Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur lT.júni 1975 5(2011 Fiskiræktarbú í Frakklandi Fyrsta fiskiræktarbúið i Frakk- landi mun auka mjög afköst sfn á þessu ári, en það er ekki langt frá borginni Treguier. Reiknað er með, að á búinu verði fram- leidd um 50 tonn af laxi i ár. Bú- iö er skipulagt eftir japanskri fyrirmynd, og sömuleiðis eru fiskiræktarbú i Kanada höfð til hliösjónar við reksturinn. Búið er á bökkum árinnar Jaudy. A siðasta ári voru framleidd tiu tonn af laxi, sem sérfræðingar sögðu að væri algjörlega óþekkjanlegur frá þeim villta laxi, sem veiddur er i laxveiði- ám i Frakklandi. A næsta ári er búizt við aíi framleiðslan komist upp i 100 tonn. Það er þó sannar- lega ekki mikið, borið saman við þau 10 þúsund tonn af laxi, sem Frakkar flytja inn árlega, og verða að greiða fyrir i er- lendum gjaldeyri. Laxinn, sem þarna er ræktaður, er af Kyrra- hafsstofni. Fyrstu seiðin voru flutt inn frá Bandarikjunum og ræktuð i stórum tönkum. Siðan er fiskurinn látinn vaxa upp i geysistórum netagirðingum i sjónum. Laxinn er alinn á fiski- mjöli ög vex mjög fljótt, um nær þvi pund fyrsta árið, og síðan u.þ.b. fimm pund á ári eftir það. Þessi ræktaði lax er seldur á sambærilegu verði við þann lax, sem fluttur er inn, aðallega frá írlandi og Noregi. Fiskiræktar- stöð þessi er starfrækt af fiski- manni frá Treguier og styrkt af hinu opinbera. Hætta að senda myndirnar heim Sá háttur hefur verið hafður á i Frakklandi allt frá árinu 1966, að lögreglan tekur myndir af öllum þeim, sem teknir eru fyrir of hraðan akstur. Siðan hafa myndirnar verið póstlagðar og sendar heim til þeirra, sem brotið hafa lögin, og þeim gert skylt að greiða sektir. Nú hefur lögreglan hætt þessu, þar sem nokkuð hefur borið á þvi, að fólk hefur skilið af þessum sökum. Astæðurnartil skilnaðanna hafa verið margvislegar. 1 sumum tilfellum hafa eiginkonurnar Forsetadætur í blaðamennsku Þrjár dætur fyrrverandí og nú- verandi forseta Bandarikjanna eru starfandi við blaða- mennsku. Fólk hefur spurt: — Eru þessar stúlkur svo vel rit- færar, eða þykir forráðamönn- um blaða það vel fallið að flagga með nöfnum þeirra, og jafnvel að nota sér, að þær þekkja vel til meðal ráðamanna þjóðarinnar, og eiga þar af leiðandi greiðan aðgang að ýmsum fréttum og viðtölum við þá. Venjulegar blaðakonur i Bandaríkjunum eru vist ekki lausar við öfund I þeirra garð, og þykir þeim hampað meira en þær eigi skilið með tilliti til vinnuafreka þeirra. Lynda Johnson Robb (dóttir Lyndon B. Johnsons) vinnur viðLadies Home Journal og McCalls vikublaðið. Julie Nixon Eisenhower (dóttir Nixons, en gift syni'Eisenhow- ers) er hjá Saturday Evening Post, og Susan Ford skrifar i tlmaritið Seventeen. Hér sjáum við þessar ritfæru forsetadætur: Susan, Julie og Lyndu. Lækningastofa opnuð í Cannes Við þá athöfn hittist frægt fólk. Frá vinstri Geneix prófessor, næst kemur Emmanuel Vitra, s'á sem lengst hefur lifað af sjúklingum Barnards með igrætt hjarta, hin unga frú Barnard, Begum Khan og Barnard prófessor. ekki getað fyrirgefið mönnum sinum það, að þeir skuli hafa brotið lögin á þennan hátt. I öðrum tilfellum hafa myndirnar borið með sér, að eiginmennirn- ir hafa ekki verið einir I bilun- um, þegar þeir brutu umferðar- lögin, og förunautarnir hafa þá jafnvel verið kvenkyns, og það hefur eiginkonunum, sem heima sátu, ekki fallið sem bezt. Héðan I frá verður ökumönnum, sem aka of hratt, aðeins til- kynnt, að mynd af þeim i bil þéirra hafi verið tekin er þeir óku á ólöglegum hraða, og þeir geti komið og litið á myndina á lögreglustöðinni, og gengið úr skugga um, að það eru þeir, sem þarna eru á ferð, en ekki ein- hverjir aðrir. SUSAN Ef>^T Á- fULIE LYNDA Sýndu nú, hvað þú ert vel upp al- inn drengur minn, og stattu upp og bjóddu stúlkunni sætið þitt! Halló krakkar, komið-- þið og heilsið upp á hann nýja pabba ykkar. Auðvitaö er ég tilbúinn. Mér liöur ágætlega, en hvernig llður þér mamma? DENNI DÆAAALAUSI Það er ekki mikið eftir núna, en þetta var óttalega fallegur fugl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.