Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. júnl 1975. TtMJNN 100.000 manns hafast viö alla ævi á prömmum ; Meb ógnarhraba þjtfta hiisin upp. Þessi sambýlishús eru á „klnversku" leigulandi. í lausu lofti Fósturjöroin" tekin á leigu til 99 ára á a ;i á r a k t ð a a a Kinverjar telja Hong Kong vera Kina. Hins vegar er kinversk „feröaskrifstofa" i Hong Kong, en hvort hun sinnir öðru en ferða- málum veit maður ekki. Likleg- asta skýringin er sú, að málefni Hong Kong séu rædd af brezka sendiráðinu i Peking og þvi kin- verska i London. Það fer naumast framhjá nein- um, sem lesa skrif um alþjóða- máí, að margir kommúnistar telja tilvist Hong Kong vera blett á hinu kinverska samfélagi og á fyrirmyndarriki Mao formanns. Talsmenn Sovétrikjanna hafa orðað þetta á þá leið, að Hong Kong sé „daunillur sýkill á hinum kinverska þjóðarlikama, þar sem milljónir kinverskra borgara búi við nýlendukúgun og undir hælum heimsvaldasinna." 1 þessu er fólginn nokkur sann- leikur. Nýlendan var ekki á sin- um tima stofnuð til þess að grundvalla iðnaðarriki með milljónum manna. Þetta átti að- eins að vera viðskiptamiðstöð. Hin gifurlega fólksfjölgun hefur breytt öllum aðstæðum og stofnun lýðveldis kemur naumast til greina af augljósum ástæðum. Bretum er þvi nauðugur einn kostur að reyna að stjórna meðan þess er kostur. A hitt er einnig aö lita, að hvað sem pólitiskum réttindum borg- aranna liður, þá er það staðreynd að lifskjör eru lfklega hvergi betri, né méðaltekjur hærri i allri Asiu, en i Hong Kong, og á vest- rænan mælikvarða eru lifsskil- yrði fólksins betri þar en i nokkru öðru landi i þessum fjarlæga heimshluta. Lífskjör í nýlendunni Aðkomumanni kemur þessi „kinverska" borg ekki svo annar- íega fyrir sjónir. Hún minnir um margt á stórborgir Evrópu og Hong Kong, hæstu meðaltekjur í Asíu? Ameriku. Fimmtiu hæða skýja- kljúfar úr áli og stáli risa nokkur hundruð fet upp frá lágri strönd- inni og glæsimennskan i verzlunargötunum i miðborginni gefur i engu eftir stórborgum Evrópu. Hroðaleg fátækrahverfi eru þarna lika og um 100.000 manns hafast við i junkum og á prömmum á höfninni. Þar fæðast menn, lifa og deyja i bátum, sem vagga bliðlega & myrkum legin- um. Fólk þetta gengur undir nafninu „tanka", sem þýðir nán- ast „kampari" eins og það heitir á nútima islenzku. Þetta fólk og margt annað verður að hafa i huga, þegar rætt er um „meðaltekjur" manna i Hong Kong. Launamismunur hlýtur að vera gifurlegur hér. Hong Kong er milljónaborg. Þrátt fyrir glæsileika sinn og skýjakljúfa verður hún að teljast menningarsnauð. Menningar- snauðasta stórborg veraldarinn- ar. Hér eru engin söfn, hvorki þjóðminjasöfn, forngripasöfn, né heldur listasöfn. Ekkert leikhús, heldur, en „kinversk" ópera sýnir þó hér annað veifið, en óperan er á stöðugum þeytingi um alla Asiu. Borgin hefur þvi i rauninni ekk- ert upp á að bjóða i menningar- legu tilliti, hvað áhrærir fagrar listir. Eina menningarstofnunin sem ég kom auga á, var bóka- safn. Ágætir skólar munu vera i borginni og þar er starfandi háskóli. „Þjófamarkaðurinn" Glæpir eru tiðir og morgunblöð- in fluttu hvern dag langar frá- sagnir um morð og gripdeildir. Ferðamönnum er eindregið ráðið frá þvi að fara út að „skemmta" sér, eftir að myrkur er dottið á. Ferðamenn er rændir og mega oft þakka fyrir að halda Hfi. Þó eru viss svæði talin nokkuð örugg, eins og til að mynda „þjófa- markaðurinn", eða ,,The open air market" eins og hann heitir á finna máli, en þangað drifur að urmul ferðamanna hvert kvöld, þvi að þjófamarkaðurinn á sér fá- ar hliðstæður, og ef til vill engan sinn lika. t Hong Kong segja þeir, að sé einhverju stolið frá þér i dag, þá getirðu keypt þaö aftur á þjófa- markaðnum um kvöldiö fyrir litið verð. Má þaö rétt vera. A langri Frh. á bls. 15 Þúsundir skipa koma tilHong Kong á árihverju, og mikib magn af vörum fer um borgina, sem er miðstöb vibskipta vesturianda vib Kina. A myndinni sést fjöldi störskipa, sem eru afgreidd á höfninni, án þess ab leggjast vib bryggju. Allur farmur kemur og fer þá i prömmum og junkum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.