Tíminn - 17.06.1975, Side 13

Tíminn - 17.06.1975, Side 13
Þriðjudagur 17.júni 1975 TÍMINN 13 Litsjónvarpstæki Hreint | £@ðland | fagurt I Innd I LANDVERND Það þarf ekki að vera. Enda þótt allir landsmenn njóti sömu dagskrár, er afar mismunandi hvað fólk sér, og kemur þar margt til, léleg sjónvarpstæki, slæm mót- tökuskilyrði og umdeild dagskrá. Við ráðum ekki bót á efnisvali sjónvarpsins né heldur lögum við móttökuskilyrðin, en sért þú aö Komdu í heimsókn og sjáöu. hugsa um að endurnýja sjónvarpstæki eða kaupa þitt fyrsta.þá viljumvið benda þér á að það sem þú sérð, það sérðu best í Nordmende sjónvarpstæki. Við höfum svart/hvít og litsjónvarpstæki í úrvali á verði frá 60.000 krónum. Þessar hugleiðingar festar á blaö I maimánuði 1975. Raufarhöfn, 6. júni 1975.” Séröu þaó w sem w í hverra þágu? Hér fer á eftir siðari hlifti Landfarabréfs Hólmsteins Helgasonar: „Bakkinn og blikan á himni Islenzkra þjóðmála, virðast nálgast hvort annað, með hægð en öryggi. Ennþá er aðeins élja- gangur, samanber togaraverk- fallið o.fl. sem til stendur, en allar likur benda til að skelli saman i stórhriðina eftir kom- andi mánaðamót, og þá kann einhver að verða (illa) úti. Þarna eiga stjórnvöldin þunga sök. Launafólkið i landinu hefði þolað bótalaust erlendar verð- hækkanir nauðsynjavara, og ekki rofið gildandi samninga, ef stjórnvöld þjóðmála hefðu ekki rofið samninga, með gengisfell- ingu, sem greinilega var fram tekið, að varðandi niðurfellingu gildandi kjarasamninga, ef að sliku væri horfið. Það var þvi fyrirfraro vitað, hvað skerðing- gjaldmiðilsins kostaði, umfram það sem áður var orðið. Og þetta allt einungis til að þjóna flokkshagsmunum Sjálfstæðis- flokksins, en ekki þjóðfélagsins, þvi þeir sem græða fjármuna- lega á lögboðinni gengislækkun, eru fasteignabraskarar, heild-' salar og alls konar spákaup- menn og skuldarar við banka og fjárfestingarsjóði, sem herjað hafa út ógengistryggt lánsfé af sparifé og sjóðum þjóðfélags- þegnanna, bæði til nauðsyn- legra og ónauðsynlegra hluta, þar með óhófseyðslu um efni fram, auk e.t.v. nokkurra iðn- rekenda. Þetta fólk mun vera aðaluppistaðan i Sjálfstæðis- flokknum, og mjólka honum bezt, en ivafið svo nytsamir sakleysingjar. En kommúnistar „glotta við tönn” þvi nú lætur þeim. Ástandið hér er að verða nokkuð likt og það var i Þýzka- landi árið 1923, sem a.m.k. eldri menn muna og sagan geymir, og varð undanfari þess, að þýzka þjóðin glataði sinu lýð- ræði. Er sú hætta ekki á næsta leiti hér nú? Til þess benda ýms sólarmerki, þvi miður. Það sem núverandi rikis- stjórn átti að gera, fyrst og fremst, þegar hún tók við stjórnartaumunum — með þann mikla þingstyrk, sem að baki hennar stóð — var að fá lög- festa gengistryggingu á allt sparifé landsmanna og sjóði i almennum lánastofnunum, og hefði raunar átt að vera búið fyrir löngu, þvi þá hefði verið minni verðbólga á Islandi nú. Með þessu hefði verið heft hin ægilega og skaðlega verðþensla, af innlendum toga, sem nú ógn- ar þjóðfélagi voru, lýðræði þess og e.t.v. sjálfstæði. Þá þenslu, sem stafar af erlendum verðhækkunum, ráðum við ekki við, nema að litlu leyti, og verð- um þvi að taka það á okkar herðar. Og svo kemur forsætisráð- herrann i sjónvarpið, sýnir þar sina persónu, og skorar á allan almenning i landinu, að spara sem mest, allt sem kostað getur erlendan gjaldeyri. Það er hætt við að það hafi viða mætt dauf- um eyrum og kuldabrosi á vör. Það hefði ekki verið 15 milljarða króna halli á gjaldeyrisviðskipt- um Islendinga á árinu 1974, ef stjórnvöld hefðu, þó ekki hefði fyrr verið en eftir siðustu kosningar, komið á verð- eða gengistryggingu á allt innlánsfé I lánastofnunum á landi hér. Skipholti 19 sími 23800 Klapparstíg 26 sími 19800 Sólheimum 35 Týndur hestur Rauður tvistjörnóttur hestur, 7 vetra, tapaðist frá Seljabrekku Mosfellssveit. Fer yfir girðingar. Upplýsingar i sima 4-17-31 á kvöldin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.