Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN ÞríÓjudagur H.júni 1975 GUDMUNDUR ÞORBJÖRNS- SON...sést her sækja að marki FH-inga. ómari Karlssyni tókst þarna að verja skot frá honum — Pálmi Sigurbjörnsson, sem var bókaður í leiknum, fylgist með. (Timamynd Gunnar) . ÉG ÆTLA AAÉR AO VERÐAMARK- HÆSTUR II — sagði hinn efnilegi nýliði hjá Val, Guðmundur Þorbjörnsson, sem skoraði ,,hat-trick" gegn FH-ingum á Kaplakrika- vellinum og tryggði Valsmönnum sigur 3:0 ,,Það var stórkostlegt að horfa á eftir knettinum, þar sem hann skall I stönginni og þaðan í netið", sagði hinn ungi og efnilegi nýliði, Guðmundur Þorbjörnsson, iVals- „DOUBLE" HJÁ ST. ETIENNE Franska liðið St. Etienne tryggði sér sigur i frönsku bikarkeppn- inni á laugardaginn i Paris. St. Etienne, sem vann þar með „double" — bæði deildar- og bikarkeppnina i Frakklandi, vann sigur yfir Beat (2:0) i úrslita- leiknum, sem 45 þús. áhorfendur sáu. Mörkin skoruðu þeir Piazza (68. min.) og Larque (80. min.). liðinu, sem vann það afrek gegn FH-liðinu, að skora „hat-trick" — þrjú mörk á Kaplakrikavellinum og tryggja Valsmönnum sigur Ci:0). — Ég hefði átt að skora fleiri mörk i leiknum, þegar litið er á þau marktækifæri, sem ég fékk. En baráttan tók á taugarnar — ég stefndi að „hat-trick", um tima hélt ég, að mér ætlaði ekki að takast að ná því, sagði Guð- iii iindui', sem er örugglega ekki búinn að segja sitt siðasta orð i deildarkeppninni i sumar. — Ég ætla mcr að verða markhæstur, sagði þessi efnilegi og sókndjarfi leikmaður, að lokum. Guðmundur opnaði marka- reikning sinn hjá Valsliðinu, með þvi að skora fyrsta mark i deild- inni á 39. min. Hann skoraði markið af stuttu færi, eftir að ómar Karlsson.markvörður FH- liðsins, hafði varið skot frá Grimi Sæmundssen — en Ómar missti knöttinn frá sér og Guðmundur var ekki lengi að notfæra sér tækifærið. — Hann sendi knöttinn upp undir þaknet FH-marksins. Aðeins tveimur min. siðar skoraði Guðmundur aftur, með stórglæsilegu skoti frá vitateig, sem óraar réði ekki við. Þeir Hermann Gunnarsson og Berg- sveinn Alfonsson áttu allan heið- urinn af markinu — þeir sundruðu FH-vörninni með snjöllum sam- leik, sem endaði með þvi, að Bergsveinn sendi knöttinn til Guðmundar. Hann bætti siðan þriðja marki sinu við á 73. mín. — komst einn inn fyrir FH-vörnina og skoraði með þvi að skjóta fram hjá Ómari, sem kom hlaupandi á móti Guðmundi. — Knötturinn skall I stögninni og þeyttist þaðan I netið. Stuttu siðar átti Guð- mundur skalla að FH-markinu, sem small i þverslánni. Valsliðið átti mjög góðan leik og þeir yfirspiluðu nýliða FH al gjörlega, með smá heppni hefði sigur Vals átt að vera stærri. Guðmundurfór t.d. mjög illa með tvö mjög góð marktækifæri — var of eigingjarn. I bæði skiptin var staðan þannig, að hann og Her- mann Gunnarsson voru komnir einir inn fyrir FH-vörnina. Guð- mundur reyndi I bæði skiptin markskot, sem óraar varði — báðar þessar sóknarlotur hefðu hafnað I marki FH-liðsins, ef Guðmundur hefði rennt knettin- um til Hermanns.sem stóð fyrir opnu marki. — „Ég lokaðist al- gjörlega, þar sem hugsunin um „hat-trick" var komin efst i huga hjá mér", sagði Guðmundureftir leikinn. Það er vel skiljanlegt, þar 'sem óskadraumur allra knattspyrnumanna, er að skora „hat-trick"— þrjú mörk I leik. Þá átti hinn éfnilegi Albert Guð- mundson skalla að FH-markinu, sem strauk þverslá. Allt