið náði frá Skeiðarársandi vestur á Snæfellsnes. Félagið lét þegar á þvi ári reisa sláturhús i Reykja- vik. Um sama leyti hófust kaup- félög handa i þessu efni, og árið 1907 voru á þeirra vegum reist sláturhús á Akureyri og á Húsa- vik. Siðan var af hálfu margra kaupfélaga haldið áfram á þess- ari braut. ' Með stofnun sláturfélaga, framtaki kaupfélega og aðstöðu ræktunarsambönd. Var stærö þeirra félagseininga sniðin eftir samgönguskilyrðum milli byggðarlaga, og einnig við það miðuð, að eigi minna en ein full- komin vélasamstæða hefði fullt verkefni. Ræktunarsamböndin hafa starfað með góðum árangri. Þau eiga hinar stór- virku vélar, jarðýtur o.fl. ann- ast rekstur þeirra og selja fé- lagsmönnum vinnuna við kostn- aðarverði. V. Félagsskapur bænda á ýms- um sviðum hefur orðið þeim mikil lyftistöng. Bændastéttin hefur sjálf, með samvinnu- hreyfinguna að bakhjarli, leyst á viðtækum félagslegum grund- velli erfið viðfangsefni og vandasöm, sem við fyrstu sýn virtust litt viðráðanleg, s.s. meðferð og sala sláturafurða eftir siðustu aldamót. Og á fjórða áratug þessarar aldar styrktu bændur aðstöðu sina og bættu hag sinn með nýju skipu- lagi á afurðasölu á grundvelli löggjafar, er sett var um þau mál árið 1934. Samkvæmt framleiðsluráðs- lögunum, sem að stofni til hafa verið i gildi um 28 ára skeið, skal söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði miðast^ við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði i sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra vinnandi stétta. Oft hefur á það skort, að þessu marki yrði náð að fullu. Við vaxandi verðbólgu hækkar rekstrarkostnaður búanna örar og meira en áætlað hefur verið við verðlagningu. Þá hækkun rekstrarkostnaðar verða bænd- ur að greiða, og skerðist þá raunverulega sú fjárhæð, sem samkvæmt verðlagsgrundvelli á að vera kaup bóndans. Bændur hafa alllengi haft lög- bundinn rétt til sölustöðvunar á búvörum. Þeir hafa samt aldrei farið þannig að. Þeir una þvi, að yfirnefnd, sem samsvarar gerðardómi, úrskurði um ágreiningsefni og ákveði afurðaverðið, ef ekki semst um það milli fulltrúa framleiðenda og neytenda. Það þætti furðu gegna, ef bændur settu viðskiptabann á mjólkurbú eða ræktunarsam- bönd, eða gerðu verkföll gegn þessum stofnunum. Hvers vegna? Vegna þess að þar eru viðskipti i samræmi viö sam- vinnustefnuna. Félagsmennirn- ir eiga mjólkurbúin og eignir ræktunarsambandanna. Reikn- ingsfærsia um reksturinn er opinber, og endurskoðaöir reikningar lagðir fyrir félags- fundi. Þetta skipulag kemur i veg fyrir tortryggni i samskipt- um manna og grunsemdir um, að einn sitji yfir annars hlut. Þessu er annan veg farið, þar sem allt annað skipulag er á viðskiptum einstaklinga og stétta. Þaö er að verða fastur liður i daglegum fréttum út- varps og blaða, að einn starfs- hópur hafi sett fram kröfur sinar, annar hafi boðað verkfall, þriðji sé i verkfalli hinn fjórði heimti fullan verkfallsrétt, sé sá réttur ekki þegar veittur með lögum. Starf sáttasemjara rikisins er að færast i það horf að verða fullt embættisstarf og annasamt. Hvers vegna er látið við það sitja að gera kröfur? Hvers vegna stofnar ekki hið vinnandi fólk félög á samvinnugrundvelli t.d. i ýmsum greinum iðnaðar, þar sem starfsfólkið hefur jafn- an atkvæðisrétt og kýs stjórn, en hún leggur siðan árlega fram á félagsfundum endurskoðaða reikninga um rekstur þess fyrirtækis, sem félagsmennirnir sjálfir eiga? Með slikum félög- um gæti hið vinnandi fólk gengið úr skugga um, hvaða hagnaður er af atvinnurekstri i hlutað- eigandi atvinnugrein — og ráð- stafað tekjuafgangi. Bændur hafa sýnt i verki, að þeir gera sér grein fyrir gildi félagsskapar til framkvæmda og i viðskiptum. Félagsskapur þeirra ætti að geta orðið öðrum þjóðfélagsstéttum leiðarvisir — og lærdómsrikt það fordæmi, sem þeir hafa gefið. Páll Þorsteinsson. i sláturhúsum stórbreyttist til bóta verkun og hagnýting sláturfjárafurða, svo og verzlun með þær. Með stækkun Reykjavikur og annarra kaupstaða og kauptúna vex sifellt markaður fyrir mjólk og mjólkurvörur. Snemma á þessari öld varð þvi að koma til sögu fjölbreyttari framleiðsla en verið hafði. A árunum 1920-1930 hófust bændur handa um stofnun mjólkurbúa. Siðan hefur þeim fjölgað og framleiðsla á mjólk- urvörum vaxið stórlega. Starf- semi m jólkurbúanna hefur orðið til ómetnalegra hagsbóta, bæði gagnvart framleiðendum og neytendum. IV. Þegar stórvirkar vélar til jarðyrkju fóru að ryðja sér til rúms á fimmta áratug þessarar aldar, þá margfölduðust vinnu- afköst við framkvæmdir, en jafnframt varð að standa straum af stofn- og rekstrar- kostnaði vélanna. Flest hreppa- og búnaðarfélög voru of litlar og fjárhagslega veikar félagsein- ingar til að valda þessu við- fangsefni, en búnaðarsambönd- in of stór, ef koma átti i veg fyrir óhæfilegan flutning véla og veita öllum bændum nægilega fyrirgreiðslu. Bændur brugðust þá við þessu nýja viðhorfi með þvi að stofna Einkaumboð: Spirax Sarco Limited, Englandi & USA Hita- og þrýstimælar beint d stút eða með fjarsk TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SIMI 42606 Gufugildrur Sjónglös TP 7 ET 1 Jeppa og Dróffarvela hjólbaröar VERÐTILBOÐ 5y af tveim 4|4% /af fjórum ' dekkjum m%0' dekkjum 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.