Tíminn - 17.06.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 17.06.1975, Qupperneq 3
TÍMINN 3 Þriðjudagur lT.júni 1975 Mikill viðbúnaður vegna komu Smyrils — Mannfjöldi safnaðist saman á hafnarbakkanum á Seyðisfirði IH—Seyðisfiröi. Mikill viðbúnað- ur var á Seyðisfirði, þegar fær- eyska bilferjan, Smyrill, renndi i fyrsta skipti að hafnarbakkanum á ellefta timanum á laugardags- kvöldið. Fánar Norðurlandaþjóð- anna blöktu á hafnargarðinum, Htii börn veifuðu fánum tslands og Færeyja og litil stúlka færði færeyska skipstjóranum blóm- vönd. Þrátt fyrir kulda og strekking hafði mikill mannfjöldi safnazt saman til að fylgjast með komu ferjunnar, og dreif fólk að bæði sunnan af fjörðum og ofan af Héraði. Nokkur hluti fólksins hafði þó snúið heim aftur, þegar það tók að lengja eftir ferjunni, þvi að hún tafðist um sex tima i Þórshöfn vegna vélarbilunar. Töluverðar framkvæmdir hafa verið við höfnina vegna ferjunnar m.a. var búin út sérstök renna, og þótti aðstaða reynast vel og vera á allan hátt til fyrirmyndar. Ferjan renndi afturábak að hafnargarðinum, slðan opnaðist skuturinn og bllarnir gátu ekið á land. 1 þessari fyrstu ferð voru 12 bílar, þar af ein rúta, og 44 farþegar stigu á land á Seyðis- firði. Með ferjunni frá Seyðisfirði fóru 70 manns, 30 bllar og tvö hjólhýsi. Tollskoðun þótti nokkuð tafsöm og það var ekki fyrr en eftir kl. eitt að henni var lokið og fólki gafst færi á að skoða ferj- una. Hún er 2.430 brúttólestir að stærð hið glæsilegasta skip og getur tekið 100 bila I hverri ferð auk fjölda farþega. Um borð I ferjunni er 40 manna áhöfn, en eigendur hennar eru Strand- fararskip landsins i Færeyjum. Færeyska bllferjan Smyrill siglir inn Seyðisfjörö.Tfmamynd: IH. Akureyrartogararnir I höfn. Timamynd ASK. Útgerðarfélag Akureyrar: 200 MILLJONA KRÓNA TAP VEGNA VERKFALLANNA ASK—Akureyri. „Miðað við 9. júni og aflann það sem af er ár- inu, þá tel ég að skipin hafi átt að vera búin aðlanda verðmæti fyrir um 90-95 millj. króna yfir verk- fallstimann. Fyrir útgerðarfyrir- tækið i heild er þetta um 200 milljón króna tekjutap", sagði Jón Aspar skrifstofustjóri tJ.A. I viðtali við blaðið. Eðlilega er lltið um vinnu hjá fyrirtækinu, en fastráðið fólk, um 70 manns, vinnur að staðaldri við ýmis störf hjá fyrirtækinu meðan á verkfalli stendur. SJ-Reykjavik. — Guðmundur Karl Asbjörnsson opnaði málverkasýn ingu i Myndlistarhúsinu á Miklatúni á laugardag sl. Þar eru 92 olfumál- verk, flest unnin á siðustu tveim árum. Landslags- og sjávarmyndir, uppstillingar, myndir úr erlendum skógum eru meðal viðfangsefna Guðmundar Karls. Meirihluti myndanna er til sölu. Við opnunina flutti Geirlaug Þorvaldsdóttir ieikkona Ijóöatónlist en Ásdis Þorsteinsdóttir og Janet Rechar léku undir á fiðlu og hörpu. Sýningin verður opin 17. júnl og um næstu helgi kl. 14-22, en aðra daga þessarar viku kl. 16-22. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Aðalfundur tl.A. var haldinn fyrir skömmu og kom þar fram, að halli varð á rekstri fyrirtækis- ins að upphæð 64 milljónir eftir að rúmlega 75 milljónir höfðu verið afskrifaðar. Hagnaður varð af eina siðutogara félagsins, Harð- bak, en hann skilaði 3.7 milljón- um I ágóða. Eins varð ágóði af rekstri hraðfrystihússins að upphæð 6.3 milljónir. 