Tíminn - 21.06.1975, Page 8

Tíminn - 21.06.1975, Page 8
8 TÍMINN Jónas Guðmundsson: Hong Kong. útsýni yfir Kowloon höfnina. Hiisin hinum megin vift sund- i&eru á „klnversku” landi, sem leigter til 99ára. Laugardagur 21. júni 1975. Laugardagur 21. júni 1975. TÍMJNN 9 Skemmtibátar auðstéttarinnar stiga I4úf viö junkur kfnverjanna, þar sem 100.000 manns hafast viö alla ævi á prömmum og junkum. Fæöast þary lifa og deyja. Meö ógnarhraöa þjóta húsin upp. Þessi sambýlishús eru á „klnversku” leigulandi var á sinum tima hertekinn af Kina, til þess aö hafa þar aðsetur fyrir ópiumverzlunina, en fyrir tveim öldum komust Portúgalir og siöan Bretar upp á lagið meö aö selja Kinverjum ópium, sem ræktaö var á Indlandi. Opium var ræktað i Kina og þess var neytt i rikum mæli, en Kinverjum þótti ópium frá Indlandi betra, og vildu það fremur en innlenda fram- leiðslu. Þessi viöskipti voru óhagstæð fyrir Kina, silfriö streymdi úr landi og keisararnir reyndu að koma i veg fyrir opiumsöluna, en án árangurs. Þegar þeir gripu til þess ráös að loka Kanton fyrir ópiumkaupmönnunum, þá varð Hong Kong til, — borgriki á klettaeyjum skammt undan Kow- loon skaganum. Það mun hafa verið fremur örðugt að halda uppi sérstöku riki á Klettaeyjunum, þar sem Hong Kong reis af grunni. Viðskiptin blómguðust að visu, en það þurfti fleira að koma til en það. ört vax- andi byggö þarfnaðist ekki aðeins munaöar, heldur lika almennra nauðsynja. Þvi var það eftir margslungnar styrjaldir og stjórnmálaflækjur, að gert var sérstakt samkomulag við Kina, þar sem borgrikið fékk nær fjög- urra fermilna skika á sjálfum Kowloon-skaganum, og árið 1898 fengu Bretar enn meira svigrúm, þegar þeir fengu á leigu nær fjög- ur hundruð fermilna svæði á þessum sama skaga, ásamt fjöl- mörgum smáeyjum út af strönd- inni. Þetta land fengu þeir með samningi til 99 ára og samningur- inn rennur út 1. júli árið 1997. Þá verða Bretar að hypja sig, þaö er að segja, ef samningurinn fæst ekki framlengdur. Taka Kínverjar Hong Kong? — Þeir taka þetta allt, sagði bilstjórinn, og hann var að Við ókum eftir þröngum götun- um, og af ótrúlegri lipurö tókst kinverska bilstjóranum aö sneiöa framhjá gangandi vegfarendum, bifreiö, reiöhjólum og kerrum, og beggja vegna viö þröng strætin risu húsin hátt tii himins. Þetta var dýrt land og þess vegna verða þeir að byggja til himins. Þeir taka þetta allt, Kinverj- arnir, sagði bilstjórinn og brosti. — Heldurðu það? — Já. Ekki minnsti vafi. Einn góðan veðurdag koma þeir og segja, samningurinn er úti og nú verðið þið að pakka saman. Já, liklega verður það einhvern veginn svona, en við höfðum veriö að tala um þetta einkennilega þjóðfélagsform, Hong Kong. Rikið á klettaborginni Hong Kong er i raun og veru fremur borg en land. Minnir einna helzt á Gibraltar. Höfðinn Kinverski „drekinn” i Peking hefur lif nýiendunnar I hendi sér. Hvaö gera Klnverjar áriö 1977? Þaö er hin brennandi spurning i Hong Kong. HONG KONG Heimsókn á „Þjófamarkað- inn" í Hong Kong Borgríki í lausu lofti ;,Fósturjörðin" tekin á leigu til 99 ára minnsta kosti sannfæröur um það, og bíllinn hélt áfram að mjakast gegnum þröngar göturn- ar. En það eru ekki allir jafn sann- færðir og bilstjórinn okkar. Stjórnmálaskýrendur telja til dæmis, að Hong Kong hafi miklu hlutverki að gegna i þeirri mynd sem hún er nú. Allar götur frá árinu 1840 hefur þessi borg veriö miðstöð fyrir verzlun