Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 20.júni 1975. TÍMINN 17 JAFNTEFLI í SKEMMTILEG- UM LEIK VALS OG Í.B.V. 1 GÆRKVÖLDI hófst 5. umferð i íslandsmótinu i knattspyrnu og áttust þá við á Laugardalsvelli lið Valsmanna og Eyjamanna. Leiknum lauk með jafntefli (2:2) og verða þau úrslit að teljast sanngjörn eftir gangi leiksins og marktækifærum. — í gærkvöldi á Laugardalsvellinum Valsmenn hófu leikinn af mikl- um krafti og pressuðu stöðugt fyrstu minúturnar að marki Eyjamanna, en þó án þess að skapa sér veruleg marktækifæri. Smám saman jafnaðist leikurinn og sköpuðu bæði liðin sér mark- tækifæri i fyrri hálfleiknum, en nýttu þau illa. Sérstaklega skapaðist oft hætta við mark Eyjamanna og manni fannst Valsmark liggja i loftinu. Á 20. min. fyrri hálfleiks átti Guð- mundur Þorbjörnsson skalla- bolta, en Ársæll varði naumlega. Nokkrum minútum siðar skaut Bergsveinn Alfonsson hörkuskoti viðstöðulaust, en rétt framhjá, — og fimm min. siðar átti Hermann þrumuskot, sem fór rétt yíir. Strax i upphafi siðari hálfleiks færðist aukið >ijör i leikinn og skiptust nú liðin á upphlaupum, sem oft á tiðum voru skemmti- lega útfærð. A 9. min. léku þrir Eyjamenn með boltann inn i vita- teignum og áttu þar i höggi við tvo Valsmenn. Sigurður Dagsson i Valsmarkinu átti þó siðasta orð- ið i þetta sinn, þvi hann gómaði knöttinn á siðasta andartaki. Nokkrum sekúndum siðar átti Tómas Pálsson hörkuskot i stöng Valsmarksins og þaðan barst boltinn til Arnar Óskarssonar sem spyrnti honum viðstöðulaust i netið. Staðan 1:0. Valsmenn gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlætið og 5. min. siðar uppskáru þeir mark eftir fyrir- gjöf frá Hermanni Gunnarssyni. Atli Eðvaldsson fékk þá boltann og skallaði hann niður, — og yfir Arsæl i markinu, sem kom út á móti. A 20. min. siðari hálfleiks tóku Eyjamenn aftur forystuna i leikn- um er örn var aftur á ferðinni og Valsmenn sækja að marki Eyjamanna i gærkvöldi á Laugardalsvellinum, en ieiknum lauk með jafn- tefli, hvort lið skoraði tvö mörk. Tlmamynd: Gunnar afgreiddi knöttinn rakleitt i netið eftir að hafa fengið stungubolta. Þetta mark verður að skrifast á reikning Sigurðar i Valsmarkinu, þvi úthlaup hans var i hæsta máta einkennilegt og fálmkennt. Eftir markið virtist sem Vals- menn hefðu misst móðinn og um tima voru Eyjamenn allsráðandi á vellinum. En Valsmenn voru þó ekki búnir að segja sitt siðasta orð, þvi á 35. min. jöfnuðu þeir aftur og að þessu sinni var það hinn marksækni Guðmundur Þor- björnsson sem var að verki, — og skoraði hann það úr þvögu, sem myndast hafði i vitateig Eyja- manna eftir innkast og góðan bolta frá Bergsveini inn i vita- teiginn. Leikurinn bauð ekki upp á fleiri umtalsverð marktækifæri en sið- ustu minúturnar reyndu Vals- menn ákaft að ná sigri, en þó skall hurð sjaldan nærri hælum. Leikurinn var fjörugur og vel leikinn á köflum, sérstaklega sið- ari hálfleikur. STADAN 1. DEILD Staðan i 1. deildarkeppninni eftir ieikinn i gærkvöldi: Valur 5 2 3 0 6:2 7 Fram 4 3 0 1 4:1 6 Vestm.ey. 5 1 3 1 6:4 5 Akranes 4 1 2 1 10:5 4 Vikingur 4 1 2 1 2:2 4 Kefiavik 4 1 1 2 1:2 3 FH 4 1 1 2 3:11 3 KR 4 0 2 2 0:3 2 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnsson, Val 4 örn Óskarsson, Í.B.V. 4 Teitur Þorðarson, Akranes 3 Matthis Hallgrimsson, Akranes 2 Þing nor- rænna íþrótta- frétta- ritara Þessa dagana stendur yfir hér á landi þing norrænna íþrótta- fréttaritara, meö fulltrúum frá tslandi, Finnlandi, Færeyjum, Sviþjóð, Danmörku og Noregi. Alls eru hér 17 útlendingar. Þing- iö var sett 17. júni og lýkur I dag. Á miðvikudaginn brugðu þátttak- endur þingsins sér tii Vestmanna- eyja, og siöan þágu þeir boð borgarstjórans i Reykjavik, Birgis ísleifs Gunnarssonar. t gær fóru þeir til Þingvalla og Laugarvatns, þar sem þeir skoö- uöu íþróttamiðstöðina, og einnig skoöuðu þeir Gullfoss og Geysi. Myndin hér til hliðar sýnir nor- rænu Iþróttafréttaritarana, þegar þeir voru aö fara austur fyrir fjall i gærdag. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.