Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 17.júni 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 47 aði í liðamótin. Þetta tók of langan tíma. Hann vissi, að þeir gætu ekki borið hann mikið lengur. Þeir urðu að komast uppá hrygginn. Þegar Ward rann til og hrasaði, þá munaði minnstu, að Teasle missti tak sitt á Orval. Þeir duttu kyllif latir í brekkunni. Straumurinn hreif þá með sér svolítinn spöl. Þeir börðust við að halda í Orval. Enn voru þeir með hann. Þeir reyndu að komast hærra upp í brekkuna. En þeir komust aídrei lengra með hann. Skyndilega hrópaði Singleton upp yf ir sig. Svo féll hann fram hjá Orval, og skall á brjósti Teasles. Þeir runnu af tur á bak. Teasle missti tak sitt á Orval. I næstu andrá lá hann á bakinu neðst í brekkunni. Vatnið fossaði yfir hann og hann fann til sársauka er steinar rákust utan í hann. — Ég gat ekki að þessu gert, hrópaði Singleton. — Steinninn rann undan mér. — Orval. Straumurinn hefur hrifið hann. Teasle buslaði í átt að klettabrúninni. Hann strauk vatnið frá augunum með handleggnum, deplaði augun- um og reyndi að rýna gegnum regnið. Hann mátti ekki hætta sér of nærri brúninni. Straumurinn var of sterkur þar. En Guð á himnum, hann varð að stöðva Orval. Hann fór sér ögn hægar, mjakaði sér nær og strauk vatnið f rá augunum. Elding leiftraði. Þá sá hann greinilega upp- Ijómaðan líkama Orvals, sem kastaðist fram af brún- inni... Svo sortnaði yf ir öllu á ný. Þá kastaði Teasle upp. Heit tár blönduðust köldu regninu á andliti hans. Hann veinaði þar til hálsinn lokaðist. — Andskotinn hirði þessa djöfuls hunda. Ég skal drepa þá fyrir að neita um aðstoðina. Singleton birtist skyndilega við hlið hans. — Sérðu Orval nokkurs staðar? Teasle f ór f ram hjá honum og stef ndi að hryggnum. — Ég skal drepa þá. Hann greip eftir handfestu og tosaði sig upp á við, smeygði fæti aftan við stein og mjakaði sér upp. Hann gróf og klóraði eftir handfestu á meðan hann barðist upp á móti vatnselgnum. Skyndilega var hann kominn upp á hrygginn og sökk inn í skóginn. Þar var gnýrinn ærandi. Vindurinn sveigði trén.dundi inn milli greinanna. Elding leiftraði rétt hjá þeim og laust svo niður í trjábol, sem klofnaði að endilöngu. Tré skall niður f yrir f raman Teasle, sem hoppaði yf ir það. — Foringi, hrópaði einhver. — Hér er ég, foringi. Hann sá ekki andlitið — aðeins mannslíkama, sem hniprapi sig saman upp við tré. — Ég er hér, foringi. AAaðurinn baðaði út höndunum í miklurh ákafa. Teasle æddi í átt að honum og þreif um skyrtubrjóst hans... Þetta var AAitch. — Hvað ertu að gera? Hvað er að þér? sagði AAitch. — Honum skolaði fram af, sagði Teasle. Hanr kreppti hnef ann og sló AAitch í andlitið, hratt honum upp að trénu og niður í forina. — Jesús, sagði AAitch. Hann hristi höfuðið ruglaður, tvisvar sinnum.Hann stundi og hélt um blóðugan munn- inn. — Jesús... hvað er að þér? öskraði hann. — Lester hljópst á brott með hinum. Ég varð eftir í stað þess að yfirgefa þig. ELLEFTIKAFLI Teasle hlaut nú að vera kominn inn í skóginn. Rambo var þess fullviss. Óveðursþunginn var mikill og veðrið hafði geisaðsvo lengi, að útilokað var að Teasle og menn hans gætu hírzt lengur á opinni klettasyllunni. Regnið var svo þétt, að hann sá ekki til að skjóta þá. Þeir hlutu að hafa gripið tækifærið og farið upp hrygginn, inn á milli trjánna. Það var í lagi. Þeir myndu ekki komast langt. Hann haf ði margof t lent í slíkri aðstöðu i rigningu. Hann vissi nákvæmlega hvernig bezt var að elta menn uppi við slík