Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19.júní 1975. TÍMINN 7 r Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiOslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. • • Orougra ao selja fisk en raforku Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum, að Is- lendingar eigi að semja við norskt fyrirtæki um að selja þvi raforku til reksturs álbræðslu, en fá i staðinn oliu frá Noregi. Nú er oliuverzlun Islend- inga þannig háttað, að þeir kaupa oliu frá Sovet- rikjunum og tryggja sér þar i staðinn verulegan markað fyrir fiskafurðir, sem oft hefur verið erfitt að selja annars staðar. Það hefur tvimælalaust verið hagstætt fyrir íslendinga að tryggja sér fisk- markað á þennan hátt. Engar likur benda til þess, að Norðmenn ætli að selja oliu ódýrar en aðrir. Þvi er ekki liklegt, að við getum i framtiðinni fengið ódýrari oliu frá Noregien t.d. Sovétrikjunum. Hins vegar er mjög óliklegt, að Norðmenn séu tilbúnir að kaupa af okkur fiskafurðir, eins og t.d. Rússar gera. Fyrir íslendinga er það ótvirætt stórum hagkvæmara að tryggja sér sölu á fiskafurðum en raforku. Það er ekki neinum erfiðleikum bundið um þessar mundir að selja raforku. Þvert á móti er áhugi erlendra stórfyrirtækja á þvi að kaupa raforku af Islending- um öllu meiri en góðu hófi gegnir. Engir örðug- leikar eru þvi fyrirsjáanlegir á þvi fyrir Islendinga að selja raforku ef þeir kæra sig um það. Hins veg- ar getur sala á fiskafurðum oft verið háð nokkrum erfiðleikum. Glöggt dæmi um erfiðleika i fisksölunni eru fyrir hendi um þessar mundir. Fiskmarkaðir þeir, sem við höfum i Bandarikjunum og i Vestur-Evrópu, eru ótryggir. Fisksalan i Bandarikjunum er háð sveiflum hins frjálsa hagkerfis, og þvi getur verðið lækkað skyndilega og sala minnkað með litlum fyrirvara. Þetta hafa Islendingar fengið að reyna áþreifanlega siðustu misserin. Þetta sama gildir einnig um fiskmarkaðinn i Vestur-Evrópu. Þar við bætist, að þjóðir Vestur-Evrópu hafa hvað eftir annað reynt að gera fisksöluna háða pólitiskum skilyrðum. Gleggsta dæmið um það eru þær þving- unaraðgerðir, sem stjórnarvöld Vestur-Þýzka- lands beita íslendinga nú i þeim tilgangi að reyna að þvinga þá til að leyfa veiðar frystitogara innan 50 milna markanna. Einhverjir kunna að segja, að rikin i Austur-Evrópu geti einnig gripið til þess að setja skilyrði fyrir fiskkaupunum. Að sjálfsögðu gætu slikir atburðir gerzt, en þeir hafa enn ekki gerzt i skiptum okkar við þær, siðan þessi viðskipti hófust að ráði. Hingað til hefur það verið okkur hagstætt að geta selt fiskafurðir til Austur-Evrópu, og þvi ber að vona, að þessi viðskipti geti fremur aukizt en hið gagnstæða. Annars þurfa Islendingar að stefna að þvi að hafa markaði sem viðast, svo að þeir verði ekki fyrir stórfelldu áfalli, ef markaður bregzt i einstöku landi. Þvi þarf m.a. að huga að auknum viðskiptum við þróunarlöndin. Meðan Sovétrikin selja okkur oliu á jafn hag- stæðu verði og aðrir, og kaupa i staðinn fiskafurðir i vaxandi mæli, þá eru þessi viðskipti okkur hag- stæð, og þvi hagstæðari en oliuverzlun við aðra, að óbreyttum aðstæðum. Meðan þetta breytist ekki, er engin ástæða til að taka upp vöruskipti á þann hátt að fá oliu i stað raforku. Raforkuna er vanda- laust að selja, og fá hana greidda i þeim öruggasta