Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17.júni 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. » " Blaðaprenth.f. _______________________________________________y Ræktun lands og lýðs Rúm 30 ár eru liðin siðan islenzka lýðveldið var endurreist og Islendingar tóku að fullu öll völd i landinu i sinar hendur. Ótvirætt eru þessir áratug- ir mesti framfaratiminn i sögu þjóðarinnar. Aldrei hefur verið framkvæmt meira i landinu, aldrei hefur þjóðin búið við eins góð og jöfn lifskjör, aldrei hefur verið eins mikil gróska á mörgum sviðum lista og visinda. Þess vegna hafa íslend- ingar rika ástæðu til þess að fagna á þjóðhátiðar- degi sinum. Þess vegna hafa þeir rika ástæðu til að þakka þeim mönnum, sem hafa verið forustumenn þjóðarinnar á þessum tima og átt hafa mestan þátt i hinum margvislegu framförum. En þvi má held- ur ekki gleyma, að þeir einir; hefðu ekki áorkað miklu, ef liðsmennirnir hefðu ekki verið góðir. Ótvirætt hefur þjóðin nú meiri og betri mögu- leika til að lifa góðu og hamingjusömu lifi i landi sinu en nokkru sinni fyrr. Þannig hefur verið búið i haginn af þeim, sem visað hafa veginn á siðustu áratugum. Enginn getur hinsvegar lifað á fornri frægð eða verkum feðranna til lengdar. Hver ein- staklingur og hver kynslóð ræður mestu um gæfu sina og gengi. Enginn þarf að kviða þvi, að ekki sé nóg verk að vinna, þótt vel hafi verið unnið af fyrirrennurunum. Oft er það lika þannig, að fram- farir, jafnt verklegar sem félagslegar, skapa ný vandamál eða hvetja til þess, að tekizt verði á við ný verkefni. Þvi er heldur ekki að leyna, að margt er það i framförum siðustu áratuga, sem þarfnast nýrra viðbragða og úrlausna. Þar kemur ekki sizt til greina sambúð þjóðarinnar og landsins. Sú þjóð, sem vannýtir land sitt, er oftast illa stödd. Sú þjóð, sem ofnýtir landið eða spillir náttúru þess og gæðum, er að grafa sér gröf. Hér verður þvi að gæta hófs og aðgæzlu. Hér verður jöfnum höndum að forðast of mikla afturhaldssemi og of mikla röskun. Hér verður að fylgja ræktunarstefnu, sem tekur þó fullt tillit til þess að spilla ekki náttúru landsins, gæðum hennar og fegurð. Sú ræktunar- og náttúruverndarstefna, sem hófst með stofnun ungmennafélaganna og Framsóknarflokksins, á tvimælalaust meiri rétt á sér nú en nokkru sinni fyrr. En það er ekki nóg að hafa sambúð lands og þjóðar i lagi. Það þarf ekki siður að hyggja að sambúð þjóðarinnar sjálfrar, jafnt einstaklinga og stétta. Aukinn þjóðarauður má ekki stuðla að óhóf- legri auðsöfnun annarsvegar og sárri fátækt hins- vegar. Hér verður að vinna að hóflegum jöfnuði með margvislegum þjóðfélagsaðgerðum, en án þess þó að lama framtak einstaklinganna. Það þarf að skapa ungu fólki sem bezta og jafnasta að- stöðu til menntunar, án þess þó að draga úr sjálfs- bjargarþrá þess. Það þarf að stuðla að þvi að ein- staklingarnir leysi sem flest verkefni með sam- vinnu og samhjálp. Þvi meiri og betri sem sam- vinnuandinn verður, þvi betra og farsælla verður þjóðfélagið. Þótt mikið hafi áunnizt á liðnum áratugum, og þjóðin geti þvi fagnað á þjóðhátiðardegi sinum og þakkað hinum mörgu, sem hafa stuðlað að gæfu hennar og framförum, biða enn sem áður stór verkefni eftir þeim, sem vilja koma fram umbót- umog endurbótum. Vel og farsællega verða þessi verkefni þó ekki leyst af hendi, nema menn hafi jafnan i huga, að leiðarljósið á að vera ræktun lands og lýðs, eins og einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins komst að orði. