Tíminn - 17.06.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 17.06.1975, Qupperneq 1
Félagsdómur: Samúðarverk- fall vélstjóranna var löglegt Félagsdómur kvað upp í gær dóm i máli þvi er útgerðarfélög kærðu vegna samúðarvekfalls vélstjóra á kaupskipum vegna verkfalls vélstjóra á stóru togurunum. Úrskurður dómsins varð sá, að verkfallið var dæmt löglegt, og vélstjórar þvi sýknaðir af því að hafa brotið vinnumála- löggjöfina. Fimm dómarar sitja i Félags- dómi og skiluðu tveir þeirra sér- atkvæði, en þrir stóðu að dómn- um. Dómsforseti var Guðmundur Jónsson borgardómari. Samningaf réttir á bls: 3—6 Hvalvertíðin hafin eftir hálfs mánaðar töf vegna verkfallanna HJ-Reykjavik. t fyrrakvöld héldu hvalveiðibátarnir fjórir, sem leg- ið hafa bundnir vð bryggju I Reykjavik, út til veiöa. Að sögn Kristjáns Loftssonar, fram- kvæmdastjóra Hvals h/f, var upphaflega áætlað að hefja veiðarnar þann 1. júnf s.l. A þeim tima var ástand afar ótryggt — almenn vcrkföll virtust yfirvof- andi, verkalýðsfélagið Hörður á Hvalfjarðarströnd hafði sett fram ýmsar sérkröfur og samningar viðsjómenná hvalskipunum voru lausir. Var þvi ákveðið að fresta samningum og biða niðurstaðna samningaviðræöna ASt og vinnu- veitenda. Fyrir helgi tókust svo samning- ar milli Hvals h/f og u.þ.b. tvö hundruð starfsmanna, en verka- lýðsfélagið Hörður féll frá sér- kröfum sinum. Taka samningarnir mið af samningum ASI og vinnuveitenda, og eru byggðirá svipuðum grunni. Hval- vertiðin gat þvi hafizt i fyrra- kvöld, eins og áður sagði, og kvað Kristján Loftsson ekki annað þýða en að spá góðri vertið, sem standa mun fram á siðari hluta septembermánaðar. ÞJOÐHATIÐARDAGUR A KVENNAARI M.A. á eftir „þróuninni" varðandi lógar einkunnir Fréttagrein Timans á sunnu- dag um mikla fjölgun stúdenta með lágar einkunnir og þau um- mæli eins rektors menntaskóla, „við fáum inn fólk, sem ræður ekki við menntaskólanám,” hafa vakið mikla athygli og umtai. í fréttinni hér á eftir kemur fram, að Menntaskólinn á Akur- eyri virðist nokkuð á eftir i þess- ari þróun, ef svo má segja. ASK-Akureyri. Menntaskólanum á Akureyri verður slitið i dag, 17. júni 95. sinn S.l. vetur stunduðu nám við skólann 520 nemendur, en þar af voru 112 i fjórða bekk og ljúka þvi stúdentsprófi i dag. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Eirikur Rögnvaldsson, máladeild, 9.14. Við skólann störfuðu 32 fast- ráðnir kennarar og 8 stunda- kennarar. Við skólauppsögn af- henda 40 ára nemendur mynd af Brynjólfi Sveinssyni yfirkennara, en Brynjólfur starfaði við skólann i 43 ár. 25 ára stúdentar afhenda peningaupphæð að gjöf, en henni skal varið til ritunar sögu skól- ans, allt frá stofnun Möðruvalla- skóla 1880. Þá munu 10 ára nem- endur gefa vönduð hljómflutn- ingstæki. Framhald á bls.7 Allar ferðaskrifstofurnar undir iafnmikilli smósjó — en ekki orðið vart við brot hjá r öðrum en Utsýn, segir Ingólfur Þorsteinsson hjá gjaldeyrisdeildinni HJ-Reykjavik. Ég vil aö það komi skýrt fram, að allar ferðaskrif- stofurnar eru undir jafnmikilli smásjá gjaldeyrisdeildarinnar, en ekki hefur orðið vart við brot á settum reglum um meðferð gjaldeyris hjá öðrum ferðaskrif- stofum en Útsýn, sagði Ingólfur Þorsteinsson hjá gjaldeyrisdeild bankanna I viötali við Timann I gær. Nýr greinaflokkur Undir beru lofti I sumar mun Timinn birta nokkrar greinar, þar sem rætt verður við fólk um ferðalög, ferðaleiðir og reynslu þess af úti- lffi. Fyrstu greinina birtum við i OPNU i dag. Þar ræðir Valgeir Sigurðsson, blaðamaður, við Zóphónias Jónsson, sem er einn elzti ferðagarpur landsins, geng- ur enn um fjöll og firnindi, þótt hann vanti aðeins tæp tvö ár i átt- rætt. Framvegis munu greinarn- ar