gjaldeyri, sem til er. En þrátt fyrir það eiga Is- lendingar að fara varlega i að selja hana öðrum, vegna þeirra eigin þarfa i framtiðinni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hussein og Assad taka höndum saman Vinsældir Husseins aukast meðal Araba A MORGUN er utanríkis- ráöherra Sýrlands, Abdel Hal- im Khaddam, væntanlegur til Washington til viðræðna við þá Ford forseta og Kissinger utanrikisráðherra. Þessara viðræðna er beðið með veru- legri eftirvæntingu, þvl að þær geta ráðið úrslitum um það, hvort Kissinger reynir að gera nýja sáttatilraun i deilum Arabaríkjanna og ísraels, eða hvort horfið verður til þess ráðs að kalla saman friðar- ráðstefnu Israels og Araba- rikja, sem sett var i Genf rétt fyrir árslok 1973, en hefur ver- ið frestað slðan, vegna þess að samkomulag náðist um að Kissinger fengi tækifæri til sáttaumleitana, áður en ráð- stefnan kæmi saman að nýju. Almennt er álitið, að þessum tilraunum Kissingers væri lokið, þegar tilraun hans til að ná samkomulagi milli Israels og Egyptalands misheppnað- istá slðast liðnum vetri. Sú til- raun snerist um það, að Israel færði herafla sinn til baka á Slnaiskaga, gegn vissum yfir- lýsingum Egyptalands. Slðan hafa bæði Israelsmenn og Egyptar gefið til kynna, að þeir væru ekki mótfallnir nýrri sáttatilraun, áður en Genfarráðstefnan yrði kvödd saman. Til þess að kanna möguleika á nýrri sáttatil- raun, ræddi Ford forseti við Sadat Egyptalandsforseta i Salzburg I byrjun þessa mán- aðar, og I slðustu viku kom Rabin forsætisráðherra Isra- els, til Washington og ræddi við þá Ford og Kissinger. Eftir þessar viðræður Fords við þá Sadat og Rabin er það talið tvisýnt, að Kissinger geri nýja sáttatilraun, og virðist það einkum stranda á tvennu. Annað er það, að Rabin hefur ekki viljað draga neitt að ráði úr þeim skilyrðum, sem Isra- elsmenn settu fyrir þvi á slð- astliðnum vetri, að þeir minnkuðu herafla sinn á Sínaiskaga. Bandarikjamenn töldu þá, og telja enn, að sáttatilraun Kissingers hafi strandað á þessum skilyrðum Israels. Hitt er það, að Rabin virtist mjög tregur, eða jafn- vel ófáanlegur, til að semja við Sýrland i framhaldi af nýju samkomulagi, sem kynni að nást við Egyptaland, um tilsvarandi samdrátt herafla á landamærum Sýrlands og Israels. Kissinger mun hins- vegar llta þannig á, að útilok- að sé fyrir Egyptaland að gera sérsamkomulag við Israel, nema eitthvert tilsvarandi samkomulag við Sýrland fylgi á eftir. Þess vegna verði að fást einhver trygging fyrir já- kvæðum viðræðum Sýrlands og Israels i kjölfar samkomu- lags milli Israels og Egypta- lands. Þannig gerðist þetta i framhaldi af vopnahlénu haustið 1973. Fyrst náði Kiss- inger samkomulagi milli Egyptalands og Israels um minnkun herafla á Slnai- skaga, en siðar'samkomulagi milli Sýrlands og Israels um samdrátt herafla á landamær- um þessara rikja. Aðalerindi sýrlenzka utan- rikisráðherrans til Washing- ton er að ræða við þá Ford og Kissinger um þetta efni. ÞAÐ HEFUR beint aukinni athygli að þessum viðræðum, að i fyrrihluta síðustu viku kom Assad, forseti Sýrlands, i heimsókn til Amman, höfuð- borgar Jórdaniu, og áttu þeir Hussein konungur . viðræður, Hussein konungur sem stóðu I þrjá daga. Heim- sókn þessi vakti sérstaka eftirtekt sökum þess, að grunnt hefur verið á því