Tíminn - 21.06.1975, Síða 3

Tíminn - 21.06.1975, Síða 3
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN 3 Gerður Steinþórsdóttir i ræðu- stól á ráðstefnunni i gær. Timamynd GE. Fjölmenni á kvennardðstefnunni d Loftleiðahótelinu: Konurnar fylltu alla SJ—Reykjavik. Ráðstefna um stöðu konunnar i islenzku þjóð- félagi hófst að Hótel Loftleiðum kl. 10 i gærmorgun en setningar- Aðalfundur SÍF: Saltfiskur seldur fyrir 6,5 milliarða króna Eins og undanfarin ár, var langmest af saltfiskinum selt til PortUgal á siðasta timabili. Til Brasiliu fór reyndar litlu minna en á sambærilegu timabili i fyrra, en nii var hærra hlutfall af ufsa, en takmarkað magn af ufsa hafði verið selt til Brasiliu á nokkuð lækkuðu verði til þess að létta á birgðum. Til Puerto Rico hafði útflutningurinn verið 665 tonn á sama timabili i fyrra, en um ára- mótin 1974 til 1975 mátti svo heita, að okkur hefði verið rutt af markaðnum i Puerto Rico, i bili að minnsta kosti, fyrir mjög^ harðnandi samkeppni fra' spænskum og kanadiskum smá- fiski. í Mið- og Suður-Ameriku er Panama eina landið þar sem við höfum haldiðvelli, en þangað til hefur aðeins einu sinni áður á sið- ari árum verið flutt jafn mikið magn af þurrfiski á sambærilegu Bandaríkjamenn krafðir svara um kapalinn Hj-Reykjavik. Eins og fram hefur komið í fréttum Timans, er kapalmálið svonefnda frá Nes- kaupstað nú i höndum varnar- máladeildar utanrikisráðuneytis- ins, enda virðist margt benda til, að það hafi verið bandarlskt kapalskip, sem kapalinn iagði. Timinn hafði I gærkvöldi sam- band við Pál Asgeir Tryggvason, deildarstjóra varnarmáladeild- arinnar, og spurðist fyrir um málið. Páll Asgeir kvað lítið frétt- næmt hafa gerzt, hann hefði sent fyrirspurn til yfirmanna varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli, við vikjandi kaplinum, en enn hefðu engin svör borizt. Nú væri þvi beðið átekta og frekari ráð- stafanir látnar biða, þar til svar bærist frá Bandarikjamönnum. timabili, eða árið 1971. Allmikil tregða hefur verið á þvi að fá opnaðar ábyrgðir fyrir úrgangs- fiski seldum til Zaire, sem okkur er tjáð að stafi af gjaldeyrisskorti þar I landi, en vonir standa nú til aö á næstunni verði seld þangað 150-200 tonn af úrgangsfiski. 1 farmi Eldvikur frá 9/11/74 kom fram lélegt mat á þurrfiski til Portúgal og gerðu kaupendur skaðabótakröfu að upphæð u.þ.b. $160.000.- Við skoðun fisksins i Portúgal kom i ljós, að mjög mik- ið af Miradouro hafði verið pakk- að sem Miramar og þurfi að endurþurrka hluta af farminum og jafnvel henda hluta af honum. Loks nú fyrir skömmu tókust samningar við kaupendur um skaðabætur að upphæð $60.000.- og er óhætt að segja, að kaup- endur töldu það nauðungarsamn- inga. Annars kom framleiðsla ársins nokkuð vel út, og urðu heildarskaðabótagreiðslur u.þ.b. 1 0/00 af verðmæti ársframleiðsl- unnar. Siðar i skýrslunni segir: Þann 1. júni s.l. höfðu verið saltaðar 29 þús. lestir af þorski og 1500lestir af ufsa, og er þetta Ivið meira en s.l. ár. Þegar viö höfum afhent fisk Framhald á 5. siðu. athöfnin fór fram á samkomunni i tilefni kvennaárs Sameinuðu þjóðanna I Háskólabiói á laugar- daginn var. A.m.k. á þriðja hundrað manns taka þátt i ráð- stefnunni, sem er mun meira en gert var ráð fyrir i upphafi. Voru ráðstefnusalir hótelsins yfirfuilir. í gær fluttu framsöguerindi þeir dr. Gunnar G. Schram og Olafur Egilsson deildarstjóri um framþróun og frið á alþjóðavett- vangi, Haraldur ólafsson lektor um Kvenréttindi—mannréttindi ákvarðast af menningu, Steinunn Harðardóttir félagsfræðingur um tsland og heimsfriðinn, Katrin Friðjónsdóttir um Konur og vis- indi, Jóhanna Maria Lárusdóttir um Nám kvenna við Háskóla Is- lands