skilyrði. Rambo hljóp fram úr runnunum og skjóli trjánna. Hannstefndi íátttil klettarótanna, sem hann hafði kom- ið niður. Oveðrið hafði komið svo miklum ruglingi á allt, að hann gat auðveldlega f lúið í hina áttina, langt inn í skóginn — ef hann vildi. Ef dæma mátti eftir stórum þéttum skýjaflákunum, þá gat hann verið kominn margra klukkustunda og mílna ferð á burt, áður en storminn lægði svo, að Teasle gæti aftur haf ið eftirför. Hann gat raunar komizt svo langt undan, að Teasle gæti aldrei framar náð honum. Eftir launsátrið var jafnvel mögulegt, að Teasle hef ði misst allan áhuga á því að elta hann uppi. En það skipti ekki máli. Á þessari stundu var hann staðráðinn í því, að flýja ekki meira. Hvort sem hann var eltur eða ekki. Hann hafði legið í skjóli runn- anna og fylgzt með klettabrúninni. Þá hugleiddi hann hvernig Teasle hafði nú orðið til þess, að hann var enn eini sinni orðinn manndrápari, og það eftirlýstur morð- iiiiliiiiií f Krossleggðu \ ( fæturna ég ætla að ] \gera læknis-rannsókn/ Þriðjudagur 17. júni Þjóðhátlðardagur islendinga 10.10 Veðurfregnir 10.30 Frá þjóðhátíð I Reykja- vík. a. Hátiðarathöfn á Austurvelli. Lúðrasveit Reykjavikur leikur ætt- jarðarlög. Már Gunnarsson formaður þjóðhátiðar- nefndar setur hátíðina For- seti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig að fótstalla Jóns Sigurðs- sonar. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra flytur ávarp. Þá er ávarp Fjall- konunnar, kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Karlakór Reykjavikur syngur þjóðsönginn og ætt- jarðarlög milli atriða. Páll P. Pálsson stjórnar. — Kynnir: ólafur Ragnars- son. b. 11.15. Guðsþjónusta i Dómkirkjunni. Séra Ingvi Þórir Árnason frá prest- bakka messar. Magnús Jónsson og Dómkórinn syngja. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.40 Harmonikulög. . Orvar Kristjánssori leikur. 14.00 Ashiid ar mýra r- samþykkt 1496. Björn Þor- 16.15 Veðurfregnir. Frá þjóðhátið i Reykjavík 1974. Dr. Gunnar Thoroddsen flytur erind.i: „Aldar- minning stjórnar- skrárinnar." Vilhjálmur Þ. Gislason fyrrum útvarps- stjóri talar fyrir minni Reykjavikur. Einsöngvara- kvartettinn syngur. Arni Óla flytur frumort kvæði. Kynnir: Guðmundur Jóns- son. 17.00 Barnatimi: Soffia Jákobsdóttir stjórnar. 17.30 Sagan: „Prakkarinn" eftir Sterling North. 18.00 Stundarkorn með Birni Ólafssyni fiðluleikara. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 9.35 „Dagur, ei meir". Matthias Johannesson skáld les ur nýrri ljóðabók sinni við undirleik. Jóhann Hjálmarsson og Gunnar Stefánsson ræða um bókina.. 20.10 Frá tónleikum Kammer- sveitar Reykjavikur I hátiðarsal Menntask. við Hamrahliö 9. febrúar s.I. Oktett I F-dúr op. 166 eftir Schubert. 21.05 Hallveig Eyrarsól. Guð- mundur G. Hagalin rit- höfundur les frumsaminn söguþátt. 21.35 Hásk.kórinn syngur i út varpssal.Stjornandi: Rut L. Magnusson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. þ.á.m. leikur hljómsveit Guðjóns Matthiassonar I u.þ.b. hálfa klukkustund. (23.55 Fréttir istuttu máli. 01.00 Veðurfregnir.) 02.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. júni 7.00Morgunútvarp. Veður- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vlgaslóð" eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýðingu sina (21) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.10 Tdnleikar. 17.30 Smásaga „Ljós i myrkri" eftir Sigriði Björnsdóttur frá Miklabæ. Olga Sigurðardóttir les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.