Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 8
ItMINN Laugardagur 21. júni 1975. Jónas Guðmundsson: Hong Kong. Ctsýni yfir Kowloon höfnina. Ilúsin hinum megin vi6 sund- ið eru á „klnversku" landi, sem leigt er til 99 ára. Skemmtibátar auostéttarinnar stiga í-túf viö junkur klnverjanna, þar sem 100 og junkum. Fæðast þar, lifa og deyja. HONG KONG Við ókuni eftir þröngum götun- um, og af ótrúlegri lipurö tókst kfnverska bilstjóranum að sneiða framhjá gangandi vegfarendum, bifreiö, reiöhjólum og kerrum, og beggja vegna við þröng strætin risu húsin hátt til himins. Þetta var dýrt land og þess vegna verða þeir að byggja til himins. Þeir taka þetta allt, Kinverj- arnir, sagði bilstjórinn og brosti. — Heldurðu það? — Já. Ekki minnsti vafi. Einn góðan veðurdag koma þeir og segja, samningurinn er úti og nú verðið þið að pakka saman. Já, liklega verður það einhvern veginn svona, en við höfðum verið að tala um þetta einkennilega þjóðfélagsform, Hong Kong. Ríkið á klettaborginni Hong Kong er i raun og veru fremur borg en land. Minnir einna helzt á Gibraltar. Höfðinn var á sinum tima hertekinn af Kina, til þess að hafa þar aðsetur fyrir ópiumverzlunina, en fyrir tveim öldum komust Portúgalir og siðan Bretar upp á lagið með að selja Kfnverjum ópium, sem ræktað var á Indlandi. Opium var ræktað i Kina og þess var neytt I rikum mæli, en Kinverjum þótti ópium frá Indlandi betra, og vildu það fremur en innlenda fram- leiðslu. Þessi viðskipti voru óhagstæð fyrir Kina, silfrið streymdi úr landi og keisararnir reyndu að koma i veg fyrir oplumsöluna, en án árangurs. Þegar þeir gripu til þess ráðs að loka Kanton fyrir ópiumkaupmönnunum, þá varð Hong Kong til, — borgriki á klettaeyjum skammt undan Kow- loon skaganum. Það mun hafa verið fremur örðugt að halda uppi sérstöku riki á Klettaeyjunum, þar sem Hong Kong reis af grunni. Viöskiptin blómguðust að vlsu, en það þurfti fleira að koma til en það. ört vax- andi byggð þarfnaðist ekki aðeins munaðar, heldur lfka almennra nauðsynja. Þvl var það eftir margslungnar styrjaldir og stjórnmálaflækjur, að gert var sérstakt samkomulag við Klna, þar sem borgrikið fékk nær fjög- urra fermilna skika á sjálfum Kowloon-skaganum, og árið 1898 fengu Bretar enn meira svigrúm, þegar þeir fengu á leigu nær fjög- ur hundruð fermilna svæði á þessum sama skaga, ásamt i'jöl- mörgum smáeyjum ut af strönd- inni. Þetta land fengu þeir með samningi til 99 ára og samningur- inn rennur út 1. júll árið 1997. Þá verða Bretar að hypja sig, það er að segja, ef samningurinn fæst ekki framlengdur. Taka Kinverjar Hong Kong? — Þeir taka þetta allt, sagði bilstjórinn, og hann var að Kinverski „drekinn" I Peking hefur lif nýlendunnar I hendi sér. Hvað gera Klnverjar árið 1977? Það er hin brennandi spurning I Hong Kong. Heimsókn á „Þjófamarkao- • ii inn í Hong Kong minnsta kosti sannfærður um það, og billinn hélt áfram að mjakast gegnum þröngar göturn- ar. En það eru ekki allir jafn sann- færðir og bílstjórinn okkar. Stjórnmálaskýrendur telja til dæmis, að Hong Kong hafi miklu hlutverki að gegna i þeirri mynd