voru þetta marktækifæri, sem með smá heppni hefðu átt að lenda i marki Hafnarfjarðarliðsins. Eins og fyrr segir áttu leik- menn Valsliðsins góðan leik — bezturvar þó Hermann Gunnars- son, sem sýndi sinn bezta leik i sumar. Hermann lék fyrir liðið, var sífellt ógnandi með góð- umsendingumogsamspili. „Her- mann hefur mikla þýðingu fyrir Valsliðið. Hann er hættulegur og dregur mótherja að sér og um leið losnar um leikmenn eins og Guð- mund", sagði Hörður Hilmars- son.fyrirliði Valsliðsins, um Her- mann eftir leikinn. Hörður átti einnig mjög góðan leik — var á ferðinni allan leikinn, alltaf að byggja upp sóknarlotur. Ungu framherjarnir Albert Guðmund- son og Guðmundur Þorbjörnsson voru einnig góðir — það er knatt- spyrna I þessum ungu leikmönn- um, sem eru menn framtlðarinn- ar. Dýri Guðmundssonátti góðan leik I vörninni, sömuleiðis Magnús Bergs og bakvörðurinn Grimur Sæmundssen. Þá var Sigurður Dagsson góður í mark- inu — rólegur og öruggur. Það speglast nútiðin og framtiðin i Valsliðinu, sem er nú eitt okkar bezta félagslið, sem á örugglega eftir að vinna marga sæta sigra I sumar, undir stjórn hins liflega Skota Joe Gilroy, sem lék við hvern sinn fingur eftir leikinn — greinilega mjög ánægður með sína menn, hann mátti svo sannarlega vera það. FH-liðið náði sér aldreiá strik I leiknum, leikmenn voru algjör- lega yfirspilaðir, — þeir urðu áhugalausir og gáfust hreinlega upp I baráttunni við sterkt Vals- lið. — SOS. Jón sá um sígur Ármanns JÓN HERMANNSSON tryggði Armanni sigur (1:0) gegn Reyni, þegar liðin mættust á Arskógs- strönd. Jón skoraði markið með þrumuskoti á 25. minútu leiksins, eftir að hann hafði fengið send- ingu frá Sigurði Arnasyni. Viðstöðulaust skot frá Jóni söng i netamöskvum Revnis-marksins. Weisweiler hættir hjá ..Gladbach" Udo Lattek, fyrrum þjálfari Bayern AAunchen tekur við liðinu BORUSSIA Mönchengladbach varð yfirburðasigurvegari i V-Þýzkalandi með 50 stig, 6 stig- um meira en næsta lið Hertha BSC, sem er með 44 stig. Þjáifari liðsins, Hennes Weisweiler hefur nú ráðið sig til Barcelona næsta keppnistimabil, en við stöðu hans hjá Mönchengladbach tekur fyrr- um þjálfari hjá Bayern Munchen, Udo Lattek. Næsta ár verða tvö v-þýsk lið i Evrópukeppni meist- araliða, Bayern Munchen, sem Evrópumeistari og Mönchen- gladbach sem Þýzkalandsmeist- ari. Úrslitin I 34. og slöustu umferð þýzku Bundesligunnar urðu sem hér segir: Bayern Munchen—Hamburger SV 0-1 Bremen—Mönchengladbach 1-4 Offenbach—Dusseldorf 2-3 Braunschweig—Frankfurt 2-0 Hertha BSC—Bochum 4-2 Schalke 04—Tennis Borussia 3-0 Stuttgart—RW Essen 3-2 Wuppertaler—Kaiserslautern 3-3 FC Köln—Duisburg 4-2 úrslitaleikur v-þýzku bikar- keppninnar veröur háður um næstu helgi og eigast þar við Ein- tracht Frankfurt og MSV Duis- burg. Það lið, sem sigrar, tryggir sér rétt til að taka þátt I Evrópu- keppni bikarhafa næsta keppnis- tlmabil. 