Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 19.júni 1975. Frá barnaskemm tuninni á Lækjartorgi. Timamynd Gunnar Rólegur þjóðhátíðardagur nema í Kópavogi þar sem ölvun var talsverð gébé Rvik — liátiðarhöldin 17. júni fóru mjög vel fram i höfuð- borginni, að sögn Hjarka Elias- sonar yfirlögregluþjóns. Mikill mannfjöldivar i miðbænum um miðjan daginn, en fremur fá- mennt var við dausstaðina um kvöidið, enda ekki dansað ntma fram að miðnætti og veður frem- ur kalt. Lögreglan i Hafnarfirði liafði sömu sögu að segja, öii bátíðarhöldin fóru þar fram með friöi og spckt. Kópavogslögreglan átti aftur á móti mjög annrikt og þurfti að kalla út aukavakt. Bar þar sérstaklega mikið á ungling- um og höfðu sumir þeirra áfengi um hönd. Bjarki Eliasson sagði, að erfitt væri að segja um hve margt manna hefði verið á Lækjartorgi um miðjan daginn 17. júni, en sagöist áætla að það hefði ekki verið minna en 10-15 þúsund manns. Ekki hefði sést þar vin á nokkrum manni. Fremur fátt var við þá sex staði i borginni þar sem dansað var, ef miðað er við undanfarin ár. Sagði Bjarki, að lögreglan hefði fækkað mönnum við dansstaðina þegar liða tók á kvöldið og er það m jög sjaldgæft. Nokkrir gistu fangageymslur lög- reglunnar, en Bjarki sagði að oft bæri á miklu meiri ölvun á föstu- dagskvöldum heldur en nú á þjóð- hátiðardaginn. Hafnarfjarðarlögreglan sagði, að þar hefðu öll hátfðarhöld farið fram með friði og spekt. Dansað var við Lækjarskólann, til mið- nættis. Lögreglan i Hafnarfirði aðstoðaði Kópavogslögregluna um nóttina við að aka unglingum heim frá Kópavogi og i sumum tilfellum voru foreldrar beðnir um að ná i börn sin er dansi lauk i Kópavogi, en þar var dansað klukkustund lengur en á öðrum stöðum, og er það sennilega ástæðan fyrir þvi, að unglingar Ur Reykjavik og sérstaklega Hafnarfirði þyrptust i Kópavog- inn. 1 Kópavogi fór Utiskemmtunin um miðjan daginn mjög vel fram, en um kvöldið var dansað við Kópavogsskóla og bar þar tals- vert á ölvun hjá unglingum. Lög- reglan sagði, að þar hefði verið mest um aðkomufólk að ræða. Kalla þurfti Ut aukalið til að sinna löggæzlu á dansstaðnum, og fjölda unglinga var ekið heim. Mjög illa var gengið um og var viða mikið af glerbrotum og alls konar rusli, þannig að mikið þurfti að hreinsa i gærmorgun. Miðað við hátiðarhöldin undan- farin ár, var 17. júni nU sá lang- órólegasti i Kópavogi i mörg ár. Húsvíkingar undirrituðu — ennþó ósamið ó Raufarhöfn BH-Reykjavik. — Samningamál- in hjá Alþýðusambandi Norður- lands standa þannig, að á Húsa- vik er búið að undirrita sam- komulag, og var það gert 16. júni. J»ar stóð á sérkröfum, og bar hæst laun fyrir uppskipun á lausum fiski úr togurum, en þar náðust að minu viti nokkuð góðir samning- ar. Samkomuiag hefur enn ekki verið undirritað á Raufarhöfn, en þar er lika um sérkröfur að ræða. Þannig komst Jón Asgeirsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, að orði I gær, þegar Timinn hafði samband við hann, en ASN hefur umboð fyrir 10 verkalýðsfélög viðs vegar um Norðurland. Við inntum Jón eftir þessum sérkröfum. — Það er langt mál að skýra itarlega frá þeim, en hér er um að ræða hreyfingar á töxtum og skil- greiningar á störfum. Við inntum Jón eftir þvi, hvort hann væri ánægður með þann árangur, sem náðzt hefði. — Ég tel, að ekki hafi náðst sá árangur, sem þurfti að nást, — en nU er bara að nota timann vel til aö bUa sig undir næsta slag. Frímerkja- uppboð Félag frimerkjasafnara heldur frimerkjauppboð i ráðstefnusal Hótel Loftleiða, laugardaginn 21. jUni kl. 14:30. Boðin verða upp um 240 nUmer, stimpluð og óstimpluð islenzk frimerki, afbrigði, fyrstadags- bréf og fleira. Gefin hefur verið Ut uppboðsskrá og fæst hUn i frimerkjaverzlunum. Uppboðs- safnið verður til sýnis á uppboðs- stað frá kl. 13.00 á laugardaginn. Tímínn er peningar Reykt og söltuð rúllupylsa 388 kr. kg. Nýtt hvalkjöt 219 kr. kg. Nýr svartfugl 1 00 kr. kg. Kólfasneiðar 370 kr. kg. Kólfahryggir 235 kr. kg. Kólfalæri 370 kr. kg. Kólfahakk 420 kr. kg. Nautahakk ennþó 655 kr. kg. Nautagrillsteik 