Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. júni 1975. TÍMINN 3 GIsliHalldórsson fer meö aöalhlutverkiö i „Veiöitúr iúbyggöum”. Timamynd Gunnar Sveinbjörn Matthiasson, Helgi Skúlason, Halldór Laxness og Gfsli Halldórsson spjalla saman i myndatökuhléi. Timamynd Gunnar Halidór Laxness og Andrés Indriöason bera saman bækur sinar I sjón- varpssal. Timamynd Gunnar Lögbannsbeiðninni beint gegn sjúkra- flugi til Akraness — Vængir hættu áætlunarflugi þangað fyrir tveimur árum OÓ-Reykjavík. — Það eru nærri tvö ár siöan að Vængir hf. lögöu niöur áætlanaflug sitt til Akra- ness, segir i tilkynningu, sem Hafþór Helgason, frkv.stj. Vængja, sendi Timanum i gær vegna forslðufréttar blaðsins um lögbannsbeiðni gegn lendingum flugvéla Vængja á flugbrautinni við Akranes. — Þrátt fyrir að áætlun hafi lagst niður hefur þjónustuflug verið nokkuð, mest sjúkraflug og flug með iþróttamenn Í.A. Meö beiðni sinni um lögbann vegur Hestamannafélagið Dreyri að ibúum Akraness en ekki að Vængjum h/f. Hinn at- hafnasami lögfræðingur hesta- mannafélagsins Arni G. Finns- son hefur með beiðni sinni óskað eftir að sjúkraflug og annað þjónustuflug við ibúa Akraness legðist niður. Ástæður þess, að Vængir lögðu áætlunarflugið niður segir Hafþór að hafi verið „m.a. þær aö flugbrautin liggur mjög illa viö rikjandi vindátt og er þannig staðsett (undir Akrafjalli) að nær ómögulegt er að halda uppi áætlun svo að vit sé í.” I lok tilkynningarinnar getur Hafþór þess, að umtalsverðu fé var varið til að gera skeiövöll- inn nothæfan sem flugbraut. Kostnaöi við lagfæringuna, sem fólst i jarðvegsskiptum og jarð- vatnslögnum ásamt lagfæringu á brautarstæðinu skiptu Bæjar- stjórn Akraness og Vængir h/f á milli sin með samkomulagi. „Veiðitúr í óbyggðum" á sjónvarpsskerminum — í næstu viku hefst taka á öðru íslenzku sjónvarpsleikriti 'ébé Rvik — Undanfarna viku hafa staðiö y fir upptökur á leikriti I sjónvarpinu, sem gert er eftir smásögu eftir Haildór Laxness og er áætlað aö upptökum ljúki n.k. laugardag. i næstu viku hefjast svo upptökur á ööru islenzku leik- riti eftir Þorvarö Helgason og munu þær taka áiika langan tima. Fleiri Islenzk sjónvarpsleikrit veröa ekki tekin fyrir aö sinni, en eftir sumarfri sjónvarpsins, er ætiunin aö taka upp fleiri Islenzk verk, aö sögn Jóns Þórarinssonar dagskrárstjóra sjónvarpsins. Það var á mánudaginn var, sem upptaka hófst á sjónvarps- æikriti, sem gert er eftir smásögu Halldórs Laxness, Veiðitúr I Jbyggðum. Þó að upptakan sjálf taki tiltölulega stuttan tima, hafa æfingar leikara, stúdióvinna og jppsetning leikmyndar staðiðyfir I nokkurn tima. Höfundur smá- sögunnar, Halldór Laxness, hefur sjálfur fylgzt með og unnið hand- rit að sjónvarpsleikritinu i sam- ráði við Andrés Indriðason, sem ASK-Akureyri. Félag bifreiöa- áhugamanna hélt sérstæöa sýn- ingu viö Oddeyrarskólann á Akureyri þann 17. júni. Gamlir bilar allt frá árinu 1919 til nýrra tryllitækja voru almenningi til sýnis, og greinilegt var aö fólk kunni vel aö meta framtakið, enda var sýningarsvæðið krökkt af fólki allan timann er opiö var. Meðal sýningargripa voru elztu vörubifreiðarnar.sem til eru i ná- grenni bæjarins, en fólksbif- reiðarnar eru bæði i eigu bæjar- manna