1 UEFA keppninni taka þátt fyrir hönd V-Þýzkalands Hertha BSC, Hamborg og Köln, og svo það lið, sem tapar úrslita- leik bikarkeppninnar. SIGURMARK HAUKA KOM Á SÍÐUSTU STUNDU Haukar áttu I erfiðleikum með Viking frá Ólafsvfk, þegar liðin mættust á Kaplakrikavellinum. Það var ekki fyrr en aðeins voru 3 min. til leiksloka, að Haukum tókst að tryggja sér sigur — Óiaf- ur Jóhannesson skoraði þá sigur- mark (1:0) Hauka af stuttu færi. Landsliðsmaðurinn Asgeir Elias- son lék sinn fyrsta leik með vfkingum og áttihann góðan leik, en hann lék stöðu miðvarðar. AUÐVELDUR SIGUR F YFIR KR Eftir 360 mínútna leik í íslandsmótinu, hefur KR-ingum ekki ennþá tekizt að skoru mark Framarar unnu auðveldan sig- ur yfir KR-ingum, þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið, með 2 mörk- um gegn engu. Við þessi úrslit er Fram nú ásamt Val á toppi deildarinnar með 6 stig, en KR- ingar eru neðstir með tvö stig, og ekki liklegt að liðið hreyfi sig það- an meðan það leikur algjöran varnarfótbolta með aðeins tvo menn I sókninni. Uppskera liðsins i þeim fjórum leikjum sem liðið hefur leikið er tvö stig i marka- lausum leikjum, og eftir að hafa leikið i 360 mínútur i fslandsmót- inu hefur liðinu enn ekki tekizt að skora mark. Framarar voru fljótir að ná sér á strik og leikurinn var aðeins þriggja mlnútna gamall þegar fyrra markið kom. Eggert Steingrimsson og Rúnar Gislason léku upp vinstri kantinn, öll KR- vörnin ætlaði sér að stöðva þá, en þá varð Kristinn Jörundsson al- veg frlr við hægra vitateigshorn. Rúnar sendi góða sendingu til hans, Kristinn lék aðeins áfram og skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan markteig, óverjandi fyrir Magnús Guðmundsson, markvörð KR. Eftir markið sóttu KR-ingar nokkuð, en ekki skapaðist hætta af sókn þeirra. Framarar léku á köflum i fyrri hálfleik skinandi knattspyrnu, og litlu munaði að Marteinn Geirs- son skoraði eftir góða sendingu frá Eggert, en Magnús mark- vörður varði snilldarlega. Eins varðí Arni Stefánsson I marki Fram mjög vel þrumuskot frá bakverði KR, Stefáni Sigurðs- syni, og i annað skipti bjargaði hann mjög vel með úthlaupi. Á 43. miniitu vár dæmd aukaspyrna á KR á miðjum vallarhelmingi þeirra. Sem fyrr tók Eggert Steingrimsson spyrnuna, sendi góða sendingu inn i vitateiginn, skallað var fyrir fætur Agústar Guðmundssonar.sem átti auðvelt með að skora. Var þetta mark Agústar fjórða markið, sem hann skorar i 1. deildinni, en siðast skoraði hann i leik á móti Breiða- bloki 1971, en fyrsta mark sitt i deildinni skoraði hann á móti Keflavik árið 1968. Staðan i hálfleik var þannig 2-0 Fram I vil, og tók Tony Knapp það til bragðs I seinni hálfleik að bæta við manni i KR-sóknina. Tók hann út af varnarmann og setti Jóhann Torfason inn á i staðinn. Við þetta varð sóknarleikur KR- inga hættulegri, en tækifærin, sem þeir sköpuðu sér voru ekki mörg, og þegar hætta skapaðist við Fram markið þá sá hinn frábæri markvörður Fram, Arni Stefánsson um að bæja henni frá. KR-ingar féliu I þá gryfju, eins' og svo mörg önnur lið, að senda háar sendingar inn I vitateig Fram, en nær undantekningarlaustsáu þeir Marteinn Geirsson og Jón Péturs- son um að skalla frá marki. Seinni hálfleikurinn varð mjög Croy varði 2 vítaspyrnur og skoraði síðan sjálfur úr vítaspyrnu SACHSÉNRING Zwickau varð bikarmeistari i Austur-Þýzka- landi, er liðiö sigraði Dynamo Dresden s.l. laugardag. Eftir venjulegan leiktlma var staðan 1-1. Þá var framlengt I 2x15 mln- útur og skoruðu bæði liðin eitt mark f framlengingunni, Zwickau jafnaði, þegar aðeins tvær minút- ur voru eftir af framlengingu. Þá var tekið til við vltaspyrnu- keppni, og varði landsliðsmark- maðurinn Jurgen Croy tvö af skotum Dynamo Dresden, og tryggði slðan sigur Zwickau nieö þvi að skora sjálfur úr siðasta vlt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.