Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 20
11 i - 1 > Nútíma búskapur þarfnast BAlfER haugsugu^U \j A Þriöjudagur 17 .júnl 1975 Heildverzlun Síöumúla ^ Simar 85694 & 85295 g :--:ð i fyriryóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Bretar endurnýja umdeilda samninga við S-Afríkubúa — þrátt fyrir harða andstöðu vinstri innan Verkamannaflokksins afla NTB/Reuter-London. Bretar og Suöur-Afrlkubúar hafa endurnýj- aö hina svonefndu „Simonstown- samninga” um flotasamvinnu — þrátt fyrir haröa andstööu gegn samningununt frá vinstri öfium innan Verkamannaflokksins. Samningar þessir voru gerðir fyrir tuttugu árum. Þeir fela i sér, að herskip beggja þjóða hafa sameiginleg afnot af höfn og hafnaraðstöðu I Simonstown- flotastööinni, sem er nálægt Höföaborg. Sömuleiðis er kveðið á um sameiginlegar æfingar i samningunum. Þeir vinstri menn innan Verka- mannaflokksins, er barizt hafa gegn endurnýjun samninganna, telja, að með þeim leggi Bretar óbeint blessun sina yfir kynþátta- stefnu Suður-Afrikustjórnar. Karpov leiðir Vidmar-mótið Heimsmeistarinn hefur hlotið 8 1/2 v. Reuter-Ljubljana. Ellefu um- ferðum er nú lokið á Vidmar- minningarskákmótinu, er fram fer i borginni Ljubljana i Júgóslaviu. Anatoly Karpov — sovézki stórmeistarinn og nýbakaður heimsmeistari i skák — hefur örugga forystu á mótinu. Hann hefur hlotiö 8 1/2 vinning, en þeir, sem skipa annaö til þriöja sæti, hafa fengið 7 vinninga. í elleftu umferð gerði Karpov jafntefli við júgóslavneska stórmeistarann Planinc i aðeins 19 leikjum. Júgóslavneski stórmeistarinn Parma var sá eini, er nældi sér i vinning i umferðinni, en skák þeirra Gligoric (Júgóslaviu) og Furman (Sovétrikjunum) fór i bið. Aðrar skákir enduðu með jafntefli. Staðan i mótinu er nú þessi: 1. Karpov 8 1/2 v. 2.-3. Hort og Ribli 7. v., 4.-5. Gligoric og Furman6 l/2v..og biðskák, 6.- 7. Parma og Ljubojevic 6 \ , v., 8-9. Barle og Velimirovic 6 v., 10. Portish 5 l/2v., 11. Mariotti 5 v., 12. Planinc 4 1/2 v., 13. Garsia 4 v., 14. Musil 3 v., 15. Osterman 2 1/2 v. og 16. Karnar 2 v. Tólfta umferð verður tefld i dag. Berlinguer, leiötogi italskra kommúnista: Stórsigur „Vinstri sveifla" í kosningunum á Ítalíu: Kommúnistar bæta við sig miklu fylgi en kristilegir demókratar halda velli, þrátt fyrir það Reuter-Róm. í gær fóru fram héraðs- og sveitarstjórnakosning- ar á itaiiu. Kosninganna var beð- ið mcð nokkurri eftirvæntingu, þar eð búizt var við mikiili fylgis- aukningu kommúnista og sósial- ista á kostnað kristilegra demó- krata, er verið hafa i stjórnarfor- ystu á ttaliu s.l. þrjátiu ár. Siðdegis i gær voru birtar fyrstu atkvæðatölur úr nokkrum af stærstu borgum Italiu. Þær gáfu ótvirætt til kynna mikla fylgisaukningu kommúnista. 1 Róm bentu fyrstu tölur t.d. til 9% fylgisaukningar þeirra og svipaða sögu var að segja frá öðr- um stórborgum. Þessi fylgisaukning kommún- ista er óneitanlega meiri en búizt var við fyrir fram. Aftur á móti virðist tap kristilegra demókrata vera nokkru minna en spáð var, m.a.s. bættu þeir við sig fylgi á stöku stað. Þeir flokkar, sem einkum urðu fyrir barðinu á „vinstri sveiflunni”, voru smá- flokkar þeir, er standa til hægri eða I miðju italskra stjórnmála. 