Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 1
135. tbl. —Fimmtudagur 19. júní 1975 —59. árgangur J Skotið á hljómsveit fyrir noroan ASK-Akureyri.Skotið var úr loft- skambyssu á Ólaf Sigurðsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Geisla, er hún var að leika fyrir dansi á Ráðshústorgi á Akureyri siðastliðinn þriðjudag. Skotið var það öflugt að kúlan, sem lenti i hægri augabrún, sat föst I sárinu. Varð að flytja Ölaf á sjúkrahús til að fjarlægja kúluna. Þá var einnig skotið á hljóðfæri hljómsveitarinnar og mun hafa sézt nokkuð á þeim, en þrátt fyrir þetta spilaöi hljómsveitin siðar um kvöldið. Við rannsókn kom i ljós að 14 ára unglingur var með byssuna undir höndum og játaði hann verknaðinn. Sameinuðu þjóðirnar vilja að jdrðhHa- deild háskóla S.Þ. verði hér á landi Oó-Reykjavík. Til mála hefur komið að stofnsetja á lslandi þá deild Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, sem fjalla á um jarðvarma og nýtingu hans. Er málið enn á athugunarstigi og er t.d. ekki ljóst hvernig fjárhagshliðinni verður háttað, en það atriði kemur að sjálfsögðu til með að skipta miklu máli varðandi þátttöku íslands, en aðstandendur skólans munu ætlast til að íslendingar beri tals- RAFAAAGNSKAPALL UR DJÚPI Á TOGARASLÓÐUM HJ-Reykjavik. — Þegar við ætluðum að fara að draga veiðar- færin á ágætis togslóð hér fyrir utan aðfaranótt s.l. laugardags, fundum við að þau voru föst I ein- hverjum fjáranum. Okkur gekk ákaflega erfiðlega að hifa, en þegar við loks höfðum náð vörp- unni um borð, kom I ljós að mikill kapall var fastur á öðrum hleran- um. Veður var einstaklega gott og stillt á þessum tima, en vist er að hefði veður verið slæmt, hefðum við misst veiðarfærin, sagði Magni Kristjánsson, skipstjóri á Bjarti NK 121 I viðtali við Tim- ann, að loknum sjóprófum I Nes- kaupstað I gær. Fjölgar þeim, sem framleiða sitt eigið vín? |>0 — Kapallinn var algjörlega fastur á hleranum, sagði Magni, og við urðum að höggva hann af þvl að ómögulegt reyndist að leysa hann með öðrum hætti. Þetta reyndist einhvers konar rafmagnskapall, þvl að þegar við huggum hrukku af honum gneist- ar og eldglæringar. Ekki hefur enn farið fram rannsókn á, hvaða fyrirbæri þarna er um að ræða, en við tókum bút með okkur heim og er verið að rannsaka hann. — Kapallinn er alveg nýr og við minntumst þess, að fjórum dög- um áður höfðum við séð einmitt á þessum sama stað mjög óvenju- legt skip, með alls kyns turnum og strompum. Við höfðum þá samband við landhelgisgæzluna, sem taldi að um rannsóknarskip frá bandariska flotanum væri að ræða. Sams konar skip hafði skip- stjórinn á Vestmannaey sáð .á Selvogsbanka I aprfl og reyndist það bandarlskt rannsóknarskip. — Hverju og hverjum sem þarna er um að kenna, er þetta vægast sagt mjög óbægilegt, bvl að þarna er mjög fisksæl slóð og mikið veitt. Ef við hefðum fest veiðarfærin I verra veðri má öruggt teljast, aö við hefðum misst þau. Fyrir skömmu siðan misstum við einmitt veiðarfæri fyrir tvær milljónir króna á öruggum togslóðum þarna i næsta nágrenni og kunnum þá alls enga skýringu, en óneitan- lega setur maður það nú i sam- band við þetta. Það er llka ein- kennilegt, að fleiri bátar hafa fest illa á þessum slóðum undanfarið, þótt það hafi varla gerzt áður, sagði Magni að lokum. verðan kostnaö af stofnun deildarinnar og rekstri. Hugmyndin um að setja sllka jarðvarmadeild á stofn hérlendis varð til erlendis, en Islenzkir sér- fræðingar njóta mikils álits á þessu sviði. Fáar þjóðir hafa nýtt jarðvarma I jafnrlkum mæli, og Islenzkir sérfræðingar hafa margir starfað hjá tækniaðstoð- inni á vegum Sameinuðu þjóð- anna viða um heim. Umleitanir um þetta mál hafa borizt utanrikisráðuneytinu, og verið sendar menntamálaráðu- neytinu, og eru til umsagnar hjá þeim aðilum, sem málið varða. Einnig hefur komið til tals, að hér á íslandi verði