og bænda i nærsveitum, en alls voru um þaö bil 30 bifreiðir stjórnar upptökunni. Helgi Skúla- son er leikstjóri en leikmynd gerði Björn Björnsson. Með aðalhlutverk i Veiðitúrn- um fer GIsli Halldórsson, en önn- ur hlutverk eru i höndum Svein- björns Matthiassonar, Margrétar Helgu Jóhannsdóttur og tveggja leikara frá Akureyri, Sögu Jóns- dóttur og Þórhöllu Þorsteinsdótt- ur, auk nokkurra aukahlutverka. Leikritið tekur um klukkustund i flutningi, og er enn ekki ákveðið hvenær á að sýna það. Jón Þórarinsson sagði að það gæti orðið á timabilinu október 75 — mai 76. Upptakan er I svart-hvitu. 1 næstu viku hef jast svo upptök- ur á leikriti Þorvarðs Helgason- ar, Sigur, en æfingar hafa staðiö yfir undanfarið. Upphaflega skrifaði Þorvarður leikritið fyrir útvarp og var það flutt I útvarpi fyrir nokkrum árum, en höfundur hefur nú endursamið það fyrir sjónvarp. Róbert Arnfinnsson fer með aðalhlutverkið i þessu leik- riti. til sýnis. Elzti blllinn var af gerðinni Dixy flyer árgerð 1919, en elzti billinn, sem enn er á skrá er Chrysler I eigu Jóns Benedikts- sonar fyrrverandi yfirlögreglu- þjóns. Er óhætt að fullyrða, að þessir tveir bilar hafi vakiö hvaö mesta athygli, en báðum er mjög vel viðhaldiö. Hjá Félagi bifreiðaáhuga- manna er I bigerð torfæru- aksturskeppni, en óráðið hvenær af henni getur orðið. Formaður félagsins er Steindór Steindórs- son. Jón Þórarinsson sagöi, að eftir sumarfri sjónvarpsins, væri áætl- að að taka upp fleiri Islenzk leik- rit. Nokkur önnur leikrit eru I at- hugun hjá útvarpsráði, en gera þarf einhverjar breytingar á sumum þeirra áður en þau verða samþykkt. Skólatann- lækningar hefjast 1. |úlí Skólatannlækningarnar i Reykjavik munu á timabilinu 1. júli til 31. desember 1975, veita tannlæknaþjónustu skólabörnumá aldrinum 6-12 ára i tannlækna- stofum skólanna og i húsi Heilsu- verndarstöövarinnar viö Baróns- stig. Stofurnar veröa opnar kl. 8- 17 virka dag, aöra en laugardaga. Börnin verða boðuð með sama hætti og verið hefur, og tannlækn- ingar á vegum skólanna eru án nokkurrar greiðslu af hálfu barn- anna. Börn i ofangreindum aldurs- flokki, eiga ekki jafnframt að- gang að tannlækningum hjá öðr- um tannlæknum á kostnað trygg- inganna. Verða þvi reikningar fyrir tannlæknishjálp veitta þess- um börnum eftir 1. júli, ekki endurgreiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavikur, nema alveg sér- staklega standi á. Þá mun verða leitazt við að gera við tennur i 13 ára börnum, eftir þvi sem aðstæður leyfa. Börn á þeim aldri, sem enga þjónustu hafa fengið hjá skóla- tannlækningum, skulu hafa sam- band við þann lækni, sem þau voru hjá i 6. bekk, i viðkomandi skóla, til að fá staðfest hvort unnt verði að veita þeim tannlækna- þjónustu, eða hvort þau megi snúa sér til tannlækna utan skóla- tannlækninganna. Unglingar, 14-15 ára, hafa aftur á móti rétt til að leita hvers þess tannlæknis, sem er aðili að samn- ingi við tryggingarnar (sér- fræðingar i tannréttingum eru það ekki), en þurfa að leggja út kostnaðinn gegn endurgreiðslu að fullu hjá sjúkrasamlaginu. Eizti billinn á sýningunni var frá 1919. Tfmamynd ASK Sérstæð bílasýning á Akureyri Rekstrarhalli Samvinnu- trygginga 93,6 milljónir Iialli á