Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19.júní 1975. TÍMJNN 9 Krafan er: Ákvæði um jafnrétti kvenna og karla í stjórnarskrá íslands Rætt við Sólveigu Óiafsdóttur formann Kvenréttindafélags íslands — Mér leiðist dáiitið hvernig margir tala um kvennaárið — sem einhvers konar plágu eða djöfui, sem við höfum að dragast með. Það eru einkum karlmenn sem þannig tala og sýnir það bezt, að samvizka þeirra er kannski ekki sem allra bezt. Við hér á Norðuriöndum hefðum e.t.v. heldur kosið að árið hefði verið kallað jafnréttisár eða jafnstöðu- ár. En við verðum að gæta þess að heimurinn nær lengra en upp að Esju og suður að Reykjanes- fjallgarðinum og lita á orsakir þess að Sameinuðu þjóðirnar töldu ástæðu til að hafa kvennaár. Við erum aðiiar að alþjóðasam- starfi, sem I eru einnig vanþróuð riki. t mörgum löndum er konum nánast skipað á sama bekk og búpeningi. Sennilega nýtur meiri- hiuti kvenna i heiminum tæpast mannréttinda hvað þá jafnréttis. Þvi vanþróaðra sem rlkið er þvi verri er venjulega staða konunn- ar. Eitt dæmi um það hvernig, konum og körium er mismunað eru skólamál og menntun, — af 800 milljón manns, sem eru ólæsir i heiminum nú, eru 500 milljónir konur. Og ein ástæða þess að Sameinuðu þjóðirnar efndu til kvennaárs, er sú, aðþrátt fyrir að frá þvi 1945 hefur þeim þjóðum, þar sem konur njóta kosninga- réttar og kjörgengis^fjölgað úr 32 i 124, eiga þær sárafáa fulltrúa á þjóðþingum og löggjafarsam- komum, og sömuleiðis og þingum og I stofnunum Sameinuðu þjóð- anna sjálfra. Svo fórust Sólveigu ólafsdóttur orð i viðtali við Timann, en hún tók við starfi formanns Kvenrétt- indafélags tslands í marz sl. En í dag 19. júni eru 60 ár liðin frá þvi að islenzkar konur fengu kosningarétt að hluta. Til þess að fá að kjósa þurftu þær að vera 40 ára, en siðan átti kosningaaldur kvenna að lækka um eitt ár hvert ár. 1920 var lögunum siðan breytt og miðaðist kosningaaldurinn þá við 21 árs aldur eins og kosninga- réttur karla. Starf að launamálum vakti áhugann — Ég gekk i Kvenréttinda- félagið 1972, sagði Sólveig ólafs- dóttir i spjalli okkar, — og siðan hef ég verið i varastjórn þess. Kona, sem ég þekkti, hafði um skeið reynt að fá mig til að ganga i félagið, en ég hafði ekki gefið neitt úr á það. Ég hef unnið svolit- ið i Starfsmannafélagi rikisút- varpsins og i samninganefnd BSRB. Við það að vinna að launa- málum i stéttarfélögum opnuðust augu min frekar fyrir þvi hve viða er pottur brotinn hvað það snertir, hve konur eru litils metn- ar sem starfskraftar — og þar af leiðandi lágt launaðar. Þetta réði þvi að ég valdi Kvenréttindafélag Islands sem starfsvettvang fyrir jafnstöðubaráttu. Ég segi jafnstöðu þvi jafnrétti höfum við að mestu i lögum, en staöan er ekki jöfn þegar til fram- kvæmdarinnar kemur. Það er stefna Sameinuðu þjóð- anna, að á kvennaárinu setji sem allra flestar þjóðir jafnréttis- ákvæði í stjórnarskrár sinar. Það hefur lengi verið á stefnuskrá Kvenréttindafélags íslands að ákvæði um jafnrétti kynjanna verði sett í Stjórnarskrá islenzka lýðveldisins, svo ekki þurfi að setja sérstök jafnréttisákvæði i lög. Þessu hefur enn ekki fengizt framgengt. Nefnd vinnur nú að endurskoðun stjórnarskrárinnar og hefur félagið óskað eftir þvi að tekið verði tillit til þessa við þá endurskoðun, og bent á að mjög knýjandi nauðsyn sé að fá jafn- réttisákvæðið i stjórnarskrána. Fylgjast þarf með að lögunum sé framfylgt 1 nýju grunnskólalögunum er ákvæði um jafnrétti kynjanna, og er það i fyrsta sinn sem slikt ákvæði kemur inn i slik lög hér. Manni fyndist nú eðlilega að slikt ákvæði þyrfti ekki að setja, það væri jafnrétti nema annars væri getið sérstaklega. En það er ekki nóg að setja ákvæði um jafnrétti i