svo birtast i sunnudagsblöðum og á sunnudaginn kemur er það Páll Jónsson, bókavörður, sem verður á ferðinni, en Páll er þjóð- kunnur ferðamaður og áhugaljós- myndari i fremstu röð. Væntanlega munu viðmælend- ur okkar að mestu halda sig við ákveðin svæði, hver og einn. Með þvi móti verður greinaflokkurinn fjölbreytilegri heldur en ef „allir tala um allt”, og auk þess ætti þannig að nást nákvæmari lýsing á hverjum stað fyrir sig. Nýr greinaflokkur — Við höfum fylgzt náið með ferðaskrifstofunum, vegna þess banns, sem lagt er við lengri ferðum en tveggja vikna, en eins og ég sagði áðan virðast aðrar feröaskrifstofur hafa virtbannið. t dag áttum við tvo fundi með for- stjóra Útsýnar, annan fyrir há- degi en hinn kl. fjögur siðdegis, en rannsókn er enn hvergi nærri lokið og fundum verður fram haldið á miðvikudaginn. Aðspurður kvað Ingólfur Þor- steinsson sannað, að ferðaskrif- stofan Útsýn hefði virt að vettugi bann við sölu á fjögurra vikna sólarlandaferðum. Hvað snerti sölu ferðaskrifstofunnar á matar- miðum erlendis, hefðu þeir ekki sannanir fyrirliggjandi, en rannsóknin leiddi væntanlega i ljós, hvort um slikt og frekari brot væri að ræða. — Meðan rriál þetta er i rannsókn, sagði Ingólfur Þor- steinsson, höfum við að sjálf- ■sögöu stöðvað allar gjaldeyris- yfirfærslur til ferðaskrif- stofunnar, en«farþegar geta sjálf- ir sótt um yfirfærslu til tveggja vikna dvalar.Þaðeina.sem gjald- eyrisdeild bankanna getur gert i tilfellum sem þessum, er að stöðva yfirfærslur til viðkomandi, og verði eitthvað frekara gert i málinu, er það i höndum Seðla- bankans, sagði Ingólfur að lok- um. Laun flugmanna hækkuðu um 24,4%: Hæsta mánaðar- kaup 420 þúsund lægsta 1 59 þúsund OÓ-Reykjavik. Samningar hafa tekizt milli Flugleiða og Félags isl. flugmanna. Felur samningur- inn I sér 24.4% hækkun á kaupi flugmanna og flugvélstjóra, sem hafa hliöstæð kjör og aðstoðar- flugmcnn. Samkvæmt samningn um eru nú lægstu laun flugmanna hjá félaginu þ.e. aðstoðarflug- mannsá Fokkervélunum 159 þús. kr. á mánuði, en hæstu laun flug- manna, þ.e. flugstjóra á DC-8 eftir 25 ár eru 420 þús. kr. á mánuði. Byrjunarlaun flugstjóra á DC-8 eru 260 þús. kr. Flugmaður, sem starfað hefur i 12 ár, og er flug- stjóri á DC-8 fær 350 þús kr. Læstu laun aðstoðarflugmanns á DC-8 eru 180 þús. kr. Eftir 12 ár 225þús.kr. og hámarkskaup 255 þús. kr. Flugmenn á Boeing 727. Flug- stjóri á hæstu launum fær 378 þús. kr. Eftir 12 ár 313 þús. kr. Byrjunarlaun flugstjóra á þess- um vélum 234 þús. kr. Aðstoðar- flugmaður: Lægstu laun 164 þús. kr. Eftir 12 ár 204 þús. kr. en hæstu laun eru 229 þús. kr. Flugstjóri á Fokker Friends- hip: Lægstu laun 215 þús. kr. á mánuði.eftir 12ára starf29ÖþúsC kr. og hæstu flugstjóralaun 348 þús. kr. Akureyri: Malbikað fyrir 65 millj. króna ASK-Akureyri. 65 milljónum verður varið til að malbika norður frá Akureyri út að Dvergasteini. Aætlað er að verkið geti hafizt fljótlega upp úr miðjum júni, en ekki liggur ljóst fyrir, hvenær þvi verður lokið. A Akureyri er unnið kappi við gerð asfalts geymis, og á þvi verki að vera lokið nú um helgina, samkvæmt áætlun. Þá kemur skip með as- falt frá Noregi, og um svipað leyti verður Vegagerð rikisins kosti af tilbúin með að minnsta hluta vegarins. Akureyrarbær sér um alla malbikun og undirbyggingu vegarins út að bæjarmörkum og malbikun þaðan að Dverga- steini, en sá hluti er undir- byggöur af Vegagerðinni. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Svavarssonar hjá Vegagerð rikisins, er leiðin, sem malbikuð verður, tæplega þrir og hálfur kilómetri, en þar af eru á vegum Akureyrarbæjar rúmlega eitt hundrað metrar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.