Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur n.júní 1975 Hin nýja bygging POB i smiðum. Timamynd ASK. Fullkomnasti prentsmiðjusalur landsins að rísa á Akureyri ASK-Akureyri. A Akureyri er nú afi rlsa einn fullkomnasti prent- smiðjusalur á landinu.Prentverk Odds Björnssonar er meo I byggingu viö Tryggvagötu 2000 fermetra húsnæði, er fokhelt veröur I haust. bað mun vera nýmæli aö i vinnusal verða engir gluggar, heldur sér fullkomin loftræsting um jafnan hita og stöðugt raka- stig.Það er nauðsynlegt fyrir ná- kvæma prentun að hiti og raka- stig sé jafnt, enda er pappir ákaf- lega næmur fyrir sliku. 1 sam-, bandi við litprentun er þetta at- riði áriðandi svo litir prentist á rétta fleti, en það hefur skort hérlendis undanfarin ár. Að sögn Geirs S.Björnssonar framkvæmdastjóra POB. verður kostnaður við bygginguna um það bil 40 milljónir á núgildandi verðlagi og hann bjóst við að fyrirtækið gæti flutt i nýja hús- næðið næsta vor.Að öðru leyti en þvi að fyrirtækið festi kaup á hinni fullkomnu loftræstingu mun það ekki kaupa nýjar vélar eða tæki, heldur nota þær (vélar), sem fyrirtækið á i dag. Hjá POB. vinna um fjörutiu manns, en við nýbygginguna 9-15 manns. Verktaki er Aðalgeir og Viðar, en undirverktaki er Hagi h/f, sem sér um múrverk. ENN SLÆR ÍNUK í GEGN góðar móttökur á ferð sinni um Evrópu gébé Rvik — islenzki leikhópur- inn frá Þjóðleikhúsinu hefur ferð- azt með leikritið tnúk vlða um Evrópu, og hefur lagt að baki sér á sjöunda þúsund kílómetra. Hópurinn kom tii landsins sl. sunnudag úr ferðalaginu, sem hófst 5. mai sl. Alls var inúk sýndur tuttugu og sex sinnum i sex borgum. Leiknum var hvar- vetna mjög vel tekið, og að sögn Brynju Benediktsdóttur leik- stjóra, hefðu þau getað haft miklu fleiri sýningar á öllum stöðunum, sem þó ekki var unnt vegna tima- leysis. 1 leikhópnum eru eftirtaldir leikarar, Kristbjörg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ketill Larsen og Brynja Bene- diktsdóttir, sem einnig er leik- stjóri. Tæknimaður er Þorlákur Þórðarson, sem einnig var með i ferðinni. Leikurinn Inúk var lengi i smlð- um, eins og áður hefur verið skýrt frá hér i blaðinu, og allir leikararnir hafa verið i vinnu i Þjóðleikhúsinu, auk þess sem þau feröuðust innanlands og sýndu i skólum, og á fleiri stöðum. Brynja Benediktsdóttir sagði, að siðustu þrjá mánuði hefðu þau þo eingöngu unnið við tnúk, en væru Fjög |ur fá inni í húsi Jóns Sig- urðssonar Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur samþykkt að veita eftir- töldum aðilum kost á afnotum af fræöimannslbúð hússins á tima- bilinu 1. september 1975 til 31. ágúst 1976: Þorkell Jóhannesson, prófessor, frá l.september 1975 til 30. nóv. 1975. Frú Valborg Sigurðardóttir uppeldisfræðingur, frá l.des.1975 til 28.febrúar 1976. Sigfús H.Andrésson sagnfræðing- ur, frá l.mars til 31.mai 1976. Gisii Gunnarsson sagnfræðingur, frá l.júni til 31.ágúst 1976. 12 aðilar sóttu að þessu sinni um dvöl i fræðimannsibúð hússins. nú komin i tveggja mánaða sumarleyfi. Þó munu þau undir- búa sýningar á leiknum fyrir næsta vor, en hópurinn hefur fengið mörg tilboð erlendis frá. Tilboð hefur borizt frá tveim leikhúsum i Amsterdam, og er annað þeirra Mickery-leikhúsið, sem býður leikhópum viða úr heiminum að sýna hjá sér, og eru það eingöngu úrvalsleikrit og leikarar, sem þangað er boðið, svo þetta er afbragðs viðurkenn- ing fyrir leikbóp Inúks. Verður það i september sem hópurinn heldur til