og viðskipti við Kina. Gegnum þessa borg fara vörur frá Kina til Evrópu og Ameríku og hingað kemur varningur, sem seldur er til Kina. Lengi vel var Hong Kong eina „glufan” i bambustjaldið, eða hinn kin- verska múr. Borgrlkið er þvi ekki siður dýrmætt fyrir Kinverja en Breta og Bandarlkjamenn Hong Kong var á sinum tima stofnuö til þess að selja ópium. Nú er ópiumverzlun aflögð fyrir löngu. tbúarnir hafa tekið upp geöfelldari iöju, og þjóðartekj- urnar koma frá fjölbreytilegum, léttum iðnaði, verzlun og við- skiptum. Þúsundir skipa koma við i Hong Kong á ári hverju og hundruð flugvéla dag hvern. Eitt mesta vandamáliö er fólksfjölgunin sem orðið hefur gifurleg á siðasta ára- tug. Arið 1950 var talið að um 600.000 manns byggju i nýlendunni, en nú er talið aö ibúar séu um 4 milljón- ir. Samt veit i raun og veru enginn hversu margir búa I Hong Kong, þvi að manntali hefur ekki verið komið viö i mjög mörg ár. 98% ibúanna eru Kinverjar, afgangur- inn skiptist á fjölmargar aðrar þjóöir. Taliö er að um 60% Ibú- anna séu fæddir i Hong Kong, en meginástæðan fyrir hinni öru fólksfjölgun er þó stöðugur flótta- mannastraumur frá Kina og nálægum löndum. Stór hluti þessa fólks hefur komið ólöglega til nýlendunnar, sezt þar að og fer siðan hvergi. Viöskiptin við rauða Kína Þótt nýlendan hafi fyrir löngu hlotið mikilsverðan sess i við- skiptum Kina við umheiminn, þá hefur ástandið verið ótryggt. japanir hertóku nýlenduna i sið- ari heimsstyrjöldinni og i lokin gerðu margir ráð fyrir þvi, að Hong Kong myndi sameinast Kina á ný, enda hefði það i raun- inni verið eðlilegast. Af þvi varð þó ekki. Kinverska alþýöulýð- veldið hefur heldur ekki beinlinis gert tilkall til Hong Kong, þvi auðvitað telja þeir sér hag i þvi að borgrikið gegni áfram þessu þýðingarmikla hlutverki sinu, — sem sé annast viðskiptin við Vesturlönd. Það gefur auga leið, að ekki er unnt að brauðfæða Hong Kong af þessu takmarkaða landsvæði, sem borgin ræður yfir. Nokkur landbúnaður er eigi að siður stundaður þarna, en i smáum stil. Þeir rækta aðallega grænmeti, og svo er róið til fiskjar. önnur mat- væli eru ekki framleidd i nýlend- unni. Kjöt og smjör kemur frá Nýja Sjálandi, Astraliu og frá Bandarikjunum. Mestur hluti matvælanna er þó keyptur frá Kina. Þá kaupa Hong Kong-búar oliu, vatn, kol og hráefni frá Kina og eru þessi viðskipti vel séð i Pek ing, enda goldin i reiðufé. Er sagt að Hong Kong stjórnin reyni að efla viðskiptatengslin við Kina sem mest, til þess að viöhalda áhuga Kinverja á þvi aö viðhalda núverandi stöðu nýlendunnar. Hong Kong „blettur" á kommúnlsmanum? Ekki er almennum ferðlangi það ljóst, hvernig tengslin við Kina eru formuð frá stjórnmála- legu sjónarmiði. Allmörg riki hafa ræðismannsskrifstofur i Hong Kong og fjöldi erlendra diplomata hafa þar fast aösetur. Kina hefur ekki sendiráð i Hong Kong. Einfaldlega vegna þess aö Ef einhverju er stolið fró þér, þó kaupirðu það bara um kvöldið ó vægu verði Kinverjar telja Hong Kong vera Kina. Hins vegar er kinversk „ferðaskrifstofa” i Hong Kong, en hvort hún sinnir öðru en feröa- málum veit maður ekki. Likleg- asta skýringin er sú, að málefni Hong Kong séu rædd af brezka sendiráðinu i Peking og þvi kin- verska I London. Það fer naumast framhjá nein- um, sem lesa skrif um alþjóða- mál, að margir kommúnistar telja tilvist Hong Kong vera blett á hinu kinverska samfélagi og á fyrirmyndarriki