Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 20.júni 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjaid kr. 600.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. V___________________________________________J Skattsvikin Þekktur sænskur lögfræðingur hefur nýlega gert könnun á skattsvikum i Sviþjóð og telur sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að rikið myndi árlega fá tólf milljörðum sænskra króna meira i skatt- tekjur, ef öll kurl kæmu til grafar. Þetta nemur um 47 milljörðum islenzkra króna. En það er viðar pottur brotinn i þessum efnum en i Sviþjóð. Nýlega hafa norsk skattayfirvöld gert athuganir á allmörgum framtölum með aðstoð bankanna, og i framhaldi af þvi hækkað skatta á nokkrum þúsundum framteljenda um upphæð, sem nemur samtals 410 milljónum norskra króna i eignaskatt og 68 milljónum norskra króna i tekju- skatt. Þessari könnun i Noregi er enn hvergi nærri lokið, og eiga þvi framangreindar upphæðir eftir að hækka mikið. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál hér á landi, að íslendingar eru ekki syndlausir i sam- bandi við skattframtöl, fremur en frændur þeirra á Norðurlöndum eða aðrar þjóðir, þar sem persónuskattar eru innheimtir. Það þarf ekki ann- að en að lesa skattskrána til að sannfærast um þetta. Stóreignamenn og stórgróðamenn greiða margir hverjir sáralitla skatta. Sama máli gegnir um ýmsa þá, sem lifa hinu mesta óhófslifi. Að öllu leyti er hér ekki um syndir framteljendanna að ræða, heldur koma til viðbótar ýmsar undanþágur i skattalögunum, sem ivilna stórum hluta skatt- greiðenda á kostnað annarra. Þá er innheimta söluskattsins kapituli út af fyrir sig. Þar eru margvislegir möguleikar til að kom- ast undan skatti, nema eftirlitið sé þvi traustara. Alkunna er, að kaupfélög greiða á ýmsum stöðum ótrúlega mikið i söluskatt i samanburði við ýmsa keppinauta þeirra, sem virðast hafa sizt minni veltu. Afkoma rikissjóðs er allt annað en góð um þess- ar mundir, og horfur eru á stórfelldum halla. Rætt er um að mæta þessu að einhverju leyti með niður- skurði á framkvæmdum, en hæpið er, að mikið fé geti sparazt á þann hátt. Erfitt verður einnig að koma saman tekjuhallalausum f járlögum á næsta ári, enda þótt gætt verði itrasta sparnaðar. Þrautalendingin til að mæta þessu getur orðið sú, að hækka ýmsar álögur, eins og nýlega hefur verið gert i sambandi við áfengi og tóbak. En skatta- álögur er ekki hægt að auka endalaust, og sizt þó á þeim tima, þegar afkoma einstaklinga og atvinnu- vega þrengist vegna versnandi viðskiptakjara. Undir þessum kringumstæðum væri það vissu- lega ekki óeðlilegt, þótt ný gangskör yrði gerð að þvi að reyna að uppræta skattsvikin og afla riki og sveitarfélögum aukinna tekna á þann hátt. Jafn- framt þarf að afnema margvislegar óeðlilegar undanþágur, sem leyfðar eru nú og valda þvi m.a., að ýmisskonar óhófseyðsla og skuldasöfnun nýtur furðulegra forréttinda. Þvi aðeins að þetta sé gert koma nýjar álögur til greina, og þvi aðeins geta þeir, sem sýna heiðarleika i þessum efnum, sætt sig við þær. Fátt myndi auka veg núverandi rikis- stjórnar meira en að hún gerði nýtt átak i þessum efnum. Skattskráin, sem senn er væntanleg, mun áreiðanlega sýna, að meira en litið fer aflaga i þessum efnum. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ferðalög Kims vekja eftirtekt Hörð dtök um Kóreumdlið d næsta þingi S.