Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 20.júnl 1975. TÍMLNN 5 Skaðinn gerir menn hyggna, en ekki ríka Ágúst Þorvaldsson, bóndi á Brúnastöðum, og fyrrv. al- þingismaður, ritar þarfa hug- vekju f siðasta tölublaði Þjóð- ólfs, er hann nefnir „Atök hagsmunahópanna ógna lýð- ræðinu”. 1 grein sinni segir Ágúst Þorvaldsson: ,,A þessu voru hefur margt gerzt, sem fyrri tima sagna- ritarar hefðu talið þess virði að færa i annáiarit sin. Má með fuiium sanni segja, að bæði islenzk náttúra og is- lenzkt mannlif hafi mótazt af harðindum. Menn biða enn eftir sumarveðráttu og gróðri. Hið kalda vor kostar bændur og þjóðina I heild miklar fjár- upphæðir vegna langrar inni- stöðu búfjár og gróður- skemmda af völdum klaka og kulda. Þetta er að visu ekki neitt nýtt, siikt hafa Islenzkir bændur orðið að þola oft áður. Og einhvern veginn er það svo, að þessháttar áföli gleymast furðu fljótt og hitt verður minnisstæðara, sem vel gengur. Sólskinsstundirn- ar I lifi og starfi festa dýpri rætur I hugum flestra, sem betur fer. Þó er gott að gera sér grein fyrir þvi, hvernig forðast ber hvers konar áföll. Gamalt Is- lenzkt spakmæli segir að: Skaðinn gerir menn hyggna, en ekki rika. Af skaðanum geta menn lært að búast betur til varnar, og þvi eiga atburðir eins og kalt vor að kenna mönnum forsjáini. tslending- ar hafa fram til þessa átt aiia sina Hfsbjargarvegi háða tið- arfari til lands og sjávar. Ekki md eyða meira en aflað er Margir hugsjónamenn hafa séð, og sáu strax um siðustu aldamót, að hér myndi aldrei geta orðið verulega öflugt. þjóðfélag fjárhagslega, nema það gæti tekizt að fjölga undir- stöðum efnahagsiifsins með nýjum stoðum, en hér vill svo til, að iandið er auðugt af orkulindum, sem geta, ef rétt verður á haidið, gert islenzku þjóðina efnalega óháða þvi að vera á bónbjörgum, þegar harðnar I ári og sjávarafii tregast eða bregzt. Nú er unnið af k a p p i a ö vatnsafls.- virkjunum og borunum eftir gufu og sjóð- andi vatni. Þetta er rétt stefna, og um slika fram- kvæmda- og framfarastefnu eiga allir Is- lendingar að vera sem einn maður. Þá veröur leyst úr læðingi sú orka, sem getur með skynsamlegri og hóflegri meöferð fjármuna gert ís- lendinga að farsæili þjóð, en þá verða þeir þó eftir sem áð- ur að gera hóflegar kröfur og mega ekki, eins og nú, eyða meira en aflað er, og ekki liggja i sifelldum innbyrðis erjum og verkföllum. Sturlungaöld hin nýja Allir þekkja sögu Sturlunga- aldarinnar og hvernig þeim deilum, sem voru fyrst og fremst um völd og hagsmuni, lyktaði, þar sem þjóðin missti sjálfstæði sitt I sjö aldir og steyptist I slika fátækt og vol- æði, að við iá um skeið að hún dæi út. Um það sagði Jónas Hall- grimsson: „Veit þá enginn, að all fyrir löngu / aldir stofnuðu bölið kaida, / frægðinni sviptu, framann heftu, / svo föðuriáð vort er orðið að náði?” Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun, þegar litið er yfir ýmsa atburði á vettvangi þjóðlifsins nú, að verið sé að endurtaka ekki ósvipaðan leik, þótt með öðrum aðferð- um séð, og þann sem tslend- ingar léku á Sturlungaöld. Skæruhernaðurinn Hér geisar slfeildur skæru- hernaður i atvinnulif inu. Mörgum þeirra, sem með lög- legum hætti er falið að stjórna stofnunum og þjóðféiagi, er gert erfitt að rækja skyldu sina, og sumar ákvaröanir þeirra að litlu eða engu hafð- ar. Auðvitaö er flest umdeil- anlegt og orkar tvimælis, þá gert er, en þjóðfélög og aðrar stofnanir krefjast stjórnar og að reglur, sem settar hafa verið, séu haldnar, að öðrum kosti brotnar siðaö mannfélag i striðandi parta og mennirnir flytjast niður á svið hinna óæðri dýra. Lýðræði var og er enn hug- sjón Islendinga. Þeir eiga eitt elzta löggjafarþing, og þeir hafa góða reynslu af þeirri merku stofnun. Eftir að fengið var fullt frelsi og stjórnin færðist inn i landið, hafa orðið hér stórstigar framfarir, og eiga þar hiut að máli allir stjórnmáiaflokkar, en þeir hafa aliir öðru hverju átt hlut að stjórn landsins, og þannig getur það væntanlega orðið. Ein af skyldum stjórnmála- flokkanna, hvort sem þeir eru við völd eða ekki, er sú að tryggJa h^r fullt lýðræði, mannréttindi og mannhelgi.” Skyldurnar Loks'segir Agúst Þorvalds- son I hinni athyglisverðu grein sinni: „Mesta hættan, sem ógnar nú flestum lýðræðisþjóöum, eru átök hinna ýmsu atvinnu- stétta. Slík átök geta brotið niður efnahag og freisi þjóö- anna. Leiðtogar hinna striðandi hagsmunahópa hér verða að finna leiöir tii að hemja liðs- menn sina og laða þá tii skyn- sainlegra úrræða. Löngum hefur sú leið bezt gefizt, að hinir vitrustu og hófsömustu menn geri um málin. Ef menn hér á tsiandi færu yfirleitt að gæta hófs og sann- girni, þá þarf engu að kviða, og þá getur aftur birt til og gróandi þjóðiif þróazt, eða eins og Jónas Hallgrimsson af snilld sinni sagði: „Veit þá enginn, að eyjan hvita / á sér enn vor ef fólkið þorir / guði að treysta, hlekki hrista / hlýða réttu, góðs að biða?” Þrældómshlekki hagsmuna- og stéttabaráttu þurfa menn að hrista og hafa þor til þess að hlita þvi, sem að beztu manna yfirsýn verður farsæi- ast. Mannréttindi eiga ekki og eru ekki fólgin í þvi einu að njóta gæða og öryggis i skjóii þjóðfélagsins, heldur fylgja lika skyldur, og meðai þeirra er sú kvöð að hlýða þvi, sem þjóðfélagið hefur gert þegnum sinum að skyldu.” —a.þ. AFSALSBRÉF innfærö 14/4—18/4 — 1975: Bústaður s.f. selur Gunnari Júliussyni hluta i Dvergabakka 14. Ingimar Haraldsson selur Sól- veigu og Ingu Tómasdætrum hluta i Blikahólum 4. Guðbjörn Guðmundsson selur Sigriði Kristjánsd. hluta i Hagamel 18. Óskar & Bragi s.f. selur Guð- mundi Ragnarssyni og Hólmf. Carlson hluta i Espigeröi 4. Gúland s.f. selur ívari Þor- steinss. hluta i Suðurhólum 4. Ólafur Jónsson selur Ársæli Teitssyni hluta i Rauðalæk 53. Jón P. Jónsson selur Sveini R. Eyjólfss. hluta i Siðumúla 33. Aðalheiður Gislad. o.fl. selja Verzlunarskóla tslands eignarlóð að Grundarst. 21 B. Db. Jóhanns Kristmundss. sel- ur Haraldi Haraldss. hluta i Bræðraborgarstig 55. Guðjón Bjarnason selur Friðrik Kristjánss. hluta i Hraunbæ 50. Ólafia Sigurjónsd. o.fl. selja Árna Jónassyni hluta i Vatnsstig 9. Jón R. Ásmundsson selur Guð- rúnu B. Sigurgeirsd. hluta i Ljós- heimum 22. Sigurður G. Sigurðss. selur Ómar Hillers hluta i Langholts- vegi 105. Anton örn Kærnested selur Indriða Jóhanss. og Kristjönu B. Leifsd. hluta i Kleppsv. 