rekstrarafkomu Sam- vinnutrygginga árið 1974 var 33,8 millj. kr., og þar sem töp áranna 1973 og 1974 koma saman á árinu 1974, auk áætlaöra skatta, sem álagöir veröa á árinu 1975, reynd- ist rekstrarhaili fyrirtækisins alls kr. 93,6 milljónir. Þessi rekstrar- halli stafar fyrst og fremst af þátttöku félagsins I fiskiskipa- og ábyrgöarsamsteypum, en þar hafa tjón félagsins umfram iö- gjöid oröiö 85,7 millj. kr. á siðast- liðnum 2 árum. Auk þessa varö einnig verulegur halli á bifreiöa- tryggingum, eöa samtals kr. 30,9 millj. Þetta kom fram i skýrslu Hall- grims Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra, er hann skýrði reikninga félagsins á aðalfundi þess sem haldinn var 13. júni. í reikningum Samvinnutrygginga kom fram, að heildariðgjalda- tekjur félagsins námu kr. 914.8 millj. 1974 og höfðu aukizt um kr. 253,0 millj. frá árinu áður. Heildartjón Samvinnutrygg- inga árið 1974, greidd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 824,0 millj. og varð tjónaprósentan 90,08% á móti 76,54 árið 1973. Samkvæmt upplýsingum frá endurskoðanda félagsins, var rekstrarafkoma félagsins kr. 48 millj. lakari 1973, en rekstrarupp- gjör þess árs sýndi. Stafaði þessi skekkja af vanmetnum ógreidd- um tjónum i tryggingarsamsteyp- um. Eigin sjóðir Samvinnutrygg- inga að viöbættum iðgjalda og tjónasjóðum námu i árslok 1974 679,3 millj. á móti 545,6 millj. árið áður og höfðu aukizt um 133,7 millj. Þá var haldinn aðalfundur Lif- tryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingaféiags Sam- vinnutrygginga hf. einnig um leið, eöa 13. júni. Hófst fundurinn á þvi að Erlendur Einarsson for- stjóri, flutti skýrslu stjórnarinn- ar, og Hallgrimur Sigurðsson skýrði reikninga Samvinnutrygg- inga eins og áður er sagt og Jón Rafn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri skýrði reikninga Andvöku og Endurtrygginga- félags Samvinnutrygginga. Heildariðgjaldatekjur Lif- tryggingafélagsins Andvöku námu árið 1974 kr. 18,7 millj. og höfðu aukizt um kr. 3,1 millj. frá fyrra ári. 1974 yfirtók Andvaka Liftryggingaskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar hf. og nemur heildarstofn félagsins i árslok 1974 kr. 3.886 millj. I liftryggingasjóð voru á árinu 1974 lagðar kr. 2,6 millj. og i bónussjóð kr. 400 þús. og námu þessir sjóðir i árslok ásamt vara- sjóði og höfuðstól félagsins kr. 58.554 millj. Bókfærðar iðgjaldatekjur Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga námu 1974 kr. 296,6 millj. en voru 1973, kr. 217,5 millj. og nemur þvi aukningin kr. 79.1 millj. Bóta og iðgjaldasjóðir félagsins, ásamt varasjóði og höfuðstól, námu I árslok 1974 kr. 241.747 millj. Iðgjaldatekjur allra félaganna námu þvi samtals á árinu 1974 kr. 1.230.1 millj. á móti kr. 894,9 millj. 1973, og höfðu aukizt um kr. 335,2 millj. eða rúmlega 73%. t stjórn félaganna voru endur- kjörnir Jakob Frimannsson, Akureyri, og Karvel ögmundsson Ytri-Njarðvik. Aðrir i stjórn eru Erlendur Einarsson, Reykjavik formaður, Ingólfur Ólafsson Kópavogi og Ragnar Guðleifsson, Keflavik. Fundinn sátu 18 fulltrú- ar viðs vegar að af landinu auk stjórnar félaganna, fram- kvæmdastjóra og nokkurra starfsmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.