Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 40
Nútíma búskapur þarfnast BKUEH naugsugu Guóbjörn Guójónsson fyrirgódan mut ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS — „Við fáum inn fólk, sem- ræður ekki við mennta skólanám” — segir rektor eins menntaskólanna Á þessum töflum sést sú mikla fjölgun stúdenta með lágar einkunnir, sem orðið hefur á undanförnum árum. Þær gefa upplýsingar um nemendur Menntaskólans í Reykjavík, en eflaust hefur þróunin orðið svipuð í öðrum skólum, sem útskrifa stúdenta. Skipting stærðfræðideildarstúdenta úr MR eftir einkunnum á stúdentsprófi 1949—1951 1959—1961 1969—1971 1975 Agætiseinkunn, 9—10 4,9% 4% 2,1% 1,4% Fyrsta eink. bctri 8—8,9 23,9% 22,4% 15,4% 9,4% Fyrsta eink. lakari 7,25—7,9 50,7% 36% 21,4% 13,8% Önnur eink. betri 6,8—7,24 12,7% 18,4% 16,7% 11,6% Önnur cink. lakari 6—6,79 7,8% 15,2% 31,9% 35,5% Þriðja einkunn undir 6 0% 4% 12,5% 28,3% Skipting máladeildarstúdenta úr MR eftir einkunnum á stúdentsprófi 1949—1951 1959—1961 1969—1971 1975 Agætiseinkunn, 9—10 2,4% 0,6% 2,1% 1.7% Fvrsta eink.betri8—8,9 25,1% 10,8% 10,9% 5,1% Fyrsta eink. lakari 7,25—7,9 46,7% 41,8% 27,8% 11,9% önnur eink. betri 6,8—7,24 14,4% 24,7% 21,2% 10,2% Önnur eink. lakari 6—6,79 10,8% 20,2% 31,5% 44,1% Þriðja einkunn undir 6 0,6% 1,9% 6,6% 27,1% FJÖLDI þess ungs fólks, sem lýkur stúdentsprófi hefur farið vaxandi ár frá ári. Þeim nem- endum, sem ná stúdentsprófi með góðum eða frábærum árangri, hefur hinsvegar ekki fjölgað að sama skapi, og er sennilegt að stúdentar, sem fá ágætiseinkunn séu ekki fleiri en þeir voru áður, og þeim sem fá fyrstu einkunn hefur sennilega fjölgað Htið ef eitthvað. Hug- myndir hafa komið fram um hvort gera yrði ákveðna lág- markseinkunn á stúdentsprófi sem skilyrði fyrir inngöngu I há- skóla i stað þess að stúdents- prófið sjálft sé nægilegt. í vor var lágmarkseinkunn gagn- fræðinga til inngöngu I mennta- skóla lækkuð og senn verður landsprófið úr sögunni. Eflaust á þetta enn eftir að auka að- streymið aö stúdentaskólunum. Við ræddum þessi mál við skólastjóra þriggja mennta- skóla. Undirbúningurinn ónógur Guöni Guömundsson, rektor Menntaskólans i Reykjavik: — Það hefur ekki verið slegið af þeim kröfum, sem gerðar eru til þeirra sem þreyta stúdents- próf, sfður en svo, kröfurnar eru mjög svipaðar og nánast alveg þær sömu og þær hafa alltaf verið. Hinsvegar er undirbún- ingur nemenda áður en þeir koma inn í menntaskóla minni en áður var. Og i öðru lagi hefur menntaskólanemum að undan- förnu verið gefinn kostur á að endurtaka próf allt upp i þrem sinnum og er þeim mörgum þannig fleytt milli bekkja. Raunverulegur námsgrundvöll- ur margra þessara nemenda er svo slæmur að þegar þeir þurfa að lesa verulegt magn af náms- efni undir hefðbundið stúdents- próf vill hann bresta, þannig að nú er farið að bera á þvi að menn falli á stúdentsprófi, sem áður var nánast ekki til. Hlutfallslega fleiri stúdentar fá nú lægri einkunnir en áður var. önnur einkunn er nú orðin rikjandi i staðinn fyrir að fyrsta einkunn var rikjandi áður og næststærsti einkunnaflokkurinn er að verða þriðja einkunn, sem þýðir það að stór hluti af fólkinu hefur ekki náð tilhlýðilegum tökum á námsefninu. Það hafa heyrzt kvartanir ofan úr Háskóla um að nemend- ur séu verr undirbúnir en skyldi, en ég svara þvi til að þeim er kennt sama efni og áður og það eru gerðar sömu kröfur. Ergo. Er þá nokkuð annað að gera en hækka einkunnamarkið inn i Háskólann? Það má hrein- lega setja samskonar klásúlu eins og var á landsprófi. Menn stóðust landspróf með 5 en höfðu ekki framhaldseinkunn nema með 6. Endurtekningar- möguleikum fækkað — Hvernig háttur er hafður á ef nemendur i MR falla á prófum? — Efmaðurfellurá jólaprófi i einhverri námsgrein, þá fær hann að endurtaka próf i þeirri grein strax eftir hátiðarnar. Jafnvel þótt hann fái ekki 3 þá, sem sagt falli aftur, fær hann að sitja áfram i skóla, þvi ekki er talið stætt á að setja menn út á kaldan klakann um miðjan vet- ur. Siðan kemur vorprófið og setjum svo að umræddur