Hollands. Þá hefur tilboð borizt um þátt- töku I leiklistarhátið á Spáni.og verða sýningar I tveim borgum I Baskahéruðunum og haldið áfram til Madrid. Til Póllands hefur hópnum einnig verið boðið að taka þátt i leiklistarhátið i Wraslaw, sem haldin verður um miðjan október. Nokkur fleiri til- boö hafa borizt, en ekki er enn ákveðið hvort unnt er að taka þeim. Brynja sagði, að hópurinn væri mjög ánægður með ferðina, sem þau væru nýkomin úr, móttökur hefðu verið geysilega góðar á öll- um stöðunum, en fyrst var sýnt I Nancy I Frakklandi, sfðan haldið til Munchen, Nizza, Frankfurt, Zurich og endað i Paris. Hópurinn leigði sér bifreið til að ferðast milli þessara staða, og þau lögðu að baki rúmlega sex þúsund kiló- metra. Hún sagði, að þó að ferðin hefði verið erfið og ströng, hefði allt skipulag hennar staðizt. Æfingar hefðu verið fyrir sýning- ar á hverjum stað, þvi leikhúsin voru misjafnlega stór sem þau komu fram I. A flestum stöðum voru svo umræður eftir sýningar, sem áhorfendur tóku virkan þátt I, t.d. sagði Brynja að i Þýzka- landi hefðu áhorfendur neitað að fara og umræður staðið i 1-2 klst. eftir sýningar, leikurunum voru færðar gjafir, og margir áhorf- enda komu oftar en einu sinni á sýningar. Sáttafundur í togara- deilunni Samningafundur i deilu sjó- manna á stóru togurunum og út- gerðarmanna hófst hjá sátta- semjara kl. 17.00 i gær. Skömmu siðar var hlé gert á fundinum er fulltrúar útgerðarmanna gengu á fund ríkisstjórnarinnar, en siðan var" fundi haldið áfram. Lögreglustöðin á Blönduósi lögð í rúst — allt brotið og eyðilagt sem hönd á festi innan veggja MÓ—Blönduósi. Aðfaranótt laugardags s.l. var brotizt inn i lögreglustöðina á Blönduósi og þar unnin storfelld skemmdar- verk, svo tjónið er talið nema á aðra milljón króna. Það var á laugardagsmorgun sem þess varö vart, að brotizt hafði verið inn i bókasafnið og þaðan farið inn i lögreglustöðina, sem er I sömu byggingu. Ekki virðist neinu hafa verið stolið, en flest brotið og eyðilagt sem hægt var að skemma. M.a. slmtæki, ritvél- ar og reiknivélar, sem allar voru brotnar I smátt. Tvö skrifborð voru stórskemmd, skemmdir unnar á veggjumoggluggar brotn- ir. Hillur voru rifnar niður og skjölum dreift lit um allt. Rannsókn málsins hófst strax og kl 4 aðfaranótt sunnudags höfðu tveir menn játað innbrotið. Munu þeir hafa verið drukknir er þeir frömdu verknaðinn, og litlar skýringar getað gefið á tiltækinu. BSRB fær sömu kjarabætur og ASÍ A föstudagskvöld tökust samningar milli Bandalags starf smanna rikis og bæja annars vegar og fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs hins vegar um breytingar á aðalkjarasamningi þessara aðila. Breytingar þessar voru gerðar i kjölfar þeirra samninga, er tókust milli Alþýðu- sambands tslands og Vinnuveit- enda i gær. Samningtfr fjármálaráðherra og B.S.R.B. felur i sér sömu kjarabreytingar og kjara- samningur Alþýðusambandsins og vinnuveitenda eins og sagt hefur verið frá i blaðinu, að öðru leyti en þvi, að gildistimi hins nýja samnings er frá 1. júlí n.k. Launataxtar haldast óbreyttir i júni, en i sérstakri bókun með samningnum er kveðið svo á um að greiða skuli öllum starfsmönn- um i fullu starfi launauppbót — 2.000 kr. — og teljist sú upphæð fullnaðargreiðala 'í stað þeirrar launahækkunarsem á sér stað á almenna vinnumarkaðnum frá 13. júnl. i gær kom fyrsti oliufarmurinn til Ollumalar h.f., sem aðsetur hefur i Hafnarfirði. Er ollunni dælt úr