góða milli Sýrlands og Jórdanlu, og þó einkum eftir að Hussein beitti herafla til að reka skæruliðasveitir Palestinu- manna úr landi. Þá munaði litlu, að til styrjaldar kæmi milli Sýrlands og Jórdaníu, þvi að rikisstjórn Sýrlands hefur jafnan dregið taum Palestinumanna. Segja má, að næstu misserin hafi Huss- ein verið einangraður meðal leiðtoga Arabarikja. Þetta breyttist skyndilega eftir leið- togafund Arabarikjanna, sem haldinn var I Rabat I Marokkó á slöastliðnu hausti. Þá féllst Hussein á, að Jórdania félli frá tilkalli sinu til landsvæðis þess, sem Israelsmenn her- tóku á eystri bakka Jórdanár árið 1967, en það hafði verið innlimað i Jórdaniu eftir skiptingu Palestinu, en sam- kvæmt upphaflegum tillögum Sameinuðu þjóðanna átti það að heyra undir sérstakt riki Palestinumanna. A fundinum I Rabat féllst Hussein á, að þetta landsvæði ætti að heyra undir væntanlegt riki Palest- inumanna, og frelsishreyfing þeirra væri þvi hinn rétti full- trúi þess. Þetta þótti mikil til- slökun af hálfu Husseins. Við nánari athugun mun hann ekki hafa talið sýnilegt, að Palest- Inumenn yrðu i miklum meiri- hluta I Jórdaniu, en svo hefði orðið, ef inniimun þessa lands- hluta i Jórdaniu hefði orðið varanleg. Tilslökunin af hálfu Husseins var þvi sennilega ekki eins mikil og ætlað var i fyrstu. Hún hefur hinsvegar verið skynsamlega ráðin, og hefur líka haft þá breytingu i för með sér, að hann nýtur nú mikils og vaxandi álits meðal leiðtoga Araba. Margir telja það orðið með óllkindum, hve lengi Hussein hefur tekizt að halda völdum i Jórdaniu, eins og gengið hefur á mörgu, bæði þar og i nágrannalöndun- um.Þetta þykir sýna, að Huss- ein sé bæði hygginn og harður i horn að taka. AÐ LOKNUM fundi þeirra Husseins og Assads var birt yfirlýsing,sem vakti mikla at- hygli. Aðalefni hennar var, að Sýrland og Jórdania hefðu orðið sammála um að skipa sérstaka nefnd til að vinna að nánara hernaðarlegu, efna- hagslegu og stjórnmálalegu samstarfi landanna. Alveg sérstök áherzla var lögð á aukna hernaðarlega sam- vinnu. Sá þáttur yfirlýsingar- innar hefur lika vakið mesta athygli, þvl að allt þykir benda til þess, að hér verði um meira að ræða en orðin tóm. I blöð- um i ísrael hefur mikið verið um þessa yfirlýsingu rætt, og hún talin aukin ógnun við tsra- el. Það þykir nú liklegra en áður, að Jórdanla muni taka þátt I styrjöld við Israel, ef til hennar kemur, en Jórdanla sat hjá i styrjöldinni haustið 1973. Þetta myndi þýða, að tsrael yrði að dreifa herafla sinum meira, þar sem það gæti átt von á innrás frá Jór- daniu, en her Jórdaniu er tal- inn allöflugur og vel æfður. Þá þykir þessi yfirlýsing hafa gert Egyptum það enn örðugra en áður að semja ein- hliða við Israelsmenn. Eftir þetta verði vart um slika samninga að ræða, nema ísra- elsmenn semji einnig við Sýr- land. I yfirlýsingu þeirra Huss- eins og Assads segir, að eng- inn friður komist á I Austur- löndum nær, nema Israels- menn láti af hendi landsvæðin, sem þeir hertóku 1967, og þetta gildi ekki sizt um Jerúsalem. Þá verði Israel að viðurkenna rétt palestinsku þjóðarinnar, og lögð er áherzla á þá ályktun Rabats- fundarins, að Paestinuarabar séu réttir fulltrúar Ibúanna á hertekna landsvæðinu á eystri bakka Jórdanárinnar. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.