Mao formanns. Talsmenn Sovétrikjanna hafa orðað þetta á þá leið, að Hong Kong sé „daunillur sýkill á hinum kinverska þjóðarlikama, þar sem milljónir kinverskra borgara búi við nýlendukúgun og undir hælum heimsvaldasinna.” t þessu er fólginn nokkur sann- leikur. Nýlendan var ekki á sin- um tima stofnuð til þess að grundvalla iðnaðarriki með milljónum manna. Þetta átti að- eins að vera viðskiptamiðstöð. Hin gifurlega fólksfjöigun hefur breyttöllum aðstæöum og stofnun lýöveldis kemur naumast til greina af augljósum ástæðum. Bretum er þvi nauðugur einn kostur að reyna að stjórna meðan þess er kostur. A hitt er einnig aö lita, að hvað sem pólitiskum réttindum borg- aranna liöur, þá er það staðreynd að lifskjör eru liklega hvergi betri, né meðaltekjur hærri i aliri Asiu, en i Hong Kong, og á vest- rænan mælikvarða eru lifsskil- yröi fólksins betri þar en i nokkru öðru landi i þessum fjarlæga heimshluta. Lifskjör í nýlendunni Aðkomumanni kemur þessi „kinverska” borg ekki svo annar- lega fyrir sjónir. Hún minnir um margt á stórborgir Evrópu og Hong Kong, hæstu meðaltekjur í Asíu? Ameriku. Fimmtiu hæöa skýja- kljúfar úr áli og stáli risa nokkur hundruð fet upp frá lágri strönd- inni og glæsimennskan i verzlunargötunum i miðborginni gefur I engu eftir stórborgum Evrópu. Hroðaleg fátækrahverfi eru þarna lika og um 100.000 manns hafast við i junkum og á prömmum á höfninni. Þar fæðast menn, lifa og deyja i bátum, sem vagga bliðlega á myrkum legin- um. Fólk þetta gengur undir nafninu „tanka”, sem þýðir nán- ast „kampari” eins og það heitir á nútima islenzku. Þetta fólk og margt annað verður að hafa i huga, þegar rætt er um „meðaltekjur” manna i Hong Kong. Launamismunur hlýtur að vera gifurlegur hér. Hong Kong er milljónaborg. Þrátt fyrir glæsileika sinn og skýjakljúfa verður hún að teljast menningarsnauð. Menningar- snauðasta stórborg veraldarinn- ar. Hér eru engin söfn, hvorki þjóðminjasöfn, forngripasöfn, né heldur listasöfn. Ekkert leikhús, heldur, en „kinversk” ópera sýnir þó hér annað veifið, en óperan er á stöðugum þeytingi um alla Asiu. Borgin hefur þvi i rauninni ekk- ert upp á að bjóða i menningar- legu tilliti, hvað áhrærir fagrar listir. Eina menningarstofnunin sem ég kom auga á, var bóka- safn. Agætir skólar munu vera i borginni og þar er starfandi háskóli. //Þjófamarkaðurinn" Glæpir eru tiðir og morgunblöð- in fluttu hvern dag langar frá- sagnir um morð og gripdeildir. Ferðamönnum er eindregið ráðið frá þvi að fara út að „skemmta” sér, eftir að myrkur er dottið á. Ferðamenn er rændir og mega oft þakka fyrir að halda lifi. Þó eru viss svæöi talin nokkuð örugg, eins og til að mynda „þjófa- markaðurinn”, eða „The open air market” eins og hann heitir á finna máli, en þangaö drifur að urmul ferðamanna hvert kvöld, þvi að þjófamarkaðurinn á sér fá- ar hliðstæður, og ef til vill engan sinn lika. í Hong Kong segja þeir, að sé einhverju stolið frá þér i dag, þá getirðu keypt þaö aftur á þjófa- markaðnum um kvöldiö fyrir litið verð. Má það rétt vera. A langri Frh. á bls. 15 Þúsundir skipa koma til Hong Kong á ári hverju, og mikiö magn af vörum fer um borgina, sem er miöstöö viöskipta vesturlanda viö Klna. A myndinni sést fjöldi stórskipa, sem eru afgreidd á höfninni, án þess aö leggjast viö bryggju. Allur farmur kemur og fer þá I prömmum og junkum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.