Tíminn - 21.06.1975, Síða 2

Tíminn - 21.06.1975, Síða 2
2 TÍMINN Laugardagur 21. júní 1975. Prófessor Stegmann beitir penslinum af mikilli leikni. Fyrirmyndin var biskup tslands og ekki tók þaö prófessor Stegmann nema 10 minútur að mála myndina. Tfmamynd: G.E. Lágmarksverð á hráefni til mjölvinnslu og bræðslu Hann er lamaður, en málar með munninum Síldveiðum í Norðursjó lýkur á mánudaginn gébé Rvík — Búizt er viö að sild- veiðikvótinn fyllist nú um helgina og hefur sjávarútvegsráðuneytið þvi sett veiðibann á sfldveiðar i Norðursjó frá 23. júni. Magn þaö, sem veiöa mátti frá áramótum, var um 4.500 tonn en seinnihluta vikunnar höfðu slidveiðiskipin Is- lenzku aflað um fjögur þúsund tonn, og var búizt við að þau myndu fylla kvótann um helgina. Á fimmtudag ákváðu síldarút- vegsmenn að mæla með þvl við sjávarútvegsráðuneytið, að þau 6.300 tonn, sem er kvótinn fyrir fslendinga frá 1. júli og út þetta ár, verði skipt á miili slidveiði- skipanna. Hvernig sú skipting verður, er ekki ákveðið, sagði Jónas Haraldsson skrifstofustjóri hjá Landssambandi isl. útvegsmanna I gær, en útgerðarmennirnir ráða þvi sjálfir hvenær þeir veiða það magn sem þeim er úthlutað. Þá sagði Jónas, að búizt yrði við að flest ef ekki öll skipin héldu áfram veiðunum nú. Þvi, sem ekki hefur veiðzt af framangreindum kvóta, 31. októ- ber n.k., verður svo aftur skipt upp á milli þeirra skipa, sem enn verða við veiðar. Sagði Jónas, að þá gæti verið, að einhver skip- anna yrði hætt veiðum án þess að fylla þann kvóta, sem þeim hefði verið úthlutað og þvi myndi þessi önnur skipting fara fram. Þá eru ennþá eftir þrjú þúsund tonn af sildveiðikvótanum fyrir vestan fjórðu gráðu, sem ís- lendingum hefur verið úthlutað, og geta síldveiðiskipin einnig far- ið þangað. gébé Rvík — Yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi I gærdag, lágmarksverð á fiskbeinum, fisslógi og heiium fiski til mjöivinnslu frá 1. júnl til 31. desember 1975, ásamt lág- marksverði á sprælingi og markrii til bræðsiu. Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverksmiðja er hvert kg af fiskbeinum og heil- um fiski, öðrum en slld, loðnu, karfa og steinbit kr. 1,65. og hvert kg. af fiskslógi kr. 0.29. Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjölsverk- miðja er t.d. hvert kg af karfa á 1,39 og fiskur, annar en slld, loðna, og steinbltur kr. 0,57. Verð þetta er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 1. okt. og slð- an. Þá er verðið einnig miðað við, að seljendur skili hráefni I verk- smiðjuþró. Verð þetta var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum full- trúa seljenda. Lágmarksverð á spærlingi til bræðslu hvert kg, er kr. 1.- og á makrll kr. 4,60. Verð á spærlingi var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæöum full- trúa seljenda, en verð á makrll var samþykkt með samhljóða at- kvæðum allra nefndarmanna. gébé-Rvik. Prófessor E. Stegmann, sem er stofnandi sam- taka fatlaðs fólks, sem leggur stund á máiaraiist, er nú staddur hér á landi til að kynna samtökin og ala nýrra félaga I þau. t þvi skyni sýndi hann, hvernig hægt er að máia með munninum, og málaði á tlu min. mynd af biskupi tsiands, sr. Sigurbirni Einars- syni. Prófessor Stegman var aðeins þriggja ára, þegar hann lamaðist algjörlega. Hann fékk þó mátt I fæturna siðar, en getur ekki og kemur aldrei til með að geta notað hendurnar. Honum var þvi kennt frá barnsaldri að nota munninn og lærði hann að teikna og mála í skóla. Það var árið 1956, sem hann stofnaði samtök Munn- og fót- málara. Hann hefur siðan ferðast mjög viða til að afla peninga og kynna samtökin, og er Island þrltugasta landið, sem hann kem- ur til i þessu skyni. 