Tíminn - 21.06.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 21.06.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Laugardagur 21. júni 1975. Jónas Guðmundsson: BRAGI ÁSGEIRSSON Á „LOFTINU" Loftiö við Skóiavörðustig er að verða einn skemmtilegasti sýningarsalur þessarar borgar, einskonar Hyde Park, þar sem allt má segja á „sápukassanum.” Grónir og hálsstifir myndlistar- menn mýkjast i liðunum, og eitt og annað fær aö fljóta með — hlutir, sem þeir myndu liklega hvergi annars staöar sýna al- menningi. Bragi Asgeirsson kemur þarna á hælana á þeim Sigurjóni ólafs- syni og Valtý Péturssyni, og hann sýnir okkur 41 mynd, málverk, vatnslitamyndir, teikningar og upplimdar myndir: „collage”- myndir, þar sem menn lima klæði, pappir og hvaðeina á myndflötin, en þar takamálarari lurginn á þeim Picasso og Braque, sem settu fram slikar myndir þegar árið 1911, að þvi er heimildir greina. Æskuverkin með á loftinu Bragi Asgeirsson fetar i slóð þeirra, er áður hafa sýnt á LOFTINU. Hann notar tækifærið til þess að hreinsa undan koddan- um alls konar verk, sem alls ekki væru talin „sýningarhæf” i öðrum sýningarsölum höfuð- borgarinnar, og áhorfandinn fær þvi að skoða sumt nýstárlegt, nálgast málarann meira en ella væri kostur. Bragi kýs að raða myndum sin- um nokkuð eftir aldri. Þegar komið er upp þröngan stigann, þá blasa við æskuverk, skólaverk ' þar sem höfundur er áttaviltur og hjálparvana i klónum á meistur- um samtiðarinnar. Við kennum þar ýmsa menn og konur, i þess- um annars listilega gerðu mynd- um. Þessar myndir i fyrstu deild segja okkur lfka, að úrræðaleysi i teikningu- og formskipan hrakti Braga ekki yfir á strönd hinna abströktu félaga. Bragi er nefni- lega ekki skipbrotsmaður, sem lætur úthluta sér ákveðnum bálki á fleka, heldur könnuður, sem leitar nýrra landa. Áratug vantar ’60-’70. Næsta deild sýnir okkur næsta áfanga i þróun myndsköpunar Braga Ásgeirssonar. Að visu skarar milli deilda, en viðvaningsbragurinn er að hverfa. Tilgerðin, sem fylgir hjálparvana stfltækni, er hverf- andi i þessum sal. Þarna koma upplimingar sem eru nákomnari venjulegri málaðri mynd á striga en siðar verður. Það vekur lika athygli manns, að svo virðist, sem áratugurinn 1960-1970 fái ekki að vera þarna með. Þó er ein mynd (no. 17, „Siðsumar”) máluuð árið 1965, og er hún lik- lega ein áhugaverðasta myndin á sýningunni, þ.e.a.s. frá eldri tima, en aðeins 3 eru frá þessum áratug. Innst I öndvegi, eru svo nýjustu myndir Braga Ásgeirssonar. Þar sýnir Bragi þær myndir, sem eru nú tengdari nafni hans en flest annað. Málarinn gengur fjörur hirðir smámuni og að- skotahluti upp af götu sinni og limir á myndflötinn. Þessar myndir Braga eru oft mjög áhrifamiklar, og maður finnur návist þeirra á sérstakan hátt, sem ekki er endilega bundinn ná- kvæmri skoðun. Eins virðast þær orka sérlega sterkt á áhorfandann, ef þær eru margar saman. Það nýjasta er svo að steypa þessa hluti i 1 limblokkir og virðist málverkið þá vera farið að nálgast högg- myndina óeðlilega mikið. Allt um það, þessi salur er áhrifamestur, hann er kröftugastur þeirra þriggja, er myndirnar hanga i. Yfirlistssýning i hnotskurn Bragi Asgeirsson er einn bezt lesni myndlistarmaður okkar, og er raunar sérfræðingur i myndlist allt eins vel og málari. Við verð- um þvi að treystadómgreinshans um efnisval, en einhvern veginn hlýtur maður að óttast meira um svona myndir, ef þeim er ætlað að varðveitast um aldir, en um hina venjulegu gerð — oliu á striga. Lökk vilja springja, svo eitthvað sé nefnt, og plötur vilja verpast, ef kjörhitinn fellur eða ris — en nog um það. Við að koma á „Loftið” til Braga Asgeirssonar höfum við öðlazt meiri skilning á þessum afburðamannioglistsköpun hans. Þessi f jöruga sýning fylgir manni langt upp Skólavörðustiginn, út i sólskinið og sumarið. Og hún segir okkur svo margt, sem við vissum ekki fyrr. Til dæmis það, að yfirlistsýning á verkum merkra málara þarf ekki endi- lega að vera stór, jafnvel þótt menn eigi jafn fjölbreyttan feril i myndsköpun og Bragi Ásgeirs- son. Galleri Loftið