Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 19.júnl 1975. Vill ekki verða fursti Albert prins af Monakó er orðinn 17 úra gamall. Hann er farinn að hugsa alvarlega um stöðu sina og framtið og er ekk- ert sérlega ánægður að þvi er sagt er,— Hver og einn i hinum frjálsa heimi hefur leyfi til þess að velja sér starf sjálfur-Ég einn fæ engu að ráða þar um.Fengi Albert að ráða sjálfur myndi hann alls ekki velja sér starf furstans af Monakó, heldur vildi hann verða leikfimikennari. Hann er sérlega góður sund- maður, og hann hefur lika mjög gaman af að leika tennis, fót- bolta og fara i kappróðra.Hann hefur erft þennan iþróttaáhuga frá móður sinni Grace og fjölskyldu hennar.Faðir hennar, bandariski milljónamæringur- inn John Kelly vann eitt sinn þrjá gullpeninga á Olympiu- leikunum i kappróðri. Þá má geta þess, að móðurbróðir hans hefur einnig unnið til gullverðlauna i sömu leikjum. Albert er ótrúlega áhugasamur um iþróttirnar, og hann getur ekki hugsað sér annað en fá að stunda þær i framtiðinni og þurfa ekki að hugsa eingöngu um furstadæmið.— Égvil ekkert með furstadóminn hafa, sagði hann eitt sinn við vin sinn — og ég vona að Caroline taki við rikinu. Hún giftist áreiðanlega og eignast börn, og þá getur sonur hennar tekið við rikinu. Albert veit jú, að einhver verður að taka við af föður hans þar sem Monakó er sjálfsætt rlki, en verður það ekki lengur fyrir finnist þar enginn.sem er af ættinni Grimaldi til þess að taka við furstadómnum. Deyi ættin út verður Mónakó innlimað i Frakkland, og farið verður að leggja skatta á ibúa furstadæmisins, sem til þessa hafa veri skattfrjálsir. Bæði Grace og Rainier eru dálitið óróleg vegna afstöðu sonarins til framtiðarinnar.Þau hafa frá upphafi reynt að fá hann til þess að sætta sig við framtiðina, og það sem honum hefur verið ætlað að gera.Hann fékk mjög snemma að taka þátt i opinber- um móttökum og athöfnum alls konar, sem foreldrar hans þurftu að taka þátt i, en þó eingöngu þegar foreldrarnir voru vissir um, að honum gæti þótt það skemmtilegt.Það gerðu þau til þess að hann fengi ekki óbeit á þvi, sem hann siðar þyrfti að taka sér fyrir hendur. Sem betur fer geta Grace og Rainier huggað sig við það, að enn eru ótalmörg ár, þangað til Albert þarf að taka við völdum i Monakó, svo vel getur verið að hann eigi eftir að skipta um skoðun. Myndin hér með var tekin, þegar Albert var i frii á Spáni með Rainier föður sinum, ömmu sinni frú J. Kelly og Stephanie litlu systurinni.Grace var ekki með þeim, þar sem hún var sjálf með Caroline dóttur sinni i Paris, þar sem hún stundar nám um þessar mundir eins og fram hefur komið áður i Speglinum. -C> furðulegt ^ dýr Jarðfræðistúdent i Stuttgart fann þetta furðulega dýr, sem hér sést á myndinni, I leirnámu tigulsteinaverksmiöju nokkurr- ar I nánd við Göppingen i Þýzkalandi. Steingervingur ^essi fannst i jarðlögum, þar sem ekki hafa fundizt dýr af álika tegund áður. Stein- gervingur þessi verður sýndur á miðju ári 1976, en þangað til verður unnið að þvi að hreinsa hann og rannsaka, en hann mun vera um 300 milljón ára gamall. Talið er, að dýrið hafi verið að minnsta kosti sex metra langt, en nokkuð vantar á að það hafi varðveitzt I sinni upprunalegu mynd. Úr þvi þú villt ekki segja mér, hvar þú grófst peningana, segðu mér þá að minnsta kosti, hvar þú grófst Gunnu frænku.... Þetta er allt of erfitt fyrir þig, mamma. Af hverju biöurðu ekki þangað til pabbi kemur heim? ónáða yöur læknir, en við höfum ekki getað eldað okkur graut I heila viku... DENNI DÆMALAUSI Ertu viss um, að það séu ekki hakkaðar pylsur i þessu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.