Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19.júní 1975. TÍMINN 3 Ölgerðartæki fást í flestum matvöruverzlunum BH—Reykjavik. — Bruggmál eru afskaplega sjaldgæf nú orðið, það liggur við að það líði ár á miili þeirra, og þau eru þá aldrei stúr- brotin, venjulega i sambandi við einhver önnur mál, alvarlegra eðlis, sagði Njörður Snæhóim hjá rannsóknarlögreglunni í viðtali við Timann i gær, er við hringd- um til hans og ieituðum álits hans á þvi, hvort hækkanir á áfengi hefðu f för með sér brugg I stórum stil. — Ég held ekki, að brugg, og þar á ég við eimaðan vinanda, eigi sér stað i stórum stil, sagði Njörður Snæhólm, — þetta kemur svo sjaldan til okkar kasta. Hitt er mikið um, að menn kaupi sér þessi ölgerðartæki, sem fást I mörgum búðum. Hvort menn gera sér eitthvað sterkari drykki úr þessu — og verði veikir og vit- lausir af — um það skal ég ekki segja, meðan það verður ekki að sakamáli og ber upp á f jörur okk- ar. Hver dagurinn af öðrum fer í súginn, en ekkert gerist — segir Jón Sigurðsson BH-Reykjavik.— Það hefur ekk- ert verið talað við okkur i dag, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, þegar Timinn hafði samband við hann i Tollstjórahúsinu i gær um kvöld- verðarleytið, en fundur hófst með fulltrúum sjómanna og útgerðar- manna i togaradeilunni kl.4 i gær hjá sáttasemjara. — Okkur er það ekkert nýnæmi að sitja þrjá-fjóra tima og biða eftir að við okkur sé talað, sagði Jón Sigurðsson, svo að við erum svo sem ekkert uppnæmir fyrir þvi.Hitt er verra, að einn dagur- inn enn fer i súginn, einn fundur- inn enn, án þess að nokkuð gerist. Við hringdum lika i herbergi út- vegsmanna og spurðum eftir Valdimar Indriðasyni, formanni Félags isl. botnvörpuskipaeig- enda, en hann var upptekir.n og mátti ekki vera að þvi að tala við okkur. Blaðamenn samþykktu verkfalls- heimild BH-Reykjavik. — Samkomulag það, er ASt gerði við vinnuveit- endur, virðist hafa haft i för með sér allskjóta lausn ásamninga- málum ýmissa annarra aðila, sem ekki sömdu beiniinis undir merkjum ASt, og virðast samningar i langflestum tilfellum byggðir á ASt-samkomulaginu. Þau félög I byggingaiðnaðinum, sem ekki höfðu samið með ASl, sömdu nú um helgina, eða nánar til tekið aðfaranótt 17. júní. Hægar gengur með samninga- mal blaðamanna, en um hálfur mánuður er siðan blaðamenn og útgefendur sátu á sáttafundi. Sl. laugardag fór fram allsherjarat- kvæðagreiðsla I Blaðamanna- félagi íslands, þar sem verkfalls- heimild til handa stjórninni var samþykktmeð 41 atkvæðum gegn 2. Þá eru samningamál bóka- gerðarmanna og Félags islenzka prentiðnaðarins komin til sátta- semjara, en sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Grafiska sveinafélagið hefur samþykkt verkfallsheimild, en Bókbindara- félagið og Hið Islenzka prentara- félag hafa enn ekki leitað verk- fallsheimildar. Skálaö I heimatilbúnu víni. Vinið er áþekkast sætu hvitvini og aö sögn „framleiðandans” er styrkleikinn um þaö bil 13-14%. Timamynd Gunnar. En ölgerðarútbúnaðurinn, sem hérna fæst, er þannig úr garði gerður, að utan á hvern pakka er llmdur miði, þar sem varað er við þvi að láta sykurmagnið fara yfir 35%, en með þvi sykurmagni verður vinandi mjaðarins ekki meiri en 2.25%, sem er löglegur hámarksstyrkleiki bjórs hér á landi, og skiptir þá ekki máli, hvort hann er bruggaður heima eða I verksmiðju. Engin vandkvæði eru á þvi að fá útbúnað til ölgerðar i