lög, það þarf lika að framkvæma lögin. Þar tel ég að komi til kasta sam- taka eins og Kvenréttindafélags- ins, að fylgjast með þvi að laga- legt jafnrétti verði framkvæmt og sinna jafnstöðu kynjanna. Unglingar fá ekki sams konar hvatningu til náms. Gjarnan er sagt við stúlkur, að rétt sé fyrir þær að taka eitthvert nám, en það er ógjarnan fjarfest i þeirra námi. Miklu frekar er fjárfest i námi piltanna. Lögð er áherzla á að þeir verði vel færir um að sjá fjölskyldunni farborða. Ekki er gert ráð fyrir að stúlkur sjái fyrir fjölskyldu. Gert er ráð fyrir að mikill meirihlutii stúlkna giftist og eignist „fyrirvinnu”. En ef svo færi að „maðurinn skildi við þær” eða þær misstu fyrirvinnuna, gæti verið gott fyrir þær að „kunna eitthvað”. 330 einstaklingar, flest- ir á Stór-Reykjavikur- svæðinu, eru nú i Kven- réttindafélagi ísfands. Auk þess á það 47 að- ildarfélög, kvenfélög stjórnmálaflokka, stéttarfélög og ýmis kvenféiög. Jafnréttis- nefndir þeirra starfa i samvinnu við Kven- réttindafélagið. Þetta er að minu áliti afskap- lega hættulegur hugsunarháttur. Ekki sizt i okkar þjóðfélagi, sem þarf á öllum höndum að halda i vinnu. Já, ræturnar liggja trúlega i uppeldinu. Það er talað öðruvisi við stúlkur en pilta, og siðan tekur skólinn við með oft á tiðum við- horfamyndandi kennslubækur. Ennþá er verklega kennslan i skyldunáminu ekki hin sama hjá piltum og stúlkum, en úr þvi ætti að vera bætt með jafnréttisákvæð inu i grunnskólalögunum. Að fylgjast með þvi að svo verði tel ég eitt almikilvægasta atriðið i starfi Kvenréttindafélagsins á næstunni. Nú svo er það, að auglýsingar beina oft stúlkum og piltum i ólik- ar atvinnugreinar. Það er órétt- læti að kynjunum sé bægt frá að reyna við hvaða atvinnugrein sem er. Vekjum foreldra og kennara til umhugsunar Það er ekki auðvelt að fylgjast með uppeldi barna á heimilum. Ahrif i þá átt hljóta að verða á þann hátt, að leitast við að vekja fólk til umhugsunar hvað það er að gera með uppeldinu. Foreldrar og kennarar hafa gifurleg áhrif á börninoglengibýraðfyrstu gerð. — Nú eru margar fullorðnar konur i Kvenréttindafélaginu, sem hafa frá blautu barnsbeini vanizt mismunandi uppeldi kynj- anna, samþykkja þær að breyta eigi til með það jafnvel þótt þær séu miklir fylgjendur jafnréttis karla og kvenna á öllum öðrum sviðum .* — Já, á fundi vestur i Búðardal fyrir skömmu varð ég einmitt glögglega vör við það, að full- orðnar konur hafa rikan skilning á nauðsyn þessa. Þessar konur höfðu vanizt þvi, að stúlkur hjálp- uðu til á heimilinu og saumuðu, en drengirnir smiðuðu og færu á sjóinn með pabba. En ef konur hafa á annað borð jafnréttis- hugsunarhátt held ég að eigið uppeldi verði ekki til skaða. Konur hafa jafnrétti að mestu — Þú sagðir áðan að konur hefðu að mestu jafnrétti á við karla i lögum. A hvaða sviðum rikir ekki jafnrétti? — Það rikir ekki fullt jafnrétti I tryggingamálum, þótt þau mál hafi verið færð mjög til betri veg- ar siðustu ár. Þegar trygginga- lögin voru endurskoðuð siðast gerði Kvenréttindafélagið ýmsar ' tillögur til breytinga, og voru þær að mestu -leyti teknar inn i lög- gjöfina. Á nokkrum stöðum i tryggingalöggjöfinni er þó enn breytinga þörf. Mjög er nú i brennipunkti hjá Kvenréttindafélaginu endurskoð- un á tekju- og eignaskatti, og tryggingakerfinu, sem stendur fyrir dyrum. Félagið hefur óskað eftir að fá að útnefna tvo fulltrúa i starfshóp, sem vinnur að þessum málum, en hefur enn ekki fengið svar. Konur innbyrðis eru misrétti beittar i ákvæðinu um að 50% tekna eiginkonu skuli frádráttar- bærar til skatts. Og ennfremur er þarna misrétti milli karla og kvenna að ekki skuli standa i lög- unum „50% af tekjum maka” i stað „eiginkonu”. Þetta hefur komið glöggt fram