126. Þórleifur Bjarnason selur Finneyju Kjartansd hluta i Sól heimum 23. ögmundur Guðmundss. selur Júliusi Stefánss. fasteignina Háa- leitisbraut 133. Július Stefánsson selur ög- mundi Guðmundss. hluta i Ara- hólum 2. Friðrik Kristjánsson selur Margréti Albertsdóttur hluta i Hraunbæ 30. Dóra Egilson selur Svanhildi Guðmundss. hluta i Sunnuvegi 15. Afl s.f. seiur Guðmundi Valdi- marss. hluta i Hraunbæ 102D. Jón Júliusson selur Sigriði Sig- fúsd. og Birni Sigfúss. hluta i Álftamýri 54. Franz K. Jezorski selur Baldri Skúlasyni byggingarfram- kvæmdum að Vesturbergi 101. Ómar Hillers selur Steinunni isfeld Karlsd. hluta i Langholts- vegi 105. Sigriður Sigurðard. selur Magnúsi Eliassyni hluta i Skip- holti 55. Lárus Helgason selur Jóni Guð- geirss. læknastofu i Læknahúsinu Egilsg. 3. Ingimundur J. Einarss. selur Ólafi Benediktss. hluta i Eyja- bakka 10. ■Kjartan Reynir Ólafss. selur önnu Oddsdóttur hluta i Stora- gerði 16. Guðmundur Þengilsson selur Hafsteini Sæmundss. hluta i Krummahólum 2. Ásgeir Ásgrimsson o.fl. selja Snæbirni Péturss. hluta i öldu- götu 54. Perla Kolka o.fl. selja Páli Lin- dal o.fl. húseignina Bergstaða- stræti 81. Líðan óbreytt HJ-Reykjavik. Litla stúlkan frá Akureyri, Snæbjörg H. Sveins- dóttir, sem liggur nú á gjörgæzlu- deild Borgarspitalans eftir alvar- legt bifreiðaslys á Akureyri s.l. föstudag, hafði enn ekki komizt til meðvitundar i gærkvöldi. Llðan hennar var óbreytt, en hún hlaut höfuðkúpubrot, fótbrot og upp- handleggsbrot. GENGISSKRÁNING ísjr 109 - 19. júní 1975 S k r á 8 f r»í Fining K1- 12,00 Kaup Sala 19/6 1975 i Bandarfkjadolla r 153,20 153, 60 * - - i Stt* r lingspund 348, 25 349, 45 * 18/6 - i Kanarladollar 149, 30 149, 80 19/6 - 100 Danskar krónur 2819, 00 2828, 20 * 18/6 - 100 Norska r krónur 3136, 10 3146, 40 - - 100 Sær.skar krónur 3914,25 3927, 05 - - 1 00 Finnsk mork 4343, 95 4358, 15 - - 100 Franskir (ranka r 3836, 50 3849, 00 - - 100 IU*lg. frankar 438, 90 440, 40 19/6 - 100 Svissn. franka r 6122, 95 6142, 95 * - - 100 Gyllini 6351, 35 6372, 05 * - - 100 V.- Þýzk mörk 6551, 30 6572, 70 * 18/6 - 100 Lfrur 24, 47 24, 55 19/6 - 100 Austurr. Sch. 925, 10 928, 10 * - - 100 Escudos 630, 55 632, 55 * 18/6 - 100 Peseta r 274, 45 275, 35 19/6 - 100 Yen 52. 08 52, 25 * ino Reikningskrónur - _ _ Vtiruskiptalönd 99, 86 100, 14 1 Reikninesdolla r - _ . Vörus kipta löná 153, 20 153, 60 * hreyting írá sífiustu skraningu Aðalfundur Hraðfrystihúss Grundarfjarðar h.f. verður haldinn þriðjudaginn 8. júli 1975 i matsal félagsins og hefst kl. 4 e.h. Dagskrá: 1. Samkvæmt félagsiögum. 2. Tillaga um lilutafjáraukningar. Stjórnin Verzlunarstjóri í byggingarvöruverzlun Kaupfélag Vopnfirðinga óskar að ráða verzlunarstjóra i Byggingarvörudeild. Starfsreynsla eða verzlunarmenntun áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til kaup- félagsstjóra, Halldórs Halldórssonar. út- vegum húsnæði, ef óskað er. Kaupfélag Vopnfirðinga. FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vörubila- Fólksbila- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk Vörubiladekk á Tollvörugeymsluverði gegn staðgreiðslu HJOLBARÐAÞJONUSTA OPIO 8 til 7 ALHLIÐA HJÓLBAROAR HÖFÐATUNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.