maður hækki svo mikið i greininni að hann nái i svokallaðri aðaleink- unn, sem er meðaltalið af báð- um prófunum jólaprófi og vor- prófi, þ.e.a.s. fái yfir 3, þá er allt i lagi að þvi tilskyldu að hann þarf að uppfylla kröfuna um 5 I meðaleinkunn i öllum greinum, eins og alltaf hefur verið skil- yrði. Falli þessimaður hinsvegar á vorprófinu i greininni, þá fær hann að endurtaka það lika, og sömuleiðis ef hann er undir á aðaleinkuninni I faginu. Nú væri hugsanlegt að mað- urinn hefði haft 1 um jól og 4 á vorprófi það gerir 5 eða 2,5 i aðaleinkunn, þá hefur honum veriö leyft að endurtaka náms- efni alls vetrarins i þessari grein að hausti. Þarna eru raunverulega þrir endurtekningarmöguleikar. Þetta teljum við kennararnir allt of mikið. Of mikill timi fer i próf og að vissu leyti er afsið- andi að gefa nemendum svona mörg tækifæri. Það er i mörgum tilvikum blátt áfram hættulegt. Þannig að búið er að skera þetta niður. Nú verða bara endur- tekningarpróf á haustin. Nemendur, sem falla fyrir jól sitja áfram alveg á sama hátt og áður, og það sem sker úr er svokölluö fullnaðareinkunn, þ.e. meðaltal aðaleinkunna. Þannig að fullnaðareinkunn er ekki hægt að reikna út fyrr en báðar misseriseinkunnir eru komnar i tveggja anna kerfi eins og er hér hjá okkur. Til þess að eiga rétt á að endurtaka eftir vorönnina og á hausti þarf maðurinn að hafa náð meðaleinkunninni 5. Menn hafa brennt sig á þvi að þeir koma út með svo lágar einkunn- ir um jól og þeir hafa þurft allt upp i 10 i vissum greinum til að geta náð upp meðaltalinu að vori. Að þvi leyti er þetta kerfi dálitið erfiðara heldur en gamla kerfið, en á móti kemur að það er náttúrlega miklu léttara að þurfa aldrei að taka próf úr meira pensrúmi en svarar þriggja mánaða lestri. — Nú falla sifellt fleiri nem- endur bæði á milli bekkja og eins á stúdentsprófi, og eins og þú sagðir áðan, þá hefur stú- dentafjölgunin einkum orðið á fólki með lágar einkunnir, hverjar eru orsakirnar? Siurnar farnar — Það sem skeð hefur er i stuttu máli þetta. Meðan lands- prófið var og hét var það stór sia, siðan kom 3. bekkur eða 1. bekkur Menntaskólans, og hann var sia llka. Tiltölulega sjald- gæft var að fólk félli i 4. og 5. bekk og varla til að menn féllu I 6. bekk. Núna eftir að landsprófið var létt og við fengum holskefluna inn kemur náttúrlega að þvi að afleiðingarnar sjáist. 1 fyrsta lagi er landsprófið létt.i öðru lagi hefur samræmdum lands- prófsgreinum verið fækkað. Við fáum þvi töluvert af fólki, sem er verr undirbúið en áður gerð- ist. Það er alveg óhætt að segja, að fólk kemur i menntaskólana með ónóga undirbúningsmennt- un. Ég er þeirrar skoðunar að landsprófið hafi verið létt of mikið og við fáum inn fólk, sem ræður ekki við menntaskólnám. Þvl hafa I raun og veru verið gefnar falskar upplýsingar. E.t.v. aðrar kröfur Kristján Bersi Ólafsson skóla- stjóri fjölbrautaskólans I Flens- borg, Hafnarfirði: — Ég held að þær kröfur, sem gerðar eru á stúdentsprófi, séu sizt minni núna heldur en þær voru áður.Hins vegar má vera að þessar kröfur hafi breytzt að einhverju leyti, þannig að það séu ekki i öllum greinum gerðar kröfur til nákvæmlega sömu hluta eins og áður var gert, en ég get ekki séð nein merki þess að kröfurnar séu minni nema siður væri. Þeim sem útskrifast með slæ- lega einkunn, 2. einkunn og jafnvel 3. einkunn hefur farið hlutfallslega fjölgandi. En þá má maður ekki gleyma þvi að stúdentum i heild hefur farið af- skaplega mikið fjölgandi meðal þjóöarinnar. Og það er varla hægt að bera saman útkomu i stúdentahópi ef hann er kannski um eða yfir 20% af aldursár- ganginum við stúdentahóp, meðan þetta var tiltölulega lítið úrval, 5-7%, eins og var áður fyrr. — Er annarrar og þriðju einkunnar stúdentspróf æskileg menntun? — Ég býst við að skipta megi þeim nemendum, sem ljúka stúdentsprófi með lágri einkunn i tvo flokka. Annars vegar eru nemendur, sem raunverulega geta ekki meira, hafa ekki námsgetu til þess að ná betri árangri miðað við þær kröfur sem eru gerðar. Hins vegar eru svo aðrir, sem hafa