matvöru- verzlunum hér á landi. Það er soðkjarninn sem mestu máli skiptir, og af honum eru til a.m.k. þrjár tegundir, sem siðan gefa af sér mismunandi öltegund- ir ljósar, dökkar, beizkar, mildar o.s.frv. Þarna fæst ölsykur — sem kostar svipað og venjulegur syk- ur — svo eru þarna ótal bragð- bætar og hjálparefni, kútar með og án þrýstiútbúnaðar og loks tappar og sérstök tappavél. En allt kostar þetta nú eitthvað. Kútur, sem tekur 25 litra kostar 4.810.00 krónur, sé hann með þrýstiútbúnaði og mæli, kostar hann 7.160.00 krónur. Soðkjarni i pökkum er dálitið mismunandi dýr, en I 25 litra soð kostar hann upp I 2530.00 kr., en lika niður i 1416.00 kr. Hjálparefni, vegna bragðs og sótthreinsunar og þess háttar, kostar 539.00, og ölsykurinn kostar 420,00. En tappavél og tappar mega heita ómissandiog vélin kostar 4610, og 200 tappar 460,00. Að sögn verzlunarmanna er salan heldur róleg. Það gæti samt vel verið, að margir væru búnir að koma sér þessum útbúnaði upp, þvi að nú orðið byggist salan aðallega á undirstööuefnunum. 1 öllum meiri háttar matvöruverzlunum I Reykjavik má fá tæki til öl- gerðar eins og sjá má á þessari mynd. En til þess að allt sé löglegt, er auðvitað varað við þvi, að menn hafi bjórinn of sterkan! Timamynd G.E. Réðu niðurlögum elds á 3 korterum Slitnar upp úr samn ingum um hitarétt indi á Svartsengi? Eigendur vildu 800 milljónir BH-Reykjavik.— Allt útlit er fyrir það, að upp úr slitni i samninga- viðræðum stjórnar Hitaveitu Suðurnesja og Landeigendafélags Þórkötlustaða og Hóps, en há- hitasvæöið Svartscngi er i eigu þess.Eru það fjárkröfur Svarts- engiseigenda, sem Hitaveitu- stjórnin telur óaðgcngilcgar, enda mun um firnaupphæðir að ræða.Er altalað á Suðurncsjum, að landeigendur hafi um siðir nú nýverið fallizt á að lækka kröfur sinar um 200 milljónir, úr einum milljarð króna niður I 800 milljónir! Er mikill kurr i Suöur- ncsjamönnum út af máli þessu, og almennur áhugi á þvi, að stjórn Hitaveitunnar sliti þegar i stað sa m ninga viöræðu m um Svartsengi og leiti annarra leiða. Tilraunir á vegum stjórnar Hitaveitunnar eru fyrir nokkru hafnar i svonefndum Eldvörpum, sem eru hraunflálti i vesturátt frá Þorbirni. Eldvörpin eru i landi Húsatótta, sem eru rikisjörð og þykir rikið mun vænlegri samningsaðili en landeigendur Svartsengis, auk þess sem rannsóknir munu benda til þess að virkjunaraðstaða þar sé sizt verri en i Svartsengi. Munu fullnaðarniðurstöður varðandi Eldvörpin liggja fyrir innan tveggja mánaða, en tilboð rikisins til stjórnar Hita- Hitaveitunnar er væntanlegt næstu daga. Ráðinn hefur verið starfs- maður til Hitaveigu Suðurnesja, til að vera henni hjálplegur um ýmis verkefni varðandi virkjun og annað.Er það Ingólfur Aðal- steinsson, veðurfræðingur, kunnur maður á Suðurnesjum fyrir störf sin að byggðamálum. gangi á efstu hæð, auk þess sem logaði I geymslu á efsta lofti. Mjög mikinn reyk lagði frá húsinu. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður, sökum hita og reyks, tókst slökkviliðinu að ráða niður- lögum eldsins á stuttum tima. Vörður var þó haldinn við húsið fram yfir miðnætti. Talsverðar skemmdir urðu vegna reyks og vatns á efstu hæðinni. Eitthvað var borið út af húsgögnum á neðri hæðunum, en ekki urðu þar teljandi skemmdir. 1 húsinu eru þrjár ibúðir, en verkstæði i kjallara. Hæstiréttur sýknaði borgarstjóra gébé Rvik — 1 gær féll dómur i hæstaræetti i hundamálinu svokallaða.