þarf að varðveita þetta kjörsvið sitt og vera Hyde Park fyrir okkar beztu menn. Jónas Guðmundsson. • FÓLK í LISTUM Nýskipaður sendiherra Grikklands hr. Stavros G. Roussos og nýskipaður sendiherra Irans hr. Issa Malek afhentu nýlega forseta tslands trúnaöarbréf sin aö viðstöddum utanrikisráðherra Einari Agústs- syni. Síödegis þágu sendiherrarnir boð forsetahjónanna aö Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherra Grikklands hefur aðsetur I London en sendiherra trans hefur aðsetur f Stokkhólmi. AFSALSBRÉF innfærö 12/5-16/5 '75 Hrafnhildur Haralds. selur Ragnari Þórhallss. og Kristni Friðþjófss. fasteignina Bræðra- borgarst. 41. Július Hafstein selur Vöku Sigurjónsd. hluta i Alfheimum 70. Ármannsfell h.f. selur Leifi Þor- bjarnarsyni hluta i Espigerði 2. Gunnlaugur Ingvarsson selur Sigurþóri Hallgrimss. hluta i Hvassaleiti 14. Ingimar Haraldsson selur Jóni Birni Jónss. og Borghildi Bjarnd. hluta i Blikahólum 4. Kristján Pétursson selur Jónasi Sig. Jónssyni hluta i Blikah 12. Árni Atlason selur Guðjóni Samúelssyni hluta i Leirub 6. Model Magasin selur Jóni Skúla Þórissyni þluta i Tunguhálsi 5. Árni Þórhallsson selur Margréti Gunnarsd. hluta i Grettisgötu 42B. Þorgerður Jónsdóttir selur ólafi Ólafssyni hluta i Viðimel 23. Björn Emilsson o. fl. selja Hákoni Erni Gissurarsyni hluta i Lönguhlið 7. Stefán Haraldsson selur Ingimundi Sveinssyni hluta i Bergstaðastræti 67. Breiðholt h.f. selur Guðmundi Einarssyni hluta i Kriuhólum 2. Bústaður s.f. selur Ester Lisu Guðnadóttur hluta i Dvergab 6. Guðmundur Þengilsson selur Sævari Hjartarsyni og Dagbjörtu Hjörleifsd. hluta i Krummahólum 2. Sigriður Magnúsd. selur Einari Guðm.syni hluta i Freyjugötu 10. Einar Guðmundsson selur Helga Valdimarss. hluta i Freyjugötu 10. Agúst Ólafs. selur Jóhannesi Ellert Eirikss. og Margréti Kristjánsd. hluta i Mávahlið 15. Ardis Hannibalsdóttir selur Sigurði Gunnsteinssyni hluta i Nökkvavogi 21. Kristin Grimsd. og fl. selja Sigur- jóni Gunnarss. o. fl. hluta i Bragagötu 36. Leifur MÍiller selur Magnúsi Fr. Árnasyni hluta i Hraunteig 26. Magnús Fr. Árnason selur Stefáni Haraldssyni húseigninga Laufás- veg 63. Kristján N. Mikaelsson selur Arnóri Þorgeirss. hluta i Háa- gerði 53. innfærð 28/4—2/5 1975: Óskar Ólafsson selur • Margréti Tómasdóttur hluta I Hraunbæ 96. Siguröur Guðmundsson selur Axel Axelssyni hluta I Hrafnnó8. Kristinn Ó. Sveinsson selur Hilmari Jónssyni hld Karlag 6. Guðlaugur H. Helgason selur Sveini Sveinssyni og Karólinu E. Sveinsd. hluta I Furugerði 15. Guðlaugur Guðmundsson selur Ronald Simonarsyni hluta I Bald- ursgötu 18. Kristján Ólafsson selur Idu önnu Karlsd. hluta I Keldulandi 3. Pétur Sturluson selur Páli Sölva- syni hluta I Gautlandi 21. Jóna Bjarnadóttir o.fl. selja Steingrimi Bjarnasyni hluta i Sogavegi 158. Hreinn Björnsson selur Guð- mundi Haraldss. raðhúsið Vest- urberg 83. Aðalbjörg óladóttir selur sam- eignarfél. Vitastigur 12 sf hús- eignina Vitastig 12. Kristinn Guðmundsson selur Ólafi H. ólafssyni hl i Dalal 14. Friðný Sigfúsd. selur Stefáni Hilmarssyni hluta I Álftamýri 58. Guðmundur Þengilsson selur Sig- rúnu Haralds. og Jóni Ástvaldss. hluta I Krummahólum 2. Borgarsjóður Rvikur selur Val- gerði Kristjánsd. hli I Álftam.20 Steinþór Eiriksson selur Steindóri Steinþórssyni hluta I Reynim 24. Erlendur Jónsson selur Oddnýju Ingimard. hluta I Álfheimum 58. Arngrimur Magnússon selur Elinu Jónsdóttur hluta I Skipa- sundi 49. Byggingafél. Einhamar selur Gunnari Jóhannssyni hluta i Alftahólum 6. Rúnar Jakobsson selur Ragnari Péturss. og Sigriði Siguröard. hluta i Dvergabakka 20. Sigrún Asta Kristinsd. og Ragnar Siencke selja Sigurbirni H. Pálss. hluta I Miklubraut 11. Hörður Arnason selur Marinó Guðmundss og Kolbrúnu Ólafsd. hluta I Vesturbergi 78. Rafn Bjarnason selur Guðrúnu Einarsd. hluta i Sundl‘vegi 12. Eirikur Ólafss. og Sigurlaug Straumland selja Sigrúnu Straumland hluta i Langagerði 18. Ingimar Haraldsson selur Jónu M. Eiriksd. og Ómari ö. Magn- úss. hluta I Blikahólum 4.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.