getu' til þess að ná betri árangri, en hafa tamið sér þannig vinnubrögð, sinna ekkisinum verkum, finnst jafnsjálfsagt að svikjast um og slæpast, og þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa en stunda námið, en út af fyrir sig hafa námsgetu fyrir meira. Það má lfta á það frá tveimur hliðum. Hvort það er æskilegt að stú- dentar útskrifist með þessari útkomu. Ég held að þrátt fyrir allt sé ekkert vafamál að þessi fjölgun stúdenta hafi orðið til þess að auka almenna menntun i landinu. Það eru miklu fleiri núna, sem fá meiri menntun en áður var. Þetta finnst mér vera mikilvægt atriði, sem megi ekki lita fram hjá. Hitt er svo annað mál, að það þarf ekki endilega að vera sjálfgefið að allir sem ljúka stúdentsprófi fari út i há- skólanám og sizt af öllu kannski ástæða til að þeir fari i langt há- skólanám. Fjölbreyttari framhaldsmenntun Hitt er svo annað mál að það eru að verða fleiri og fleiri, sem leita eftir einhverri menntun eftir að grunnskóla, landsprófi eða gagnfræðaprófi, lýkur. Og fram undir þetta hefur eiginlega ekki verið neinna annarra kosta völ nema annað hvort iðn- menntun eða þá menntaskóla- nám. Það sem greinilega vantar eru námsbrautir, sem geta veitt fleiri nemendum framhalds- skólamenntun, sem geti bæði komið þeim sjálfum að gagni og þá væntanlega þjóðfélaginu. Menntun á fleiri sviðum og sem ekki endilega þyrfti að leiöa til stúdentsprófs, en um leiö loki engum leiðum fyrir þvi, að þeir geti ekki tekið stúdentspróf og farið i háskóla þegar fram i sækir ef verkast vill. Og það er spurning hvort stúdentspróf eigi að vera algilt inntökuskilyrði i háskóla. Hvort mismunandi há- skóladeildir ættu ekki fremur að gera kröfur til ákveðinnar jafn- vel breytilegrar menntunar. Svo er lika annað mál, sem á við um háskóla og önnur skólastig. Hvað á að ganga langt-I þvi að gera ákveðnar kröfur um rétt til inngöngu i skóla? Og að hve miklu leyti á að láta þær kröfur, sem gerðar eru i skólanum sjálfum ráða hverjir komast þar áfram eða ekki? Ég er ekki viss um að árangur i háskóla sé að öllu leyti i beinni samsvörun við árangur á stúdentsprófi. Fjórða hvert ungmenni tekur stúdentspróf Björn Bjarnason, rektor Menntaskólans við Tjörnina: — Ég hygg að námsefniö i menntaskólunum sé ekki minna nú en áður var og ef ég miða við þann tima er ég var i skóla, tel ég, að kröfurnar séu slzt minni nú en þá. Hins vegar er námið léttara að þvi leyti til, að nú er skólaárinu skipt niður i tvo á- fanga. — Nú er það staðreynd, að vaxandi hópur nemenda t.d. á stúdentsprófi hlýtur 2. og 3. einkunn og þess eru nú mörg dæmi að nemendur falla á stúd- entsprófum. Slfkt þekktist ekki áður fyrr... — Já, það er rétt, en þá er að þvi aö hyggja að áður fyrr fóru miklu færri menntaveginn og það var mjög lág hlutfallstala af hverjum aldursflokki sem fór i menntaskóla. 1 dag er þessi hlutfallstala miklu hærri, ég get að visu ekki sagt með neinni vissu hversu há hún er, en ég gæti Imyndað mér, að hún væri komin yfir 25%. Þetta hefur óef- að haft sin áhrif. — Þegar vaxandi hópur stúd- enta hlýtur 2. og 3. einkunn upp úr menntaskóla, getur ekki hjá þvi komist að þess gæti i há- skólanámi. — Já, eðlilega — við vitum það, að nemendur sem fara út úr menntaskólunum með 3. ein- kunn, það eru nemendur sem enga undirstöðumenntun hafa til að byggja á. — Nú var verið að lækka samræmda gagnfræðaþrófsein- kunn úr 7.0016.00. Óttist þið ekki að inn I menntaskólann komi fólk með ónóga undirbúnings- menntun? — Ég verð að segja það, að i 1. bekk hjá okkur I ár varð nokk- urt hrun, — nokkrir hættu áður en komið var að prófi, en um 10% stóðst ekki próf. 1 þeim hópi var þó enginn gagnfræðingur, heldur allt landsprófsnemend- ur. Ahrif þessarar lækkunar, sem þú minnist á, mun hins veg- ar ekki gæta fyrr en I fyrsta lagi n.k. vor, þvi það var I fyrsta sinn i vor sem gagnfræðingar útskrifuðust með lágmarksein- kunn 6.00. Það verður lika að geta þess, að núna gilda sömu próf hjá landsprófsnemendum og gagnfræðingum. gj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.