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Indira ætlar sér ekki að gefast upp Segir að valið sé milli sín og stjórnleysis Indira á kosningafundi 1971 ÞAÐ sýnir glöggt, að Ind- land er enn eitt af fáum rikj- um þriðja heimsins, þar sem lýðræði og réttur rikir, að sið- ast liðinn fimmtudag var kveðinn upp yfirréttardómur yfir Indiru Gandhi forsætis- ráðherra þess efnis, að hún hefði misnotað aðstöðu sina fyrir þingkosningarnar 1971, og bæri henni þvi að láta af þingmennsku innan 20 daga, nema hæstiréttur hefði áður úrskurðað annað. Jafnframt var úrskurðað, að hún væri svipt kjörgengi sex næstu ár- in, og gæti þvi ekki boðið sig fram aftur fyrr en 1981, en þá verður hún orðin 63 ára. Svo getur farið ef hæstiréttur stað- festir yfirréttardóminn, að pílitiskum ferli Indiru Gandhi sé lokið, en varlegt er þó að spá þvi. Indira hefur áður átt við ofurefli að etja, en gengið með sigur af hólmi. Tildrög umrædds dóms voru þau, að eftir kosningarnar 1971 höfðaði aðalkeppinautur hennar i kjördæminu, þar sem hún var kjörin, mál gegn henni fyrir fylkisréttinum i Uttar Pradesh, og krafðist þess, að kosningin yrði ógilt, þar sem Indira hefði misnotað aöstöðu sina sem forsætisráð- herra I kosningabaráttunni. Fyrsti dómarinn sem fékk þetta mál til rannsóknar, lét af störfum fyrir aldurs sakir, áð- ur en hann hafði lokið rannsókninni, og söm varð einnig raunin um þann, sem tók við rannsókninni af hon- um. Þriðji dómarinn, Lal Sinha, tók við rannsókninni fyrir réttu ári, og þykir hann hafa rannsakað ákæruatriðin mjög rækilega. Sjálf mætti Indira fyrir rétti hjá honum mörgum sinnum á siðast liðn- um vetri. Hann kvað svo upp framangreindan úrskurð siöast liðinn fimmtudag. SAMKVÆMT úrskurðinum er Indira sýknuð af öllum ákæruatriðunum, sem voru mörg, nema tveimur. Annað atriðið er það, að einkaritari hennar, Jashapal Kapoor, hafi verið áfram i þjónustu rikis- ins, eftir að hann hóf kosningavinnu fyrir hana i kjördæmi hennar. Upplýst er, aö Kapoor hafði hafið takmarkaða kosningavinnu 7. janúar, en hins vegar ekki hætt að gegna þvi til fulls fyrr en 27. janúar. Kosningin fór svo ekki fram fyrr en i marz. Hitt atriðið er það, að vissir embættismenn og lögreglu- þjónar hafi aðstoðað við tvo kosningafundi Indiru i kjördæmi hennar, eða 1. febrúar og 25. febrúar. Upplýst er, að slík aðstoð hefði verið talin sjálfsögð við for- sætisráðherra, ef fundirnir hefðu verið haldnir annars staðar en i kjördæmi hans, þar sem eðlilegt væri að veita hon- um vissa vernd og þjónustu. Enska stórblaðið The Times segir um bæði þessi sakarat- riði, að þau hefðu ekki veriö látin varða missi þingsetu i Bretlandi, heldur hefði áminn- ing verið látin nægja. EINS OG áður segir, hefur Indira frest til 2. júli, eða 20 daga frá dómsúrskurðinum, til þess að skjóta málinu til hæstaréttar, og þarf hún ekki að láta af þingmennskunni fyrir þann tima. Ef hæstirétt- ur hefur ekki veitt henni nýjan frest, eða fellt endanlega úrskurðinn fyrir þann tima, veröur hún að láta af þing- mennsku, og yrði erfitt fyrir hana að vera forsætisráð- herra eftir það. Sagt er, að fyrstu viðbrögð Indiru hafi verið þau, að henni bæri strax að segja af sér, og blða eftir úrskurði hæstarétt- ar. Arið 1968 var svipaður dómur felldur yfir einum af ráðherrum hennar, og beitti hún sér þá fyrir þvi, að hann segði af sér. Flokksstjórn Kongressflokksins beitti sér hins vegar gegn þvi, að hún færi þessa leið. í samráði við hana, og aðra leiðtoga flokks- ins, ákvað Indira að nota sér fréstinn og freista þess að fá nýjan frest hjá hæstarétti, sem gilti þangað til hann felldi endanlegan úrskurð. Hæsti- réttur er um þessar mundir I sumarleyfi, og kemur ekki aftur saman fyrr en 14. júli. Aðeins einn hæstaréttar- dómaranna gegnir nú störfum og fellir bráðabirgðadóma i umboði réttarins. Það verður þvi hlutverk þessa dómara, Krishna Jyer, að dæma um það, hvort Indiru skuli veittur lengri frestur. Jyer