stofnuð og starfrækt önnur deild á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en það er sii deild er lýtur að fiski- fræði, sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Símskeytakostnað- ur sáttasemjara á 4. millj. kr. Oó-Reykjavík. Tlminn sagði nýveriö frá svo ógnarlöngu slm- skeyti, að flytja varð það I bil frá slmstöðinni á Isafirði til slm- stöðvarinnar i Súðavlk, þvl að sú stöð er vanbúin tækjum til að taka á móti svo miklu símskeyti. Hér var um að ræða samkomu- lagsuppkast það, sem verkalýðsfélaginu var sent eftir að samn- inganefndir ASl og Vinnuveitendasambandsins voru búnar að semja fyrir sitt leyti. En þetta var langt frá þvl að vera eina skeytið sem sent var, þvl að sams konar slmskeyti var sent um 200 verkalýðsfélögum um allt land frá skrifstofu sáttasemjara rikisins. Láta mun nærri að skeytið hafi verið 3000 orð. Hjá Landsiman- um fékk blaðið þær upplýsingar að hvert orð I slmskeyti innan- lands kosti 6 krónur, og enginn afsláttur gefinn pótt skeyti séu löng. Hefur þvl hvert slmskeyti með texta samkomulagsins kost- að 18 þús. kr. og 200 skeyti af þessari stærðargráðu kosta þvi samtals 3,6 millj. kr. TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRDUR GUNNARSS0N SKÚLATUNI6-SÍMI (91)19460 BEÐIÐ UAA LÖGBANN GEGN FLUGI VÆNGJA TIL AKRANESS Oó-Reykjavík. Beiðni um lög- bann á lendingum flugvéla Vængja h.f. liggur nú fyrir hjá sýslumanni Borgarfjarðarsýslu. Það er hestamannafélagið Dreyri á Akranesi, sem á völlinn, en flugbrautin á Akranesi var upphaflega skeiðvöllur. Vængir hafa um árabil haldið uppi áætlanaflugi til Akraness, og er skeiðvöllurinn — sem var — eina lendingarbrautin þar um slóðir. Dreyri á völlinn, en hann mun litið vera notaður sem skeiövöllur. Arni Grétar Finnsson, hæstar- réttalögmaður, sem biður um lögbannið i boði Dreyra, sagði i gær, að upphaflega hafi hesta- mannafélagið leigt Vængjum h.f. skeiðvöllinn frá miðju ári 1971 til jafnlengdar 1972, og var uppsagnarfrestur 12 mánuðir. Var skeiðvallarleigunni sagt upp á tilsettum tima og rann leigu- timinn út 1973. Siðan var óskað eftir viðræðum við forráðamenn Vængja h.f. um nýja leiguskil- mála, og að sögn Arna hafa þeir aldrei sýnt neinn áhuga á að semja um þetta. Hefur alltaf staðið opið að semja, að sögn lögmanns Dreyra, en þvi ekki verið sinnt. Upphaflega var leigan á skeiðvellinum eða flugbrautinni 2 þiis. kr. á mánuði, og farið var fram á 6 þús. kr. leigu. FRAAAKVÆMDA- STOFNUNIN KAUPIR AF FLUGLEIÐUM FJ-ReykjavIk. — Stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins hefur heimilað framkvæmdaráði að semja við Flugleiðir hf. um kaup á húseign að Vesturgötu 2, en þar hafa Loftleiðir verið með skrif- stofu um árabil. Húsnæði þetta er hugsað til notkunar sem verzlunarhtisnæði fyrir Alafoss. 30% verðhækkun á áfengi og tóbaki — Vodkaflaskan kostar 3.060 kr. og vindlingapakkinn 190 krónur BH-Reykjavik. — Útsölustaðir Áfengisverzlunarinnar voru lokaðir i gær, og er þeir opnuðu að nýju I morgun var komið nýtt verö á allar vörur á vegum Afengis- og tóbaksverzlunar rlkisins. Samkvæmt upplýsingum Jóns Kjartanssonar, forstjóra ATVR er hér um að ræða nálægt 30% hækkun á öllu áfehgi og tóbaki. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að viskfflaska, sem áður kostaöi kr. 2600,00 kostar nú kr. 3.400,00, Geneverflaska, sem áður kostaði kr. 2.650.00 kostar nú kr. 3.450,00 Pólskt vodka, sem áður kostaði kr. 2350,00 kostar nú kr. 3060,00 og loks má er að geta brennivinsins islenzka, sem kostaði áður krl. 1670,00 en kostar nú kr. 2170,00 Um tóbaksvörur er það að segja, að vindlingapakkinn, sem áður kostaði kr. 146,00 kostar nú kr. 190,00 reyktóbaksbréfið, sem áður kostaði 123 krónur, kostar nú 160.00 Þá hækka eldspýtur lika i verði. Grýtu-stokkurinn, sem áður kostaði 5 krónur, kostar nú 7 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.