sem hún er nú. Allar götur frá árinu 1840 hefur þessi borg verið miðstöð fyrir verzlun og viðskipti við Kína. Gegnum þessa borg fara vörur frá Kina til Evrópu og Ameriku og hingað kemur varningur, sem seldur er til Kina. Lengi vel var Hong Kong eina „glufan" I bambustjaldið, eða hinn kln- verska múr. Borgrlkið er þvl ekki siður dýrmætt fyrir Kinverja en Breta og Bandarlkjamenn Hong Kong var á sinum tima stofnuð til þess að selja ópium. Nú er óplumverzlun aflögð fyrir löngu. Ibúarnir hafa tekið upp geðfelldari iðju, og þjóðartekj- urnar koma frá fjölbreytilegum, léttum iðnaði, verzlun og við- skiptum. Þúsundir skipa koma við i Hong Kong á ári hverju og hundruð flugvéla dag hvern. Eitt mesta vandamáliö er fólksfjölgunin sem orðið hefur gifurleg á siðasta ára- tug. Arið 1950 var talið að um 600.000 manns byggju I nýlendunni, en nú er talið að ibúar séu um 4 milljón- ir. Samt veit i raun og veru enginn hversu margir búa I Hong Kong, þvi að manntali hefur ekki verið komið við i mjög mörg ár. 98% ibuanna eru Kinverjar, afgangur- inn skiptist á fjölmargar aörar þjóðir. Talið er að um 60% Ibú- anna séu fæddir I Hong Kong, en meginástæðan fyrir hinni öru fólksfjölgun er þó stöðugur flótta- mannastraumur frá Kina og nálægum löndum. Stór hluti þessa fólks hefur komið ólöglega til nýlendunnar, sezt þar að og fer siðan hvergi. Viðskiptin við rauða Kína Þótt nýlendan hafi fyrir löngu hlotið mikilsverðan sess i við- skiptum Kina við umheiminn, þá hefur ástandið verið ótryggt. japanir hertóku nýlenduna I sið- ari heimsstyrjöldinni og i lokin gerðu margir ráð fyrir þvi, að Hong Kong myndi sameinast Kina á ný, enda hefði það I raun- inni verið eðlilegast. Af þvi varð þó ekki. Kinverska alþýðulýð- veldið hefur heldur ekki beinlinis gert tilkall til Hong Kong, þvi auðvitað telja þeir sér hag I því að borgrikið gegni áfram þessu þýðingarmikla hlutverki sinu, — sem sé annast viðskiptin við Vesturlönd. Það gefur auga leið, að ekki er unnt að brauðfæða Hong Kong af þessu takmarkaða landsvæði, sem borgin ræður yfir. Nokkur landbúnaðiir er eigi að siður stundaður þarna, en I smáum stil. Þeir rækta aðallega grænmeti, og svo er róið til fiskjar. önnur mat- væli eru ekki framleidd I nýlend- unni. Kjöt og smjör kemur frá Nýja Sjálandi, Astraliu og frá Bandarikjunum. Mestur hluti matvælanna er þó keyptur frá Kina. Þá kaupa Hong Kong-búar oliu, vatn, kol og hráefni frá Klna og eru þessi viðskipti vel séð I Pek ing, enda goldin I reiðufé. Er sagt að Hong Kong stjórnin reyni að efla viðskiptatengslin við Kina sem mest, til þess að viðhalda áhuga Kinverja á þvi aö viðhalda núverandi stöðu nýlendunnar. Hong Kong „blettur" á kommúnismanum? Ekki er almennum ferðlangi það ljóst, hvernig tengslin við Kina eru formuð frá stjórnmála- legu sjónarmiði. Allmörg riki hafa ræðismannsskrifstofur i Hong Kong og fjöldi erlendra diplomata hafa þar fast aðsetur. Kina hefur ekki sendiráð i Hong Kong. Einfaldlega vegna þess að Ef einhverju er stolið frá þér, þá kaupiröu það bara um kvöldið á vægu verði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.