75 milljón króna halli varð af nýju skuttog- urunum, skreiðar- og saltfisk- verkun. Sólbakur EA hafði mestan árs- afla 3.250 tonn, hann hafði og flesta úthalds- og veiðidaga. Sval- bakur EA hafði mestan afla á veiðidag, en sá togari skilaði einnig mestu verömæti á land. En samtals lönduðu togarar félags- ins tæpum 14 þúsund tonnum 1974. Sú breyting var á stjórn félags- ins að Tryggvi Helgason gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Jón Helgason kosinn I hans stað. Aðr- ir I stjórn eru: Sigurður óli Brynjólfsson, Kristján P. Guð- mundsson og Sverrif Leósson. Þá var samþykkt á aðalfundin- um að auka hlutafé Útgerðar- félagsins I 100 milljónir. Treflarnir renna út! SJ—Reykjavik. Jóhanna Krist- jónsdóttir sést hér sýna áf jáðum kaupanda trefil á leik Vlkings og Keflavlkur I fyrstu deildar keppn- inni I knattspyrnu, sem fram fór á laugardaginn. Treflar af þessu tagi eru seldir til ágóða fyrir hús- byggingu Félags einstæðra for- eldra sem á að rlsa við Eiðs- granda, en framkvæmdir við hana hefjast á næsta ári. Einstæðir foreldrar hafa sótt flesta leikina I 1. deild og selt trefla i litum liðanna. Einnig hafa einstæðir foreldrar farið á lands- leiki og selt sérstaka trefla I landsliðslit, — og slðan viö fórum til þess hefur allt gengið I haginn hjá Islenzka landsliðinu, — eins og fólk hefur veitt athygli, segir Jóhanna Kristjónsdóttir formað- ur Félags einstæðra foreldra. — Einu leikirnir I 1. deild.sem við höfum ekki farið á, voru i Vest- mannaeyjum og var það af fjárhagsástæðum .En Vestmanna- eyingar eru farnir að panta trefla hjá okkur I slnum litum I póst- kröfu og geta nú veifað þeim I grlð og erg. Járnionadarmennirnir hýrudregnir í Noregi Oó—Reykjavlk. Allflestir þeirra 32 járniðnaðarmanna, sem fóru til Noregs snemma I vor til að vinna að smlði olíuborpalla fyrir fyrirtækið Anker Verdal eru komnir heim. Munu þeir eiga inni um 300 þús. norskar kr. af launum slnum, en ágreiningur hefur stað- ið milli vinnuveitenda og járn- iðnaðarmanna um launakjör, og þeir hættu störfum af þeim sök- um. Islendingarnir voru ráðnir til starfa af sænska fyrirtækinu Inter-Thor, en það finnst hvergi skráð I Svlþjóð. Hjá Félagi járniðnaðarmanna I Reykjavlk fékk Tíminn þær upp- lýsingar I gær, að íslendingarnir hefðu ekki verið ráðnir gegnum félagið, sem reyndi á slnum tíma að komast inn I það mál, og voru járniðnaðarmenn varaðir við þvl að taka þessum atvinnutilboðum. Hefur enginn þeirra enn sem komið er leitað til félagsins til að fá leiðréttingu mála sinna. örn Clausen lögfræðingur annaðist samningagerð járn- iðnaðarmannanna við Inter-Thor. Hjartabíllinn stórskemmdur — lenti í hörðum drekstri gébé—Rvik. — Næstu vikurnar verður hjartabifreiðin, syonefnda ekki i notkun vegna skemmda, sem hún hlaut I árekstri siðdegis á laugardag. Eins og sést á meö- fylgjandi mynd, skemmdist bifreiðin mikið að framan. Enginn slasaðist alvarlega i þess- um árekstri, en ökumaður og far- þegi fólksbifreiðarinnar, sem ók á hjartabifreiðina, voru fluttir á slysavarðstofuna, en reyndust ekki aivarlega slasaöir. Tildrög árekstursins voru þau, að hjartabifreiðin var á leið aust- ur Miklubraut, en fólksbifreiðin á leið niður Grensásveg. A umferðarljósunum skullu bifreið- arnar harkalega saman og stór- skemmdust báðar, fólksbifreiðin þó mun meira. Hjartabifreiðin var á leið I slysakall I Garðsenda er slysið varð. Talið er að ljósin hafi verið um það bil að skipta yfir á rautt þegar bifreiðarnar lentu I árekstrinum. Þessi Timamynd Gunnars sýnir hjartabifreiðina er hún var dregin af slysstað á laugardaginn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.