Tíminn - 21.06.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 21.06.1975, Qupperneq 1
O o o * Allt fast í togaradeilunni í gær BH-Reykjavlk. Vonir manna um að togaradeilan leysist um helgina dofnuðu verulega i gær, þegar samninganefndirnar rædd- Saltfiskur seldur fyrir 6,5 milljarða Aðalfundur Sölusambands Isl. fiskframleiðenda var haldinn i gær. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að um áramótin hafi birgðir af blautsöltuðum fiski i landinu ver- ið 2100 lestir, og er sá fiskur nú allur seldur. Birgðir af þurrfiski voru 4300 lestir. Um miðjan júni var búið að flytja út 3700 lestir af þeim fiski, og allt að 300 lestir til viðbótar eru seldar en biða af- skipunar. Frá áramótum hafa afskipanir á saltfiski verið sem hér segir: Portúgal 2155 lestir, Brasilia 616 lestir, Panama 245 lestir, Zaire 150 lestir, Puerto Rico 95 lestir, Frakkland 44 lestir og Trinidad 16 lestir. Frá síðasta aðalfundi hefur SIF selt saltfisk fyrir 6,5 miljarða króna. ust ekki við þrátt fyrir fjögurra tíma fund hjá sáttasemjara siðdegis. Siðan var haldið áfram eftir kvöldmatarhlé, en þegar Timinn hafði siðast samband við sa m n i n g a n ef nd a m e n n i Tollhúsinu voru viðræður enn ekki hafnar. Slðasti fundur blaðamanna og viðsemjanda þeirra stóð fram- undir morgun á föstudag, en var árangurslaus. Nýr fundur er boðaður á mánudag. Skipuð hefur verið undirnefnd I deilu bókagerðarmanna og útgef- enda til að kanna stöðu prent- iðnaðarins og á hún að skila áliti i næstu viku. Fundur var með deiluaðilum I gær og næsti fundur verður á þriðjudag. Heyrzt hefur að sá fundur verði e.t.v. með bókagerðarmönnum og blaöa- mönnum i einu svo og viðsemjendum þeirra. » e Farþegaafgreiðslan kom flugleiðis frá Álaborg til Egilsstaða snör handtök við að koma upp að stöðu fyrirSmyril á Seyðisfirði JG-Reykjavík. I gærkvöldi kom til Egilsstaða vöruflutningavél frá ISCARGO beint frá Alaborg i Danmörku með farþegaskýli, sem reist verður a Seyðisfirði, þar sem færeyska bilferjan Smyrill leggst að bryggju. Það var fyrirtækið Hörður Gunnarsson, hf., sem bað um flutning þennan beint til Egils- staða. Verður skýlið siðan flutt á bil til Seyðisfjarðar, þar sem is- lenzkir iðnaðarmenn munu reisa það. Hallgrimur Jónsson, flugstjóri og framkvæmdastjóri ISCARGO sagðist ekki vita frekar um byggingu þessa en það, að þetta væri málmgrindarhús, og heföi þótt hentugra að flytja það loft- leiðis til þess að spara tima, þar eð færeyska ferjan væri þegar byrjuð siglingar til Seyðisfjarðar. Lyftibryggjan á Akra- nesi tekin í notkun ekkert bólar á framkvæmdum í Reykjavík SJ-Reykjavlk. Nýja bryggjan fyrir Akraborgina i heimahöfn hennar er nú tilbúin, en kemur ekki að fullum notum, þar sem samsk'onar útbúnaður þarf að vera til staðar i Reykjavik. Akra- borgin getur þvi eftir sem áður aöeins flutt um ellefu bila á báta- dekki, en þegar lyftiútbúnaður verður kominn i Reykjavik, verður hægt að flytja 40 bila til viðbótar. Mikil eftirspurn er eftir flutningi á bilum milli Reykja- vikur og Akraness nú um há- sumar, en litlar fréttir eru af væntanlegum framkvæmdum hér syðra, en viðræður fara fram milli fulltrúa Reykjavikurhafnar og samgönguráðuneytisins. Skutu hvítabjörn við Grímsey Þegar skipverjar á Arnari frá Ólafsvík voru aö draga net sin I gærdag skammt suðaustur af Grimsey, urðu þeir varir hvita- bjarnar á sundi. Virtist bangsi koma úr suðri, þ.e. frá mcginlandinu, og stefndi á