Tíminn - 17.06.1975, Síða 7

Tíminn - 17.06.1975, Síða 7
Þriöjudagur 17.júni 1975 TÍMINN 7 I 1 I bní J i Grimsá 1 gærdag voru um 45-50 laxar komnir á land i Grimsá að sögn Jóhannesar Sigurðssonar i Veiðihúsinu. Sá stærsti vó 18 pund, en meðalþyngd laxanna er mest um 10-12 pund. Óvenju- mikið af laxi er gengið upp i ána miðað við árstima, sagði Jóhannes, og lofar það mjög góðu um veiðina i sumar. Þá er vatnsmagnið i ánni mjög jafnt og mátulegt og ágætisveður var i gær, ekki of kalt til veiða, eins og enn er við margar af lax- veiðiánum á landinu. Viðidalsá Veiði hófst I Viðidalsá á sunnudaginn, og um hádegi á mánudag voru tuttugu laxar komnir á land. Veitt er á átta stengur. Fremur kalt var þessa tvo fyrstu veiðidaga i Viðidalsá, áin ekki nema 6 stiga heit. Þá er áin mun vatnsminni nú heldur en i byrjun veiðitimans i fyrra, en þá var hún alltof vatnsmikil að áliti laxveiðimanna. Uppseld eru öll leyfi i Viði- dalsá i sumar, en i júlimánuði eru það eingöngu útlendingar sem þar veiða, annars Is- lendingar á öðrum tima, en veiðin stendur fram i miðjan september. Leigutakar eru þrir, Ingimundur Sigfússon, Sverrir Sigfússon og Lýður Björnsson allir úr Reykjavik, en leigusal- inn er Veiðifélag Viðidalsár. Heildarveiðin i Viðidalsá á sl. sumri varð 1051 lax og var meðalþungi þeirra 10.9 pund. Sumarið 1973 fengust 1350 laxar úr ánni. Fjölbreytt hátíðar- höld á Blönduósi Mó-Blönduósi. Nefnd á vegum Ungmennasambands Austur- Húnvetninga hefur undirbúið fjölbreytt hátiðahöld, sem verða á Blönduósi 17. júni. Hefjast þau með guðsþjónustu i Blönduós- kirkju kl. 11, en kl. 13.15 hefst skrúðganga og leikur Lúðrasveit Blönduóss fyrir göngunni. Siðan verður útiskemmtun á barna- skólatúninu. Magnús Sigurðsson á Hnúki setur skemmtunina og Elisabeth Thoroddsen flytur ræðu. Hjálparsveit skáta flytur leikþætti og hreppsnefndirnar i Blönduós- og Engihlíðar- og Torfulækjarhreppum keppa i þriþraut æskunnar. Sigurlaug Herm annsdóttir stjórnar leikþáttum og söngleikjum barna og Karl Helgason stjórnar leik- keppni milli ýmissa félaga. Milli atriða leikur Lúðrasveit © Ítalía ur á ítaliu — úr 21 ári i 18 ár — og er búizt við,að flestir hinir yngri hafi greitt kommúnistum at- kvæði. Við bætist svo það efna- hagsöngþveiti, er rikt hefur á ítaliu að undanförnu — samfara vaxandi óánægju með stjórn kristilegra demókrata, er þykir stöðnuð eftir þrjátiu ára óslitinn valdaferil. 0 Einkunnir I viðtali við Timann sagði skólameistari, Tryggvi Gislason, að Menntaskólinn á Akureyri virtist nokkuð á eftir öðrum menntaskólum, þegar um væri að ræða lágar einkunnir. 