Þ. Kim II Sung FLESTAR likur benda nú til þess, að Kóreumálið verði eitt helzta deiluefni á næsta alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Til þess benda m.a. ferðalög Kim II Sung, einvalds Norður-Kóreu, til margra landa að undanförnu. Kim hefur bersýnilega talið ósigur Bandarikjanna fVietnam vis- bendingu um, að kominn væri timi til þess að nýju að hefjast handa um sameiningu Kóreu. Kim, sem ekkert hefur farið úr landi siðustu árin, fór fyrst i heimsókn til Peking i siðari hluta aprilmánaðar. bar mun hann hafa fengið þær ráðlegg- ingar, að hann skyldi ekki reyna neitt til þess að sinni að gripa til valdbeitingar, hvort heldur væri um að ræða skæruhernað eða beina árás, þar sem Bandarikin hefðu um 40 þúsund manna herlið i Suður-Kóreu undir fána Sam- einuðu þjóðanna, og þau myndu snúast öfluglega til mótspyrnu. þar sem þau vildu ekki biða nýjan ósigur. Auk þess vilja Kinverjar svo ekki stvggja Bandarikjamenn óþarflega um þessar mur.dir, sökum ótta þeirra við Rússa. Ráð Kinverja var það, að Kina skvldi leggja aðaláherzlu á það að sinni, að fá Sameinuðu þjóðirnar til að kveðja heim allt herlið. sem væri undir íána þeirra i Suður-Kóreu. l>egar þvi marki væri náð, hefði myndazt nýtt ástand, sem væri hagstæðara norður- Kóreu Það var i framhaldi af heimsókninni til Peking, að Kim hóf leiðangur til margra landa. flann er nú nýlega kominn heim aftur, eftir að hafa heimsótt Rúmeniu, Alsir, Máritaniu, Búlgariu og Júgó- slaviu. Kim lýsti yfir þvi, að aðalerindi hans hefði verið að afla Norður-Kóreu stuðnings á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. KÓREUMALIÐ hefur verið fastur liður á dagskrá alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna siðan á dögum Kóreu- styrjaldarinnar. Það hefur verið rætt meira og minna á öllum þingunum þangað til á þinginu 1972. Þá varð almennt samkomulag um að taka mál- ið ekki til umræðu, og var það byggt á þvi, að viðræður höfðu þá byrjað milli kóreönsku rikjanna um samvinnu þeirra á milli. Á allsherjarþinginu 1973 náðist hins vegar ekki samkomulag um að fresta umræðum, enda héldu fulltrú- ar Norður-Kóreu þvi fram, að viðræðurnar hefðu verið árangurslausar til þessa, enda legið niðri siöustu mánuðina. Tvær tillögur komu fram, og túlkaði önnur sjónarmið stjórnar Norður-Kóreu, en hin sjónarmið stjórnar Suður- Kóreu. Eftir málamiðlun að tjaldabaki, varð samkomulag um, að báðar tillögurnar yrðu dregnar til baka, en formaður nefndarinnar, sem fjallaði um málið, birti yfirlýsingu þess efnis, að lýst var ánægju yfir þvi, að bæði rikin hefðu lýst yfir 4. júli 1972, vilja til við- ræðna, sem hefðu að visu lagzt niður siðar, en vonazt væri til. að þær hæfust að nýju. Á allsherjarþinginu 1974 harðnaði deilan að nýju. Eng- ar viðræður höfðu farið fram milli rikjanna, en sambúðin versnað á margan hátt. Málið var mikið rætt i fyrstu nefnd þingsins, og komu þar fram tvær tillögur. önnur var frá Bandarikjunum, Bretlandi, Japan, Kanada og fleiri rikj- um, og var þar skorað á Kóreu-rikin að hefja viðræður að nýju i þeim tilgangi að sameina rikin með friðsam- legum hætti. Þes?i tillaga var samþykkt með 61 atkvæði gegn 42, en 33 riki sátu hjá. öll Norðurlöndin, nema Finnland, greiddu atkvæði með tillög- unni. Finnland sat hjá. At- kvæðagreiðsla um tillöguna á sjálfu allsherjarþinginu fór á svipaða ieið, og var hún þvi endanlega