hjá náms- mönnum, þar sem konan hefur haft obbann af tekjunum og helm- ingurinn af þeim hefur verið frádráttarbær. En hjón þar sem konan er við nám njóta ekki sömu friðinda. — Það fer i taugarnar á mér þegar talað ar um það sem eitthvað stórmerkilegt og óvenji- legt að kona gegni hinu og þessu starfi. Það á að bera vott um einstaka dirfsku. Það á að vera sjálfsagt mál, að konan sé einstaklingur og virkur þátttakandi i þjóðlifinu. Látum ekki skipta okkur i tvo hópa — Égtelþaðmeginatriði, sagði Sólveig Olafsdóttir, að konur láti ekki skiptasér i tvo hópa, — þær sem starfa á heimilinu eingöngu og þær sem starfa bæði utan þess og innan. 1 hjúskaparlöggjöfinni er kveð- ið á um að hjón framfæri hvort annað, hvort sem er með vinnu utan heimilis eða innan.Þarna er starf húsmóðurinnar metið. Hjón, sem bæði hafa unnið úti og eiga börn, hljóta að meta sfnar aðstæður, og ákveða hvort heppi- legra sé að konan t.d. vinni heima. En það getur komið að þvi, að þau þurfi að endurmeta þetta miðað við breyttar aðstæð- ur, því hvenær hættir starfiö á heimilinu að vera raunverulegt starf, um það er ekki hægt að setja neinar reglur, en hver og einn verður að meta það miðað við sinar eigin aðstæður. Það hefur venjulega verið kon- an, sem hefur getað valið hvort hún vinnur á heimilinu, eða úti. Á hún alltaf að eiga valið. Hvenær fær karlmaðurinn að velja á þennan hátt? Tiðarandinn hefur gert honum það ókleift til þessa. Mörgum kann að finnast að það sé ekki starf fyrir gifta konu með eitt barn að „sitja” heima eins og það er oft kallað. En ef hUn vinnur jafnframt daglegum störfum heima að þvi að gera ýmsa hluti sem fjölskyldan annars keypti, búa til mat, sem annars yrði keyptur unninn, þá er það oft á tiöum hagstæðara fyrir fjölskyld- una en hún vinni launuð störf. En konum þarf að vera kleift að endurmeta þessa ákvörðun sína eins og ég sagði áðan. Og til þess þarf þjóðfélagið að hjálpa henni með endurmenntun, námskeiðum og fullorðinsfræðslu. Nú svo vinna margar konur sjálfboðavinnu, t.d. á sjúkrahús- um og við að aðstoða t.d. aldraða. Við megum heldur ekki vanmeta þessi störf. Það skiptir kannsta ekki öllu máli hvort starfið er launað eða ekki. En eins og ég sagði áðan.konur eiga ekki að láta skipta sér i and- stæða hópa. Kannski tek ég þá ákvörðun að vera heima eftir eitt, tvöár, á égþá að snúa við blaði»u og vinna gegn þeim, sem ég h«f áður unnið með? Slikt finnst méi fjarstæða. Húsmæður og konur, sem vinna úti, eru ekki og eiga ekki að vera fjandmenn. Ekki púkalegt kerlinga- félag — Nú fá karlmenn inngöngu i Kvenréttindafélagið, eru þeir margir i félaginu? — Á þinginu 1972 var lögum félagsins breytt. Einn karlmaður gerðist þegar félagi, en hann er nú látinn. Égheld satt að segja að nafn félagsins fæli svolitið frá þvi og þá sérstaklega karlmenn. En félagið var stofnað 1907 með þessu nafni og ekki hefur þótt ástæða til að breyta þvi. Enda dregur vist enginn i efa að þörf hafi verið á að berjast fyrir kven- réttindum þá. Nú vinnur félagið hins vegar fyrst og fremst að jafnréttismálum, m.a. á grund- velli yfiriýsingar Sameinuðu þjóðanna. Mér virðist að sumu ungu fólki, sérstaklega karlmönnum finnist Kvenréttindafélagið púkalegt kerlingafélag, sem enginn starfi i nema eldgamlar kvenréttinda- konur. En þetta er alls ekki rétt, sifellt fleiri ungar konur ganga i félagið, og þá þnóunætla ég að sfyðja af fremsta megni. Þeir, sem fitja upp á nefið þegar nafn félagsins er nefnt, ættu að kynna sér söguna og komast að þvi hverju það hefur áorkað, en það er með ólikindum. Megnið af þvi sem áunnizt hefur i jafnréttis- málunum er beint eða óbeint að þakka Kvenréttindafélagi Is- lands. — S.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.