54 meðlimir eru i samtökunum I 29 löndum, og 82 styrktar- meðlimir, en samtökin styrkja gjaman fatlað fólk til menntunar I listmálun og fer upphæð styrksins eftir listfengi og fjár- hagsafkomu nemenda Það er ekki aðeins munnurinn, sem þessu fatlaða fólki er kennt að nota, heldur einnig að nota fæturna. Það var ótrúlegt að horfa á prófessor Stegmann þegar hann var að mála, hve leikinn hann var með pensilinn. Kort, sem máluð eru af meðlimum samtaka hans, hafa nú verið send aðilum hér innanlands, ásamt giróseðli, og getur fólk þar séð hve ótrúlegum árangri er hægt að ná ef vilji og geta er fyrir yendi, en með sölu korta þessara eru nemendur þeir sem samtökin styðja, kostaðir til náms. Brutustinn á fimm stöðum — dæmdir í 20 daga gæziuvarðhald gébé-RvIk. — Tveir menn hafa verið úrskuraðir í 20 daga gæzluvarðhald I Vestmeyjum grunaðir um að hafa brotizt inn i fjögur fyrirtæki og eitt ibúðarhús, einu og sömu nóttina, aðfaranótt 18. júnl. Þeir eru grunaðir um að hafa veriðundir áhrifum áfengis. Litið höfðu þeir þó upp úr krafsinu, eitthvað af tóbaki og smávegis af peningum, en skeyttu skapi sinu á húsunum I staðinri og ollu allverulegum skemmdum, m.a. brutu upp nokkrar hurðir. Mál þetta er nú I rannsókn hjá lögreglunni i Vestmannaeyjum. 22 söngvarar á tónleikum Myndinni um Lénharð breytt áður en hún er til heiðurs AAaríu AAarkan seld til útlanda — plata með Maríu nýkomin út Marla sem greifafrúin I „Figaro”. Glyndebourne. Þessi mynd birtist I ensku pressunni undir fyrirsögninni „Iceland Girl Singer for Glyndebourne”. tJt er komin hljómplata, þar sem safnaö er saman nokkru af þeim söngiögum og óperuarium, sem hin þjóðkunna söngkona Marla Markan söng inn á plötur og segulbönd á árunum 1933-1970. Sumar af þessum upptökum hafa aldrei á almennan markað komið né heyrzt I útvarpi. Að útgáfu þessarar piötu standa allmargir vina Marlu, og tilefnið er sjötiu ára afmæli hennar. Þá verður einnig efnt til tónieika Mariu til heiðurs I Austurbæjarblói, þann 25. þ.m. Þar koma fram 22 söngvarar og I hópi þeirra eru margir helz.tu söngvara okkar. Varla mun ofmælt, þótt sagt sé, að Maria eigi að baki einhvern mesta frægðarferil Islenzkra söngkvenna. Sjálf hugðist hún upphafalega leggja stund á hjúkrun, en umsagnir erlendra tónlistarmanna um rödd hennar voru slikar, að hún ákvað að hefja tónlistarnám, og lauk óperu- söngvaraprófi eftir fimm ára nám I Berlin. Fyrstu tónleika slna hér heima hélt hún 1930, og náði þá þegar mikilli hylli islenzkra tónlistarunnenda. Fyrstu árin Elln Sigurvinsdóttir, Sigurvin Einarsson, Pétur Pétursson og Halldór Hansenerul hópiþeirra vina Mariu sem standa að útgáfu afmælisplöt- unnar. Tlmamynd Gunnar. eftir próf söng hún viða I Þýzka- landi og á Norðurlöndum. Þá söng hún um skeið I Englandi, en réðist eftir það til Astraliu á veg- um ástralska útvarpsins. Þá var hún um hrið I Kanada, en sótti að dvölinni þar lokinni um starf við Metropólitanóperuna I New York. Umsækjendur voru sjö hundruð, en Maria var ein þriggja, sem ráðin voru að þessari frægu óperu. Til Islands flutti Maria alfarið ásamt fjölskyldu sinni 1955. Hún hefur sungið ýmis fræg hlutverk hér heima, en auk þess stofnaði hún tónskóla og hefur þjálfað marga unga söngvara. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar Is- lenzku Fálkaorðu 1940. Þótt Marla sé nú sjötug, er hún enn hin ernasta og tekur enn nemendur I tima. Til gamans má lika bæta þvi við, að Marla er I hópi þeirra, sem byrja hvern dag með sundspretti I laugunum I Reykjavík. gébé—Rvik. — Breyta þarf lltils- háttar og endurbæta sjónvarps- kvikmyndina frægu Lénharð fógeta, áður en hún verður seid tii erlendra sjónvarpsstöðva. Enn hafa engar endanlegar sölur á kvikmyndinni farið fram, nema til Norðurlanda, sem munu öll taka hana tii sýninga. Jón Þórarinsson dagskrárstjóri sjónvarpsins sagði, að íathugun væri sá möguleiki að bæta inn I myndina stuttum kafla. Er það gert I atriðinu fyrst I myndinni, þegar gamli maðurinn og dreng- urinn eru að flytja hrlsbaggana. Þá verður hljóðið mixað upp aft- ur, þar sem búizt er viö að þurfi að breyta styrkleika þess á nokkrum stöðum. Sú spurning hefur komið upp hjá fólki, hve há höfundalaunin verða fyrir handritið að kvik- myndinni. Jón Þórarinsson sagöi, að þau væru gerð samkvæmt samningi Rithöfundasambands- ins. Slðan fer eftir því hvort myndin selst mikið, hvað há þau geta orðið. Það er svo aftur mál ættingja höfundarins, Einars H. Kvaran, hvernig höfundalaunum verður skipt, sagði Jón Þórarins- son. Litla stúlkan látin Litla Akureyrarstúlkan, sem slasaðist alvarlega I bif- reiðarslysi s.l. föstudag og legið hefur meðvitundarlaus á gjörgæzludeild Borgar- spítalans i Reykjavik, lézt siðla kvölds á fimmtudag. Hún hét Snæbjörg Hildur Snæbjarnardóttir. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SÝNIR Á ÍSAFIRÐI UAA HELGINA — 40 sýningar utan Reykjavíkur á leikárinu Þjóðleikhúsið verður núna um helgina á tsafirði með leikrit Jökuls Jakobssonar HERBERGI 213, sem sýnt hefur verið I leik- húsinu i vetur við ágætar undir- tektir. Þetta er fimmta leikför Þjóð- leikhússins út á land á þessu leik- ári. 1 haust var Brúðuheimili Ib- sens sýnt viða á Vest- og Aust- fjörðum og á nokkrum stöðum á Norðurlandi. 1 febrúar, þegar þing Norðurlandaráðs stóð i leik- húsinu, fór leikhópur með þessa sömu sýningu, HERBERGI 213 til Austfjarða og var sýnt i Neskaup- stað og á Egilsstöðum. Samtimis var annar leikhópur á ferðinni á Suðurlandi með leikritið Hvernig er heilsan. Og I marz sýndi hópur frá leikhúsinu leikritið Inúk nokkrum sinnum I Vestmanna- eyjum. Að sýningunum 2 á Isafirði meðtöldum, hefur Þjóðleikhúsið þannig haft um 40 sýningar utan Reykjavikur á leikárinu. 1 ráði var að Hvernig er heilsan yrði sýnd á nokkrum stöðum á Norðurlandi nú um helgina, en vegna óviðráðanlegra ástæðana varð að hætta við þá fyrirætlan. Aðrar leikferðir geta ekki orðið I sumar, þar sem 50 manna hópur fráleikhúsinu er að undirbúa ferð til Kanada i ágúst, og er hópurinn boðinn vestur I tilefni 100 ára af- mælis islenzka landnámsins þar. Hins vegar verða með haustinu I leikhúsinu sýningar, sem hægt er að panta út á land. Athygli skal vakin á þvi að sýn- ingar geta ekki orðið viðar á Vestfjörðum en á Isafirði. Kristbjörg Kjeld er leikstjóri HERBERGIS 213, en leikmyndin er eftir Jón Gunnar Árnason. Leikendur eru þessir: Gisli Al- freðsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Briet Héöinsdóttir, Brynja Benedikts- dóttir og Guðrún Alfreðsdóttir. HERBERGI 213 var sýnt um 30 sinnum i Þjóðleikhúsinu i vetur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.