samþykkt. Hin til- lagan, sem kom fram i fyrstu nefndinni, var flutt af Alsir, Kina, Sovétrikjunum og ýms- um Afrikurikjum. Hún var á þá leið, að nauðsynlegt væri að draga til baka allt erlent her- lið, sem væri i Suður-Kóreu undir fána Sameinuðu þjóð- anna. Þessi tillaga féll með jöfnum atkvæðum, 48 gegn 48, en 39 riki sátu hjá. ísland og Danmörk greiddu atkvæði gegn tillögunni, en hin Norðurlöndin sátu hjá. Tillaga þessi kom ekki til atkvæða á sjálfu allsherjarþinginu. Atkvæðagreiðslan um siðari tillöguna bendir til þess, að úrslit geti orðið mjög tvisýn á allsherjarþinginu i haust. Alveg eins liklegt er að spá þvi, að ferðalög Kim beri þann árangur, að tillagan verði samþykkt i nefnd, og einnig á fundi allsherjarþingsins sjálfs, nema það fáist sam- þykkt, að hún sé talin svo mikilvæg, að hún þurfi tvo þriðju hluta atkvæða til þess að teljast samþykkt. EN ÞÓTT þetta verði sam- þykkt á allsherjarþinginu, þurfa viðkomandi aðilar ekki að telja sig bundna af þvi, Ályktanir allsherjarþingsins eru ráðgefandi, en ekki skuld- bindandi. Samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna heyra mál eins og Kóreumálið aðal- lega undir Oryggisráðið. Það var lika Oryggisráðið, sem samþykkti sumarið 1950 að senda herlið til Suður-Kóreu til að hrinda innrás, sem hafði verið gerð frá Norður-Kóreu. Rússar mættu bá ekki á fundi ráðsins i mótmælaskyni við aðra tillögu, sem það hafði þá nýlega samþykkt. Hefðu Rússar verið viðstaddir, hefðu þeir beitt neitunarvaldi, og þá ekkert orðið af ihlutun Sam- einuðu þjóðanna. Eftir það hafa Bandarikin og fylgiriki þeirra forðazt að taka Kóreu- málið upp i öryggisráðinu, þar sem Rússar hefðu beitt neit- unarvaldinu, ef þeir hefðu tal- ið þess þurfa. Þess i stað færðu Bandarikin málið yfir á vett- vang allsherjarþingsins, þar sem þau hafa getað treyst á öruggan meirihluta þangað til nú. N'ú virðast horfur á breyttri niðurstöðu þar, og er þá hætt við, að annað hljóð komi i strokkinn. Aðallega voru það Banda- rikin, sem urðu við þeirri áskorun öryggisráðsins 1950 að senda herlið til Suður- Kóreu. en nokkur önnur riki sendu einnig nokkurn herafla. Þau kölluðu hann fljótlega heim eftir að samkomulag náðist um vopnahlé 1953, og er nú eingöngu bandariskur her undir fána S.Þ. i Suður-Kóreu, og stjórn hans er öll i höndum Bandarikjamanna. Þótt ályktun allsherj- arþingsins um að ljúka her- setu S.Þ. i Suður-Kóreu yrði ekki skuldbindandi, nema öryggisráðið samþykkti það einnig, hefði hún eigi að siður mikla siðferðilega þýðingu. Eftir það væri eðlilegast, ef bandarisk herseta héldist þar áfram, að hún byggðist á bein- um samningum milli Banda- rikjanna og Suður-Kóreu, en ekki á ályktun Oryggisráðsins frá 1950. Fyrir Kim væri slik ályktun allsherjarþingsins ótviræður styrkur, en hætt er við að hún I styrki hann einnig i þeim i ásetningi að reyna fleiri leiðir | til að sameina landið. Það ] mun og styrkja hann i þessurn f ásetningi, að stjórn Parks ; jj Suður-Kóreu býr við vaxamn óvinsældir, og gripur þvi -i! stöðugt meira harðræðis j; ólýðræðislega stjórnarhá f Þetta er vaxandi áhyggjueí . J margra bandariskra stjóru- f málamanna. Kóreumálið getur að nýju orðið mikið m vandamál, og þar skiptir g miklu fyrir Bandarikin aö i geta treyst á liðveizlu Kin- f verja, ef málið á að leysast án nýrra styrjaldarátaka. Þ.Þ. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.