1 Mennta- skólanum á Akureyri fá nú að meðaltali 30% 1. einkunn en 60% 2. einkunn. Fyrir nokkrum árum var skiptingin þveröfug en hins vegarhefur þeim nemendum sem hljóta 3. einkunn ekki fjölgað frá þvi sem áður var. o íþróttir Magnússon komst einn inn fyrir Vikingsvörnina — skot frá honum fór framhjá. Keflavikur-liðið má svo sannarlega muna fifil sinn fegri. liðið er nú óþekkjanlegt frá fyrriyárum — þunglamalegt og leikmenn liðsins virðast áhuga- lausir um það, sem þeir eru að gera. Það vill oft verða með lið, sem fær ekki nýtt blóð — en hættuleg þróun hefur verið hjá Keflvikingum að undanförnu. Ungir og efnilegir leikmenn hafa ekki komið fram á sjónarsviðið i liðinu — þar af leiðandi hafa fastamenn ekkert aðhald fengið og þeir hafa staðnað i stöð- um sinum. Öðru máli gegnir með Vikingsliðið, sem hefur nær ein göngu á að skipa ungum leik- mönnum, sem geta horft björtum augum til framtiðarinnar. Þessa ungu leikmenn vantar að visu reynslu, en hún kemur fljótlega. — SOS Blönduóss. Þá verður firma- keppni hestamanna, keppt i frjálsum iþróttum og starfsiþróttum, en kl. 17 sýnir Leikfélag Blönduóss leikritið Is- jakann, eftir Felix Lutzkendorf i félagsheimilinu, og einnig verður teiknimyndasýning i barna- skólanum fyrir yngstu kynslóðina. Hátiðarhöldunum á Blönduósi lýkur með þjóðhátiðar- dansleik, en þar leika Gautar fyrir dansi. Samið við Al- þýðu- samband Norður- lands — sérkröfurnar eftir ó Húsavík og Raufarhöfn Enn er ósamið við Verkalýðs- félag Húsavikur og Verkalýðs- félag Raufarhafnar um sérkröfur er félögin lögðu fram. Hins vegar hefur verið gengið frá samning- um við Alþýðusamband Norður- lands, en 10 félög höföu gefið þvi umboð sitt til samninga. Við starfsfólk sjúkrahúsa og gisti- húsa er enn ekki farið að ræða, og sagði Jón Asgeirsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, að ástæðan fyrir þvi væri manna- skortur, en viðræður við þá hópa ættu að geta hafizt eftir næstu helgi. Hvað snertir kaupgjaldsliði voru samningar Alþýðusam- bands Norðurlands i meginatrið- um hinir sömu og hjá ASÍ fyrir utan ýmsar sérkröfur er náðu fram að ganga.Eru sérkröfurnar mjög staðbundnar. UTAN VEGA) LANDVERND AFSALSBRÉF innfærð 5/5-9/S '75 Ólafur Kr. Sigurðsson selur Hjör- leifi Guðmundss. og Nönnu Kristinu Guðmundsd. hluta i Rauðalæk 14. Halldór Guðbjörnss. selur Elisa- betu Ingólfsd. og Þresti Karlss. hluta i Urðarstig 5. Erlendur Baldvinsson o. fl. selja Eiriki Eiðssyni húseignina Hátún 5. Hermann Sölvason selur Jafet Ottóssyni hluta i Alftamýri 22. Kristján Jóhannsson'selur Bjarn- eyju Guðmundsd. hluta i Hrisa- teig 11. Helga Benediktsd. selur Þorkatli Grimssyni hluta i Hraunbæ 90. Breiðholt h.f. selur Elinborgu Jónsdóttur hluta i Kriuhólum 2. Rafn Bjarnason selur Guðrúnu Einarsd. hluta i Sundlaugavegi 12. Bjarney Guðmundsd. selur Kristjáni Jóhannss. hluta i Miðtúni 70. Georg Th. Georgss. selur Sigurði Jónssyni hluta i Eskihlið 10. Sigurþór Hallgrimsson selur Gunnlaugi Ingvarss. raðhús að Álftamýri 21. Sigriður Jónasd. og Haraldur Jónass. selja Magnúsi Jónass. hluta i Njálsg. 