Ásgeir Hannes Eiriks- son höfðaði mál gegn borgar- stjóra Reykjavikur, heilbrigðis- mála- og dómsmálaráðuneytinu. um að synjun við leyfi til að halda hund á heimili hans yrði dæmd ólögmæt. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar, sem hafði sýknað borgarstjórann. og segir ma, að honum sé hvorki skylt né heimilt að veita undanþágu i þessu tilfelli'. Það var snemma árs 1974, að Ásgeir áfrýjaði til hæstaréttar þeim dómi undirréttar, að hann fengi ei leyfi til að halda hund á heimili sinu.Staðfesti hæstirettur þennan dóm siðan i gærdag.As- geir H. Eirikssvni var gert að greiða allan málskostnað. gébé Rvik — Klukkan 18:24 þann 17. júni, barst slökkviliðinu i Reykjavik tilkynning um eld I þriggja hæða stóru timburhúsi að Miðstræti 5. Mjög mikinn reyk lagði út um glugga á efstu hæð hússins og með þakskegginu. Slökkvistarf gekk mjög vel, og tókst að ráða niðurlögum eldsins á þrein stundarfjórðungum. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Allt lið slökkviliðsins var kallað út og komu fjórir slökkviliðsbilar á staðinn. Maður, sem býr i risibúð hússins, tilkynnti um eldinn, sem var mestur i einu herbergi þar og Mikinn reyk lagði út um glugga á efstu hæð hússins viö Miðstræti 5, hér sjást slökkviliðsmenn að starfi. Ljósin. GE. Þótt litið muni um, að menn eimi nú orðið, mun vingerð hafa færzt mjög i vöxt, að undanförnu og margir telja að slikt muni enn vaxa eftir þessa síðustu hækkun á vfni. A þessari Timamynd Gunn- ars má sjá nokkurn hluta fram- leiðslunnar hjá einuin vingerðar- manninum, sem uin langa hrfð hefur liaft þessa iðju sér til dund- urs. Tekiö skal fram að hann framleiðir aðeins til eigin nota. Laxá i Aðaldal Á hádegi i gær'voru 120 laxar komnir á land á neðstu svæðum i Laxá, að sögn Helgu Halldórs- dóttur ráðskonu i veiðihúsinu. Laxveiðimennirnir segja nóg af laxi i ánni, en kalt er enn fyrir norðan og virðist sumarið seint ætla að koma. Miðfjarðará. Sigrún i veiðihúsinu að Laxahvammi sagði i gær, að um áttatiu laxar væru komnir á lar.d, flestir vænir. Mest hefur veiðzt i Kistunum, Efri- og Neðri-Kistu, en lax hefði þó tekið i allri ánniSigrún sagði, að nú væri veitt á niu stangir og að laxveiðimennirnir væru sæmi- lega ánægðir með veiðina.Kalt hefur þó verið i veðri undan- farið, og þó að nóg virðist vera af laxinum i ánni, tekur hann ekki, vegna þess hve vatnið i ánni er kalt. Laxá i Kjós Jón Erlendsson veiðivörður, tjáði horninu i gær, að fyrstu vikuna, eftir að laxveiði hófst, hefðu 95 laxar komið á land.A þjóðhátiðardaginn var fremur kalt, enda veiddust ekki nema sjö laxar, en fram að hádegi i gær fengu tu fimmtán vænir laxar, enda veiðimenn kampakátir. Laxarnir eru allir mjög vænir, sá stærsti var 18 1/2 pund, en Jón sagði, að enginn smáfiskur væri enn i ánni. Nóg af laxi er i . Laxá og er hann i allri ánni, einnig á efstu svæðunum. Sagði Jón, að það væri sjaldgæft svo snemma, en að það væri lika i fyrsta skipti sem laxastiginn i Laxfossi væri i fullkomnu lagi.Heldur kalt hef- ur verið i veðri, en þó hefur vatnið hitnað i ánni við hlýindin nú siðustu daga, sagði Jón. A þriðjudag var vatnið i henni um átta stiga heitt. Jón sagði, að vatnið mætti heldur volgna sem og verður þegar hitna fer meira i veðri.l heild lofar mjög góðu með veiði i Laxá i Kjós i sumar, sagði Jón Erlendsson. FJÖLGAR ÞEIM NÚ, SEM FRAMLEIÐA EIGIÐ VÍN?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.