flutningsskipinu I geyma Oliumalar. Jafnframt kom til landsins sérstakt flutningsskip I eigu fyrirtækisins, og er það búið hitunartækjum, þannig að ollumölin helzt heit I lestinni eftir að hún hefur veriö blönduð, og er hægt að flytja hana þannig á hvaða höfn sem er á landinu. Myndirnar tók GE I Hafnarfjarðarhöfn I gær. Endurbætur á Dalvíkurhöfn ASK-Akureyri. Nú standa yfir rannsóknir á Dalvfkurhöfn vegna fyrirhugaðrar endur- skipuiagningar innri mannvirkja I höfninni.Fyrir nokkrum dögum var lokið töku borkjarna, en eftir er að gera straummælingar og rannsaka sjógang innan og við höfnina. Þegar fyrrgreindum rannsókn- um er lokið verður smiðað ná- Síldveiðar í Norðursjó: Faxaborgin langhæst gébé Rvik — Heldur aflaði sild- veiðiflotinn i Norðursjó betur I slðustu viku heldur en vikuna á undan, en frá timabilinu 9.-14. júní, seldu islenzku skipin i Dan- mörku 685,1 lest að heildarverð- mæti 16.733.680.- og var meðal- verö pr. kg. 24,43. i bræðslu fór 41,2 lest en I aflanum var 3,7 Iest af makrft. Aflahæsta skipið er enn Faxaborgin GK, sem er með 600,5 lestii' að verðmæti 16.165.623.-, meðalverð pr. kg. 26,92. Fifill GK hefur fengið alls 374,6 lestir að verðmæti 14.227.243.-, meöalverð pr. kg 37.98 og Rauðsey AK 376,3 lestir, verð- mæti 12.635.512.-, meðalverð pr. kg. 33,58. Ef borið er saman heildaraflinn á sildarsölum erlendis á þessu og á sl. ári, kemur I ljós að á timabil- inu 7. mai — 15. júni 1974, fengust 4,193,1 tonn að verðmæti 109.266.125.- og varð meðalverð pr. kg 26,06. 1 ár byrjuðu skipin miklu fyrr á veiðum eða 18. april, og 14. júni höföu aflazt 3.997.0 tonn af sild að verðmæti 122.629.081.-, meðalverð pr. kg 30.68. kvæmt módel af höfninni og á grundvelli þeirra niðurstaða verður tekin ákvörðun um staðsetningu fyrirhugaðra mannvirkja, sem eru viðlegu- kantar. Hins vegar hefur komið fram vilji frá heimamönnum að gera einnig sjóvarnargarð norðan hafnarinnar, i stað hins fyrr- nefnda er Vita- og hafnarmála- skrifstofan .hefur gert áætlanir um. 1 sumar verður þvi unnið að þvi að koma niður bílavog og smiða löndunarkrana fyrir báta heimamanna, þá verður og hafin dýpkun hafnarinnar, jafnhliða þvi sem trébryggjur verða* endur- bættar. Vonir standa til að dæluskip geti annast þann hluta verksins, en um það gefa borkjarnarnir góðar vonir. Eins og málin standa i dag, er höfnin allt of grunn fyrir skip og báta Dalvikinga.Til dæmis hafa togarar heimamanna orðið að sæta sjávarföllum ef færa átti þá milli viðlegukanta.Þá er höfnin mjög opin i norðanátt og geta bátar í slikum veðrum einungis legið við syðri viðlegukantinn. 1 tillögum heimamanna var þvi gert ráð fyrir, að með tilkomu varnargarðsins hefðu viðlegu- kantarnir mun meira notagildi en raun ber vitni. Með tilkomu rækjumiða við Norðurland og aukinni útgerð 50- 100 tonna báta er ljóst að umferð uiti Dalvikurhöfn eykst að mikl- um mun næstu ár, þannig að fyrirhugaðar umbætur eru knýjandi nauðsyn. Handrita- sýning í Árnagarði Stofnun Arna Magnússónar opnar handritasýningu i Árna- garði þriðjudaginn 17. júni, og verður sýningin opin i sumar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl.2-4.Þar verða til sýnis ýmis þeirra handrita sem. smám saman eru að berast heim frá Danmörku.Sýningin er helguð landnámi og sögu þjóðarinnar á fyrriöldum.l myndum eru meðal annars sýnd atriði úr islenzku þjóðlifi, eins og það kemur fram i handritaskreytingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.