104. Dalsel s.f. selur Sigurgeiri Jóns- syni hluta i Dalseli 6. Hrefna Einarsd. selur Friðrik Jóhanness. og Sigrúnu Sverrisd. hluta i Alfheimum 27. Rúnar Georgss. og Emelia Sigur- steinsd. selia Markúsi Guðjónss. hluta i Leifsg. 15. Miðás s.f. selur Jóni B. ölafss. hluta i Arahólum 4. Ingvar Hjálmarss. selur Kristlnu Bergsteinsd. hluta i Hraunbæ 194 Páll G. Jónsson selur Páli S. Pálssyni hluta i Gaukshólum 2. Ásta Sölvadóttir o. fl. selja Magnúsi Kristjánss. hluta i Otra- teig 5. Hulda Heiður Sigfúsd. og Stefán Hilmir Sigfúss. selja öddu Báru Sigfúsd. hluta i Laugateigi 24. Guðmundur Þengilsson selur Páli Stefánssyni hluta i Gaukshólum 2. Hervin Guðmundsson selur Helga tsakssyni hluta i Blikahólum 2. Margrét Guttormsd. selur Gunn- laugi Sigvaldasyni hluta i Hraun- bæ 36. Sigurður Bernóduss. og Ólöf Hilmarsd. selja Halldóri Hákon- arsyni hluta i Laugav. 27B. Baldur Bergsteinss. selur Sig- tryggi Sigtryggssyni hluta i Dúfnahólum 6. Guðbjörn Magnússon selur Jafet S. Ólafss. og Hildi Hermóðsd. hluta I Ljósheimum 22. Breiðholt hf. selur Ævari R. Kvaran hluta i Æsufelli 6. Stella H. Kluck selur Guðmundi Valdimarss. hluta i Lokastig 22. Hákon Tryggvason selur Reyni Pálmasyni hluta I Rauðalæk 31. Bogi Sigurösson selur borgarsjóði Rvikur leigurétt að A-götu 38 v/HamrahlIð. Jafet Ottósson selur borgarsjóði Rvikur húseignina nr. 79 v/Suðurlandsbraut. Afsalsbréf innfærð 21/4—25/4 1975: Páll Ólafsson selur Indriöa Páls- syni hluta i Reynimel 82. Breiöholt h.f. selur Guðmundi Einarssyni hluta I Kriuhólum 2. Breiðholt hf. selur Gilbert Guö- jónssyni hluta i Æsufelli 4. Helgi Hákon Jónsson selur Agli Kristjánss. fasteignina Einarsnes 46. Lýður Pálsson selur Jóni Þor- lákss. og Björgvin Þorlákssyni hluta i Karlagötu 24. Pálmi Hlöðversson selur Hjördisi Guðbjartsd. hluta i Seljavegi 27. Guðmundur Þengilsson selur Guðjóni V. Agústssyni hluta I Krummahólum 2. Kristrún Guðjónsd. selur Snjó- laugu Guðrúnu Stefánsd. hluta i Blómvallag. 13. Guðbjörn Guðmundss. selur Hall- dóri Arnasyni og Arna Halldórss. hluta i Hofteigi 20. Ingibjörg Jónsdóttir selur Þuriöi Astvalds. hluta i Bjargarstig 5. Erling R. Guðmundss. selur Hall- dóru Friðriksd. hluta I Kapla- skjólsv. 51. Benedikt Steinsen selur Ólafi Steinsen hluta I Rauðarárstig 7. Heiður Vigfúsd. selur Guðrúnu Bjarnadótturhluta I Hjarðarhaga 36. Guðmundur Þengilsson selur Magnúsi Torfasyni hluta I Krummahólum 2. Borð, 2 legustólar, sófi með sólhlíf. Verð aðeins kr. 65.300 Góðir greiðsluskilmálar INGVAR HELGASON Vorum að taka upp Hollywood garð- sófasett Vonarlandi v/Sogaveg NB 27 NB 32 Vörubíla hjólbaröar VERÐTILBOD 825-20/12 Kr. 22.470,- 1.000-20/16 Kr. 35.630,- 825-20/14 — 26.850,- 1.100-20/14 — 35.900,- 1.000-20/14 — 34.210,- 1.400-24/16 — 59.440,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDl H/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.