Grimsey. Þangað komst hann þó aldreiþví að Hrafn Ragnarsson, skipstjóri á Arnari, brá við skjótt og greip haglabyssu, sem hann var með um borö, og banaði birninum. Skipverjum tókst að ná skepnunni um borö og komu með hann til ólafsfjarðar I gærkvöldi. REYNDI ASIGLINGU Á VARÐSKIPIÐ — Vestur-Þjóðverjar þrjózkast við gébé Rvik — Vestur-þýzkur tog- ari reyndi I gærmorgun að sigla á islenzkt varðskip suð-vestur af Eldey. Tilraunin mistókst og Þjóðverjinn forðaði sér, þegar varðskipið skaut bæði lausum og föstum skotum að togaranum. Atburður þessi átti sér stað um klukkan sex i gærmorgun, þegar varðskip kom að fjórum vestur- þýzkum togurum við veiðar um fimmtán milur innan við land- helgi, suð-vestur af Eldey. Þegar Þjóöverjarnir sáu varðskipið nálgast, hifðu þeir strax upp veið- arfæri sin, og þrir þeirra héldu þegar til hafs. Sá fjórði þrjózkað- ist við og sigtdi á móti varðskip- inu og gerði tvær tilraunir til á- siglingar. Var þá skotið einu lausu skoti og siðar tveim föstum skotum að togaranum, og sáu skipstjórnarmenn hans þá sitt ó- vænna og sigfdu á brott. Togari þessi ber einkennisstafina BX 668 og heitir Sagefisch. Þýzki sendiherrann gekk i gær á fund utanrikisráðherra, Einars Agústssonar, og mótmælti að- gerðum varðskipsins, en ráðherr- ann hélt fram málstað Islands. • • LOG- BANNIÐ SETT Á HJ-Reykjavik. Eins og frá hefur verið greint i fréttum Timans, fór hestamannafélagið Dreyri á Akranesi fram á lögbann gegn lendingum flugvéla Vængja á flugbrautinni við Akranes. Ásgeir Pétursson, sýslumaður i Borgarnesi tjáði blaðinu i gær, að lögUmnsbeiðnin hefði verið tekin til greina, og er þess að vænta að lög n annsbeiðendur höfði nú staðfestingarmál f y r i r dómstólunum. NYJA FISKVERÐIÐ KOMIÐ — FISKVERÐIÐ OG KJARASAAANINGARNIR KOSTA FRYSTIHÚSIN 1500 MILLJÓNIR Á ÁRSGRUNDVELLI SEGIR FR.KV.STJ. S.H. Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins i gær var ákveðið almennt fiskverð frá 1. júni til 31. september 1975. Breytingar lágmarksverðs helztu fisktegunda, slægðra með haus, miðað við 1. flokk, vérða sem hér segir: kr. kr. Stór þorskur Milli þorskur Smár þorskur Stór ýsa Smá ýsa Stór ufsi Milli ufsi Steinbitur Karfi, óslægður hækkar úr 38.00 i 42.80 kg hækkar úr 32.00 i 35.80 kg hækkar úr 19.00 I 21.30 kg hækkar úr 32.00 i 35.80 kg hækkar úr 19.00 i 19.60 kg hækkar úr 25.00 i 26.50 kg hækkar úr 20.00 i 20.60 kg hækkar úr 21.00 i 25.10 kg hækkar úr 17.00 i 19.00 kg Verðákvörðun þessi var tekin af oddamanni nefndarinnar, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar og fulltrúum fiskseljenda, þeim Ingólfi Ingólfssyni og Kristjáni Ragnarssyni, gegn atkvæðum fulltrúa fiskkaupenda, þeirra Arna Benediktssonar og Eyjólfs Is- felds Eyjólfssonar, en Eyjólfur gerði svofellda grein fyrir atkvæði sinu. „Nýgerðir kjarasamningar og þessi fiskverðsákvörðun leiða af sér a.m.k. kr. 1500 milljóna aukin útgjöld fyrir frystihúsin á ári, þar sem inneigin frystideildar i Verðjöfnunarsjóði hefur nú þegar verið eytt, og þar sem rikisstjórnin hefur engar ráðstafanir gert til þess að fiskvinnslan geti mætt þessari útgjaldaaukningu, þá greiði ég at- kvæði gegn þessari fiskverðsákvörðun.” Þá var ákveðið verð á skarkola. kr. 36.00 hverg kg 1. flokks stór og ennfremur verð á öðrum kolategundum, er gildir frá 1. júni til 31. desember 1975. Kolaverðið var samþykkt með samhljóða at- kvæðum allra nefndarmanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.