en það erindi samdi Éría Eliasdóttir. Eftir hádegi var unnið i starfs- hópum og voru viðfangsefni i samræmi við framsöguerindin um morguninn. Að lokum var gerð grein fyrir niðurstöðum starfshópa og almennar umræð- ur. 1 dag talar Guðrún Halldórs- dóttir skólastjóri um viðbótar- menntun, ummenntun, Steinunn Ingimundardóttir um heimilis- fræði, Elin Aradóttir húsmóðir um Konur I dreifbýli, Guðrún Hallgrimsdóttir verkfræðingur Framhald á 5. siðu. Loftur J. Guðbjartsson, hinn nýi útibússtjóri I Kópavogi. Nýr útibússtjóri Útvegsbankans í Kópavogi A fundi bankaráðs Útvegs- banka íslands 19. júni 1975 var Loftur J. Guðbjartsson ráðinn útibússtjóri bankans I Kópavogi frá 1. ágúst 1975 að telja. Loftur J. Guðbjartsson er fædd- ur 5/6 1923 og hefur veriö starfs- maður útvegsbankans siöan i ársbyrjun 1959. Hann var ráðinn forstöðumaður hagdeildar bank- ans 30. marz 1971 og hefur gegnt þvi starfi siðan. Kemur bann við hundahaldi til kasta mannréttinda- nefndar Evrópuróðsins? ,,í tilefni af dómi, sem kveðinn var upp i Hæstarétti 18. þ.m. þar sem staðfest er niðurstaða héraðsdóms um rétt borgarstjór- ans i Reykjavik til synjunar á beiðni um leyfi til hundahalds i borginni, vill stjórn Hundavina- félags Islands lýsa yfir þeirri fyrirætlun sinni að styðja stefn- anda i málinu, Ásgeir Hannes Ei- riksson, og 13 hundaeigendur i Reykjavik og öörum sveitarfélög- um, þar sem hundahald er bann- að, til að leggja fram umsókn um að fyrir verði teknar kærur fyrir Mannréttindanefnd Evrópuráðs- ins i Strasbourg á hendur islenzk- um yfirvöldum vegna afstöðu þeirra gagnvart ofangreindum hundaeigendum, og meint brot á Formaður SÍF svarar sögusögnum um gjaldeyrissvik: „TILRAUN TIL AÐ SVERTA SAM- 8. grein Evrópuráðssamningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis.” Þannig er að orði komizt I til- kynningu, sem blaðinu hefur bor- izt frá stjórn Hundavinafélags ís- lands og undirrituð er af for- manni félagsins, Jakobi Jónasyni lækni. í tilkynningunni segir enn- fremur: „Umsóknir hundaeigendanna hafa verið samdar eftir ráð- leggingum aðalmálflytjanda (Leading Council) i Londön og þekkts lögfræðingafyrirtækis þar i borg, og verða þær þegar i stað lagðar fyrir Mannréttindanefnd Evrópuráðsins i Strasbourg, þar sem áðurnefndir aöiljar munu reka málið fyrir hönd hinna Is- lenzku hundaeigenda. I þessu sambandi vill stjórn Hundavinafélags Islands vekja sérstaka athygli á þvi, að lög- reglu er óheimilt að taka hund frá eiganda sinum, ef hann er I góðri vörzlu hans, nema að undan- gengnum dómsúrskurði.” TOKIN OG FORYSTUMENN ÞEIRRA" OÖ-Reykjavik — Gróa á Vörðu- Leiti hefur verið athafnasöm nú sem fyrr. Lengst af var talið, að henni dygði ein fjöður til að gera úr 5 hænur, en nýjasta afrek hennar, sem mér er kunnugt um, eru 40 hænur án þess að þurfa nokkra fjöður. Þessi orð eru tekin úr ræðu Tómasar Þorvaldssonar, for- manns stjórnar Sölusambands isl. fiskframleiðenda, er hann setti aðalfund samtakanna i gær.Hér vikur formaðurinn greinilega að þeim orðrómi, sem gengið hefur fjöllum hærra undanfarna daga, að hann hafi verið staðinn að tilraun til stór- fellds gjaldeyrissmygls til lands- ins. Margar útgáfur ganga af sögu þessari, og sér Timinn enga ástæðu til að rekja þær, en flestar munu þær fjalla um að stjórnar- formaðurinn hafi verið að koma frá útlöndum og að tollverðir á Keflavikurflugvelli hafi fundið I fórum hans verulega peninga- upphæð I erlendum gjaldeyri. Geta má, að gjaldeyriseftirlit Seölabankans kannast ekkert við:aðmisferli af þessu tagi hafi rekið á fjörur þess. Tómas hélt áfram: ,,Ég hefi þekkt saltfiskverkun frá barnæsku og setið i stjórn SÍF frá 1960. Ég hafði orð á þvi um