þykir hafa veriö sjálfstæður i dómum sin- um. Veiti hann Indiru ekki lengri frest, verðurhúnað láta af þingmennsku 2. júli, og sennilega einnig af forsætis- ráðherraembættinu, þvi að erfitt er, og sennilega útilok- að, fyrir forsætisráðherrann að eiga ekki sæti á þingi. STJÓRNARANDSTAÐAN ■ hefur að sjálfsögðu krafizt þess, að Indira segi af sér. Þó er kommúnistaflokkurinn, sem hallast að Rússum, ekki i þeim hópi. Það hefur gefið stjórnarandstöðunni byr i seglin, að sama daginn og dómurinn var kveðinn upp, fór fram kosning til fylkisþingsins i Gujarat. Þar höfðu fimm flokkar, flokkar ihaldsmanna og sósialdemókratar, samein- azt i bandalag gegn Kongress- flokknum. Þeir fengu 87 full- trúa kjörna, en Kongress- flokkurinn 75.Tuttugu fulltrú- ar tilheyra öðrum flokkum eða eru óháðir. Sex hinna óháðu fulltrúa hafa lýst yfir þvi, að þeir muni styðja bandalag ihaldsmanna og sósialdemó- krata til valda, og hefur það þá orðið veikan meirihluta á fylkisþinginu. 1 siðustu kosningum fékk Kongress- flokkurinn meira en tvo þriðju hluta þingsætanna. Hann beið þvi stórfelldan ósigur.Þess ber þó að gæta, að kosið er i ein- menningskjördæmum i Ind- landi, og hefur Kongressflokk- urinn hingað til hlotið mörg þingsæti, þótt hann væri i minnihluta meðal kjós- endanna i viðkomandi kjördæmum, sökum klofnings andstæðinga hans.Atkvæðatap hans i Gujarat varð þvi mun minna en framangreindar töl- ur gefa til kynna. Eigi að siður eru þessi úrslit mikill ósigur fyrir hann, og spá ekki góðu um kosningarn- ar tíl sambandsþingsins, sem eiga að fara fram i seinasta lagi i marz næsta ár. ÞAÐ VAR ekki fyrirætlun Indiru að vera i fylkingar- brjósti i stjórnmálabarátt- unni, en atvikin neyddu hana til þess. Þegar faðir hennar, sem hafði verið fyrsti forsætisráðherra Indlands, féll frá 1964, þótti það styrkur fyrir stjórnina, að hún tæki sæti I henni. Arið 1966 dó forsætisráðherrann, sem hafði tekið við af föður hennar, og komu hægri menn og vinstri menn i Kongressflokknum sér ekki saman um eftirmann hans, þvi að báðir vildu fá hann úr sinum hópi. Valið féll á Indiru nauðuga, þvi að báðir treystu sér til aö geta náð henni á sittband. Hún reyndist hins vegar miklu sjálfstæðari og óháðari en spáð hafði verið. Svo fór, að til fullkomins klofnings kom milli hennar og hægri manna i flokknum, sem höföu meirihluta i flokks- stjórninni. Hún stofnaði þá I nýjan Kongressflokk, sem vann mikinn sigur i þing- kosningum i marz 1971. Fáum mánuðum siðar vann Indland sigur I stríðinu við Pakistan, sem leiddi til stofnunar Bangladesh. Indverjar töldu sig vera komna i röð stórveld- anna, og Indira áréttaði það, þegar Indland komst, fyrir hennar atbeina, i röð þeirra rikja, sem ráða yfir kjarn- orkuvopnum, en þar var þó ekki eingöngu um stórveldis- drauma að ræða heldur ekki siöur óttann við Kinverja. Kreppuástandið, sem rikt hefur i heiminum siðustu misseri og þó einkum hækkun oliuverðsins, hefur leikið Ind- verja grátt. Þá hafa miklir þurrkar valdið uppskeru- bresti. Þetta hefur dregið úr vinsældum Indiru, en vist er þó, að siðustu niu árin hefur hún öðrum fremur verið það sameiningartákn, sem hefur bjargað indverska.stjórnkerf- inu frá hruni. Andstæðingar hennar eru sundraðir i marga flokka og eiga fátt annað sameiginlegt en að vera á móti henni. Hún hefur heldur ekki sparað það á mörgum fundum sem hún hefur haldið siðan dómurinn gegn henni var felldur, að benda á, að andstæðingarnir eigi ekkert sameiginlegt nema óskina um að fella hana, og þvi eigi Ind- verjar ekki annað val en stjórn hennar eða upplausn. Þetta hefur reynzt henni sigurvænlegt til þessa, og get- ur átt eftir að reynazt það enn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.