Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 17.júni 1975 Undir beru lofti Zóphónías Jónsson. Tlmamynd Róbert. í LONSÖRÆFUM ZÓPHÓNÍAS JÓNSSON er í hópi elztu feröamanna á landi hér, bæöi hvaö varöar æviár og feröa- mannsferil. Hann hefur ferðazt um ísland þvert og endilangt, og einnig gert viöreist til annarra landa, í hálfan fjórða áratug, eða siöan áriö 1940, og hann ferðast enn fullum fetum, þótt hann vanti aðeins tvö ár i áttrætt. Þaö myndi fylla mörg Tima- blöö, ef viö færum að rekja allan þennan langa ferðaferil Zóphóniasar og telja upp þá staöi, sem hann hefur heimsótt, — að ekki sé minnzt á, ef ætti aö lýsa þeim. Við höfum þvi brugðið á það ráö aö binda okkur við eitt landsvæði og helga þvi þessa stund sem við spjöllum saman. Þaö er Lón og Lónsöræfi i Austur- Skaftafellssýslu. — Mig langar þá að byrja á að spyrja þig, Zóphónias: Hvenær komst þú fyrst á þessar slóðir, i Lón og Lónsöræfi? — Það eru ekki nema sex ár siö- an. Fyrst fór ég þar um i skyndi- ferö, en svo með ferðamanna- hópi, og við áttum nokkurra daga dvöl við svonefndan Illakamb, sem er upp af Lóninu. Þá er fariö upp Kjarrdalsheiði og inn hana, en fyrir innan Illakambinn er á- gætt tjaldstæði, þaðan sem hægt er að velja sér ýmsar gönguleiðir yfir Kollumúla, en á bakvið hann er Viöidalurinn, sem einu sinni varbyggður og á sér merka sögu. — Dregur Illikambur nafn af þvl að hann sé örðugur yfirferð- ar? — Hann er ákaflega brattur og viöast hvar mjór. öðrum megin er hann þverhniptur, en hinum megin eru skriður. Eftir honum liggur aðeins einn stigur, ekki breiður, sem menn verða að ganga, og vist er þessi vegur heldur örðugur þeim sem loft- hræddir eru, en þó er þetta ekki neitt sérlega ægilegt, siður en svo. — Verður ferðafólk þá að bera farangur sinn yfir þessa torfæru? — Já, um annað er ekki að ræða, þvi ekki verður farið með bila yfir kambinn. Bezti tjald- staðurinn er i grashvammi undir kambinum. Þaðan er stutt að sækja vatn i svokallað ölkeldugil, en til þeirrar handar sem frá kambinum veit, beljar Jökulsá i Lóni fram i ófæru gili, straum- þung og ægileg. Handan hennar er er Hnappadalstindur, ákaflega fallegt fjall, stórskorið og tignar- legt, en virðist ófært uppgöngu, enda hömrótt, viðast hvar. — Eftir þessari lýsingu að dæma, væri hægt að láta sér detta i hug að þessi leið væri hvorki fyr- ir börn né gamalmenni, jafnvel ekki um hásumar. Reyndin hefur orðið sú, að minnsta kosti I þeim ferðum, sem ég hef farið á þessar slóðir, að fólk hefurekki látið sig muna um að fara upp og niður Illakambinn, jafnvel með þungar byrðar á bak- inu. Og satt að segja hefur mér ekki heldur vaxið það i augum, þótt ég kynntist ekki þessu fagra ogsérkennilegalandsvæði fyrr en ég var kominn á áttræðisaldur. — En ekki er hrikaleikinn ein- ráður á þessum slóðum, og Lón- inu hefur lengi verið við brugðið fyrir fegurö. Ert þú ekki á sama máli um það? — Jú, vissulega er ég samþykk- ur siðasta ræðumanni um að Lón- ið sé fögur sveit. Þegar kemur að Stafafelli og þar inn með Jökuls- ánni, blasa við ákaflega fagrar hliðar, skógi vaxnar, enda hafa margir Hafnarbúar komið sér upp sumarbústöðum þar inn með hllðinni. Allt er þetta land vel gró- ið, og skógartorfur inn eftir öllu. — Og Lónið blasir auðvitað við af Almannaskarði? — Já. Þegar komið er austur úr skaröinu, tekur Lónið við. Þegar niður i sveitina kemur, er til hægri handar niðri við sjóinn hinn forni verzlunarstaður, Pap- ós. Sé haldið áfram er ekið eftir undirlendi, sem Jökulsá i Lóni og Skyndidalsá falla eftir, en þær koma saman þar innfrá. Nú hefur þeim verið veitt undir eina og sömu brúna, þar austarlega á söndunum. Með þessari fyrir- hleðslu hefur það unnizt, að þess- ar tvær jökulár eru hættar að flæða yfir nágrenni sitt, sandarn- ir hafa verið ræktaðir, og nú eru stór flæmi ræktaðra túna, þar sem áður var gróðurlaus sandur. Þar er fagurt yfir að lita á björt- um sumardegi þegar allt stendur I blóma. Gönguleið inn eftir Lambatungum og á Kollumúla — Við minntumst áðan á tjald- staðinn undir Illakambi. En hvert er fýsilegast að halda fyrir ó- kunnugan ferðalang, sem hefur gist þar, og hyggst nú skoða um- hverfið? — Mér sýnist liggja beinast við, að feröamanninum detti I hug að komastupp á Kollumúla og skoða Víðidalinn, annað hvort með þvi að fara niður i dalinn sjálfan eða með þvi að horfa niður I hann af fjallsbrúninni. Þetta er lika öld- ungis rétt ályktun, en til þess að koma ætlan sinni fram, þarf feröamaöurinn að byrja á þvi að komast yfir ölkeldugilið, sem er örstutt frá tjaldstað hans, rétt við Hlakambinn. Siðan er farið inn meö Jökulsá að vestan, sem heita má sæmileg gönguleið, inn að göngubrú, sem er á ánni, þar sem hún beljar fram' straumþung og litt árennileg. Þegar farið er nið- ur aö brúnni að vestanveröu, þarf að gæta sfn, þvi að leiöin liggur niöur brattan kamb, og er á kafla einstigi meðfram kletti nokkrum, en brött skriða og áin fyrir neðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.