áramót við samstarfsmenn mina i stjórninni, að 15 ár væru nægi- lega langur timi i sliku starfi. Að minu áliti, þá eiga þeir einir að eiga sæti i stjórn SÍF og annarra félagssamtaka i sjávarútvegi, sem hafa að aðalstarfi öflun fisks og verkun hans, en þá sérstöðu, sem skapaðist hér við stofnun þessara samtaka, að Landsbanki Islands á hér fulltrúa, vil ég virða á meðan hann óskar þess, og svo hins vegar með fulltrúa SIS, sem ég tel sjálfsagðan. Það er staðreynd, að til eru ávalit öfl i þjóðfélaginu, sem hafa áhuga á að riðla samstöðu okkar i samtökunum og hafa þvi reynt að sverta bæði samtökin og forystu- menn þeirra. Svo langt hefur ver- ið gengið i þessum árásum, að ég hefi kallað það tilraun til að koma okkur eða mér i eins konar mann- orðshakkamaskinu þeirra, sem hafa gert það að ævistarfi að fóðra hana og snúa, enda munu, þeir hafa tileinkað sér inntak þessarar visu: Ef viljirðu svivirða saklausan mann, þá segðu’engar ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona i veðrinu vaka, að þú vitir hann hafi unnið til saka. Ég þarf ekki að fjölyrða um þessi mál, þau eru flestum kunn. Það virðist augljóst, að ýmsir geti ekki unað þvi, að slatfiskfram- leiðslan fái að njóta þess, að vel hefur til tekizt um sinn, og I þess staðað fagna þvi, þá skera þessir aðilar upp herör gegn þeim, sem hefur lánast starfsemin með þrot- lausri vinnu. En við erum ekkert fremri þeim, sem hæddur var og munum taka þvi sem að höndum ber.” fengu200 þús.kr. Rithöfundunum Jóni Helga- syni, Steinari Sigurjónssyni og Vésteini Lúðvikssyni var I gær út- hlutað 200 þúsund krónur hverj- um úr Rithöfundasjóði íslands. afli aö nokkru ráði, en undanfarið hefur það verið 3 til 4 dagar i mánuði, að ekki hefur verið um atvinnu að ræða. Bæjarráð Akur- eyrar samþykkti eftirfarandi einróma á fundi sinum I gær. „Bæjarráð Akureyrar lýsir áhyggjum sinum yfir þvi vandræðaástandi, sem skapazt hefurá Akureyri vegna hins lang- varandi togaraverkfalls. Bæjar- ráð Itrekar fyrri samþykkt bæjarstjórnar og skorar á hæst- virta rikisstjórn, að beita sér fyrir tafarlausri lausn verkfalls- ins.” Bæjarráð og bæjarstjórn Akur- eyrar hafa áður sent samningsað- ilum skeyti svipaðs efnis, en nú munu nálægt 150 manns atvinnu- lausir vegna togaraverkfallsins á Akureyri. „Þessa daga er ekki beðið um nokkurn mann í vinnu n 212 atvinnulausir á Akureyri ASK—Akureyri. 212 verkamenn og verkakonur eru á atvinnu- leysisskrá hjá vinnumiðiun Akur- eyrar. A Húsavik eru 7 skráðir at- vinnulausir en enginn á óiafs- firði eða Þórshöfn. A Akureyri veldur togaraverk- fallið þvi, að nær allt starfsfólk Útgerðarfélags Akureyrar er á atvinnuleysisbótum. Þá eru 8 vörubilstjórar á atvinnuleysis- skrá. Af þessum 212 atvinnu- leysingjum eru hátt á annað hundrað konur, en þar eru starfs- stúlkur hjá Útgerðarfélagi Akur- eyrar imeirihluta. Að sögn Eiriks Guðmundssonar hjá vinnumiðlun Akureyrar er þessa dagana ekki beðið um nokkurn mann og ekki útlit fyrir, að þar verði nokkurO breyting á til batnaðar. Atvinnu- leysisstyrkur til einhleypings á dag er tæpar 1.400 kr. en 1.596 fyrir fyrirvinnu auk 130 kr. fyrir hvert barn. Á Húsavik fengum við þær upp- lýsingar að til verkalýðsfélagsins hefðu borizt 150 umsóknir varð- andi vinnu við Kröflu en áætlað væri, að hlutur verkalýðsfélags- ins yrðu um 35 manns. Sú tala getur hins vegar verið breytileg eftir þvi, hve hlutur þingeyskra undirverktaka verður mikill. Þessa dagana er atvinnuástand gott á Þórshöfn, en vinnan bygg- ist nær eingöngu á vinnslu sjávar afla. Aö sogn skritstofu verka- lýðsfélagsins á staðnum eru nær ætið einhverjir á sTcrá, bregðist

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.