1 gær var kosið til héraðs- stjórna i fimmtán af tuttugu héruðum á ttaliu. Og fyrstu tölur bentu til, að kommúnistar — sums staðar með stuðningi sósial- ista — næðu völdum i tveim héruðum til viðbótar þeim 3, er þeir réðu fyrir kosningarnar. Fjöldi ástæðna liggur til sigurs kommúnista og sósialista. Kosn- ingaaldur var nýlega færður nið- Framhald á bls. 7 IM!1 Férðamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Enn ríkir ótryggt ástand í Portúgal: HERÐA HERFORINGJARNIR TÖKIN Á SÓSÍALISTUM? ÓDÝRAR Spánarferðir Bentdorm NTB/Reuter-Lissabon. Astandið i Portúgal er enn ótryggt, þótt svo virðist — a.m.k. á yfirborðinu — semherforingjarþeirerfara með völd i landinu, ráði lögum og lof- um. 1 gær slógu hersveitir hring um hina rikisreknu útvarpsstöð lar.dsins og öryggissveitir gengu hart frami leit að fimm mönnum, sem sagðir eru hafa stolið vopn- um úr einni af birgðastöðvum Portúgalshers. Talsmaður hersins sagði, að sleginn hefði verið hringur um út- varpsstöðina til að koma i veg fyrir að fimmmenningarnir legðu hana undir sig. Sveitir úr öryggis- lögreglunni COPCON stöðvuðu bifreiðar á leið til og frá Lissabon og óbreyttir borgarar aðstoðuðu öryggislögregluna við leitina að vopnaþjófunum. Leiðandi herforingjar innan Portúgalshers hafa setið á lokuð- um fundi siðan á föstudag. Fréttaskýrendur telja, að á fundinum verði teknar ákvarðanir, er eigi eftir að ger- breyta pólitiskri þróun i landinu. Ljóst er, að kommúnistar — eins og bezt sést á skrifum dag- blaða f Portúgal, sem flest eru á bandi þeirra — óttast nú, að frjálslyndari öfl á borð við sósialista og fylgiflokka þeirra nái smám saman yfirtökunum i krafti hins mikla meirihluta á stjórnlagaþingi landsins. Leiötogar kommúnista hafa þvi lagt fast að herforingjunum að herða á ný tökin á sósialistum. Herforingjarnir hræðast mjög veldi sósíalista, enda eru þeir hvergi nærri eins leiðitamir og kommúnistar. Þess vegna búast margir fréttaskýrendur við, að byltingarráðið — sem skipað er eingöngu herforingjum og fer i reynd með æðsta vald í landinu — fari að raðum kommúnista og setji sósialistum stólinn fyrir dyrnar. Þannig hefur UPI-frétta- stofan eftir áreiðanlegum heimildum, að bann það, er sett var við útkomu sósialista- málgagnsins Republica, verði látið gilda áfram — þó e.t.v. i breyttri mynd. Verði sú raunin, eru úr gildi fallin þau skilyrði, er leiðtogar sósialista settu fyrir áframhaldandi þátttöku i Portúgalsstjórn. Fróðlegt verður þvi að fylgjast með gangi portúgalskra stjórn- mála næstu daga. Til vinstri sjást prentarar Republica, er fyigja kommúnistum aö málum — i miðju sjást hermenn á veröi fyrir framan aöalstöövar blaösins — og til hægri sést Soares leiötogi sóslalista mótmæla framferði prentaranna eftir aö þeir höföu rekiö stjórnendur blaðsins frá störfum: Siödegis I gær baö fram- kvæmdastjóri Republica um lögregluvernd, en áformaö var aö koma biaöinu út I dag. Svör öryggis- varða voru þau, aö þeir ætluöu aö fá kommúnistum lyklana að aöalstöövum blaösins, fremur en sjá stjórnendum þess fyrir vernd. Og fréttir herma, aö herforingjarnir hafi nú I hyggju aö banna áfram- haldandi útgáfu þessa aðalmálgagns sósialista.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.