555 kr. kg. Nautabógsteik 555 kr. kg. Ódýru eggin 395 kr. kg. Allir kjötskrokkar hjó okkur. Ath. Núna verður lokað á LAUGARDÖGUM LAUGALÆK Z. afml 36030 FYRSTA KÖNNUNIN Á ÍSLENZKUM ÆSKU- LÝÐSMÁLUM GERÐ Á NORÐURLANDI ASK-Akureyri. Fyrsta könnunin sem hefur verið gerð um æsku- lýðsstarfsemi á tslandi verður lögð fyrir ráðstefnu, er fjallar um þessi mál að Laugum i Reykjadal um næstu helgi. Könnun þessi, sem nær yfir alla æskulýðsstarf- semi á Norðurlandi var unnin á vegum æskulýðsfulltrúa rikisins. Til ráðstefnunnar var boðað af Fjórðungssambandi Norð- lendinga, og sitja hana sveitar- stjórnarmenn á svæðinu, skóla- stjórar, formenn ungmenna- félaga auk ýmissa annarra sem hér eiga nokkurn hluta að máli. Megintilgangur ráðstefnunnar er að auka skilning sveitar- stjórnarmanna á gildi æskulýðs- starfsins og auka samstarf við forystumenn i æskulýðsmálum, en óhætt mun að fullyrða að um- ræddur þáttur hefur setið á hakanum undanfarin ár. Ráðstefna verður sett fyrir há- degi á laugardag og hefst með greinargerðum frá héruðum og kaupstöðum á Norðurlandi, sem fulltrUar viðkomandi aðila flytja. Eftir hádegi flytja Reynir Karls- son, æskulýðsfulltrUi, Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrUi og Kristinn G. Jóhannsson skóla- stjóri framsöguerindi. Þá er og gert ráð fyrir að menntamálaráð- herra ávarpi ráðstefnuna. Síðari hluta laugardagsins taka umræðuhópar til starfa, en um- ræðum verður fram haldið á sunnudag og ráðstefnunni slitið þann dag. DAUÐASLYS VIÐ ÞJÓÐMINJASAFN gébé Rvik — Dauðaslys varð um klukkan hálf fjögur aðfaranótt 17. júni við Þjóðminjasafnið, þegar Fíatbifreið skall á steinvegginn við safnið. ökumaðurinn, sem var einn i bifreiðinni, lézt sam- stundis. Hann hét Hreinn Kristjánsson til heimilis að Leifs- götu 32, kvæntur og tveggja barna faðir. Tildrög slyssins eru þau, að Hreinn ók bifreið sinni á nokkurri ferð vestur Hringbraut og er hann var skammt vestan móta Birki- mels, lenti hann aftan á leigubif- reið og virtist sjónarvottum, sem hann hafi þá misst stjórn á bif- reiðinni, sem rásaði til, hentist yfir Melatorg, rakst á umferða- skilti og skall siðan af miklu afli á steinvegginn við Þjóðminjasafn- ið. Fiat-bifreiðin er gjörónýt. Sinfóniuhljómsveitin mun leika i vagni þessum nk. laugardag á úti- hljómleikum á Lækjartorgi. Myndina tók GE á Þingvöllum i fyrra sumar. Sinfóníutónleikar Sinfóníutónleikar á Lækjartorgi gébé Rvik — Sinfóniuhljómsveit tslands mun halda útitónleika á Lækjartorgi laugardaginn 21. júni kl. 15. Þetta er gert i tilefni 25 ára afmælis hljómsveitarinnar. Flutt verður létt klassisk tónlist, og auk þess er verið með þessu að auka svið hljómsveitarinnar, þarna er verið að gefa öllum tækifæri til að hlýða á hana. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson aðstoðarhljóm- sveitarstjóri. Sinfóniuhljómsveitin mun leika I vagni þeim, sem rikið og Reykjavikurborg keyptu á þjóð- hátiðarárinu. Er vagn þessi þannig gerður, að hægt er að stilla honum upp hvar sem er, og með litilli fyrirhöfn er hægt að framlengja hann með þvi að setja palla við hann. Þannig rUmar hann nær alla hljómsveitina. Starfsárinu 74/75 fer nU senn að ljúka, en hljómsveitin hélt siðustu reglulegu tónleika sina i Háskóla- biói I maí, en lokatónleikarnir verða i Vestmannaeyjum fimmtudaginn 26. jUni. Starfsfólk Sinfóniuhljómsveitarinnar fer sið- an i 2 mánaða fri, eða til 1. september þegar starfsemin hefst að nýju. Litla Akureyrar stúlkan flutt á gjörgæzludeild gébé Rvik — Litla stUlkan, sem slasaðist alvarlega á Akureyri á föstudaginn var, og var flutt til Reykjavikur á gjörgæzludeild Borgarspitalans um helgina, liggur þar enn og hefur ekki kom- izt til meðvitundar. StUlkan er átta ára og heitir Snæbjörg H. Svansdóttir, til heimilis að Eyrarveg 29, Akureyri. HUn varð fyrir bifreið um sex-leytið á föstudaginn. HUn var á reiðhjóli er hún varð fyrir bifreiðinni, og dróst hún með henni nokkurn spöl. Hlaut hún höfðmeiðsli, auk þess sem hún handleggs- og fót- brotnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.