Tíminn - 21.06.1975, Page 4

Tíminn - 21.06.1975, Page 4
4 TÍMINN Laugardagur 21. júni 1975. IIUI Si ☆ Catheríne er bezta Ijósmynda- fyrirsætan, segja Ijósmyndarar austan hafs og vestan Samkvæmt umsögnum margra ljósmyndara og kvikmynda- tökumanna, þá er Catherine Deneuve sú, sem bezt er að taka góðar myndir af. Joseph Biroc, bandariskur myndatökumaður, sem hefur unnið að gerð mynd- ar, sem nefnd er „Hustle” (aðalhlutverk Burt Reynolds og Catherine Deneuve), segir um hana: — Það er satt sem sagt er.hún myndastóvenjulega vel. Nú er oft, þó að konur séu fall- egar, að þá þarf að gæta þess, að taka myndir af þeim frá réttu sjónarhorni, til þess að fegurð Dýrgripir fró Dresden sýndir í Moskvu Fyrir 30 árum björguðu her- menn úr sovézka hernum fjöl- mörgum ómetanlegum lista- verkum listasafnsins i Dresden frá eyðileggingu. Safnverðir við Puskinsafnið i Moskvu unnu stórkostlegt verk að þvi að gera við málverkin og koma þeim i upprunalegt horf. Foringi hóps- ins, Stephan Tjurakov, var geröur að heiðursborgara i Dresden, og frá þessum tima hefur verið náið samstarf milli safnanna tveggja. 1 mai sl. var opnuð sýning á 50 stórum vest- ur-evrópskum málverkum i Puskinsafninu i Moskvu, sem fengin voru að láni frá listasafn- inu f Dresden. Er þaðeinn liður i samstarfi safnanna. ☆ Spennið beltin Notkun öryggisbelta i bilum var gerð að skyldu i frönskum borg- um um siðustu áramót. Skylt hefur verið að nota öryggisbelt- in á vegum úti bæði á nóttu og degi allt frá þvi i fyrra vor. Þessar nýju reglur varðandi akstur i borgum gilda á timabil- inu frá klukkan 10 að kvöldi til sex að morgni, og eiga aðeins við um bila, sem teknir voru i notkun eftir april 1970, en þá var gert að skyldu að hafa öryggis- belti í bilum. Stjórnvöld höfðu óskað eftir þvi, að skylt yrði að nota öryggisbelti alls staðar og allan sólarhringinn i von um, að það myndi draga úr dauðsföll- um af völdum slysa, en lögregl- an mótmælti, á þeim grundvelli, að ekki yrði mögulegt að fram- fylgja lögunum á mestu um- ferðartimunum i borgunum. og þess vegna væri ekki æskilegt að gera þetta að skyldu, sem siðan væri svo auðvelt að kom- ast hjá aö framfylgja. þeirra njóti sin til fulls, en það er nærri sama, hvernig maður smellir af mynd af Catherine, myndirnar takast alltaf jafn vel! Kvikmyndin „Hustle” er önnur myndin, sem Catherine Denevue leikur i i Bandarikjun- um. Hin fyrsta var „The April Fools”, og i þeirri mynd lék hún á móti Jack Lemmon. Sú kvikmynd vakti ekki mikla at- hygli, en vist þykir að örðu visi fari með þessa seinni. Catherine Deneuve er betur þekkt i Evrópu en Ameriku. Hún hefur leikið i mörgum frönskum myndum og fengið góða dóma. Hún lék t.d. i myndinni „Regn- hlifarnar i Cherbourg”, þar sem fegurð hennar naut sin mjög vel. Hún er mjög blátt áfram i háttum sinum og tali, og sagði i viðtali i bandarisku blaði að hún gerði allt sem hún gæti til þess að lifa eðlilegu lifi, og hún væri ekki með neina „stjörnu-duttl- unga”. Systir min, segir hún, sem hét Francoise Dorleac (ættarnafn Catherine er Dor- leac, en hún tók sér sem leik- aranafn — Deneuve) hún sann- færði framleiðanda einn um að ég ætti að leika systur hennar i kvikmynd, sem hún þá lék i, og það var reynt, — og siðan hef ég stundað leiklistina óslitið, eða svo til. Systirin, Francoise Dor- leac.fórstfyrir nokkrum árum i bilslysi. Hún var nokkru eldri en Catherine, sem nú er 31 árs. — Mér finnst betra að vera i Evrópu en Ameriku, segir Catherine i viðtaiinu, en það er auðvitað eðlilegt. þar sem þar er svo margt, sem bindur mig: vinir minir og fjölskylda og framar öllu öðru — börnin min. Catherine á 11 ára son sem heit ir Christian og er faðir hans leikstjórinn Roger Vadim (sá sem var kvæntur Birgitte Bard- ot. og gerði hana fræga). Einnig á hún þriggja ára dóttur, sem hún eignaðist með italska leik- stjóranum Marcello Mastroi- anni. Bæði börnin hennar eru fædd utan hjónabands, og hún segist ekki trúa á hjónabandið. — heldur á ástina, þ.e.a.s. á meðan hún varir. Catherine og Marcello hafa nú nýlega skilið að skiptum. og sagt er að hann sé kominn aftur heim til sinnar skilningsriTcu og góðu eiginkonu, Flora, — en þetta er vist ekki i fyrsta sinn, sem hann flytur heim eftir mánaða og jafnvel ára fjarveru. Catherine Dene- uve segist njóta frelsisins á ný. en hún hafi samt eignazt nýjan ástvin, og heitir hann Bertrand de Labbé, og er hljómplötu- framleiðandi i Frakklandi. Vin- ir hennar nefna hann „nýjasta leikfélagann. hennar Cathe- rine” og halda þvi fram, að sá leikur geti orðið endasleppur. Hún var spurð að þvi, hvað hún segði um þann orðróm. — en hún yppti öxlum á franska visu og sagði: — Er á meðan er... — Ilvað gengur eiginlega að mömmu? Hevrðirðu ekki að hún saiíðist ætla að láta hina ökumennina i umlerðinni fá að finna fyrir þvi i ilag. DENNI DÆMALAUSI Þú trúir mér örugglega ekki, þeg- ar ég segi þér, hvernig allt hefur gengið á afturfótunum i dag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.